6vikur+2dagar - engin hjartslattur

Allamalla77 | 14. nóv. '15, kl: 14:51:47 | 1621 | Svara | Er.is | 0

Hæ, mig langar svo að vita hvort eitthver hafi lent i þvi sama og eg. For til kvensjukdomalæknis a fimmtud þar sem er helt eg væri komin 7.vikur. Hun sagði að fostrið væri 6vikur og 2dagar en sa engan hjartslatt???.. Hun var mjög svartsyn en sagði mer að koma aftur eftir viku.. Nuna er byrjað að koma brun utferð.. Er eg buin að missa?

 

Steina67 | 14. nóv. '15, kl: 16:31:14 | Svara | Er.is | 4

Því miður er það mjög líklegt að það sé rétt. Brún útferð veit aldrei á gott.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

ullarmold | 15. nóv. '15, kl: 00:16:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki endilega rétt með brúna útferð, mér blæddi brúnni útferð í 2-3 vikur á 5-8 viku, ég er komin 15 núna

ullarmold | 15. nóv. '15, kl: 00:18:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

og hringdi sjálf í ljósmóður og hún sagði það ekki fósturlát þar sem mér blæddi ekki rauðu, bara dropaði brúnu

trilla77 | 17. nóv. '15, kl: 13:58:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er mjög glöð fyrir þína hönd en þetta er svo mikið rugl.
Ég hef einu sinni misst og þá kom bara pínu brúnt sem ljósmóðir sagði að væri ekkert til að hafa áhyggjur af, bara ef það væri fersk blæðing


10 dögum seinna fór ég í skoðun og þá kom upp að fóstrið væri ekki með hjartslátt, tímasetningin/stærðin á barninu stemmdi við að það hefði gerst tæplega 2 vikum fyrr.
Ég ræddi þetta mál við kvensjúkdómalækninn minn og hvernig stæði á því að manni væri sagt að þetta brúna væri bara allt í lagi - hann sagðist ekki skilja það því að það væri hreint ekki hægt að fullyrða svona

Steina67 | 17. nóv. '15, kl: 14:11:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Læknir sagði við mig þegar fór að koma svona brúnt og eiginlega svona brún drulla  að þá veit það ekki á gott.  Brúnt er gamalt blóð.


Ég skil eiginlega ekki af hverju ljósmæður eru að fullyrða þetta svona.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

ullarmold | 18. nóv. '15, kl: 22:54:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kannski afþví þær vilja ekki stressa einstakling upp. Allavega mínu mati fínt að hafa róast við það að vita að þetta væri í fínu, en þetta var ekki drulla hjá mér.


Er ekki líka verra að segja við einstakling... já þú ert að missa, manneskja stressast og missir síðan ekki ?


en miðað við lýsingar hjá mörgum þá er þetta jafn misjafnt og við erum mörg.

BlerWitch | 19. nóv. '15, kl: 11:10:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er allavega óábyrgt af heilbrigðisstarfsmanni að halda því fram að gamalt blóð sé ekkert til að hafa áhyggjur af, þegar ekki er hægt að fullyrða um slíkt.

ullarmold | 20. nóv. '15, kl: 03:13:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ekkert endilega óábyrgt þar sem það gerðist í mínu tilviki og ekkert var að :/

BlerWitch | 20. nóv. '15, kl: 10:20:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, en ef eitthvað hefði verið að eins og mörg dæmin sanna. Brúnt blóð þýðir ekki endilega að allt sé í lagi.

gruffalo | 19. nóv. '15, kl: 14:27:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst eiginlega verra að segja við manneskju að hún sé ekki að missa fóstur því blóði er brúnt en ekki rautt, og svo missir konan....

BlerWitch | 19. nóv. '15, kl: 11:12:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég missti á 12. viku en það var dulið fósturlát (fóstrið búið að vera dáið í einhvern tíma) og þessvegna kom einmitt bara svona brúnt og mjög lítið. Þannig að "gamalt blóð" getur einmitt líka þýtt fósturlát þó það þurfi ekki að gera það.

ÓRÍ73 | 17. nóv. '15, kl: 16:46:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hjá mér dropaði ekki einu sinni brúnu, í mesta lagi smá slím, samt fóstrið dáið í nokkrar vikur. 

fálkaorðan | 14. nóv. '15, kl: 18:31:23 | Svara | Er.is | 2

Það getur enginn sagt af eða á svona í gegnumm vefninn. En þetta lítur ekki vel út.


Það blæddi í 2 af 3 skiptum hjá mér og í bæði skiptin átti ég ekki að gera mér vonir og í bæði skipti var fóstrið á lífi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Snobbhænan | 14. nóv. '15, kl: 20:47:09 | Svara | Er.is | 1

Æ knús. Ég hef tvisvar gengið í gegnum svona dulið fósturlát.  Ömurlegt alveg.

astasola | 15. nóv. '15, kl: 00:51:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er ekki alveg að marka. Hjartsláttur er venjulega kominn um 6 vikur en alls ekki alltaf. Brúnt er gamalt blóð þannig að þú ert góð á meðan það er ekki fersk blæðing og þú ert verkjalaus. Knús á þig, krossa putta!

daffyduck | 15. nóv. '15, kl: 02:58:49 | Svara | Er.is | 3

Vonaðu það besta en búðu þig undir það versta.
Knús ??

