Búin á því

botty | 25. ágú. '15, kl: 15:13:06 | 784 | Svara | Er.is | 0

Ohh ég er svo búin á því. Er með einn 6 mánaða gaur sem sefur eiginlega aldrei, mann sem vinnur mikið og getur því ekki hjálpað mér mikið með hann og er alltaf þreyttur þegar hann kemur heim, 3 stjúpbörn sem eru aðra hvora viku, kallinn reyndar sér nánast alveg um þau.. Mamma þeirra er að gera okkur geðveik, skiptir um vikur þegar henni hentar, tekur þau og skilar ekki aftur eða lætur ekki heyra í sér í 2-3 vikur og börnin hjá okkur, í allt sumar voru þau í 13 daga hjá henni en átti að vera vika/vika... sambandið okkar er gjörsamlega í molum, mér finnst hann bilað stjórnsamur og finnst ég ekki hafa helmings rödd á móti honum, kannski vegna þess að við höfum ekkert gert saman eftir að litli fæddist. Sorry en ég bara varð að koma þessu frá mér, er svo þreytt og uppgefin að ég er alvarlega að íhuga skilnað og búa bara ein með litla!

 

assange | 25. ágú. '15, kl: 15:14:21 | Svara | Er.is | 5

Knús.. Spes ad kallinn se of treyttur til ad hjalpa ter med litla.. En ekki til ad hugsa um 3 eldri

Ígibú | 25. ágú. '15, kl: 15:18:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég væri nú alveg búin á því og þreytt ef ég þyrfti að sjá ein um 3 börn....

assange | 25. ágú. '15, kl: 15:26:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tau eru nu ekki alltaf hja teim.. Alls ekki

Ígibú | 25. ágú. '15, kl: 16:35:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samkvæmt þessu voru þau hjá þeim í allt sumar. Þá var hún að hugsa um eitt barn en hann 3...

assange | 25. ágú. '15, kl: 16:42:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg skildi tad tannig ad tau hefdu verid hja henni i 13 daga i rod, ekki skipt viku/viku eins og aetti ad vera.- i samhenginu hvad mamman er ad rugla mikid med umgengnina. Eg er kannski ad misskilja

botty | 25. ágú. '15, kl: 17:23:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Æj sorry hvað þetta er ruglingslegt, þau voru allt í allt 13 daga, ekki samfleytt. 3 daga hér og 3 daga þar, kannski með 2 vikna millibili.
Og tók auðvitað ekki fram heldur að kallinn var bara í 2 vikur í sumarfríi, þannig ég var ein með þau öll til 7 alla virka daga. En það er ekki aðalmálið. Elska þessi börn, en þetta er svo mikið álag, að vita aldrei hvenær þau koma eða fara, eiga aldrei tíma bara við 3

assange | 25. ágú. '15, kl: 19:27:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok.. Tannig ad hann er bara alls ekki ad hugsa alveg um tessi hin 3? Uff.. Knus a tig, ekki audvelt

Anímóna | 26. ágú. '15, kl: 15:18:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Eiga aldrei tíma bara þið 3? Það gæti verið rót vandans í ykkar sambandi (ef þér finnst sambandið vera í molum eins og þú segir). Ég yrði ekki lítið sár ef minn maður færi að vilja gera einhverjar stundir bara fyrir okkur þrjú (mig, hann og barnið sem við eigum saman) en ekki stjúpbarnið. Fyrir utan, ef börnin voru bara hjá ykkur 13 daga í allt sumar þá hljótið þið nú að hafa átt einhvern tíma bara þrjú.

nefnilega | 26. ágú. '15, kl: 16:04:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Úff ég var ekki búin að sjá kommentið hennar um "bara við 3". Ekki farsælt viðhorf stjúpmömmu. Eiginlega bara alveg hræðilegt!

Zagara | 26. ágú. '15, kl: 20:28:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún sagði að börnin væru bara í umgengni hjá hinu foreldrinu í samtals 13 daga í sumar.

Anímóna | 26. ágú. '15, kl: 21:19:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ókei, eða það - punkturinn stendur.

Felis | 26. ágú. '15, kl: 12:13:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég held samt að það sé alla jafna töluvert meiri vinna að vera með ungbarn sem sefur lítið en 3 eldri börn.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

staðalfrávik | 26. ágú. '15, kl: 12:32:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ehhh JÁ!

