Ég er að verða svo þreytt, barnið mitt er alltaf pirrað

gosdrykkur | 26. mar. '12, kl: 12:31:12 | 2951 | Svara | Er.is | 0

Finnst ljótt að segja það, en ég hef síðustu daga verið að íhuga að stytta fæðingarorlofið sem ég tek úr 12 mánuðum í 8 eða 9!! Ég er bara að verða geðveik á því að vera 24/7 með barni sem er alltaf pirrað. ALLTAF. Mér finnst ég vera óhæf móðir að ráða ekki við barnið mitt og verða svona þreytt á þessu.

Hún er rúmlega 4 mánaða og eins og ég segi, alltaf pirruð. Hún á alveg sín móment þar sem hún leikur sér og brosir og hlær við manni og allt er voða gaman, en þau móment endast ekki lengi. Meirihlutinn af deginum fara í tuð, pirring og væl og oft endar það í háværum hátíðni öskurgráti sem er varla hægt að hugga meðan hún er öll á iði, sparkar og slær. Mér hefði ekki getað dottið í hug að ungabarn gæti verið svona kröftugt, ég á í fullu fangi með að halda á henni þegar hún lætur svona og pabbi hennar líka. Mér finnst að það hljóti eitthvað að vera að angra hana fyrst hún er svona pirruð og fúl og vælir svona, en það virðist ekkert finnast að barninu :(

Ég er búin að prófa 2 kveisulyf á hana sem ég fékk hjá lækni, en er líka búin að prófa minifom og hitt sem ég man ekki hvað heitir, en er farin að hallast að því að eitthvað annað en kveisa sé að angra hana því kveisulyfin virka ekki neitt. Það er búið að skoða eyrun og mæla þrýsting en það fannst ekkert þar og frænka mín tók hana fyrir mig til hómópata og í bowen og það virkaði ekki heldur. Er búin að spá í mjólkuróþoli og er því búin að taka allar mjólkurvörur úr mínu fæði í rúmar 3 vikur núna og stelpan fær sojamjólkur ábót þegar þess þarf, en so far er það ekkert að sýna neinn árángur, en ég veit það getur svosem tekið lengri tíma að virka. Mér finnst bara að það hljóti eitthvað að vera að angra hana og ég vorkenni henni svo að vera alltaf svona pirruð og ég er líka sjálf að verða gráhærð á þessu ástandi. Dagarnir fara allir í það að hugga hana og reyna að finna eitthvað sem hún getur dundað sér við lengur en í 2-3 mín í einu. Hún sefur mjög illa á daginn, mestalagi í 30 mín í einu og það er alveg sama þó ég reyni að leggja hana í vöggu, rúmið sitt, uppí rúmi hjá mér eða fer með hana út að labba í vagninum, hún sefur alltaf bara þessar 20-30 mín í einu. Hún verður því alveg rosalega þreytt aftur stuttu seinna og þá er alveg rosalega erfitt að ná henni niður í lúr því hún er bara of þreytt, orgar og brýst um í fanginu á manni og lætur öllum illum látum :S Var núna að ná henni loksins niður í lúr eftir org og væl í langan tíma, og ég sit hérna bara með tárin í augunum og veit ekki hvað ég á að gera meir.

Er einhver með ráð fyrir mig ?

 

gudlauganna | 26. mar. '12, kl: 12:36:38 | Svara | Er.is | 0

ertu búin að prófa að hafa hana í magapoka framan á þér á daginn, virkar það ekekrt?

gosdrykkur | 26. mar. '12, kl: 12:40:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það virkar ekki heldur :( búin að prófa bæði svona poka og burðarsjal, hún brýst bara um og er önug í þeim :s

litlaskotta | 26. mar. '12, kl: 12:48:49 | Svara | Er.is | 4

ég myndi prófa að sleppa soyavörunum líka !  eldri stelpan mín þoldi soya verr en mjólkurvörur

_______________________________________________________
2 stelpna mamma !!!

gosdrykkur | 26. mar. '12, kl: 12:53:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú meinar :s
Hún fær ábót suma daga, þá bara á kvöldin. ég kannski prófa að skipta aftur um þurrmjólk, er samt held ég búin að prófa þær allar :)

gosdrykkur | 26. mar. '12, kl: 12:52:49 | Svara | Er.is | 2

Ég veit þetta hljómar illa hjá mér, finnst ég svo vond að skrifa að ég sé orðin þreytt á barninu mínu :(

