Asperger hjá fullorðnum

Catperson | 17. ágú. '16, kl: 14:31:34 | 353 | Svara | Er.is | 0

Líklega eru til gamlir þræðir um þetta einhvers staðar hérna en læt samt vaða. Ég var að taka eitthvað online asperger próf frá Cambridge skólanum og skoraði 34 á því. Ástæðan er að það hafa nokkuð margir nefnt við mig að líklega sé ég á einhverju svona rófi. Skiptir einhverju máli að fá opinbera greiningu þegar maður er orðinn fullorðinn og fúnkerar alveg í samfélaginu? Þetta háir mér ekkert þannig séð, kannski helst á ég erfitt með að þola hávaða, vera í kringum of mikið af fólki í einu, horfast í augu við fólk þegar ég tala við það, hleypa fólki nálægt mér og það tekur alveg geigvænlega orku frá mér að þurfa að vinna með fólki í hópum (ég hataði hópverkefni eins og pestina í háskólanáminu og endaði alltaf á að gera verkefnin sjálf afþví samnemendur nenntu þessu yfirleitt ekki hvort sem var).

Er bara að spá hvort sé eitthvað sem geti nýst manni ef maður fær opinbera greiningu (t.d. aðgengi að sálfræðiþjónustu o.þ.h.).

 

svartasunna | 17. ágú. '16, kl: 14:42:23 | Svara | Er.is | 2

Er sjálf í svipuðum pælingum og væri gaman að fá svör. 
Held að maður fái ekkert uppí hendurnar nema kannski meiri skilning á sjálfum sér og hvers vegna maður bregst svona við hlutum. Ég hafði hugsað mér að það væri fínt að fá greiningu (ef Asperger er málið) uppá að láta aðstandendur vita hvers vegna maður hefur svona litla samskiptaþörf og verður fljótt þreyttur á fólki. 
Held að afgangurinn sé undir manni sjálfum komið, s.s. hvað maður gerir við greininguna, t.d. veit ég að það eru hópar fyrir einhverfar konur sem hittast af og til.


En það eru fróðir aðilar um þetta hérna sem mega endilega leiðrétta mig ef ég er að bulla.

______________________________________________________________________

Catperson | 17. ágú. '16, kl: 14:53:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok, hópur sem hittist. En ætli það sé þá ekki alltaf háð því að fólk hafi "opinbera" greiningu? Eða skiptir það kannski ekki máli?

svartasunna | 17. ágú. '16, kl: 15:08:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

http://einhverfa.is/hopar-felagsins/konur-a-einhverfurofi


Ég bara er ekki viss hvort að það þarf opinbera greiningu.

______________________________________________________________________

ert | 17. ágú. '16, kl: 15:14:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef enga trú á að þess þurfi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

svartasunna | 17. ágú. '16, kl: 16:54:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það væri hálf kjánalegt líka.

______________________________________________________________________

Louise Brooks | 22. ágú. '16, kl: 00:09:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þarf ekki greiningu til að fara á þessa fundi.

,,That which is ideal does not exist"

musamamma | 20. ágú. '16, kl: 06:43:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þarft ekki opinbera greiningu.


musamamma

musamamma | 20. ágú. '16, kl: 06:42:43 | Svara | Er.is | 1

Ég var í svipuðum pælingum áður en ég fór í greiningu og hélt hún myndi ekki breyta neinu. Hún breytti öllu. Svaraði öllum spurningum sem ég hef haft um tilveruna og ég er loksins orðin hluti af samfélagi fólks sem er einsog ég. 


musamamma

svartasunna | 20. ágú. '16, kl: 08:16:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Til hvaða aðila fórstu ef èg má spyrja?

______________________________________________________________________

musamamma | 20. ágú. '16, kl: 08:45:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hún heitir Laufey Gunnarsdóttir


musamamma

svartasunna | 20. ágú. '16, kl: 10:43:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ah takk.

______________________________________________________________________

Bragðlaukur | 20. ágú. '16, kl: 09:43:28 | Svara | Er.is | 0

Hljómar að miklu leyti líka bara eins og Introvert.

Ég einmitt þoli ekki hópverkefni heldur. Bjó í Dk þar sem þeir eru svo hópverkefna glaðir. Ég var að fara á límingunum. 
Einhverntímann gerðu þau könnun í bekknum og skrifuðu niðurstöðurnar jafnóðum á töfluna. Og þá var einungis mitt nafn þeim megin þar sem fólk ekki vildi vinna í hóp. En allir hinum megin.
Það var smá óþægilegt að horfa á þetta og það fyrir framan alla hina.

LaRose | 22. ágú. '16, kl: 14:18:49 | Svara | Er.is | 0

Ég er introvert og var með kvíðavandamál lengi. Kannast við öll einkennin og ég er ekki Asperger.

Ertu með áhugamál sem fyllir hugann meira en hjá mörgum öðrum? Skilurðu þegar talað er undir rós eða myndmál? Áttu auðvelt með að setja þig í spor annarra? Ertu klaufsk líkamlega? Áttirðu erfitt með að leika við jafnaldra?

 

Myndi frekar spyrja þessara spurninga, því hitt getur átt við um svo mikið finnst mér.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Síða 2 af 49032 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, Bland.is, Guddie