.

Ígibú | 26. ágú. '15, kl: 13:42:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fer nú bara allt eftir því hvernig eldri börnin eru.

Ég myndi milljón sinnum frekar vijla vera með eitt ungbarn heldur en kannski 3 snarvitlaus eldri börn

Felis | 26. ágú. '15, kl: 14:48:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hefurðu reynslu af ungbörnum sem sofa lítið? Ég myndi alltaf frekar velja 3 klikkuð eldri börn (fyrir utan að það hefur líka komið fram að hún var í raun að sjá um þau líka að mestu)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Ígibú | 26. ágú. '15, kl: 15:01:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já reyndar hef ég það, þar sem dóttir mín svaf lítið sem ungbarn. Hún grét ekki mikið þar sem henni leið bara vel, en hún tók stutta lúra á daginn og vaknaði oft á nóttunni til að drekka.
Og á þeim tíma var ég með hana ein þar sem pabbi hennar vann út á landi svona 14 daga og heima 3-4...


En ég nenni ekki að rífast við þig um þetta, þar sem mér finnst líklegt að við verður aldrei nokkurn tíman sammála um neitt sem viðkemur fæðingum eða ungbörnum.

staðalfrávik | 26. ágú. '15, kl: 15:03:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lillinn minn var með háttatíma kl 5 á morgnanna fyrstu vikurnar. Ég er svo með 3 eldri börn með greiningar (eitt yfir 18 til að gæta sanngirni) og jiminn einasti sko.

.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 25. ágú. '15, kl: 15:17:00 | Svara | Er.is | 3

Úff... einmitt ein ástæðan fyrir því að ég þyrfti að hugsa mig MJÖÖÖÖG vel um ef ég væri að hugleiða sambúð með manni sem á svona marga krakka af fyrra sambandi

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

She is | 25. ágú. '15, kl: 15:21:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

krakkarnir eru eitt og svo er fyrrverandi annað, það sést undir hælana á mér þegar mann eiga fyrrverandi sem er alveg snar.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 25. ágú. '15, kl: 15:21:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Sérstaklega þegar þær eru fleiri en ein


Því fleiri ''geðveikar fyrrverandi'' = Því klikkaðari maður

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

She is | 25. ágú. '15, kl: 15:22:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef nú bara ekki hleypt mönnum sem eiga mörg börn og margar fyrrverandi nærri mér.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 25. ágú. '15, kl: 15:23:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég hef nú bara reynslu af einum, og það var ekkert að hans fyrrverandi. Það var hann sjálfur sem var aumingi og klikk

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Ruðrugis | 26. ágú. '15, kl: 11:18:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður heyrir yfirleitt þá sögu á endanum og hún er yfirleitt rétt.

She is | 25. ágú. '15, kl: 15:24:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ég set alltaf mikið spurningarmerki við menn sem tala illa um sína fyrrverandi en ég meira að tala um menn sem ég hef átt í nánari kynnum við og séð og heyrt með eigin augum og eyrum hvernig exið lætur.

Anímóna | 26. ágú. '15, kl: 15:19:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nákvæmlega - og þá eru þær ekki endilega geðveikar heldur hann. Það hvernig maður talar um fyrrverandi maka sinn segir bara mest um hann sjálfan.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 26. ágú. '15, kl: 16:44:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat my point. Maður sem á ''geðveikar'' fyrrverandi, er yfirleitt bara lélegur maki

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

botty | 25. ágú. '15, kl: 16:07:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sagði aldrei að hún væri snar, bara að við værum að verða geðveik á henni, semsagt hvernig hún er gagnvart okkur

She is | 25. ágú. '15, kl: 16:42:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei en hún er að stjórna ykkar heimili og ykkar aðstæðum með því að taka ekki bara sínar vikur nema eitthvað alveg sérsakt komi til.

Louise Brooks | 26. ágú. '15, kl: 14:43:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hafið þið aldrei íhugað að setja henni einhver mörk? 

