Blóðflokkur

mikkan | 22. ágú. '15, kl: 12:32:52 | 1319 | Svara | Er.is | 0

Er einhverstaðar hægt að kaupa á Íslandi próf til að athuga í hvaða blóðlokki maður er í? Þá er ég að meina sem maður getur gert sjálfur heima. Er þetta til í apótekum og hvað er svona að kosta?

Er að meina eitthvað í þessa áttina  http://www.amazon.com/Eldoncard-Blood-Type-Test-Complete/dp/B00JFTSPMW/ref=sr_1_1?s=hpc&ie=UTF8&qid=1440246290&sr=1-1&keywords=blood+type+test&pebp=1440246622046&perid=02T2T3AZJY9FGXT2NEBD

 

Kung Fu Candy | 22. ágú. '15, kl: 16:36:52 | Svara | Er.is | 0

Þú ferð í flokkun hjá blóðbankanum ef þú gefur blóð :)
Ég ætlaði að gefa blóð en þá kom í ljós að æðarnar í mér liggja djúpt og eru of fíngerðar fyrir nálina þegar blóðgjöfin er tekin. Náðist samt fyrir flokkun og ég þurfti ekki að borga neitt, en held að þú getir farið bara í flokkun og þá borgað fyrir það.

Alli Nuke | 22. ágú. '15, kl: 17:01:49 | Svara | Er.is | 9

Ég hef aldrei skilið þessa leyndardómshulu sem er haldið yfir blóðflokki manns á Íslandi.

Mig langar einmitt til að vita minn blóðflokk, hann virðist ekki vera skráður og mér var sagt að ég yrði að fara og gefa blóð til að fá að vita blóðflokkinn.

Þetta er sáraeinfalt í dag að finna út blóðflokk en samt er ekki hægt að fá að vita það í gegnum heilsugæslustöð... ekki einu sinni þegar maður fer í almenna blóðprufu.

Fáránlegt ef þú spyrð mig.

Trolololol :)

djido | 22. ágú. '15, kl: 17:05:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Leyndardómshulan er vegna þess að fólk með mínus blóð er ekki frá þessari plánetu. Fólk með plús blóð er hægt að rekja til apa en ekki mínusinn. Mínusinn er óþekktur eða þá að við fáum ekki að vita uppruna hans. Mínus blóð er einungis 15% af jarðarbúum og allir valdamestu einstaklingar eru með mínus blóð. Plús blóð er ekki eins merkilegt því þetta eru basically apafólk.

Callisto | 23. ágú. '15, kl: 10:41:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ok nú er ég í mínus... afhverju er ég ekki valdamikill einstaklingur haha!! Er ég að missa af einhverjum leynilegum mínus fólks fundum ?

Steina67 | 23. ágú. '15, kl: 20:51:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Við erum greinilega að missa af einhverju

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Helvítis | 22. ágú. '15, kl: 17:30:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Haha vá, loksins einhver sem hefur pælt i þessu líka!

Ég VIL FÁ AÐ FOKKÍNG VITA blóðflokkinn minn!

En nei, ekki hægt...

Hvað er AÐ?

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

djido | 22. ágú. '15, kl: 17:31:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er vegna þess að þið tvö eru líklegast bæði með mínus blóð. Ég skal veðja á það við ykkur. Samt ekki neina peninga heheh.

Helvítis | 22. ágú. '15, kl: 17:42:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þú ert fokkíng mínus blóð, farðu og vertu annarsstaðar.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Alli Nuke | 22. ágú. '15, kl: 18:26:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við ættum þá kannski að geta barn saman, mínus og mínus gera jú plús ;-)

Trolololol :)

djido | 22. ágú. '15, kl: 18:27:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu kvenkyns?

Alli Nuke | 22. ágú. '15, kl: 19:24:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Neibb, ég er kk og gæti því skroppið til Helvítis og við getið saman barn.

