3 ára í jarðaför

Dvergb | 13. feb. '19, kl: 01:54:28 | 412 | Svara | Er.is | 0

Halló halló :) Vantar ráð eða reynslusögur af því að hafa barn með í jarðaför. Málið er að dóttir mín sem er 3 ára var að missa pabba sinn og jarðaför því framundan. Á hún að vera með í því öllu eða hvernig er best að snúa sér í þessu öllu. Og líka með að svara henni þegar hún spyr t.d : hvar er pabbi og allar þær pælingar sem eðlilegt er að fylgi Kveðja

 

sankalpa | 13. feb. '19, kl: 03:30:29 | Svara | Er.is | 0

Langaði að segja gangi ykkur vel, þó ég viti ekkert hvernig hentugast sé að tækla þetta. Kærleikur.

túss | 13. feb. '19, kl: 07:56:04 | Svara | Er.is | 1

Innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Sumir segja að börn eigi að fá að fara í kistulagningu og jarðaför hjá svona nánum ættingja, ég er ekki alveg þar. Allavega ekki í kistulagningu, ef þér finnst að barnið ætti að fá að kveðja, að gera það á undan. Ef þú treystir barninu að hafa það í jarðarförinni kannski. Gangi þér vel

ert | 13. feb. '19, kl: 08:59:16 | Svara | Er.is | 1

3 ára mun leiðast óbærilega í jarðarför. Ég hef aldrei þekkt 3 ára barn sem getur setið þegjandi í klukkutíma. Sjálfsagt að leyfa henni að kveðja á annan hátt sem hentar 3 ára. Ég var með 7 ára í jarðarför eitt árið. Ég keypti júgíó spil sem hann gat skoðað í jarðarförinni og sat á öðrum bekk til hliðar þannig að þetta væri ekki áberandi. En 3 ára er alveg vonlaust að mínu mati

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Splæs | 13. feb. '19, kl: 12:20:12 | Svara | Er.is | 2

Gagnlegast að ræða þetta við prestinn sem jarðsyngur.

BlerWitch | 13. feb. '19, kl: 13:42:08 | Svara | Er.is | 4

Ég myndi í alvöru ráðfæra mig við einhverja aðra en fólkið hér inni. Talaðu við prestinn eða sálfræðing (jafnvel barnasálfræðing) og fáðu ráð þar. Gangi þér vel og ég votta ykkur samúð.

T.M.O | 14. feb. '19, kl: 04:45:55 | Svara | Er.is | 0

Ég persónulega myndi reyna að finna einhverja leið til að leyfa henni að kveðja pabba sinn fyrir jarðaförina, jafnvel í kringum kistulagninguna, með þér og ef eru einhverjir í alveg nánasta hring, án þess að láta hana sitja undir athöfn með presti og serimóníum. Hún mun kannski ekki muna mikið en þið getið ryfjað þetta upp saman, jafnvel haft lítið albúm með ljósmyndum af kistunni og kirkjunni/kapellunni jafnvel af pabba hennar úr kistulagningu ef þér finnst það í lagi. Að vera í jarðarförinni yrði bara óskiljanlegur tortúr og grátandi fólk sem hún þekkir ekkert.

isbjarnamamma | 14. feb. '19, kl: 11:32:06 | Svara | Er.is | 0

Innilegar samúðakveðjur til ykkar á þessari erfiðu stund,  ég er mjög trúuð enn veit samt ekki hvað er rétt,,,sonur minn var ný orðin þegar hann var vitni að því að systir mín do,,,hann er í dag 41 ára og man þettað einsog það hafi gerst í dag,,,,mynningar barnsins verða að vera fallega að kveðja föður sinn,því að barnið mun muna út allt lífið þennan dag, fyrir mig mundi ég treysta mér til að vera með 3 ára í jarðaför,enn ég er stálnagli,,,gangi þér vel á þessum erfiða tíma í lífi ykkar

isbjarnamamma | 14. feb. '19, kl: 13:06:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sonurinn var ný orðin 3 ára

spikkblue | 14. feb. '19, kl: 13:02:41 | Svara | Er.is | 0

Fór með þriggja ára dreng í bæði kistulagningu og jarðarför langömmu sinnar, sé ekki eftir því.
Amman og afinn voru bæði á móti því, héldu að þetta væri of mikið fyrir 3 ára barn.

Hann var búinn að teikna mynd og 'skrifa' kort handa langömmu sinni sem hann hafði sett í umslag og fékk að setja það í kistuna hjá henni.
Það tók vissulega aðeins á hann þegar hann sá hana (opin kistulagning), en hann var undirbúinn og eftir á að hyggja var ferlið gott fyrir hann.