Yxna belja | 15. nóv. '15, kl: 10:17:47 | Svara | Er.is | 2

Það er ómögulegt að segja. Því miður getur þú ekkert gert nema bara beðið í nokkra daga. Stundum sést ekki hjartsláttur í snemmsónar þó svo hann sé til staðar (sjaldgæft svona seint en getur samt  verið eðlilegt) og stundum fá konur brúna útferð (gamalt blóð) sem getur líka verið eðlilegt. Þegar bæði kemur saman þá eru líkurnar ekki með þér en það er samt því miður ekkert annað sem þú getur gert nema bíða.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

hlessingur | 15. nóv. '15, kl: 10:58:08 | Svara | Er.is | 6

Þegar ég var komin sex eða sjö vikur à leið þà blæddi rauðu hjà mér í 4 daga. Strax um kvöldið à fyrsta degi þà fór ég upp à slysó í tékk, fannst vægur hjartslàttur og var send heim. À 4. Degi blæðinga fékk ég að fara í sónar upp à fæðingardeild og ætlaði í raun að fà bara staðfestingu à að ég væri að missa. Fékk í staðinn að sjà lita baun með kröftugan hjartslàtt. À núna fjöruga og brosmilda 5mànaða stelpu. Þetta er rosalega erfiður tími þar sem þú getur nàkvæmlega ekkert gert. Vonandi gengur allt upp hjà þér.

maíbumba | 15. nóv. '15, kl: 12:17:37 | Svara | Er.is | 1

Ég fór um daginn þá komin í kringum 6 vikur og enginn hjartsláttur en það er alls ekkert til að stressa sig yfir þegar maður er kominn svona stutt! :)

Brúnt er gamalt blóð - í þínum sporum myndi ég reyna að vera róleg fram að næstu skoðun, sérstaklega á meðan blóðið er brúnt en ekki rautt.

Gangi þér vel :)

{ Litli krílus fæddur 30.apríl }

Anímóna | 15. nóv. '15, kl: 17:38:32 | Svara | Er.is | 4

Já, lenti í nákvæmlega sama en viku seinna voru tveir hjartslættir. 

fálkaorðan | 15. nóv. '15, kl: 17:47:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að búa til fleyri?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Anímóna | 15. nóv. '15, kl: 19:01:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Neibb, ekki á planinu á næstunni.


Síðasta voru tveir.

fálkaorðan | 15. nóv. '15, kl: 19:57:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já svoleiðis. Ég varð samt bæði kát og svitnaði fyrir þína hönd hérna.


Agalegt að vera svona svakalega óléttuglaður.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

staðalfrávik | 16. nóv. '15, kl: 21:57:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það voru tveir sekkir hjá mér núna síðast en bara annar varð að barni. Hvorugur hafði hjartslátt á þeim tíma sem þeir sáust fyrst.

.

Allamalla77 | 16. nóv. '15, kl: 19:37:59 | Svara | Er.is | 0

Hvað þyðir það ef engin nestispoki er?

LaRose | 17. nóv. '15, kl: 07:30:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tha held eg thetta liti ekki ut eins og thad a ad gera, thad er ad segja, fostrid hefur ekki throskast eins og planid var.

gruffalo | 17. nóv. '15, kl: 16:04:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enginn nestispoki = Ekkert fóstur


Sagði kvensjúkdómalæknirinn minn mér á sínum tíma. Ef það er hins vegar nestispoki, þá ER fóstur. Ég lenti í því að það var enginn nestispoki og þar með ekkert fóstur... tómur belgur eða hvað sem það kallast.

Myken | 17. nóv. '15, kl: 09:49:50 | Svara | Er.is | 1

ég hef reyndar aldrei farið í sónar fyrr en á 10 viku eða eitthvað mann það ekki en að minnsta kosti ekki svona snemma..
En með mína yngstu var það þannig að ÉG var viss um að ég var ófrísk en ég fékk ekki jákvæð fyrr en ég var komin viku fram yfir og eins þá blæddi smá eða kom ss smá brún útferð hefur aldrei gerst áður hjá mér en í dag er hún orðin 8 ára..


Verðu bara jákvæð og farðu vel með þig þar til annað kemur í ljós..Ekkert sem hægt er að gera hvort eða er

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Flehfeld | 17. nóv. '15, kl: 15:43:42 | Svara | Er.is | 1

ég lenti í þessu líka - læknirinn sagði að það væri tómur fóstursekkur. fór svo aftur 2 vikum síðar og þá var hjartsláttur og allt var í lagi. vonandi verður þetta í lagi hjá þér líka.

Sarabía | 18. nóv. '15, kl: 01:38:12 | Svara | Er.is | 1

Ég sá tóman sekk þegar ég átti að vera komin 6 eða 8 vikur mætti 2 vikum seinna og sá fóstur og hjartslátt og það barn er nú á 10 ára. Var bara seinkað um 2 vikur.

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Barnateppi - hjálp firstbaby 4.7.2009 10.1.2024 | 03:59
barnateppi rúmsí 19.8.2005 10.1.2024 | 03:55
Barnateppi 2169 18.9.2012 10.1.2024 | 03:53
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.1.2024 | 03:49
saltkeramik ups3 9.12.2008 10.1.2024 | 03:49
skyldmenni Jackie O 28.4.2004 10.1.2024 | 03:48
Hvar er hægt að kaupa hákarl? cartman 29.6.2011 9.1.2024 | 08:54
Nýr forseti Íslands verður auðvitað Katrín Jakobsdóttir jaðraka 2.1.2024 8.1.2024 | 19:50
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Síða 5 af 48026 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, tinnzy123, Kristler, annarut123, paulobrien, Guddie