Síðustu vikur eru bara búnar að vera extra erfiðar, stelpan extra pirruð, kærastinn minn alltaf að vinna, og svo hlustar enginn á tuðið í mér. Mér finnst óþægilegt að fá fólk í heimsókn eða fara með stelpuna í heimsókn útaf því hvernig hún vælir og tuðar og verður pirruð. Fólk er ekkert að spara athugasemdirnar t.d. að stelpan sé bara svona frek og ég eigi bara að leyfa henni að grenja úr sér lungun og hundsa hana þegar hún byrjar og aðrir fara strax að segja að hún hljóti að vera ofvirk eða eitthvað að henni. Tengdó t.d. kemur með yfirlýsingar reglulega, þetta sé ekki eðlileg hegðun og hún sé of mikið á iði og svona. Vinkonur mínar koma bara með sögur af sínum börnum sem öll voru eins og englar og sváfu út í eitt og þurfti ekkert að hafa fyrir þeim. Ég sver það, ég held það stefni allt í að ég verði gráhærð löngu fyrir þrítugt.

Hún er ótrúlega kröftug, rúllar sér út um allt þegar hún er á gólfinu og það þýðir ekkert að hafa hana á teppi, hún endar bara undir stólum og bakvið húsgögn og svona. Hún er mikið pirruð því hún getur ekki eitthvað, getur ekki setið, teygt sig, gripið eitthvað sem er of langt í burtu. Í rúminu notar hún rimlana til að tosa sig áfram eða spyrna sér um í rúminu, finn hana í ýmsum stellingum þar og þori ekki að nota stuðkant því oft vaknar hún með andlitið klesst upp við rimlana.

FloppHopp | 26. mar. '12, kl: 12:59:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Oh elsku vina. En svakalegt að heyra. ÞÚ verður að slappa af. Prófaðu að gera allt í slow motion og þá meina ég allt. Þegar þú heldur á henni, andaðu hæææægt, labbaðu hæææægt, leggðu hana frá þér hææææægt. Allt hægt. Þegar þú klæðir hana, ferð út eða what ever, gera allt svakalega hægt, rólegt og yfirvegað. Hún er kannski stressuð! Hún gæti verið svöng. ertu farin að gefa henni mat? Myndi byrja á tsk af hyrsi eða hafragrautnum frá Holle. Henni gæti verið illt í maganum, með loft í þörmunum. Hún gæti líka verið þreytt, einfaldlega ekki að fá nægan svefn. 

gosdrykkur | 26. mar. '12, kl: 18:15:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, hún er farin að fá graut, en er reyndar lítið hrifin af honum. Er með einn frá Holle og annan frá cow and gate. Ég reyni að vera róleg og oftast tekst mér að vera róleg gegnum pirringinn hennar og þá er eina sem er í boði að ganga um gólf með hana og halda fast í hana meðan hún er öll á iði, þá er ég róleg og syng fyrir hana og svona, en í dag eins og stundum fékk ég bara nóg :( Það er oftast sama hvað maður gerir til að reyna að róa hana það bara gengur ekkert og ég er að verða ráðþrota. Held hún sé einmitt ekki að fá nægan svefn yfir daginn, ég veit bara ekki hvað ég get gert til að lengja svefninn hennar. Hún sefur vel á næturnar, alveg 5 tíma, vaknar svo til að drekka og sefur svo aftur í 3 tíma, en á daginn tekur hún bara 3-4 30 mín. lúra, og ég veit ekki hvernig ég get fengið hana til að sofa lengur :(

litillengill | 28. mar. '12, kl: 23:18:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

farðu með barnið til HNE læknis og láttu þrýstingsmæla eyrun - líka spurning um vélindabakflæði eða nýrnabakflæði það er mjög óþægilegt fyrir börn (stöðug brjóstsviðatilfinning/brunatilfinning)

LillyS | 31. mar. '12, kl: 16:42:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fullt af góðum ráðum sem þú ert búin að fá, vildi bara bæta við smá. Ertu viss um að þú sért búin að taka alla mjólk úr þínu fæði, mjólkur- og mysuduft er í svo mörgu. Einnig set ég spurningamerki við soyamjólk því að það er algengt að hafa ofnæmi fyrir soya. Geturðu aukið þína framleiðslu með td fenugreek töflum úr Heilsubúðinni til að geta sleppt ábótinni? Líka spurning með að gefa graut svona snemma þegar er möguleiki að hún sé viðkvæm í maga. Ég myndi s.s. sleppa allri kúamjólk, soyamjólk og eggjum í 3 vikur. Einnig prófa að tala við annan lækni varðandi hugsanlegt bakfæði.
ps. ég er svo sammála þér með hvað er þreytandi hvað maður fær lítinn skilning frá öðrum þegar maður er meðan svona erfitt kríli.