,,That which is ideal does not exist"

nefnilega | 25. ágú. '15, kl: 16:07:37 | Svara | Er.is | 2

Gerið þið eitthvað tvö saman ein? Þú og maðurinn þinn? Mæli algjörlega með pössun og þið gerið eitthvað fyrir ykkur, t.d fara í heitan pott í sundi.

botty | 25. ágú. '15, kl: 16:09:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei við höfum nefnilega ekkert gert bara tvö eftir að hann fæddist. Það spilar örugglega inní þetta... ég er bara svo skeptísk á að láta passa hann, finnst hann en svo lítill!

nefnilega | 25. ágú. '15, kl: 16:16:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hann er 6 mánaða og honum verður ekki meint af því að vera passaður í 2 tíma :) er ekki einhver sem þú treystir sem gæti passað hann eitt kvöld?

botty | 25. ágú. '15, kl: 16:09:46 | Svara | Er.is | 0

Gleymdi alveg að taka fram að ég er með bullandi vefjagigt og hef aldrei verið verri en núna :(

Rabbabarahnaus | 26. ágú. '15, kl: 09:32:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þið verðið að koma fastri rútínu á hans börn, ekki bara ykkar vegna, heldur barnanna.
Þó hann sofi lítið, notaðu þá þann stutta tima í að fara í sund. Hann getur sofið í vagninum á meðan, svo bara tekur þú hann með þér ofaní þegar hann vaknar. Gott við vefjagigtinni.
OG fáðu pössun hjá einhverjum sem þú treystir. Þau eru nú oft farin til dagmömmu á þessum aldri.
Þið hafið greinilega þörf fyrir að hittast hjónin og tala saman.
Og munið að nota frídaga hans til að vera SAMAN með prisninn, ekki bara þú ein þar sem hann er of þreyttur.
Svoleiðis er bara ekki í boði með llítil börn.

Bakasana | 25. ágú. '15, kl: 16:32:59 | Svara | Er.is | 1

Fer ekki að koma að lokum fæðingarorlofs hjá þér og hann tekur við heima? Það breytir strax heilmiklu.

botty | 25. ágú. '15, kl: 17:26:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei fjárahagslega séð getur hann ekki tekið orlofið afþví ég er ekki í vinnu :/ Verð heima í vetur í endurhæfingu

Ice1986 | 25. ágú. '15, kl: 19:05:18 | Svara | Er.is | 4

Æi, ekki gefast upp (amk ekki strax). Það er bara hörkuálag að vera með lítið barn og svo að bæta svona stjúpbörnum og fyrverandi er svaka álag. 
Við lentum líka í því að sambandið okkar var í vandræðum þegar litli fæddist og ég var einmitt að ihuga skilnað líka. Við löguðum það með að einbeita okkur að því að vera extra góð við hvort annað, reyna að kyssast og knúsast eins og við gátum yfir daginn. Heimilið er búið að vera á hvolfi og frekar ógeðslegt en við þurfum að gefa okkur tíma og sleppa oft tiltekt, þrifum og eldamennsku. Svo sagði ég mömmu minni frá ástandinu og hún tók að sér að passa litla svo við gátum farið á nokkur deit. Það þurfti ekki meira til og nú er allt í fínu lagi.
Þú verður bara aðeins að sleppa takinu, senda litla í pössun og setja ykkur í forgang í smá tíma - þá verður þetta örugglega allt í lagi hjá ykkur

Ruðrugis | 26. ágú. '15, kl: 11:22:29 | Svara | Er.is | 1

Getur sagt fyrrverandi að þið viljið hafa samband við sýslumann vegna síendurtekinna brota og samningi vegna umgengni. Bara í góðu og athuga hvort hún taki sig ekki á.

Allegro | 26. ágú. '15, kl: 20:22:32 | Svara | Er.is | 0

Finnst eins og það hafi oft verið mælt með svefnráðgjöf fyrir börn með svefnvandamál á þessum þræði. Persónulega mundi ég skoða það ef ég væri í þínum sporum. Það hljóta að vera upplýsingar um slíka ráðgjöf í ungbarnaeftirlitinu. Kannski þurfa börnin að vera orðin eitthvað visst gömul þegar þessi ráðgjöf hefst, en a.m.k ætti að vera hægt að gefa þér einhver tipps um hvernig þú getur unnið að því að legnja svefnin hans. 


Þú segir síðan að hann sé bilað stjórnsamur. Getur hann ekki eða vill hann ekki hafa meiri reglu á umgengin ykkar og barnanna. Er hann sáttur hvernig umgengninni er háttað?




Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Síða 8 af 47985 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Kristler, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien