Að eignast kettling

palominolina | 25. jún. '15, kl: 03:58:21 | 483 | Svara | Er.is | 0

Núna er kallinn minn búinn að eiga þann draum í mörg ár að eignast kött en ég er ekkert hrifin af köttum, finnst þeir pínu krípí og erfitt að lesa hvað þeir eru að pæla annað en hundar. Ég er s.s. hundamanneskja en við höfum bara ekki tíma fyrir hund og kettir eru víst sjálfstæðari og eitthvað segir hann.
Það sem ég er að pæla er s.s. ef hann mætir einn daginn heim með kettling, hvernig elur maður kött upp? Hlýða þeir skipunum eins og hundar eða s.s. er hægt að banna þeim eitthvað og svona? Ég augljóslega kann EKKERT á ketti og hef ekki hugmynd um hvað þeim fylgir nema að það á að gelda þá um 5-6 mánaða.
Eitthvað kattafólk hérna sem getur gefið mér svona idiot proof ráð um ketti eða góðar síður til að skoða þar sem að ég held að kallinum sé alvara að koma með kött einn daginn.

 

krikrikro | 25. jún. '15, kl: 08:17:09 | Svara | Er.is | 8

Mér finnst flott hjá þér að kynna þér þetta fyrirfram, mættu fleiri gera þetta! Allt of margir sem fá sér kettling og gefast svo upp þegar kemur að kynþroska, eða hárlos eða annað. Köttur er skuldbinding til margra ára og mikilvægt að hugsa sér vel um hvort maður er tilbúinn í þá skuldbindingu. Það virðist vera svo algengt viðhorf að kettir eru "einnota", að það sé ekkert mál að gefa þá bara ef eitthvað er ekki að ganga sem skyldi. Sorglegt og grey kettirnir sem lenda á flakk og skilja ekkert hvað er í gangi.

Annað sem þarf að hafa í huga er að tryggja köttinn því dýralæknakostnaður getur verið mikill ef eitthað kemur upp á. Velja matinn vel, þannig minnkar maður hárlos (sem er samt óhjákvæmilegur fylgisfiskur) og lélegur matur eykur líkur á heilsufarsvanda. Örmerkja dýrið og bólusetja.

Jackson Galaxy er katta-atferlisfræðingur og með fullt af góðum ráðum á sinni síðu http://jacksongalaxy.com/learn/

Svo er mjög virk grúbba á fésinu sem heitir því þjála nafni "Kettir á Facebook, aðdáendur katta og allir dýravinir." Þar færðu mikið af svörum, misgáfulegum en eftir smá veru þarna ferðu að átta þig á hverjir tala af viti, t.d fólk sem sinnir villiköttum í sjálfboðaliðastarfi og hefur umgengist ketti í áratugi. Það vantar annars alltaf heimili fyrir villikatta-kettlinga sem hafa náðst inn. Verða yndislegir og alls ekki villtir.

Það er almennt ekki hægt að kenna köttum á sama hátt og hundum en sumir reyndar eru mjög námsfúsir og geta lært ýmis trix. Kettirnir fara sínar eigin leiðir, sem mér finnst einmitt svo skemmtilegt. Það er jú hægt að kenna þeim að fara ekki upp á borð og þannig en vertu viss, um leið og þú snýrð bakinu við hoppa þeir þangað sem ekki má fara ;) En kettir eru líka flest mikil kúrudýr, tengjast fólkinu sínu sterkum böndum og elska flest að láta klóra sig og klappa, helst að kúra hjá þér líka. Svo eru líka þeir sem eru ekki jafn mikið fyrir svoleiðis, en ég hef ekki rekist á marga þannig á minni ævi.

Kettlingar geta verið mjög svo fjörugir, segi ég um leið og einn spænir hér yfir lyklaborðið mitt. Mikilvægt að leika við þá og bíta á jaxlinn þegar þeir skemma eitthvað í fjörinu sínu, þeir róast upp úr eins árs aldurinn. Mín reynsla segir að það er betra að hafa tvo, velja úr sama goti og velja þannig að þeir eru vanir að vera saman. Því eins og með fólk þá semur þeim misvel við hvort annað og eiga sér uppáhaldssystkini. Það er eiginlega minni vinna með tvo ketti, þeir leika sér saman og koma svo til að fá kúr og knús. Það er líka auðveldara að skreppa í ferðalög og fá einhvern heim til að gefa köttunum, hreinsa sandinn og knúsast aðeins í þeim ef þeir eru tveir. Erfitt að skilja einn kött aleinan eftir.

Fyrstu dagana á nýju heimili verður kettlingurinn sennilega skíthræddur og velur sér felustað, oft undir sófa. Þá borgar sig að hafa mat, vatn og sand nálægt honum en þegar hann er orðinn heimavanur er hægt að færa dótið á þá staði sem þið ætlið að hafa það á.

Kettir eru virkilega skemmtilegir félagar! Þeir eru ekki jafnháðir fólki og hundar en þeir sem ég þekkja vilja nú samt alltaf vera nálægt og spjalla mikið við mann. Ef samband kattar og manns er gott, treysta þeir fullkomlega og gefa mikið af sér. Ég er með bæði hund og ketti og finnst það dásamleg blanda, hvor tegundin hefur sína kosti og galla en ég vildi ekki án þeirra vera :)

palominolina | 25. jún. '15, kl: 13:57:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk kærlega fyrir svarið :) Maðurinn minn nefndi einmitt tvo ketti og ég bara fékk vægt taugaáfall en það hljómar samt alveg vel að þeir sjái þá að mestu um að leika sér saman og svona. Ætla að henda mér í þessa síðu, veit nefninlega að ef af þessu verður þá er þetta margra ára skuldbinding og vil vera við öllu búin.

Grjona | 25. jún. '15, kl: 09:38:24 | Svara | Er.is | 5

Kettir eru undirförlir þjófar, einn var að stela teygju af borðinu hjá mér núna rétt í þessu. En þeir eru yndislegir og ég vildi ekki vera án þeirra. Ég hef tekið bæði kettling og stálpaðan kettling og mæli með þeim eldri. Þeir eru þá hættir að rífa og tæta (að mestu), lyktarmerkja og álíka vesen sem ég nenni ekki. Kettlingar eru samt óskaplega skemmtilegir, mér fannst samt ekki gaman að þurfa að þvo sængina mína daglega á merkitímabilinu. En sá köttur, sá sem ég fékk sem kettling, er yndislegur, þrátt fyrir að vera þjófóttur. Núna var hann t.d. að fara með snúruna af ryksugunni niður hálfan stiga (svona vegna þess að hann fékk ekki teygjuna). 


Flestir kettir þekkja nafnið sitt og koma þegar maður kallar það. Það er hægt að kenna þeim helling en eins og krikrikro segir þá gera þeir það sem þeim hentar þegar þeim hentar. Er líka sammála með það að vera með tvo ketti frekar en einn. En vertu endilega með í að velja þá (hann), leyfðu þeim að tala aðeins við þig áður en þú ákveður þig. Og ekki láta þá vera útiketti. Það er ekkert mál að hafa ketti inniketti þó margir haldi öðru fram, og þannig lenda þeir allavega ekki  undir bíl.


Gangi þér vel og góða skemmtun. Og lærðu að njóta þeirra :)

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Guppyfish | 25. jún. '15, kl: 10:00:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þeir eru nefnilega ekki undirförulir. Hundar eru það mikið frekar en kettir. Kötturinn tekur það sem hann vill fyrir framan nefið á þér á meðan hundurinn bíður voða þolinmóður eftir að þú sjáir ekki til og lætur þá til skarar skríða.

Grjona | 25. jún. '15, kl: 10:20:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú? Ég á þannig kött. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

staðalfrávik | 25. jún. '15, kl: 13:55:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Augljóslega hundur í fyrra lífi.

.

Grjona | 25. jún. '15, kl: 19:32:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahaha, það gæti reyndar alveg verið.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

staðalfrávik | 25. jún. '15, kl: 13:53:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef átt 5 ketti en aldrei kettling. Ég hef af einhverjum ástæðum alltaf fengið þá notaða.

.

Grjona | 25. jún. '15, kl: 19:32:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Notaðir eru bestir :)

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

staðalfrávik | 25. jún. '15, kl: 20:02:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi síðasti flutti eiginlega bara inn. Eigendurnir gátu ekki haft hann lengur og voru í vanda með hann. Hann fór að venja komur sínar meira og meira til mín og svo bara urðum við hans :)

.

Grjona | 25. jún. '15, kl: 20:09:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flott :)

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Allegro | 25. jún. '15, kl: 09:40:53 | Svara | Er.is | 3

Persónulega mundi ég vilja að maðurinn minn hefði það á hreinu að hvorki ég né hann kæmum með gæludýr inn á heimilið nema með fullu samþykki beggja aðila. 
Mér finnst það að koma með gæludýr inn í fjölskylduna þess eðlis að báðir aðilar verði að vilja það en ekki bara sætta sig við það.  T.d mundi ég alltaf vilja sjá og kynna mér hundinn/köttinn áður en ég gæfi mitt samþykki. 

Dalía 1979 | 25. jún. '15, kl: 10:32:56 | Svara | Er.is | 0

Myndi bara mæla með að hafa ekki síðar gardínur og skipta út ef þú ert með vandaðann sófa og stóla ég klikkaði alveg á þvi og muna að hafa moppuna við hendina 

GuardianAngel | 25. jún. '15, kl: 12:33:38 | Svara | Er.is | 2

Mér finnst oft vandamál með ketti Ð fólk nennir ekkert að ala þá upp og fela sig á bakvið "svona eru þeir bara. Sjálfstæðir"

Hef þekkt marga ketti i gegnum tiðina sem að kunna flestöll trixin. Setjast kjurr.. sækja og fleirra. Labba uti i bandi og svo framvegis.
En þvimiður enþa fleirri ketti sem eru bara útumallt og hlusta ekki á neitt afþvi að viðhorfið hjá alltof mörgum er "svona er þetta bara.. þýðir ekkert að reyna þeir eru svo sjálfstæðir.

Og oftar en ekki bara gleymdir uti og svo löngu seinna er farið að leita.

Á meðan"sjalfstæðum" hundum er lógað eða losað sig við á einhvern hátt. (Hundar voru ekki alltaf fastir i bandi)

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

QI | 25. jún. '15, kl: 13:34:44 | Svara | Er.is | 6

.........................................................

staðalfrávik | 25. jún. '15, kl: 13:57:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jemundur jesús og allar hans lærisneiðar! Þetta er snilld!

.

Tipzy | 25. jún. '15, kl: 14:31:14 | Svara | Er.is | 2

Mæli með Jackson Galaxy, hann er the cat whisperer.

...................................................................

Silaqui | 25. jún. '15, kl: 20:18:24 | Svara | Er.is | 0

Ég hélt því einu sinni fram að ég væri hundamanneskja. Svo fékk eg ketti í afmælisgjöf (kattasjúkur kærasti). Þetta reyndust vera skemmtilegustu dýr og ekki nærri því eins illtemjanleg og ég hélt.
Ég mæli með að rannsaka atferli katta og þarfir þeirra áður en kisan mætir á svæðið. Allt það sem krikrikro segir er rétt nema að það sé takmarkað hægt að kenna þeim. Það er bara ekki hægt  að berja þá til hlýðni eins og hefur verið lenskan með hunda. Kettir gera bara það sem þeir hafa hag af og það er um að gera að nýta sér það í botn.
Nú á ég hund (giftist hundamanni, er líklega of eftirgefanleg eða dýrasjúk) og jesús kristur hvað kettirnir voru mikið þægilegri gæludýr en hundurinn. Samt elska ég þennan aula alveg í botn. Hún leggur bara algerlega undir sig lif mitt, sem kettirnir gerðu aldrei.

Alpha❤ | 25. jún. '15, kl: 20:35:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef maður ber hund að þá er ekki mikið hægt að vinna með hann.. 

Silaqui | 25. jún. '15, kl: 22:03:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú hlutur sem sumir eru ekki búnir að ná, og þótti til skamms tíma bara eðlileg uppeldisaðferð á ja, bara öllum. Sem er líklega ástæðan fyrir þvi að kettir þóttu heimskir, því þeir sjá ekki ástæðu til að eyða orkunni í ofbeldisfólk.
Ég er persónulega alltaf að sjá það betur og betur að jákvæðni skilar svo mörgföldum árangri miðað við refsingar og geðvonsku, en mér minnir að þarna sértu algerlega sammála mér.

Alpha❤ | 25. jún. '15, kl: 22:06:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já er alveg sammála. Ég allavega þarf ekki nema að andvarpa með minn hund og þá bara er lokað á alla þjálfun. Vill ekki meira og leggst niður. Ég þarf helst að vera þvílíkt jolly og happy og má alls ekki sýna neitt að ég sé þreytt eða pirruð og nota bara jákvæðar aðferðir og hundsa slæmt svo að blessað dýrið vilji læra;) 

Silaqui | 25. jún. '15, kl: 22:19:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín er forhertari en þinn, en það fer allt í vitleysu ef geðvonskan í mér nær að ráða. Hún verður bara óþekk og fer í kleinu yfir því hvað ég er leiðinleg.
Svo hef ég líka komist að því að ef ég fæ þá flugu í hausinn að hún eigi að gera eitthvað, eða eigi að kunna eitthvað, sem svo gerist ekki, verð ég bara mikið fúlari og stressaðri. Eftir að ég hætti að hugsa þjálfunina þannig hefur skapið hjá mér snarbatnað.

Hedwig | 26. jún. '15, kl: 17:54:33 | Svara | Er.is | 0

Flott sem krikrikro skrifaði ,svo má bæta við að leika ekki við kettlinga og ketti með höndum eða öðrum líkamspörtum. Höfum aldrei gert það við okkar og bönnuðum öllum sem komu í heimsókn að gera svoleiðis enda efast ég um að það hjálpi til að gera okkur æðri þeim. Fólki finnst þetta nefnilega voða krúttlegt með litla kettlinga en þetta verður ekkert voða krúttlegt þegar fullorðni kötturinn er að ráðast á hendur sem hanga niður úr sófa, eða tær sem standa út úr sænginni. Okkar kettir fá bara samviskubit ef þau klóra okkur óvart og ekki séns að þau sjái hendur eða fætur á okkur sem leikföng enda þekkja þau bara að dót sem við leikum með má bíta og klóra. 


Okkar vita alveg að við ráðum á heimilinu eins og það á að vera enda eru þau almennt mjög hlýðin (stelast alveg upp á borð og svoleiðis en maður segir bara niður og þá fara þau niður). Læðan er sérstaklega hlýðin og tekur hana ekki langan tíma að læra eitthvað nýtt, eins og að hún eigi að fara fram úr herberginu og þarf núna bara að segja nafnið hennar og benda fram :P.  Fressinn er aftur á móti aðeins óþekkari með þetta en hann er snillingur að læra ýmis trix og kann að leggjast, sitja og þessháttar eftir skipun og þarf bara klapp í verðlaun. Þau eru svo bæði beislisvön og hægt að fara með þau eitthvað út að skoða grasið og svona :P. 


Var sjálf algjör hundamanneskja áður en ég byrjaði með kallinum en eftir að hafa kynnst kettinum hans sem hann átti þá , þá hafði mig langað í kött og létum svo verða af því. Þau eru bæði innikettir og hrikalega skemmtilegir karakterar og eru endalaust að knúsa á manni hausinn, hendurnar og svona, hrikalega krúttlegt. Kúrast með manni upp í sófa, ekkert göngutúravesen eða fara með þá um miðja nótt út að pissa, geta verið tvö ein saman þessvegna allan daginn og þannig.  Myndi aldrei nokkurn tíman fá mér hund eftir að hafa kynnst kisum, nema okkar séu bara einstaklega vel heppnuð eintök :P. 



palominolina | 28. jún. '15, kl: 00:43:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er gott ráð, mér finnst einmitt svo krípí þegar kisurnar fara að elta tærnar á mér og þá eiginlega fríka ég bara pínu út. En það er s.s. hægt að komast hjá því með því að nota leikföng?

Hedwig | 28. jún. '15, kl: 15:19:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já allavega læra þeir þá aldrei að hendur og fætur séu leikföng og mun minni líkur á svoleiðis. Báðir okkar snerta allavega ekki hendur og fætur og bara notuð leikföng til að leika við þau. En köttur sem við vitum um ræðst á hendur hvar sem er enda vanur þeim sem leikföngum.

Felis | 26. jún. '15, kl: 19:02:13 | Svara | Er.is | 0

Kettirnir mínir eru óþolandi, en þeir eru líka dásamlegir. Þeir eru mjög ólíkir karakterar og hafa kennt mér að það er ekki hægt að fullyrða mikið þegar kemur að kisum.
Kettir eru samt að mörgu leyti einfaldir, oftast er lausnin á vandamálunum mun einfaldari en ofhugsunarpælingar mannfólksins dettur í hug.

Mínir eru reyndar báðir algerir vitleysingar, þekkja svosem nöfnin sín en hafa lítinn áhuga að hlíða eða svoleiðis. Þau reyndar koma ekki upp á borð meðan er verið að borða.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Síða 8 af 48026 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, tinnzy123, Kristler, annarut123, paulobrien, Guddie