gosdrykkur | 1. apr. '12, kl: 20:44:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk :)
Já ég er með svaka lista yfir það sem ég má og má ekki borða varðandi mjólkina, fer eftir honum 100% :þ virkar vel að því leiti að ég grennist en virkar ekki svo vel ennþá á stelpuna. Já er að reyna að auka mína framleiðslu líka, en þá daga sem stelpan er extra pirruð er eins og ég verði bara tóm á kvöldin, eflaust útaf stressi í mér :( en ég er að sleppa soya núna þar sem ég sá engan mun á henni heldur, hún fær það sem ég pumpa í ábót og sma núna. Er einmitt að prófa grautinn og hún tekur honum vel, en er enn pirruð :(
Já, held ég tékki á öðrum lækni, finnst alveg óþolandi að þeir læknar sem ég hef farið til hafa flestir sagt bara að þetta lagist með tímanum, en ég er ekki alveg sátt við það svar :(

Lind A | 26. mar. '12, kl: 21:21:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Það fer fátt jafnmikið í skapið á mér eins og þegar fólk, sérstakega konur af eldri kynslóðinni sem að eigin mati eru prófessorar í börnum, talar um að svona ung börn séu frek. Í almáttugs bænum leiddu þetta hjá þér eða segðu viðkomandi að þetta lítil börn eru ekki frek, vita ekki hvað það er og kunna það ekki. Það er eitthvað að angra barnið.
Vona samt þín vegna að þetta fari að verða betra hjá ykkur, hræðilegt þegar maður getur ekkert gert fyrir þessi kríli. Skil þig vel að "öfunda" vinkonur þínar á að eiga börn sem þurfti ekkert að hafa fyrir (eða þær segja það allavega) en mín reynsla er að þegar öllu er á botninn hvolft þá er eitthvað hjá hinum mömmunum sem er betra hjá manni sjálfum - æ, kem þessu kannski ekki alveg rétt frá mér en vona að þú skiljir hvað ég meina.. Mín var svo sem ekkert óvær þannig séð, tók aðeins rispur þar sem hún átti í veseni með loft og þá þurfti að halda á, sussa, rugga, sofa með sitjandi osfrv. En eins og einhver bendir á þá er um að gera að vera bara alveg róleg og afslöppuð eins og þú hefur greinilega verið að gera - stress og önugleiki gerir bara illt verra :)

babymama | 27. mar. '12, kl: 11:49:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta hljómar bara ekkert illa, auðvitað verður maður þreyttur, það er bara eðlilegt.
Áttu ekki einhvern fjölskyldumeðlim eða vinkonu sem gæti passað í 2-3 tíma meðan þú færir út og gerðir eitthvað fyrir sjálfa þig?
Haltu bara áfram að fara með hana til læknis og ekki láta segja þér að ekkert sé að barninu ef þér fynnst eitthvað vera að, mömmu hjartað veit oft best.
Gangi þér annars bara vel, vildi að ég hefði einhver ráð :S

--------------------------------------------
Stolt mamma :D

xarax | 1. apr. '12, kl: 21:17:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Elsku kona, þú ert alls ekkert vond. Bara búin á því og það er ekkert skrýtið. Barnið gæti fundið það á sér og það gerir hlutina ekkert betri. Hefurðu möguleika á að fá pössun í nokkra tíma og vera ein í afslöppun á meðan?  Knús til þín!

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

gosdrykkur | 1. apr. '12, kl: 21:59:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk :)
Þegar kærastinn minn er að vinna á fullu kemur mamma stundum og hjálpar mér, en ég hef ekki náð að komast mikið ein út en það fer vonandi að batna.

huff | 26. mar. '12, kl: 13:28:21 | Svara | Er.is | 0

Er búið að mynda hana? Hún gæti verið með sýkingu í kinnholum ef hún hefur fengið kvef. Er búið að athuga með bakflæði? Ertu með fastan barnalækni? Ég myndi fá tíma hjá í Domus Medica og láta mynda hana, taka blóðprufu og bara allan pakkann. Eitthvað veldur því að henni líður illa. Svo hættir þetta kannski fyrirvaralaust, ég veit um kveisubörn sem grétu í 6 mánuði þannig að ég myndi ekki stytta orlofið strax, það væri leiðinlegt að eiga bara 2 góða mánuði ef þetta verður tilfellið með þína.

Gangi þér vel.

gosdrykkur | 26. mar. '12, kl: 18:56:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún hefur ekki fengið kvef og er ekki með fastan lækni. Fór með hana til kveisulækni sem sagði að þetta gæti verið kveisa og við erum búin að prófa 2 lyf, en honum fannst þetta ekki vera bakflæðislegt eða mjólkuróþolslegt, samt fór ég að prófa að taka mjólkurvörur úr mínu mataræði, bara ti að reyna allt, svo er plús að ég grennist af því :) en hún fór í dómus um daginn því mig grunaði eyrun á henni og þau fundu ekkert þar en sendu mig til eyrnalæknis til að athuga með vökva og sá fann heldur ekkert að.
Já ég fer kannski ekki að stytta orlofið alveg strax :) ég er alveg 100% á því að það hljóti eitthva ðað vera að henni, því mér finnst pirringurinn í henni vera þesslegur, en margir eru að segja við mig að þetta sé bara frekja :(
takk fyrir

JungleDrum | 26. mar. '12, kl: 20:39:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Veistu 4 mánaða kríli hefur ekki vit eða þroska til að vera frekt, svo ekki hafa áhyggjur af því. Þau geta verið skapmikil og þurft mikla athygli og vinnu, en frek eru þau ekki :)  Þau kunna ekki að tjá sig um hvað er að, eina sem þau geta er að gráta/sperrast/pirrast En ég er sammála þér, hljómar eins og eitthvað sé að angra hana, svipað og ég upplifði með minn (sem ég fann aldrei út hvað var). Ekki hlusta á þetta frekjutal. 

JungleDrum | 26. mar. '12, kl: 13:59:17 | Svara | Er.is | 3

Ég veit ekki hvað getur verið að henni, en vildi bara segja að þú ert ekki vond mamma að skrifa þetta. Bara þreytt með áhyggjur af barninu. Sonur minn  var ekki ósvipaður, og það eltist af honum, en hann hætti ekki að vera svona rosalega krefjandi fyrr en hann gat farið að ganga og tjá sig betur..  Reyndar, eitt merkilegt. Hann byrjaði hjá dagmömmu 8 mánaða, og þar var hann alltaf allt annað og þægilegra barn, sem mér fannst algjört svindl :P það fannst aldrei neitt að honum sem ungbarni - allt var skoðað. Það er svo erfitt að vera foreldri í þessari stöðu, tekur svo mikið á, vona að þú getir fengið stuðning einhverstaðar frá. Þú ert að standa þig vel, ert að reyna allt, ekki áfellast sjálfa þig fyrir að þrá smá pásu.

gosdrykkur | 26. mar. '12, kl: 19:16:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir :)
Já ég hef góða að sem hjálpa þegar þau geta, en það er svo erfitt að fá að heyra stanslaust t.d. frá tengdó og vinkonum sem eiga börn að þetta sé ekki eðlilegt og svo fussa þau yfir þessu og signa sig liggur við þegar stellpan er pirruð og vælir og ég reyni bara að sleppa því að leita til þeirra :(
Systir mín er með einn lítinn strák, og hún og mamma eru þær einu sem eru rólegar yfir því hvernig stelpan er, þær bara komast ekki svo oft í heimsókn en ég reyni að fara til þeirra líka.

Dís1 | 26. mar. '12, kl: 14:09:31 | Svara | Er.is | 0

Ég veit ekki hvort það sé huggun. Lýsingin minnir mikið á mitt barn, svaf illa og undi sér ekkert og þurfti að hafa mikið fjör og action í kringum sig til að vera sáttur. Ég prófaði allt! Svo með tímanum bara lagaðist þetta! Er eins og hálfs í dag og það þarf voða lítið að hafa fyrir honum, dundar sér sjálfur og sefur betur (reyndar mætti hann sofa betur). Mundu bara að þetta verður ekki alltaf svona :)

tiril | 26. mar. '12, kl: 17:43:44 | Svara | Er.is | 0

ég skil þig mjög vel, en það sem mér var að detta í hug er hvort það sé möguleiki á að það sé eitthvað í stoðkerfinu hjá henni? minn tók svona tímabil og þá fundu læknarnir út að hann var með klemmu neðarlega í bakinu, og hann varð allt annað barn eftir að það var lagað. hann lá nefnilega alltaf á sömu hliðinni því hann fæddist með aðra öxlina úr lið, og klemman kom víst út af því.

en svo er líka spurning hvort hún finni pirringinn og stressið hjá ykkur, það er nefnilega ótrúlegt hvað þessi litlu kríli eru næm

rh123 | 26. mar. '12, kl: 22:16:25 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi prófa að tala við barnalækni til að útiloka e-h líkamlegt. T.d. Guðmund Ásgeirsson í Læknastöðinni, mér finnst hann hlusta og vera tilbúinn til að komast til botns í hlutunum þó að dæmið virðist flókið

Rjómaostur | 26. mar. '12, kl: 22:47:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dóttir mín var svona pirruð alltaf, vælin og leið greinilega mjög illa. Mér var ráðlagt að prufa að gefa henni Gaviscon í 2 vikur, það virkaði ekki nægilega vel þannig hún var sett á Losec magasýrutöflur og var á þeim frá því hún var tæplega 4 mánaða og hún hætti svo á þeim 8 mánaða. Hún var með mikið bakflæði og leið svo illa út af því. Ældi rosalega mikið og svaf lítið sem ekkert á daginn.

Ég skil þig mjög vel að líða svona. Þetta tekur rosalega á mann andlega. Núna loksins er dóttir mín orðin góð og brosir allan daginn og líður vel. Er rúmlega 9 mánaða.

Þetta tekur enda en ég myndi panta tíma hjá barnalækni og láta skoða hana almennilega og prófa bakflæðislyf.
Ég er með dóttur mína hjá Gesti Pálssyni barnalækni í Álftamýrinni og hann er alveg frábær og hefur hjálpað okkur mikið!!! Mæli hiklaust með honum!

Gangi þér rosalega vel og risa knús til þín....mundu bara að það er ljós þarna á endanum...þó það virðist vera langt í það :)

kærastan mín | 26. mar. '12, kl: 22:54:53 | Svara | Er.is | 0

minnir svolítið á barnið mitt :) hún er rosalega ákveðin og hefur verið frá fæðingu og átt erfitt með skap.... en hún var líka mjög óörugg og þurfti mikið að vera í fangi og unni sér ekki sjálf... hefur þú prófað höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun eða bowen?
hvernig var fæðingin? 
hjá barninu mínu var fæðingin erfið fyrir hana og líka eftir fæðinguna, hún var með mjög mikla vöðvaspennu og já, ansi óörugg... höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun hjálpaði henni heilmikið og að vera í burðarsjali hjá mér
vonandi finnur þú lausn á þessu, gangi þér vel :)

bleikibjorn | 26. mar. '12, kl: 23:20:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá þegar ég les þetta hjá þér fæ ég sko bara flash back. Strákurinn minn var svona alltaf órolegur reyndar gubbaði hann rosalega mikið svo var hann að taka svona rosalega stutta lúra yfir daginn.Ég fór með hann til Sólveig Hafsteinsdóttir barnalæknis á domusmedica og hún lét skoða magaopið hjá honum en það kom ekkert útúr því svo hún vildi gefa honum gaviscone ég gaf honum það í mánuð en hann róaðist ekkert og svefninn lagaðist ekkert. Svo hún setti hann á losec mups og hann varð allt annar. Reyndar var ég farin að gefa honum nestle graut líka þá var hann 3.mán. Mæli með að þú prófir að fara með stelpuna þína til barnalæknis og þú segist ekki fara út fyrr en þau skoða hana vel og finna hvað það er sem er að angra hana. Veit alveg hvað þú ert að ganga í gegnum ég grét stundum með stáknum mínum var orðin svo þreytt og karlinn lítið heima svo á ég annað barn sem ég gat ekkert sinnt á meðan þessu stóð.

