Augnmígreni

FrúFiðrildi | 10. sep. '09, kl: 18:36:37 | 1643 | Svara | Er.is | 0

Ég fór til augnlæknis um daginn eftir að hafa fengið svaðalegar sjóntruflanir sem lýstu sér þannig að það var eins og ég sæi marglitar eldglæringar samhliða því að sjónsviðið skertist. Þetta gekk svo yfir á hálftíma og var þá bara búið. Læknirinn sagði að þetta væri dæmigert augnmígreni en það væri lítið við því að gera, sérstaklega af því þessu fylgdu engir verkir.

Í dag voru sjóntruflanirnar svolítið öðruvísi. Þær komu bara yfir annað augað og voru ekki svona marglitar eins og áður. Þegar þær gengu yfir fékk ég mikinn verk í hitt augað, höfuðverk og ógleði. Ég varð líka skrýtin í hausnum eftir þetta og svo þreytt að ég er búin að sofa meira og minna í allan dag.

Þið sem fáið augnmígreni, hvaða einkenni fáið þið? Vitið þið hvort það er eðlilegt að einkennin geti verið svona mismunandi milli daga eins og ég lýsti hér að ofan? Og að lokum... er hægt að gera eitthvað við þessu?

 

gudlauganna | 10. sep. '09, kl: 18:54:07 | Svara | Er.is | 0

Ég fékk þetta á meðgöngunni, hryllilega óþægilegt. Ég fæ svona eldglæringar og sjónsviðið skertist, er svo mjög sérstök í hausnum í ca sólarhring, þung og bara skrýtin og þreytt.

feb | 10. sep. '09, kl: 18:54:34 | Svara | Er.is | 0

Hef verið með svona mígreni síðan ég var unglingur. Fæ samt sárasjaldan höfuðverk í tengslum við þetta og finn aldrei neina þreytu eftir á. Fæ þetta nokkrum sinnum á ári. Ræddi við lækni um þetta fyrir stuttu síðan og hann sagði að svo lengi sem þetta háir mér ekki eða kemur ekki of oft (t.d oft í mánuði) þá ætti ég ekki að hafa neinar áhyggjur. Þú getur farið til taugalæknis ef þetta verður of oft eða veldur þér miklum óþæginum. Hægt er að fá fyrirbyggjandi lyf við mígreni.

Stella í orlofi | 10. sep. '09, kl: 19:31:14 | Svara | Er.is | 0

hæhæ
ég þekki sko þetta helvítis augnmígreni, er buin að vera með þetta siðan eg var 12 ára ennnn 7, 9, 13 siðan eg fékk mér hormónalykkjuna i jan a siðasta ári hef eg einungis fengið 2 slæm köst þannig að eg er að tengja þetta saman. En annars þá eru svo sem engin ráð við þessu nema bara fara uppí rúm og slaka alveg á, þetta gengur alltaf yfir en mikið svakalega er þetta alltaf óþægilegt, það breytist ekkert en hins vegar það sem breyttist hjá mér var að ég hætti að vera svona hrædd eins og eg varð fyrst því ég vissi að þetta var eitthvað sem gékk yfir á 40 mín c.a.

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

shiva | 10. sep. '09, kl: 19:35:25 | Svara | Er.is | 0

Ég fæ svona sjóntruflanir þannig að sjónsviðið skerðist og allt virðist vera eins og ég sé að horfa á stöð 2 með hálfan afruglara.
Þetta er óþægilegt en ég bíð bara eftir að það klárist.

_________

Herra bækur til sölu
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2590247
_________________________________

Alsæla Englaryk.
_________________________________
Judge if you want, we are all going to die. I intend to deserve it!

-----Feministapíka-----

statistics | 10. sep. '09, kl: 19:37:46 | Svara | Er.is | 0

Ég er með svona og einkennin geta verið misjöfn. T.d. fæ ég stundum höfuðverk í kjölfarið en ekki alltaf. Stundum missi ég alveg sjónina á meðan þetta gengur yfir og stundum bara truflanir.

Augnlæknirinn minn lét mig fá sterkari gleraugu - en ég var að fá mígrenið nokkrum sinnum í mánuði. Ég átti einnig að ganga með gleraugun en hafði áður bara verið með lesgleraugu/lærdómsgleraugu.

Ég fann mikinn mun í nokkra mánuði en þá fór þetta aftur versnandi. Ég fór aftur til læknisins og þá hafði sjónin breyst svo mikið og þurfti ég töluvert sterkari gleraugu. Er núna búin að vera með þau í nokkra mánuði og búin að fá 2 köst.

Læknirinn sagði að það skipti bara rosalega miklu máli að vera með réttan styrkleika á gleraugunum til að halda þessu í skefjum.

Annars tek ég vanalega TREO þegar þetta kemur og yfirleitt líður mér þá betur.

En hann sagði mér einmitt að það væri ekkert hægt að gera.

úlfsa | 10. sep. '09, kl: 20:00:01 | Svara | Er.is | 0

Hef fengið akkúrat þetta í mörg ár hér áður fyrr ca. 3 svar á ári. Ekkert við þessu að gera en sumir taka lyf þegar þeir finna einkennin vera yfirvofandi. Hafði ekki fengið þetta í nokkur ár en þetta hvolfdist yfir mig ca klst eftir að ég fæddi fyrsta barnið mitt en stóð þá mjög stutt yfir og var þá bara búið en kom á hverjum degi í ca viku þar á eftir en bara klst köst og allt búið, Mjög skrítið. Hef ekki fengið þetta síðan í 4 ár en kom svo aftur þegar 2 barnið var nýlega fætt. Ef ég drekk rauðvín og borða piparost með þá eru 100% líkur á að ég fái slæmt mígrenikast sólarhring síðar, svo þið skuluð ath vel hvað þið borðuðuð deginum áður. Það hefur stundum áhrif en ekki alltaf.

draumur08 | 10. sep. '09, kl: 20:04:07 | Svara | Er.is | 0

já þetta getur verið mismunandi, fæ alltaf hausverk eftir að þetta kemur í augun, kallast augnmígreni með áru ... málið er bara að reyna sem mest að slaka á og slökkva ljós á meðan þetta gengur yfir

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
vantar alit (trigger warning) johnsg 13.1.2024
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Barnateppi - hjálp firstbaby 4.7.2009 10.1.2024 | 03:59
barnateppi rúmsí 19.8.2005 10.1.2024 | 03:55
Barnateppi 2169 18.9.2012 10.1.2024 | 03:53
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.1.2024 | 03:49
saltkeramik ups3 9.12.2008 10.1.2024 | 03:49
skyldmenni Jackie O 28.4.2004 10.1.2024 | 03:48
Hvar er hægt að kaupa hákarl? cartman 29.6.2011 9.1.2024 | 08:54
Nýr forseti Íslands verður auðvitað Katrín Jakobsdóttir jaðraka 2.1.2024 8.1.2024 | 19:50
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Síða 5 af 48053 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, annarut123, Bland.is, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Paul O'Brien