Trolololol :)

Helvítis | 23. ágú. '15, kl: 19:37:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Yrðu rosa falleg börn! <3

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

djido | 22. ágú. '15, kl: 17:32:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bjánar sjá enga ástæðu til að pæla í blóðflokkinum sínum því þeir eru með plús blóð.

evitadogg | 22. ágú. '15, kl: 17:36:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Eignastu bara barn, þá færðu að vita það! Ekki flókið skohh

Helvítis | 22. ágú. '15, kl: 17:42:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Æi, það er svo mikið veeeesen!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

djido | 22. ágú. '15, kl: 18:05:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hahah true.

Gunnýkr | 23. ágú. '15, kl: 18:04:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Neiiii þa færðu baddnabætur og allt

Alli Nuke | 23. ágú. '15, kl: 20:08:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Baddnabætur, kallast það ekki skókaup á þriggja mánaða fresti á blandýsku?

Trolololol :)

Helvítis | 23. ágú. '15, kl: 20:11:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég signi mig nú bara...

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Gunnýkr | 23. ágú. '15, kl: 22:56:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en ekki hvað. 
til þess eru þær.

Snobbhænan | 24. ágú. '15, kl: 14:44:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég á 3 og man alls ekki í hvaða blóðflokki ég er.

ilmbjörk | 22. ágú. '15, kl: 18:35:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ER einhver leyndardómshula? Ég hef alltaf vitað það í hvaða blóðflokki ég er..

Alli Nuke | 22. ágú. '15, kl: 19:25:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér er alltaf neitað um að fá að vita í hvaða blóðflokki ég er.

Trolololol :)

ilmbjörk | 22. ágú. '15, kl: 19:28:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spes..

Alli Nuke | 22. ágú. '15, kl: 19:48:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Íslenskt heilbrigðiskerfi. Líklega er um "sparnað" að ræða, jafnvel þótt hægt sé að greina þetta einn tveir og bingó með almennri blóðrannsókn.

Trolololol :)

Alpha❤ | 22. ágú. '15, kl: 20:38:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kostar ekki almenn blóðrannsókn heilan helling?

Alli Nuke | 22. ágú. '15, kl: 21:56:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Örugglega, en það er verið að selja nokkuð solid blood type kit til heimanotkunar fyrir $5 eða $6, svo varla er þetta mikill galdur að kanna þetta í leiðinni þegar almenn blóðprufa er gerð.

Kannski ég hætti að væla yfir þessu og kaupi mér bara svona kit.

Trolololol :)

Tipzy | 22. ágú. '15, kl: 21:59:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Yrði hvort eð er örugglega ódýrara að gera það heldur en að borga fyrir blóðprufu hér á landi sama hvað það kostar ríkið.

...................................................................

Helvítis | 23. ágú. '15, kl: 19:40:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úúú, ég er svoooo farin að panta mér svona kit á ebay!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

VanillaA | 23. ágú. '15, kl: 02:43:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef aldrei gefið blóð, en ég er samt skráð í Blóðbankanum. Þ.e ég gat bara farið þangað og fengið að vita flokkinn minn.
Ef þú hefur einhverntíma legið á spítala ertu skráður.

lofthæna | 23. ágú. '15, kl: 10:15:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil þig ekki, það er hægt að fá upplýsingar um blóðflokk ef þú ferð í blóðprufu á heilsugæslu, amk þegar ég vann þar. En hins vegar kosta blóðprufur og ef það er ekki sérstök ástæða fyrir prufunni þá hefur þér e.t.v. verið hafnað ef eina ástæðan var áhugi á blóðflokk. En þetta var oft gert svona til hliðar við aðrar rannsóknir ef fólk bað um það. Einnig getur þú farið í blóðbankann og greitt fyrir blóðflokkun. 

fálkaorðan | 23. ágú. '15, kl: 10:29:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú verður óléttur þá færðu að vita blóðflokkinn.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

nóvemberpons | 23. ágú. '15, kl: 10:35:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

finnst samt asnalegt að maður fái ekki að vita börnin sín.

ætla að reyna að muna að biðja um að það sé athugað með strákana næst þegar þeir þurfa að fara í blóðprufu.

4 gullmola mamma :)

fálkaorðan | 23. ágú. '15, kl: 10:36:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef vitað í hvaða blóðflokki ég er frá því ég var barn. Mamma vissi sinn og pabba.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

nóvemberpons | 23. ágú. '15, kl: 10:43:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég get ekki einu sinni notað útilokunaraðferðina á börnin, ég er A og pabbinn B :P 

4 gullmola mamma :)

Alpha❤ | 23. ágú. '15, kl: 17:26:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þá veistu að þeir geta bara verið A, B eða AB er það ekki. O er ekki inn í myndinni. 

nóvemberpons | 23. ágú. '15, kl: 17:45:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rangt, O gæti nefninlega verið. A og B eru ríkjandi svo við foreldrarnir gætum verið með AO og BO arfgerð sem birtist sem að við erum A og B en börnin okkar gætu verið O ef þau fá 2 O.

4 gullmola mamma :)

Alpha❤ | 23. ágú. '15, kl: 20:46:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jesus minn. já mig minnti að þetta væri svona en það er mjög sjaldgæft, semsagt yrði mjög ólíklegt að einhver þeirra yrði o

nóvemberpons | 23. ágú. '15, kl: 21:12:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei jafn miklar líkur á hverjum flokki fyrir sig eða 25% :p haha en AB getur ekki átt o :)

4 gullmola mamma :)

Alpha❤ | 23. ágú. '15, kl: 22:19:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já ég var nefnilega að rugla. Það er semsagt ab sem getur ekki átt 0 en A og B geta átt allt. 

Alpha❤ | 23. ágú. '15, kl: 20:49:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

eða kannski var það AB sem gat ekki átt 0. En A og B geta átt allt. 

LadyGaGa | 23. ágú. '15, kl: 21:44:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er A og á eitt O og eitt AB, veit ekki hvað þriðja er.

nóvemberpons | 23. ágú. '15, kl: 17:48:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og þar sem annað foreldri mitt er O og hitt A er ég pottþétt með AO og annað foreldri kallsins er B og hitt er O svo hann hlýtur eiginlega að vera BO svo börnin okkar geta verið allt :p

4 gullmola mamma :)

Helvítis | 23. ágú. '15, kl: 19:36:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sjett, ég fékk sjóriðu á því að lesa þetta!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

nóvemberpons | 23. ágú. '15, kl: 19:56:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha já þetta er pínu flókið :P

4 gullmola mamma :)

Helvítis | 23. ágú. '15, kl: 19:57:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekkert lítið maður! ;)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

SODA | 23. ágú. '15, kl: 19:51:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mamma mín er A, pabbi B systir mín AB og ég O.

Helvítis | 23. ágú. '15, kl: 19:57:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er ekkert verið að gera þetta neitt auðvelt ha!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Bergdisa | 23. ágú. '15, kl: 14:05:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Blóðflokkr straksins mins er nu a fæðinga vottorðinu hans. fgekk lika að vita minn a meðgönguni með hann ég er A- og hann A

“Don't cry because it's over, smile because it happened.”

nóvemberpons | 23. ágú. '15, kl: 17:09:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki hjá mínum börnum og hefur aldrei verið athugað að mér vitandi

4 gullmola mamma :)

djido | 22. ágú. '15, kl: 17:07:36 | Svara | Er.is | 0

Fólk með plús blóð eru useful idiots notað til að þagga niðrí þeim sem eru með sjálfstæða hugsun(mínus blóð)

Believe what you want. Þetta er það sem ég hef að segja um þetta mál.

djido | 22. ágú. '15, kl: 17:08:04 | Svara | Er.is | 0

https://en.wikipedia.org/wiki/Useful_idiot

mikkan | 22. ágú. '15, kl: 17:22:56 | Svara | Er.is | 0

Ég veit af blóðbankanum en það er ekki það sem ég er að leita af. Ég er að leita af heimaprófi til að gera þetta sjálfur, hafði hugsað mér að panta þetta af netinu en ef þetta er til hérna heima þá hefði ég viljað sleppa að fara í gegnum langt sendingarferli og tollafgreiðslu að óþörfu :)

djido | 22. ágú. '15, kl: 17:24:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú ert með plús blóð ég finn það á mér.

janefox | 22. ágú. '15, kl: 19:57:27 | Svara | Er.is | 0

En hvernig er það, mega einstaklingar geta barn ef annar er í plús og hinn mínus? Eru meiri líkur á fæðingagalla, eða Downs heilkenni?

hanastél | 22. ágú. '15, kl: 20:33:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei það er bannað. Getnaðarlöggan kemur.






En svona í alvöru, nei :)

--------------------------
Let them eat cake.

Tipzy | 22. ágú. '15, kl: 20:37:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað, eina hættan er að móðirinn (ef hún er mínus) fari að mynda mótefni gegn barninu. Mínus mæður er því tékkaðir í blóðprufu reglulega til að fylgjast með mótefnamyndun, og ef barnið er svo plús þá fær hún eina litla sprautu eftir fæðinguna til að hún myndi siður mótefni á næstu meðgöngum. 

...................................................................

lofthæna | 23. ágú. '15, kl: 10:18:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef mamman er í mínus og pabbinn í plús er fylgst vel með mótefnamyndun á meðgöngunni, sérstaklega ef mamman hefur áður gengið með barn sem var plús. 

fallegazta | 23. ágú. '15, kl: 22:41:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er A- en öll mín börn og báðir barnsfeðurnir eru A+.  Í gamladaga gátu börnin dáið út af rehsus ósamræmi (mamma  -) en þetta er ekkert mál neitt í dag.

gemmalyly | 18. sep. '23, kl: 04:39:18 | Svara | Er.is | 0

This article is very nice and helpful. I find the information printed in the article will help readers. I enjoyed it so much, thanks for sharing this. You can also play new games in https://connectionsunlimited.io/

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Sojalesitín Gallía 7.6.2011 31.10.2023 | 11:22
boðskort - þvers og krus Harðfiskur 13.8.2015 30.10.2023 | 12:24
Voruð þið ekki svakalega Reva Lewis 10.10.2005 30.10.2023 | 05:59
Bakkabræður í ríkisstórn Íslands ? jaðraka 16.10.2023 27.10.2023 | 20:34
Stefnumótasíður. Frigg 9.1.2012 26.10.2023 | 12:39
Verðbólga - vextir - afborganir jaðraka 25.10.2023 25.10.2023 | 17:11
Egg fitandi? þaþað 13.9.2023 23.10.2023 | 17:40
margskipt gleraugu stubban 22.10.2023
Að vera bráðkvödd/kvaddur perla82 21.7.2014 21.10.2023 | 02:09
Krullurnar og úfið hár eru að gera mig.......... Teralee 21.10.2023
Fermingakjólar sveitastelpa 15.2.2016 19.10.2023 | 07:13
Að mótmæla sektarboði?? ís í boxi 25.4.2005 18.10.2023 | 20:45
Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum jaðraka 13.10.2023 16.10.2023 | 13:19
Hjálp vanjtar pípara núna prompto! Butcer 14.10.2023
Hvað heita vinsæl vikublöð um land allt... EstHer 7.2.2008 13.10.2023 | 21:23
Svart gegnsætt plast Inngangur 13.10.2023
barnateppi hvað stórt? fragola 14.11.2011 13.10.2023 | 07:15
Föstudaginn 13 boðar hamas alþjóðlegan jihad dag Eagleson 12.10.2023
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Síða 7 af 48054 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, annarut123, Bland.is, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Paul O'Brien