Börn sein í skóla/leikskóla

kindaleg | 14. apr. '16, kl: 15:17:11 | 1511 | Svara | Er.is | 0

Nú spyr eg af forvitni - hvert er toleransið fyrir þvi að börn séu sein í leikskóla eða skóla?? Ætti að hafa samband við bvn ef barn mætir ítrekað seint í skóla eða leikskóla? erum að tala um kannski 3-4 klst seint....

 

saf85 | 14. apr. '16, kl: 15:24:21 | Svara | Er.is | 3

kannski spurning að kennari ræði við foreldri fyrst. sérstaklega ef þetta er í grunnskóla, þar sem þar er skólaskylda. Leikskóli er ekki skylda og því litið hægt að gera þar, nema kannski benda foreldrum á hvað þetta truflar daglegt starf að barnið mæti of seint.

-------------------------------------------------------------------------------
Skvísan kom i heimin 3 sept 2007
Lítill prins kom í heiminn 3 nóv 2010

gruffalo | 14. apr. '16, kl: 15:24:38 | Svara | Er.is | 2

Það er gripið fljótt inn í ef barn er ítrekað að mæta svona seint í grunnskóla. Það Á að mæta á ákveðnum tíma, það er ekki sveigjanlegur mætingartími eins og í leikskóla. 

Grjona | 14. apr. '16, kl: 15:30:48 | Svara | Er.is | 7

Ekki í leikskóla, fjandakornið. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

jak 3 | 15. apr. '16, kl: 07:39:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En það kemur bara mest niður á barninu allt starf leikskólans er yfirleitt fyrir hádegi og þá missir barnið alltaf af öllu og það er t.d. ekki gott fyrir börn á síðasta ári þar sem mikill undirbúningur fyrir grunnskóla er farinn að fara fram í leikskólum

ÓRÍ73 | 15. apr. '16, kl: 08:23:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það er alveg hægt að benda foreldrum á það, en þau ráða samt. 

Grjona | 15. apr. '16, kl: 10:54:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Og finnst þér það réttlæta að láta bvn vita?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

nefnilega | 15. apr. '16, kl: 11:05:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Allt starf fyrir hádegi? Er þá bara verið að glápa á sjónvarpið eftir hádegi á þínum leikskóla?

ullarmold | 18. apr. '16, kl: 12:23:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei en eftir hádegi er langur hádegismatur, hvíldartími þar sem börn hlusta á sögur eða kósý tími. útivera, frjáls leiktími aftur matur og svo frjáls leiktími. kennsla og hópastarf fer því framm fyrir hádegi á flestum leikskólum sem ég þekki en getur þó verið misjafnt. Það er langt mikill áhersla að börn mæti á þennan hópastarfstíma. Ef barn er nýbyrjað og er ekki að mæta fyrir hádegi getur það haft áhrif, barnið þekkir fá börn og eftir hádegi þegar frjáls leikur verður það oft utanvelta. Þess vegna er bent foreldrum á að mæta með barnið í byrjun dags þar sem umhverfið er stjórnað

jak 3 | 18. apr. '16, kl: 22:42:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei það er ekki verið að glápa á sjónvarpið , förum út eftir hádegi og svo er frjáls leikur eftir kaffitímann

gruffalo | 16. apr. '16, kl: 10:44:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ehh, það er starf í gangi allan daginn í leikskólanum. Og newsflash: það fara ekki öll börn í leikskóla. Heldurðu að þau börn séu bara doomed þegar þau fara svo í skóla?

jak 3 | 18. apr. '16, kl: 22:44:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei það sagði enginn það en held að það komi ekki jafnvel undirbúið  og svo eru það bara sum börn sem þurfa á því að halda að mæta á svipuðum tíma í leikskólann , og ég skil þá ekki afhverju fólk þarf 8 tíma pláss ef að það getur verið að koma 3-4 tímum of seint

gruffalo | 19. apr. '16, kl: 09:31:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég get alveg verið sammála því að rútínuleysi er slæmt en það er ekki barnaverndarnefndarmál af því það kemur seint á leikskólann. Fólk sem er með 8 tíma pláss en hefur svigrúm til að nýta tímann á sinn hátt vill greinilega geta haft sveigjanleika

jak 3 | 20. apr. '16, kl: 21:38:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já já skiljanlega , en það eru ekki öll börn sveigjanleg með tíma  og mér finnst að þeir foreldrar þurfi að halda rútínu innan vissra marka svo að barninu líði vel :)

gruffalo | 20. apr. '16, kl: 23:53:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála!

neutralist | 16. apr. '16, kl: 11:06:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Barnið er í leikskóla algerlega út frá vilja foreldris. Ef foreldri vill taka barn úr leikskóla má það, líka þegar barn er fimm ára og á síðasta ári fyrir grunnskólann. Leikskólinn er valfrjáls og það er ekki vanræksla ef barn er ekki í leikskóla. 

jak 3 | 18. apr. '16, kl: 22:44:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei nei en tilhvers að halda heilu plássi þá sem að einhver annar getur nýtt ef að fólk þarf ekki að mæta í vinnu

neutralist | 19. apr. '16, kl: 13:44:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef fólk borgar fyrir plássið má það nýta það eins og því þóknast.

rokkari | 19. apr. '16, kl: 14:25:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er nú ekki alveg svo einfalt. Fólk sem greiðir full gjald er að greiða c.a. 20% af kostnaði við plássið. Þannig að mér finnst mjög skiljanlegt að það séu gerðar athugasemdir þegar fólk notar plássið bara eins og því þóknast. Víðast hvar eru biðlistar eftir plássum.

nefnilega | 14. apr. '16, kl: 16:27:44 | Svara | Er.is | 7

Það er ekki skólaskylda í leikskólum svo foreldrum er frjálst að mæta með börnin hvenær sem er, æskilegt þó að mæta ekki í hvíld, í miðju hópastarfi eða hverju sem leikskólinn óskar eftir.

presto | 14. apr. '16, kl: 16:29:39 | Svara | Er.is | 3

Skólaskylda í grunnskóla, þar á að leita skýringa og vernda skólagönguna. Engin skylda að mæta í leikskóka eða fullnýta plássið, engin þörf á að biðja um frí á leikskóla heldur.engin ástæða til viðbragða nema ef mæting truflar svefntímann.

Allegro | 14. apr. '16, kl: 17:08:57 | Svara | Er.is | 3

Finnst mikill munur á leikskóla og skóla hvað þetta varðar.

ert | 14. apr. '16, kl: 17:13:08 | Svara | Er.is | 3


Ef barn er að mæta 3-4 klst of seint í grunnskóla þá nú yfirleitt byrjað á því að ræða við foreldrana til að fá skýringu en það er í sjálfu sér eðlilegt að tilkynna slíkt til bvn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

neutralist | 16. apr. '16, kl: 11:06:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er samt ekki tilkynnt til bvn nema það sé orðið ákveðið oft, í það minnsta í þeim skólum sem ég þekki. 

Lilith | 16. apr. '16, kl: 11:30:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held að það sé nú almennt í skólum að verklagsreglurnar segja til um að fyrst sé haft samband við forráðamenn og athugað hvort mætingin batni ekki við það. Ef ekkert breytist til batnaðar þá getur næsta skref verið að hafa samband við bvn.

Blah!

neutralist | 16. apr. '16, kl: 11:32:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

I þeim skólum sem eg þekki til er fyrst haft samband við forráðamenn, svo er formlegur fundur með forráðamanni og kennara, svo er formlegur fundur með skólastjórnanda og SVO er haft samband við BVN ef ekkert af hinu dugði. Það er ekki bara haft samband við BVN eftir eitt símtal til forráðamanns. 

Lilith | 16. apr. '16, kl: 11:33:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, einmitt. Það eru yfirleitt alveg vel skilgreind skref sem á að taka fyrst.

Blah!

ert | 16. apr. '16, kl: 11:44:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


En það er það sem ég að sega með ´því að segja "er að mæta". Ég nota dvalarhorf og það er ekki hægt að nota um stakan atburð.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 14. apr. '16, kl: 17:42:13 | Svara | Er.is | 1

Varðandi leikskóla þá er sjálfsögð kurteisi að láta vita. Varðandi skóla þá er líklega hringt og athugað hvað veldur ef ekki voru tilkynnt forföll eða frí.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

ÓRÍ73 | 14. apr. '16, kl: 18:04:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sumir skólar hringja og athuga, aðrir ekki. 

presto | 14. apr. '16, kl: 18:33:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ha? Ertu alveg viss? Það þýðir að ef barn slasast eða er rænt á leið í skóla og mætir ekkiþá fái foreldrar engar upplýsingar um hvarf barnsins í fjölda klukkutíma. Hvaða grunnskólar athuga ekki málið þegar ekki er vitað hvar barn er að morgni skóladags?

ÓRÍ73 | 14. apr. '16, kl: 19:47:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er algjörlega viss já, ég veit um nokkra bara í Reykjavík sem hringja ekki. 

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 14. apr. '16, kl: 20:35:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef mínum syni seinkar, hann hjólar oftast frá Foldahverfi í Engjaskóla, þá er hringt... aldrei klikkað í þau fáu skipti sem það gerist.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

Lilith | 16. apr. '16, kl: 10:59:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Því miður ekki gert í öllum skólum.

Blah!

presto | 15. apr. '16, kl: 08:11:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff, mig langar ekki að trúa því. Vil ekki treysta slíkum skóla fyrir mínum börnum. Á Akranesi fengu samstarfsmenn látnu konunnar lögregluna í málið þegar símtöl báru ekki árangur. Það er bara grundvallarunhyggja fyrir náunganum að athuga málið í mínum huga. En það eru líkl. Ekki allir sammála um það.

Innkaupakerran | 15. apr. '16, kl: 08:19:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég lenti í þessu. Barnið mitt fór ekki í skólann (1. Bekk).
Gleymdist að láta skólann vita.
Fattaði ekki fyrr en daginn eftir þegar ég áttaði mig á því að það hefði aldrei verið hringt í skólann að það hringdi heldur enginn frá skólanum að athuga með barnið mitt.
Hugsaði að það hefði verið ansi dýrkeypt ef eitthvað hefði komið fyrir barnið mitt á leið í skólann og enginn viti af barninu í 8 klst (með frístund).

presto | 15. apr. '16, kl: 09:52:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat.

hangikjöt | 16. apr. '16, kl: 10:28:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég vinn á frístundarheimili og við hringjum í foreldra ef enginn skilaboð koma frá skólanum. 

Innkaupakerran | 16. apr. '16, kl: 17:22:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki svoleiðis hjá mínu barni.
Það tekur enginn eftir því ef hann t.d. fer bara heim þegar hann á að fara í frístund. :/

gruffalo | 17. apr. '16, kl: 22:49:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki í lagi. Þá þurfið þið að kvarta yfir þessu

Innkaupakerran | 18. apr. '16, kl: 12:01:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað gerðum við það!

Þjóðarblómið | 17. apr. '16, kl: 00:03:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er svoleiðis í mínum skóla líka.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Yxna belja | 16. apr. '16, kl: 17:30:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég lenti í því að barn 1. bekk var aleitt heima heilan dag. Það sem sagt fór í skólann um morguninn og ég í vinnu á sama tíma nema hvað að barnið fór aldrei í skólann heldur snéri við og fór heim og komst inn um opinn glugga. Það var ekki hringt og ég vissi ekki af þessu fyrr en eldra systkini kom heim úr skólanum seinni partinn og hringdi og lét mig vita. Þá var barnið búið að vera aleitt heima allan daginn.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

hangikjöt | 16. apr. '16, kl: 19:38:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hræðilegt að heyra.

presto | 18. apr. '16, kl: 08:21:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki í lagi, kvartaðir þú ekki við skólann? Var brugðist við?

Yxna belja | 18. apr. '16, kl: 09:31:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég lét vita en lagði þannig lagað séð ekki fram neina kvörtun. Og ég veit ekki hvort skólinn gerði eitthvað í sínu vinnulagi þar sem þetta kom aldrei fyrir aftur hjá okkur. Finnst líklegt að þetta hafi verið eitthvað sem klikkað í þetta skipti (og kannski í einhverjum öðrum einstökum tilfellum) en ekki normið því ég man ekki eftir að hafa heyrt aðra foreldra tala um sambærileg dæmi. En já ég er sammála, þetta ætti ekki að vera í lagi - sérstaklega ekki í yngstu bekkjum. 

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Anímóna | 18. apr. '16, kl: 10:47:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vá, það er glatað! 
Þegar mín stelpa var í fyrsta bekk vorum við á tímabili verulega vansvefta með kveisubarn og einn morguninn sváfum við yfir okkur. Ég var vakin með símtali 8.50 frá skrifstofu skólans, skólinn hefst 8.30.

alboa | 15. apr. '16, kl: 08:45:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skóli dóttur minnar hringir ekki og athugar með börn sem mæta ekki. Komst að því þegar ég fékk flogakast um morgun og dóttir mín svaf bara þangað til ég komst aftur til meðvitundar um kl hálf tíu.


kv. alboa

HvuttiLitli | 15. apr. '16, kl: 09:58:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það finnst mér agalegt :/ Hefði haldið að það væri bara sjálfsagður hlutur að athuga með börn sem eru ekki mætt og eru ekki skráð veik eða í leyfi...

