Árbæjarskóli

stubban | 27. apr. '16, kl: 13:23:25 | 306 | Svara | Er.is | 0

HÆ þið sem eigið börn í Árbæjarskóla, hvernig líkar ykkur skólastarfið, félagslífið og hvernig er svona andleg líðan barnanna almennt? Er að íhuga að flytja í hverfið en hika við að láta börnin mín skipta um skóla...

 

BlerWitch | 27. apr. '16, kl: 13:27:57 | Svara | Er.is | 1

Árbæjarskóli er fínn ef börnin þín eru ekki með sérþarfir. Börn sem þurfa eiitthvað extra eða falla ekki að "norminu" eiga mjög erfitt uppdráttar í þessum skóla.

Lilith | 27. apr. '16, kl: 13:37:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit nú ekki hvort ég er sammála. Finnst hafa verið tekið mjög vel á ýmsum málum í bekk sonar míns. Þau eru svo sem ekki með sérþarfir þannig séð, en mér finnst kennarar hafa haft vakandi auga og gripið snemma inn í áður en stórt vandamál skapast.

Blah!

stubban | 27. apr. '16, kl: 13:38:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk takk... það eru ekki beinlínis sérþarfir en fyrri saga um kvíða. Sem er einmitt ástæða þess að ég er hikandi við að skipta án þess að athuga málið svoldið. En veistu hvernig unglingadeildin er almennt fyrir skapandi og listræna nemendur?

Lilith | 27. apr. '16, kl: 13:45:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Myndi segja að unglingadeildin væri fín fyrir skapandi og listræna nemendur. Þau fá náttúrulega að velja sér ýmis valfög. Eldri mín er einmitt mjög listræn og valdi sér valfög í samræmi við það.

Blah!

Diego72 | 27. apr. '16, kl: 19:34:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég endaði á að taka barnið mitt úr Árbæjarskóla hún var í unglingadeild, þar sem hann var ekki tilbúinn til að taka tillit til kvíðans hjá barninu og Skólastjórinn er maður sem á ekki að vera í þessu starfi, er búin að vera með fleiri börn þarna og mæli alls ekki með þessum skóla, Ég hef í öllum tilfellum þurft að kalla til starfsmann frá Menntasviði til að styðja börnin gegn skólastjóranum og kennurum um þeirra rétt og á síðasta fundi með honum setti hún ofan í hann og mælti með að barnið yrði flutt um skóla, og sá til þess að það fengi að fara í þann skóla sem við óskuðum eftir, einnig þar sem kennararnir og starfsmenn eru fljótir að dæma. Einnig að vera með td. 80-100 börn í árgangi og enga bekkjarkennslu eða svo til, með 3-4 umsjónarkennara, alltaf að skipta um hópa og umsjónarkennarar sem henta ekki börnum með kvíða, vanlíðan eða óöryggi.
Þegar við tókum barnið úr skólanum gerði skólastjórinn okkur það að tilkynna okkur til barnaverndar og fórum við á fund þangað í haust, starfsmenn barnaverndar hrisstu bara hausinn yfir þessu bréfi sem þau fengu frá skólastjóranum þar sem stóð td. að vil hefðum ekkert reynt neina samvinnu við skólann, sem er ekki satt því við höfðum barnageðlæknir og starfsmann Menntasvið til að staðfesta það við þau um að við hefðum gert allt í okkar valdi til að hjálpa barninu okkar. Einnig bauðst skólastjórinn í nýja skólanum til að koma með okkur á þennan fund ef þess þyrfti. En þessi tilkynning var hent í ruslið og okkur sagt að þetta ætti enganveginn heima hjá barnavernd. Og að þau væru í vandræðum með þennan skólastjóra því hann sendi ansi oft tilefnislausar tilkynningar til þeirra. Enn og aftur mæli ekki með þessum skóla

Prym | 27. apr. '16, kl: 13:38:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil ekki hvað þú ert að meina, Blerwitch.  Börn í Árbæjarskóla  fá  sérkennslu eins og þarfir og reglur segja til um.  Mér finnst mjög miður þegar verið er að breiða út óhróður um skóla eða hverfi, koma óorði á eða stuðla að neikvæðri umræðu um stað (skóla) sem fólk hefur lítið sem ekkkert val um.

stubban | 27. apr. '16, kl: 13:39:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hefur þú reynslu af skólanum? Börnin mín eru á yngsta mið og unglingastigi.

BlerWitch | 27. apr. '16, kl: 13:45:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég hef nákvæmlega engan áhuga á að bera út óhróður um einn eða neinn eða stuðla að neikvæðri umræðu. Ég tala aðeins út frá minni persónulegu reynslu og reynslu minni sem fagaðila barna með sérþarfir. Af öllum þeim skólum sem ég hef þurft að starfa með (og þeir eru ansi margir) hefur Árbæjarskóli því miður sýnt lítinn metnað til að mæta þörfum þessara barna. Ég þekki fleiri en eitt tilfelli þar sem foreldrar hafa gefist upp á endanum og börnin skipt um skóla.

Lilith | 27. apr. '16, kl: 13:49:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og er þetta alveg nýlega sem þú hefur þessa reynslu?

Ég veit allavegana að kennarar og námsráðgjafar lögðu sig mikið fram til að vinna með ákveðin mál í bekk sonar míns sem hann naut m.a. góðs af.

Blah!

BlerWitch | 27. apr. '16, kl: 14:06:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta hefur verið reynslan síðustu 4 árin. En vonandi eru yfirmenn að taka sig á (vandinn hefur tengst þeim mun frekar en öðru starfsfólki). Ég veit að það hafa borist kvartanir svo það gæti hafa ýtt við einhverju.

stubban | 27. apr. '16, kl: 18:54:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gott að heyra þetta.

stubban | 27. apr. '16, kl: 18:56:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ ég ætlaði að svara þeirri með jákvæðu reynsluna. Gott að heyra það.

stubban | 27. apr. '16, kl: 19:11:50 | Svara | Er.is | 0

Einhverjar fleiri?

e e e | 27. apr. '16, kl: 19:59:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Börnin min voru og eru í Árbæjarskola og hafa líka verið í Selásskóla og ég er kennari í öðrum skóla. Ekki lent í neinu með mín börn þarna en mislíkar hvað skólastjórinn er ósveigjanlegur, orðið í hverfinu er neikvætt finnst mér gagnvart honum. Það eru strangar reglur og viðurlög, skólastjórinn er ósanngjarn að mínu mati, dæmi um það er t.d. að buið var að kvarta yfir umgengni nemenda á miðstigi í matsalnum, foreldrar fengu bréf og nokkrum dögum síðar annað bréf um að nokkrir hefðu ekki bætt umgengnina og í refsingu yrði hætt við árlegt miðstigsball. Þetta voru örfáir drengir sem skemmdu fyrir öllum og gríðarleg óánægja meðal flestra sem stóðu sig vel og gengu alltaf vel um, mörg svona dæmi eru úr skólalífinu þarna.

e e e | 27. apr. '16, kl: 20:06:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ósveigjanleiki líka með unglingavalið og hópaskiptingar í verkgreinum og bekkjaröðun, auðvitað á skólinn að ráða hvernig þetta er en stundum koma upp tilfelli sem eru erfið og best fyrir barn að skipta og þá er það mjög erfitt þarna, litið hlustað á óskir foreldra og nemenda. Samt hafa börnin mín alveg verið sátt þarna, ágætis skóli og góðir kennarar en maður hefur heyrt af ýmsu neikvæðu og þá gagnvart stjórnendum, dálítil harka í gangi virðist vera.

normal | 27. apr. '16, kl: 23:49:00 | Svara | Er.is | 1

Mjög ánægð með skólan yfirleitt og starfsfólk að undanskildum stjórnendum. Það vilja HELD ég allir nýja stjórnendur !

dvo | 28. apr. '16, kl: 00:46:16 | Svara | Er.is | 0

Myndi aldrei senda min born I arbaejarskola eftir ad eg sjalf lenti I slaemri reynslu

Hugdís | 28. apr. '16, kl: 10:54:20 | Svara | Er.is | 1

Ég myndi aldrei setja barnið mitt í þennan skóla. Var í honum sjálf og hætti sjálf í 9. bekk. Þetta eru rosalega stórir árgangar, mikil klíkumyndun og einelti. Varð sjálf ekki fyrir því en blöskraði verulega hvernig krakkarnir komu fram við hvort annað... skilst að ekkert hefur breyst á þessum 20 árum síðan ég var þar. 

♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥
Á þrjá litla gullmola
♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥

Prym | 28. apr. '16, kl: 11:15:41 | Svara | Er.is | 1

Allt gott að frétta úr Árbæjarskóla.

Árbæjarskóli fór með sigur af hólmi
 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
upper/lower secondary school 22sept2009 10.11.2010 23.1.2024 | 10:45
Sorg áin 22.1.2024 22.1.2024 | 14:59
Húsnæðislausir Íslendingar gista sumir í Laugardal í húsbílum _Svartbakur 17.1.2024 21.1.2024 | 23:19
boðskort í fermingu... heimatilbúin lifebook 10.1.2006 20.1.2024 | 02:04
Boðskort í afmæli Sauma Konan 10.10.2004 20.1.2024 | 02:02
Hress heilsurækt vor156 30.12.2023 19.1.2024 | 13:40
Útleiga íbúðarhúsnæðis _Svartbakur 18.1.2024
Stutt klipping hugmyndir mamma Málfríðar 17.1.2024
Rjómasalat Mouse 23.12.2010 17.1.2024 | 07:44
Tannréttingar Litli maðurinn 15.1.2024 16.1.2024 | 22:41
Grindavík flekahreyfingar _Svartbakur 13.1.2024 16.1.2024 | 19:23
Aumustu fyrirtæki landsins Sorpa og Strætó eru enn einu sinni búin að skíta uppá bak. _Svartbakur 4.1.2024 16.1.2024 | 14:47
Ömurlegt comment frá Páli Óskari Vínberið 21.1.2005 16.1.2024 | 01:55
Míron Smelt Aerie 26.10.2011 16.1.2024 | 00:35
Rússland Putins og Ukranie - stærsta orrustan um Kherson við Dnipro River. _Svartbakur 23.10.2022 15.1.2024 | 04:29
brotinn framstuðari á bíl Degustelpa 23.3.2015 13.1.2024 | 22:33
Auka vinna HM000 12.1.2024 13.1.2024 | 22:31
adhd greining steini91 9.1.2024 13.1.2024 | 20:09
vantar alit (trigger warning) johnsg 13.1.2024
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Barnateppi - hjálp firstbaby 4.7.2009 10.1.2024 | 03:59
barnateppi rúmsí 19.8.2005 10.1.2024 | 03:55
Barnateppi 2169 18.9.2012 10.1.2024 | 03:53
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.1.2024 | 03:49
saltkeramik ups3 9.12.2008 10.1.2024 | 03:49
skyldmenni Jackie O 28.4.2004 10.1.2024 | 03:48
Hvar er hægt að kaupa hákarl? cartman 29.6.2011 9.1.2024 | 08:54
Nýr forseti Íslands verður auðvitað Katrín Jakobsdóttir jaðraka 2.1.2024 8.1.2024 | 19:50
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Síða 5 af 48834 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Bland.is, Guddie, tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien