DNA faðernispróf

frusverige | 23. sep. '10, kl: 12:21:13 | 2614 | Svara | Er.is | 0

Hefur einhver reynslu af faðernisprófum? Barnið er orðið stálpað og ég var 99% viss um faðernið og barnið er feðrað. Fyrir stuttu komst ég þó að blóðflokki föðursins fyrir tilviljun og faðirinn eru ekki í sama blóðflokki og barnið og miðað við minn blóðflokk og internetið dásamlega, gæti barnið ekki mögulega verið hans. Nú get ég ekki sofið fyrir samviskubiti yfir þessu, að barnið sé kannski mögulega rangfeðrað, meira að segja - eiginlega alveg örugglega rangfeðrað. Eina ástæðan fyrir því að ég vil láta athuga þetta er augljósalega fyrir barnið til að vita þetta 100%. Ég vil ekki að barnið komist að því á fullorðinsárum að það hefur engan skyldleika með föður sínum og verði reitt við mig fyrir að hafa ekki gengið í skugga um þetta og upplýst um grun minn. Þó eins og ég segi er barnið á grunnskólaaldri. Hann er ekkert mótfallinn því að vera faðir. Hvernig ber ég mig að við að fá DNA próf? Þarf hann að samþykja það að þetta verði athugað ef barnið er nú þegar feðrað eða get ég bara farið fram á það að þetta verði kannað? Getur hann sagt NEI þar sem hann er nú þegar faðir barnsins skv pappírum og þar við situr og að þetta verði þá aldrei athugað? Þarf ég að benda á hinn sem gæti átt í hlut og láta senda hann í DNA eða get ég bara fengið DNApróf sem sker úr um hvort sá sem feðraði barnið er faðrinn eður ei? Ef hann er ekki faðirinn, endurgreiði ég honum þá meðlagið? Hver borgar DNA-ið? Ég er búin að lesa um þetta í umræðunum og alltaf er það faðirinn sem biður um DNA, má móðir ekki fara fram á það?

 

micro | 23. sep. '10, kl: 12:30:17 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi nú bara hringja til sýslumanns og fá svör :D

En þú átt alltaf að geta farið í DNA, þeas ef t.d mögulegi faðirinn er tilbúinn til þess, þá ættir þú að geta pantað það, en það þýðir samt að ef hann er faðirinn þá þarf hann að borga ca 120þús minnir mig. Og það þarf að leggja út fyrir kostnaðinum áður en prófið er gert.

micro | 23. sep. '10, kl: 12:34:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held að það sé aðallega kostnaðurinn við DNA-ið sem situr í mörgum að taka ekki af skarið.

En það er auðveldast að fá skráða pabbann memm í þetta, þegar minn fyrrverandi fór í gegnum svona mál í denn, þá var farið með samþykki móður í DNA og minn fyrrvernandi borgaði það bara, síðan kom í ljós að hann var ekki pabbinn, þá höfðaði hann faðernismál, sem endaði þannig að hann fékk meðlagið og DNAið endurgreitt frá ríkinu og fékk líka gjafsókn á málið (því hann var með sameiginlegt forræði og gat höfðað málið fyrir hönd barnsins, ástæðan fyrir því að það þurfti að fara í mál er að móðirin neitaði að taka mark á DNAinu og ætlaði ekkert að breyta skráningunni á föðurnum)

niniel | 23. sep. '10, kl: 14:35:28 | Svara | Er.is | 1

Þetta er allt töluvert flóknara þar sem barnið er nú þegar feðrað.

Fyrst þarf væntanlega að gera DNA próf til að útiloka að skráður faðir eigi barnið. Ef hann samþykkir ekki að fara í slíkt próf getur þú höfðað mál til vefengingar á faðerninu og fengið dómsúrskurð sem skikkar hann til þess. Ef niðurstaðan verður sú að hann geti ekki verið faðirinn þá "af-feðrast" barnið sjálfkrafa.
AÐ ÞVÍ LOKNU getur þú síðan óskað eftir því að sá, sem þú heldur að sé pabbinn, feðri barnið. Ef hann gengst sjálfviljugur við faðerninu þá er nóg að ganga frá því hjá sýslumanni. Ef hann er ekki sannfærður þarf að höfða nýtt feðrunarmál og þá er, á sama hátt og í vefengingarmálinu, hægt að fá dómsúrskurð sem skikkar hann í DNA próf.
(Ef hann gengst við faðerninu getur þú ekki krafist þess að hann fari í DNA til þess að ÞÚ verðir alveg viss. Þú getur bara krafist DNA prófs til að knýja fram faðernisviðurkenningu). ATH. þú getur ekki gert neinar kröfur á þann sem þú heldur að sé pabbinn, FYRR EN búið er að vefengja skráð faðerni og ganga úr skugga um að sá sem er skráður faðir eigi barnið ekki.

Mæli með að þú lesir barnalögin: http://www.althingi.is/lagas/137/2003076.html - II. og III.kafla, einkum greinar 10, 15 og 21

Tannpína | 23. sep. '10, kl: 14:41:40 | Svara | Er.is | 0

Mætti ég nokkuð spyrja í hvaða blóðflokkum þið eruð?

frusverige | 23. sep. '10, kl: 21:27:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

við bæði í o og barnið í b. Eftir því sem ég best kemst ætti barnið þá að vera í o einnig og gæti ekki mögulega verið í b nema faðir þess væri í b eða ab.

þetta er nú ekki það eina sem fær mig til að efast, þessir blóðflokkar, grunurinn bara jókst við þetta. Efinn hefur verið að byggjast smám saman upp, upp á síðkastið, en ef ég væri handviss um að barnið væri ekki hans, væri ég auðvitað búin að höfða þetta mál. Ég er bara ekkert viss og þess vegna er ég að velta þessu fyrir mér.

d757 | 23. sep. '10, kl: 17:53:52 | Svara | Er.is | 0

börn eru ekki alltaf í sama blóðflokk og foreldrar foreldrar sem eru td í a og/eða b geta alveg átt barn sem í í td O flokki

d757 | 23. sep. '10, kl: 18:00:36 | Svara | Er.is | 0

skoðaðu þetta
http://www.why.is/svar.asp?id=2374

kristjanaa | 23. sep. '10, kl: 21:38:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ef þú lest hjá henni að þá tekur hún fram að bæði móðir og sá sem nú hefur gengist við barninu eru í O blóðflokki... en barnið í B... tveir einstaklingar sem eru í O flokki geta ekki eignast barn í öðrum blóðflokki en O

d757 | 24. sep. '10, kl: 12:43:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ef þú lest kl hvað hún skrifar svarið sitt þá sérðu að hún skrifar það eftir að ég er búin að skrifa það sem ég skrifaði

Baby H | 23. sep. '10, kl: 22:29:59 | Svara | Er.is | 1

Þú getur líka farið aðra leið sem er ekki eins kostnaðarsöm en stenst þó ekki fyrir rétti.

Hefur samband við DDC.co.uk og færð sent heima-kit. sýni tekið úr kinninni á barninu, úr þér og svo ætluðum föður. Kostar 150 pund sem eru 27600 krónur. Tekur 5 virka daga eftir að sýnið berst þeim og er algjörlega 100% öruggt próf. Ástæðan fyrir því að ekki er hægt að notast við það fyrir rétti er að það er ekki tekið af þriðja aðila. Það er hinsvegar nóg þegar að þetta er eitthvað sem þú þarft að vita skilurðu.

Ef peningar eru eitthvað til að stoppa þig gæti þetta verið lausnin, bara að allir aðilar taki sýnin á sama tíma á sama stað svo að þið þó allaveganna vitið að réttu sýnin fóru út.

When life hands you lemons, make lemonade.

atta | 24. sep. '10, kl: 11:45:01 | Svara | Er.is | 1

Myndi líka taka með í myndina, hvernig er samband barnsins við þann sem er skráður faðir þess. Ef þeirra samband er mjög gott og mikill umgangur, þá er hann auðvitað faðir barnsins...

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 4.5.2024 | 20:21
Halla Hrund Sætúnið 3.5.2024
Halla Hrund??? Sætúnið 3.5.2024
Af hverju er ég svona mikill meistari? R2 D2 3.5.2024
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 3.5.2024 | 09:08
Rjómasprautur tennisolnbogi 26.12.2015 3.5.2024 | 03:28
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 2.5.2024 | 18:41
Nuddskóli Íslands í FÁ Superliving 30.4.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 30.4.2024 | 20:54
Alvarleg ógn sem engin vill ræða. Zjonni71 30.4.2024
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 30.4.2024 | 18:49
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 30.4.2024 | 18:35
Sjónin komaso 28.10.2008 28.4.2024 | 07:19
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Síða 1 af 48497 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, paulobrien