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

ÓRÍ73 | 15. apr. '16, kl: 10:36:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta var rætt á ráðstefnu sem ég var á um daginn, voru fleiri skólar sem ekki hringdu en þeir sem hringdu. 

presto | 18. apr. '16, kl: 08:22:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig er sú afstaða réttlætt?

ÓRÍ73 | 18. apr. '16, kl: 09:47:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var í raun ekkert réttlætt, þetta er undir hverjum skóla komið hvað þeir gera. 

ÓRÍ73 | 14. apr. '16, kl: 18:04:18 | Svara | Er.is | 1

Ekki leikskóla. En það er skylda grunnskóla að láta vita ef þetta er ítrekað og lengi að gerast í skóla og lagast ekki þegar talað er við foreldra. 

UngaDaman | 14. apr. '16, kl: 22:51:47 | Svara | Er.is | 1

Ég yrði bara ágætlega móðguð ef ég fengi símtal frá bnv vegna þess að barnið mætir of seint í leikskólann. Að því gefnu að við séum ekki að valda óþarfa vandræðum með of seinni mætingu.


Ég hef lagt það í vana minn að láta ávalt vita ef okkur seinkar, eða við viljum fá nokkra daga "frí" frá leikskólanum, finnst það almennt kurteisi og virðing við skólann og starfið. Enda frábær leikskóli í alla staði og staffið yndislegt.

jak 3 | 15. apr. '16, kl: 07:41:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég samt skil ekki ef að fólk getur mætt allskonar í vinnuna og sofið út á morgnanna, afhverju vill það ekki frekar koma snemma og sækja börnin þá fyrr ?

Venja | 15. apr. '16, kl: 08:08:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ha?

Grjona | 15. apr. '16, kl: 10:56:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ha? Sérðu ekki muninn á því að sofa út og sækja börn snemma í leikskólann?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

evitadogg | 16. apr. '16, kl: 19:42:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já eða eiga gæðastund að morgni

Allegro | 15. apr. '16, kl: 11:13:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

kannski hafa einhverjir aðrar langanir og þarfir en þú og haga sínu lífi samkvæmt því.

presto | 18. apr. '16, kl: 08:23:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha?

Pelops | 15. apr. '16, kl: 11:57:34 | Svara | Er.is | 1

Ha? Hafa samband við barnaverndarnefnd vegna þess að barnið er of seint? Ef allt annað virðist vera í lagi þá finnst mér það nú heldur mikið og algerlega óþarft inngrip. Að minnsta kosti hvað varðar leikskólann. Hitt er annað að ef barn mætir ekki í skólann án þess að boða fjarvistir í lengri tíma, þá þarf að skoða málið. Það væri betra að gera það í gegnum skólann, það er hann sem á að tilkynna til barnaverndanefndar ef fjarvistir eru miklar og óútskýrðar.

neutralist | 16. apr. '16, kl: 11:04:52 | Svara | Er.is | 2

Barn getur ekki beinlínis mætt "of seint" í leikskóla, þar sem það er engin skólaskylda á leikskólastiginu. 


Flestir grunnskólar eru með mætingastefnu og það er oftast haft samband við bvn eftir ákveðið ferli. Þá er fyrst rætt við foreldri, síðan fundur með foreldri og t.d. einhverjum úr skólastjórn, og loks tilkynnt til bvn ef seinkomur halda áfram. 

Yxna belja | 16. apr. '16, kl: 11:22:54 | Svara | Er.is | 0

Yfirleitt er talað við foreldra/forráðamenn fyrst og reynt að finna lausn. Ef það gengur ekki þá getur þetta orðið að barnaverndarmáli - sérstaklega í grunnskóla þar sem þar er skólaskylda. Í leikskóla þarf að vera eitthvað annað/meira en bara að mæta "of seint" en léleg og/eða stopul mæting er oft liður í  tilkynningum frá leikskóla (líka að barn sér ítrekað sótt of seint).

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

neutralist | 16. apr. '16, kl: 11:33:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst nú skrýtið ef "léleg mæting" í leikskóla er tilkynnt til BVN, þar sem mæting í leikskólann er ekki skylda. Hvað á BVN eiginlega að gera við það?

Yxna belja | 16. apr. '16, kl: 15:13:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sagði ekki að léleg mæting (ein og sér) væri tilkynnt til BVN heldur að léleg mæting væri stundum liður í tilkynningu - það er svolítið mikið annað.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

neutralist | 17. apr. '16, kl: 22:46:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En "léleg mæting" í leikskóla er bara alls engin vanræksla, þannig að ég sé ekki hvernig það ætti að vera liður í einhverri tilkynningu.

Yxna belja | 17. apr. '16, kl: 23:40:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Léleg mæting getur að sjálfsögðu verið vísbending um vanrækslu í leikskóla alveg eins og í grunnskóla. Þó svo mætingin sem slík sé ekki vanræksla.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

neutralist | 18. apr. '16, kl: 00:24:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig er það vísbending? Vísbending um hvað, nákvæmlega? Það er ekki skólaskylda á leikskólastigi og ekkert að því að foreldri leyfi barni að vera heima.

ert | 18. apr. '16, kl: 00:45:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Ekkert að því að foreldri leyfi barni að vera heim ef það er til að sinna því. En eins og þú væntanlega þekkir bara úr lífinu þá er það þannig að fólk sem er í dópi á það til að eiga erfitt að koma barninu sínu á leikskóla vegna neyslu. Tilkynning í slíkum tilfellum myndi þá snúa að því að foreldri virtist vera í annarlegu ástandi stundum þegar það sækir barni eða kemur með það og þá væri líka tekið fram að barnið kæmi bara mjög tilfallandi eða á mjög óvenjulegum tímum og þá án þess að nokkuð samráð væri haft við leikskólann.
En það er ekkert að því að hafa barn heima ef barninu er sinnt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Yxna belja | 18. apr. '16, kl: 07:13:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Á svo ótal margan hátt, t.d. eins og ert lýsir hér að neðan. Og upplýsingar um mætingu eru upplýsingar sem barnavernd óskar alveg sérstaklega eftir þegar það á við (eins og t.d. í tilfellum eins og ert lýsir).


Það er vissulega í góðu lagi að barn sé í góðu yfirlæti hjá forráðamönnum eða öðrum þegar það á að vera í leikskólanum - sé það tilkynnt til leikskólans (væntanlega hafa forráðamenn skrifað undir samning við leikskólann þar sem kemur fram að þeir skuldbindi sig til að mæta vel og relgulega með barnið og láta vita þegar barnið kemur ekki (eða kemur óeðlilega seint).

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

presto | 18. apr. '16, kl: 08:28:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvaðan hefur þú hugmyndir um þennan "samning" og þínar hugmyndir um að barn "eigi" að vera í leikskólanum á tilteknum tíma?
Ertu að tala um sérstaklega vanhæfa foreldra sem mega ekki vera með barnið allan daginn?

Yxna belja | 18. apr. '16, kl: 09:15:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorry held að ég hafi rekið mig í mínustakkann... það var ekki ætlunin. En nei, ég er bara að tala um vistunarsamninginn sem allir foreldrar skrifa undir. Þori ekki að fullyrða að þetta komi fram í þeim öllum en það gerir það amk víða.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Yxna belja | 18. apr. '16, kl: 09:36:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ég veit ekki hvað þú átt við með mínar hugmyndir og að barn eigi að vera í leikskólanum á tilteknum tíma. Ég hef engar sérstakar hugmyndir um það. Finnst sjálfsagt og eðlilegt að börn séu í samvistum við foreldra sína (og í einhverjum tilfellum aðra) eins mikið og mögulegt er. En aftur á móti finnst mér sjálfsögð kurteisi að tilkynna fjarveru leiskólabarna til skólans og í raun finnst mér það vera dónaskapur og óvirðing við skólann að gera það ekki (þá er ég að tala um ítrekað - ekki að það hafi gleymst í eitt skitpi).

