afnám verðtryggingarinnar

Nagga | 25. jan. '16, kl: 12:29:06 | 336 | Svara | Er.is | 2


Finnst þetta ágætis leiðari sem birtist í Kjarnanum  http://kjarninn.is/skodun/2016-01-24-vonlaus-umraeda-um-verdtryggingu/



" Með því að banna fólki að taka 40 ára verðtryggð lán eða verðtryggð lán yfir höfuð mun efnahagskerfið á Íslandi ekki lagast eins og hendi væri veifað. Það sem gerist er að viðkvæmasti hópurinn meðal þeirra sem þó hafa getað keypt sér húsnæði hingað til verður útilokaður frá því með lögum. Það hafa nefnilega alls ekki allir efni á því að greiða af óverðtryggðu húsnæðisláni með háum vöxtum og þar með afborgunum. Að öllum líkindum mun þetta frekar auka á húsnæðisvandann en hitt."


Ég ætla að vona að við fáum einhverja upplýsta umræðu í samfélaginu um þetta mál. Gerir fólk sér almennt grein fyrir því hvaða afleiðingar það muni hafa? Heldur fólk að ef verðtryggingin verði bönnuð á neytendalánum eins og húsnæðislánum að þá munu bankarnir allt í einu fara að bjóða upp á lægri vexti? Fólk getur nú þegar valið að taka óverðtyggð lán, en fæstir gera það því vextirnir eru of háir og afborganirnar of háar.

Ég persónulega vil ekki láta minnka úrval af lánum. Vandamálið liggur í háum vöxtum, lélegri hagstjórn sem veldur verðbólgu og rangri útfærslu á verðtryggingunni.

 

Petrís | 25. jan. '16, kl: 22:54:01 | Svara | Er.is | 0

Það þarf að tengja vexti við kaupverð íbúðar með hámarksprósentu. Stja í lög að bankar þurfi að hafa visst mikið af veltunni húsnæðislán og að það þurfi að vera sérstök eining innan bankans sem fer í það með tiltekinni hagnaðarprósentu. Síðan ræður fólk hvort það tekur verðtryggð eða óverðtryggð lán

sakkinn | 25. jan. '16, kl: 23:04:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

...og ef þessi deild nær ekki þessari tilteknu hagnaðarprósentu, þá hækka vextir?.

Það þarf að tengja vexti við fólk. Það er alveg mein gallað að fólk sem hefur alltaf borgað allt sitt í 25 ár sé að niðurgreiða vexti til annarra.

Petrís | 25. jan. '16, kl: 23:33:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú nærð þessu ekki, þetta er ekki hagnaðartakmörk upp á við heldur niður. Deildin með húsnæðislánin þarf ekki að ná nema lágmarkshagnaðarprósentu

sakkinn | 25. jan. '16, kl: 23:55:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já en ef hún nær henni ekki hvað þá?

Petrís | 26. jan. '16, kl: 08:29:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvers vegna skyldi það ekki nást, vextir sjá til þess. Þetta virðist ganga í Danmörku t.d.

sakkinn | 26. jan. '16, kl: 11:00:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hví skyldi það ekki nást? Það eru margar ástæður fyrir því. Default greiðenda td myndi hækka vexti hjá hinum og ef það er vaxtaþak hjá bankanum sem ætti að tryggja að lágmarsk profit margin myndi nást þá sér það hver að það myndi ekki ganga.

Petrís | 26. jan. '16, kl: 17:39:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Karlinn minn, þú virkar ekkert gáfaðri þó þú sláir um þig með fyrsta árs viðskiptafrösum. Það er verið að tala um að vextir á húsnæðiseiningu bankanna sé aldrei meiri en svo að þeir nái kostnaði með lágmarksarði. Hin eining bankanna fylgir svo sömu reglum markaðarins og það gerir í dag

Kaffinörd | 26. jan. '16, kl: 00:22:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það sem þarf fyrst og fremst er að losna við krónuna og fá hér eðlilegt vaxtaumhverfi

ESB aðild+upptaka Evru=ENGIN VERÐTRYGGING OG EÐLILEGT VAXTAUMHVERFI!!!!!!!!!

sakkinn | 26. jan. '16, kl: 10:58:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er fullt af verðtryggðum skuldabréfum í Evrópu og USA. Bara svo fólk geri sér grein fyrir því. Því er alltaf haldið fram að þetta sé eitthvað sér íslenskt fyrirbrygði sem er bara mesta bull sem ég hef séð.

Ég myndi alltaf taka verðtryggt lán fram yfir óverðtryggt ef raunvextir væru lægri og stöðug verðþróun. Óverðtryggð skuldabréf eru í flestum tilfellum óhagstæðara og fleiri og fleiri lönd eru farin að fjármagna sig verðtryggt.

Triangle | 26. jan. '16, kl: 11:08:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

"Það sem þarf fyrst og fremst er að losna við krónuna og fá hér eðlilegt vaxtaumhverfi"



Ef vaxtakjör lækka allt í einu stórkostlega þá held ég að húsnæðisverð muni nú bara hækka sem því nemur -- því fólk mun ráða við hærra kaupverð, en halda áfram að slást um takmarkaðan fjölda íbúða.


Svo er spurning hvort að bullandi atvinnuleysi í síðustu kreppu hefði virkilega verið ákjósanlegra en gengisfelling. Hefði t.d. túrisminn þá náð að bjarga okkur svona vel? Ég er ekki svo viss.

Fuzknes | 26. jan. '16, kl: 16:03:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fólk getur valið hvort það býr í 101 eða 190, það er ekki skylda að vera í dýrasta húsnæðinu, en það er ekki val um neitt nema okurvext!

skortur á húsnæði sem hentar öllum er líka vandamál, það má leysa það.

tvö vandamál sem spila saman, merkir ekki að þurfi bara að gefast upp!!

Triangle | 26. jan. '16, kl: 16:10:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að svara rétta innleggi?

Fuzknes | 26. jan. '16, kl: 16:30:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

http://i.imgur.com/1uex3lP.png

hér er til 'gamans' skjáskot úr dönskum banka:

lánið er skuldabréfslán
það má vera upp að 80% af verði fasteignar
lánsupphæð er 20 milliónir
það er greitt upp á 20 árum
mánaðargreiðsla er 105 þúsund
heildargreiðsla yfir lánstímann er 25 millionir

þetta eru endanlegar tölur, það er engin verðtrygging!

Fuzknes | 26. jan. '16, kl: 00:09:00 | Svara | Er.is | 1

íslensk stjórnmál og efnahgsmál eru og hafa lengi verið skípaleikur. - það er ekkert að fara að breytast, því miður.

'Leggjum niður verðtryggingu' er bara enn einn vitnisburður um það!

MadKiwi | 26. jan. '16, kl: 04:37:40 | Svara | Er.is | 1

Biddu afhverju er samasemmerki milli afnám verðtryggingar og háir vextir. Í öðrum löndum er ekki verðtrygging og ég hef séð húsnæðisvexti frá 1.5-4%.

Þeir eru bara að setja háa vexti því þeir geta það, og með því eru þeir að reyna að villa um fyrir fólki varðandi verðtrygginguna. Þetta er bara bull og einokun.

bogi | 26. jan. '16, kl: 07:19:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Önnur lönd hafa ekki íslenska krónu

sakkinn | 26. jan. '16, kl: 11:03:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er hátt vaxtastig því það fylgir því meiri áhætta að vera með krónu. Einnig eru háir vextir þar sem laun hækkuðu ALLT of mikið í síðustu samningum. Það eru lágir vextir erlendis þar sem hjól efnahagslífsins eru í hægagangi og það er verið að keyra vexti niður til þess að koma þeim áfram. Hefur ekki tekist og með hátt atvinnuleysi skiptir engu máli hvaða vexti þú ert að borga ef þú missir vinnuna. Einnig það sem gleymist í þessu er að lágt vaxtastig keyrir upp verð íbúða sem gerir það að verkum að greiðsla á mánuði er svipuð milli landa vegna hærri afborgunarþáttar í greiðslu.

Kaffinörd | 26. jan. '16, kl: 15:20:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara að benda á það að í Danmörku hefur verið í kringum 1,5% hagvöxtur á hverju ári í tugi ára. Þessu getur Ísland ekki státað af en samt hækka laun hér miklu miklu meira.

Kaffinörd | 26. jan. '16, kl: 15:22:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara benda t.d. á að þegar þjóðarsáttin var gerð 1990 var strax komin spá fyrir september sama ár um að verðbólga færi yfir þau mörk sem þar kæmi fram.

Kaffinörd | 26. jan. '16, kl: 15:23:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og munaði um 0.5% sem er ekkert smá.

Nagga | 29. jan. '16, kl: 23:58:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru nú þegar háir vextir á Íslandi. Afnám verðtryggingarinnar mun ekki lækka þá. Vextir á óverðtryggðum lánum eru núna yfir 7% og yfirleitt bundnir í stuttan tíma eða flökktandi. Viltu að það séu einu lánin sem séu í boði? Ekki ég.

noneofyourbusiness | 30. jan. '16, kl: 02:06:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef enginn tæki þau lán, ef fólk færi bara í lánaverkfall, myndu bankarnir þá ekki neyðast til þess að lækka vexti?

Nagga | 30. jan. '16, kl: 09:39:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér líklegt að það myndi gerast? Fólk hættir ekki að kaupa húsnæði.

passoa | 30. jan. '16, kl: 08:42:51 | Svara | Er.is | 1

Hérna, litla vitlausa ég, sem hef ekki hundsvit á lánum, af hverju gengur þetta erlendis án þess að fólk fari á hausinn af afborgunum, en ekki á Íslandi?

Nagga | 30. jan. '16, kl: 09:38:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þar eru mun lægri vextir og hægt að taka óvertryggð lán á föstum lágum vöxtum. Það er ekki í boði hér. Þú verður að spyrja bankana afhverju þeir geti ekki boðið upp á húsnæðislán á sömu kjörum og nágrannalönd okkar.

passoa | 30. jan. '16, kl: 11:44:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er semsagt bara til þess að stórauka hagnað bankanna á okkar kostnað....

lýta | 30. jan. '16, kl: 13:37:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þegar fyrirtæki er í þeim bissniss að lána til lengri tíma, áratuga, er mikilvægt að lánin hafi almennt jákvæða raunvexti til að reksturinn borgi sig. Flest þau ríki sem við Íslendingar berum okkur saman við geta stjórnað hagkerfum sínum þannig að verðbólga er ekki neitt neitt þannig að tiltölulega lágir óverðtryggðir vextir gefa sjálfkrafa jákvæða raunvexti. Íslendingar hins vegar geta ekki haft stjórn á eigin gjaldmiðli (frekar en öðru því sem viðkemur því að reka sjálfstætt ríki), hér hefur ríkt viðvarandi verðbólga sem þýðir að til lengri tíma hrapar verðgildi hverrar krónu. 

Það eru tveir kostir í stöðunni, tryggja lánin gegn verðbólgu með verðtryggingu til að geta boðið lága nafnvexti (sem eru auðvitað ekkert svo lágir hvort eð er, vegna fákeppni á íslenskum, harðlokuðum og læstum bankamarkaði. Ísland, best í heimi, við viljum ekki eiga viðskipti við skítuga útlendinga), eða hafa vexti nógu andskoti háa þannig að það sé nokkuð líklegt að þrátt fyrir viðvarandi verðbólgu hafi þau jákvæða raunvexti.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Síða 8 af 47983 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, Hr Tölva, Bland.is, paulobrien, Guddie