Sessaja | 14. feb. '19, kl: 13:31:37 | Svara | Er.is | 0

Ekki taka 3ára barnið með í grátur samkomu. Frekar leyfa því að kveðja fyrir athöfnina ef tök eru á því, eða nóg eftir kistulagninguna setja blóm og kort ef það vill gera það.

askjaingva | 14. feb. '19, kl: 13:44:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það væri svakalegt ef börn læra að fullorðnir geta grátið og það er í lagi að vera sorgmæddur og gráta.

Sessaja | 14. feb. '19, kl: 15:08:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

3ára barn á ekki sjá klám og upplifa sorg. Lifið er fyrir 3 barn á að vera leika,hlægja,borða og sofa svo um 8 ára kynnast raunveruleikanum að allir deyja.

askjaingva | 14. feb. '19, kl: 13:43:28 | Svara | Er.is | 0

Endilega hafðu hana með í öllu ferlinu, bæði kistulagningu og jarðarför. Það er mikilvægt fyrir börn að geta kvatt.

247259 | 14. feb. '19, kl: 14:17:54 | Svara | Er.is | 0

Held að þetta sé bara eitthvað sem þú verður að ákveða útfrá þér og dótturi þinni. Börn, og fólk (og þessvegna jarðafarir) eru eins misjöfn eins og þau eru mörg. En mér finnst sjálfsagt að ræða þetta við sálfræðing eða prestinn sem jarðsyngur og jafnvel aðra sem þekkja barnið vel. Það er svo erfitt að ráðleggja svona án þess að þekkja barnið. 
Bara svona sem dæmi þá hefði ég mögulega höndlað það (er samt fegin að ég þurfti þess ekki) en litli frændi minn hefði ekki meikað að vera við jarðaför 3 ára.


En eins og aðrir eru búnir að skrifa, ef þú ákveður að sleppa því að hafa hana í öllu stöffinu, að gera eitthvað með henni svo hún geti fengið að kveðja.

247259 | 14. feb. '19, kl: 14:18:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og já, stórt knús, þetta er hræðilegt að þurfa að takast á við.

artois | 14. feb. '19, kl: 18:27:53 | Svara | Er.is | 2


Börnin mín voru 5 og 7 ára í kistulagningu hjá langömmu sinni. Hún hafði verið mjög veik og þjáð áður en hún dó og þegar mín litla sá hana í kistunni sinni varð henni að orði: "Sjáðu mamma, núna líður henni vel. Hún er svo falleg." Svo fékk hún að strjúka vangan hennar og leggja rós í kistuna. Flest öll barna- og barnabarnabörnin voru svo líka í jarðaförinni og fengu bara að valsa um eins og þau vildu, það truflaði engan. Þau voru á aldrinum frá nokkurra mánaða og upp í unglinga. Þetta var því mjög jákvæð upplifun fyrir bæði börnin mín sem minnast hennar stundum ennþá, sex árum seinna. 


Mörgum finnst þetta alveg út í hött, að leyfa börnum að taka þátt í kistulagningu og jarðarför, en mín bæði voru alveg harðákveðin í að vera með alveg frá því að þau heyrðu af andláti langömmu sinnar. Það hefði þvi á allan hátt verið þeim þungbærara að fá ekki að vera með en upplifunin og þær spurningar sem mögulega hefðu vaknað á meðan ferlinu stóð eða síðar.


En ég var sjálf efins um það hvað ég ætti að gera af því að svo margir eru á móti þessu, svo ég talaði við prestinn sem sá um jarðarförina og hann kom með mörg góð ráð fyrir mig. Hann líka leiddi börnin svolítið í gegnum kistulagninguna og leyfði þeim að koma fyrstum að kistunni, sýndi þeim fallega kjólinn hennar ömmu og blómin sem hún hélt á og dreifði þannig svolítið athyglinni frá dauðanum og svona gerði þetta að bara mjög fallegri stund og síðustu samveru. Þannig að mitt ráð er að fylgja innsæinu og tala við prestinn svo hann geti hjálpað þér/ykkur í gegnum þetta. 


Og með pælingarnar þá er best að svara bara satt og rétt.



 

malata | 14. feb. '19, kl: 22:14:03 | Svara | Er.is | 1

Ég samhryggist innilega.
Ég missti sjálf ömmu þegar drengurinn minn var mjög lítill. Hann kom á jarðaförina þá varla eins árs og mér hefur fundið þetta vera mikinn stuðningur, fyrir mig og ekki síst mömmu mína sem var þá að missa mömmu sína. Drengurinn var salla rólegur, fann alveg að þetta var ekki tíminn til að góla eða skríða út um allt (sem hann gerði vanalega). Ég var samt með "varamann" sem var tilbúinn að taka barnið frá ef hann mundi hafa óróast.
Ég held að það sé mjög mikilvægt að barnið sé við jarðaförina (sjá til með sálfræðing/prestinn fyrir kistulagningu). Þó þetta sé ótrúlega erfið reynsla þá er þetta eitthvað sem mun hjálpa henni að skilja hvað er að gerast og lika að tjá tilfinningarnar hennar. Bara hafa einhvern sem tekur af sér að vera með barnið frammi ef hún treystir sig ekki í þessu þannig að þú þurfti ekki að hafa áhyggjur af því. Það gæti verið ótrúlega erfitt eftir á fyrir hana að hafa ekki verið með.
Auðvitað ef þið eruð með prest þá er gott að ræða þetta við hann/hana og einnig ræða við stelpuna með félagsráðgjafa um hvernig sé best að útskýra þetta. Gangi þér sem best í þessa erfiðu reynslu.

Draumadisin | 15. feb. '19, kl: 20:06:29 | Svara | Er.is | 0

Innilegar samúðarkveðjur

liggalálá | 16. feb. '19, kl: 12:17:17 | Svara | Er.is | 1

Ég veit þú ert búin að fá fjölmörg svör, ákvað samt að senda á þig línu þar sem mér er málið skylt. Barnið ætti án nokkurs vafa að vera viðstatt jarðarför föður síns. Ég held þú þurfir ekki að vera smeyk við að hún upplifi grátandi fólk því það er svo eðilegt að fólk gráti því allir eru leiðir og sakna pabba hennar. Okkur hefur reynst vel að segja við systurson minn sem missti mömmu sína fjögurra ára að hún sé núna engill sem geti svifið um allt og líði vel. Hann sá kistuna fara í jörðina og velti auðvitað ýmsu fyrir sér, börn eru svo bókstafleg, þau velta t.d. fyrir sér hvernig manneskjan geti verið uppi á himnum fyrst líkaminn fór í jörðina. Öll þessi umræða getur auðvitað tekið á fyrir fullorðna sem sjálfir eru í mikilli sorg en best er að finna fallega myndræna leið til að útskýra fyrir barninu, þau hafa mikla þörf fyrir skýringar. Þó dóttir þín sé ung þá mun hún án efa vera þakklát þér seinna að fá að taka þátt í jarðarförinni og öllu í kringum þetta. Sem betur fer þykja orðið heldur úreld sjónarmið að halda börnum frá þessu undir því yfirskini að þurfi hlífa þeim. Annars tek ég líka undir með öðrum hér að best er að ræða þetta við prestinn, oftar en ekki hafa þeir mikla reynslu af svona og geta veitt ómetanlega aðstoð. Þú ættir helst ekki að þurfa að ráða fram úr þessu ein. Mínar innilegustu samúðarkveðjur og treystu móðurhjartanu xx

ert | 16. feb. '19, kl: 15:22:05 | Svara | Er.is | 0


ég vil bara benda á kjölfar umræðna hér að munar mikið um þroska á hverju ár þegar barn er undir 8 ara. 3 ára börn eiga erfit með að sitja kyrr,
Nú má vel vera að þetta sé svo gleði-jarðaarför 80 ára manns þar sem allir eru sáttir við andlátið og börn fá labba um kirkjuna og leika sér að dóti.
En ef þetta er jarðarför manns sem er jafnvel yngri en 40 ára og á foreldra á lífi þá gæti verið að fólk væri almennt sorgmætt yfir andlátinu og jafnvel gæti einhver farið að gráta - foreldri eða annar nákomin. 3 ára hafi lítin skilning á slíkum aðstæðum. Auk þess er ákafalega vafasamt að  3 ára barn muni siðar muna eftir þessu. Það munar miklu í minnisfestingu atburða á milli 3 ara og 4 ára. Það sem er mikilvægast er  að taka myndir og geta sýnt barninu þannig að myndirnar skapi minningu - barnið sjálft mun ekki eiga eigin minningu á fullorðins árum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Barnateppi - hjálp firstbaby 4.7.2009 10.1.2024 | 03:59
barnateppi rúmsí 19.8.2005 10.1.2024 | 03:55
Barnateppi 2169 18.9.2012 10.1.2024 | 03:53
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.1.2024 | 03:49
saltkeramik ups3 9.12.2008 10.1.2024 | 03:49
skyldmenni Jackie O 28.4.2004 10.1.2024 | 03:48
Hvar er hægt að kaupa hákarl? cartman 29.6.2011 9.1.2024 | 08:54
Nýr forseti Íslands verður auðvitað Katrín Jakobsdóttir jaðraka 2.1.2024 8.1.2024 | 19:50
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Síða 5 af 48028 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, paulobrien, Guddie