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Yxna belja | 18. apr. '16, kl: 09:36:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mínar hugmyndur UM ekki og

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

rokkari | 18. apr. '16, kl: 07:26:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Með hvernig gleraugu er maður ef maður trúir því að eina ástæða þess að börn séu heima sé sú að þau séu í kósý með foreldrum sínum? Óháð því hvort skólaskylda sé á skólastiginu eða ekki.

jak 3 | 18. apr. '16, kl: 22:47:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef að það er að koma niður á barninu , það eru ekki alltaf góðar ástæður fyrir því að barn mæti ekki í leikskólann

Gunnýkr | 16. apr. '16, kl: 15:23:30 | Svara | Er.is | 1

Ertu að kenna barninu?

kindaleg | 18. apr. '16, kl: 09:22:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, eg er ekki að kenna barninu. Ég er bara að velta þessu fyrir mér - hef mestar áhyggjur af skólabarninu sem missir of mikið úr vegna þess að mamman nennir ekki að vakna

Gunnýkr | 18. apr. '16, kl: 15:30:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þá sér skólinn væntanlega um þetta.
Þ.e. tilkynnir ef það er viðeigandi.
Gæti verið ástæða af hvejru barnið mætir seint?
Nú á ég t.d. barn sem mætir aldrei fyrr en 9.40. Er með samning.

ert | 18. apr. '16, kl: 15:50:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einmitt - ég held að flestir skólar tilkynni svona á endanum nema ef það er samkomulag við foreldrana og verið sé að vinna saman í málinu.


--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kindaleg | 18. apr. '16, kl: 16:52:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ástæðan er að barnið er sofandi þvi foreldri vaknar ekki til þess að koma því í skólann....þetta er flókið mál og erfitt að eiga við

ert | 18. apr. '16, kl: 16:58:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þá á skólinn að byrja á því að tala við móðurina. Tilkynning til er ekki það fyrsta sem á að gera. Ertu í svo nánu sambandið við móðurina að hún myndi segja þér frá tilkynningu? Þetta er reynda mál sem væri eðlilegast að prófa að leysa með félagsþjónustu - þeir eru með vöknunarþjónustu. Er búið að haf fund með félagsþjónustu, skóla og móður?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Toothwipes | 18. apr. '16, kl: 19:38:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ertu viss um að mamman "nenni" ekki að vakna? Ertu viss um að engar ástæður gætu legið að baki því aðrar en leti? T.d. læknisfræðilegar?

Prym | 17. apr. '16, kl: 10:10:47 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst líka svo gott að skella skuldinni á skólann ef barnið mitt mætir ekki eða fer heim þegar það á að vera í skólanum.  Mér hefur hvort sem er aldrei tekist að kenna því að hlýða og fara eftir fyrirmælum.  Svo gleymi ég líka oft að láta vita að barnið verði í frí ef ég á frí sjálf.

ert | 17. apr. '16, kl: 10:23:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvernig ætlarðu að skella skuldinni á skólann ef þú veist ekki að barnið er ekki að mæta af því að skólinn lætur þig ekki vita?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

rokkari | 18. apr. '16, kl: 07:20:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Lestu það út úr þessari umræðu?

presto | 18. apr. '16, kl: 08:29:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha?

skófrík | 18. apr. '16, kl: 09:05:31 | Svara | Er.is | 1

skólinn á að tala við bvn ef við erum að ræða grunnskóla þar sem það er skólaskylda á Íslandi. En það er ekki leikskólaskylda og því ráða foreldrar alveg hvernig barnið nýtir plássið sitt þar og væri það fáránlegt að tilkynna það! En það mætti vel ræða við foreldrið eða foreldra um hvað er mikilvægt fyrir barnið að vera með í starfsemi leikskólans og talandi líka bara um hvað er gott fyrir barnið að það sé regla á lífi þess. En að tilkynna það að barnið sé að mæta allt of seint í leikskóla væri út í hött

grannmeti | 22. apr. '16, kl: 06:58:48 | Svara | Er.is | 0

Skólinn á ad tilkynna til bvn. Fer audvitad eftir hverju tilfelli fyrir sig. 3-4 tímar er virkilega mikid.
Á sjálf barn sem mætti ítrekad of seint. ekki fleiri tímum of seint en morgnarnir algert helvíti. Erfitt ad koma henni af stad og mikil skapofsaköst. En starfsfólkid í skólanum hennar er hreint út sagt frábært og skilningsríkt. Unnu vel og þétt med mér til ad leysa málid. Komumst ad því í sameiningu ad barnid var mjög vidkvæmt fyrir áreiti og þurfti meiri andlega hvíld yfir daginn.
Kennarar eiga einmitt ad fylgjast med svona

------------------------------------------------------------------
Eignaðist dóttur 5 Júlí '08:D 13 merkur og 50 sentimetrar og sætust í heimi!
------------------------------------------------------------------

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Síða 8 af 47986 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Guddie, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, paulobrien