Sendi þér risa stórt knús og vonandi finnst hvað það er sem er að angra litlu skottuna :)

targus | 26. mar. '12, kl: 23:27:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

finndu þér góðann barnalækni, og haltu þig við hann, það getur verið svo erfitt að hitta aldrei á sama lækninn. það þarf ekki að vera neitt löng bið til þeirra. Guðmundur Ásgeirsson í glæsibæ er góður t.d allavega sá eini sem ég þekki og er búin að vera með mín í að verða 20 ár hjá honum. Besta ráðið sem ég get gefið þér og risaknús í gegnum þetta allt...úff þetta reynir a allar taugar þegar maður getur ekkert gert sem róar barnið:(

juwel | 27. mar. '12, kl: 00:21:29 | Svara | Er.is | 3

Þetta minnir mig á minn strák. Frá fæðingu var hann algjör vælari og virtist aldrei líða vel. Hjúkkurnar og ljósurnar tóku það ekki alvarlega. Ég hætti m.a. að borða mjólkurvörur HELD það hafi hjálpað. Svo fórum við 3 x í höfurbeina og spjaldhryggjameðferð.

Svefninn er of stuttur hjá þinni og örugglega að láta henni líða illa. Þegar minn svaf bara í 15-20 eða 30 mín í einu þá var hann alveg vitlaus. Ungbarnahjúkkan sem var að sérhæfa sig í óværum börnum sagði við mig að þegar börnin sofa þá vinna þau úr upplýsingunum og áreitiu sem þau verða fyrir um daginn. Ef þau sofa ekki nóg þá geta þau ekki unnið úr áreitinu og heilinn fer bara í overdrive. Þá verða þau ómöguleg allan daginn.

Ég fékk svefnrágjöf með minn, skráði fyrst niður hverja klukkustund fyrir sig á blað, allan sólarhringinn, hvenær hann drakk, svaf, var óvær, rumskaði eða var vakandi. Svo kom konan og við skoðuðum þetta saman og fórum að sjá út mustur og hún gaf mér allskyns góð ráð og hann fór að sofa lengur. Sefur núna 45 mín oft en stundum upp í 3klst. og þegar hann fór að sofa betur á daginn þá fór hann að vera rólegur, hætta að væla endalaust, brosti meira og gat dundað sér á leikteppi eða setið í ömmustól í smá stund! Núna getur hann meira að segja verið frekar lengi á leikteppi.

Hefurðu prófað að fá svefnráðgjöf eða ráðgjöf frá einhverjum sem sérhæfir sig í óværum börnum?

Vil bæta við að þessi kona fræddi mig líka meira um svefninn, t.d. að svefnhringur hjá svona börnum er c.a. 45 mín, til að sofa lengur samfellt þá þurfa þau að "sofna aftur" að þessum tíma liðnum. Þín sefur í 5klst á nóttunni (minn svaf max 3klst í senn) og það sýnir bara að hún GETUR sofið meira en einn svefnhring.....sem er mjög gott!
Þá þarf bara að finna út leið til að hjálpa henni að sofa þannig á daginn.

Það getur auðvitað verið eitthvað líkamlegt að en ég held að amk helmingurinn af þessum pirring sé af svefnleysinu.
og já minn strákur er 4 mánaða og búinn að fara til barnalæknis sem fann ekkert að honum.

p.s. hefurðu prófað að fara með hana út að labba á malarveg? Minn sofnar best þannig, ekki við að keyra um á gangstétt.
p.s.2 Kannski þarftu að prófa nutramigen mjólkina, hef heyrt að mörg börn sem hafi mjólkuróþol fái líka soya óþol, og þá er nutramigen eini valkosturinn sem eftir er :P

KarenLK | 27. mar. '12, kl: 10:18:20 | Svara | Er.is | 0

Getur þetta verið tanntaka? Ef ekki, þú segir einhversstaðar að það hafi stundum virkað að halda fast utan um hana. Hefurðu prufað að vefja hana? Það virkar stundum á óróleg börn. Kannski ekki í fyrstu en þegar þau venjast því.

Og, 4 mánaða börn eru ekki frek :-) Það er oft erfitt fyrstu 4-5 mánuðina því það er svo margt sem er að gerast hjá þeim. Sum börn sofa út í eitt, önnur ekki. Ég man þegar mín fór í gegn um svona horror tímabil, gott ef ekki á sama aldri, og kellingar að segja að ég ætti að láta hana grenja sig í svefn eða gera svona og svona þá svaraði ég oft: Í alvöru? Myndirðu í alvöru gera svoleiðis, jeminn. Svona smá hneygsluð. Þær hættu að tuða. Og ég fékk pínu útrás að láta vita að mér þætti þetta ömurleg hugmynd :-) En það sem virkaði á mína var þessi vafningur. Þú getur skoðað á youtube myndbönd um þetta.

http://www.youtube.com/watch?v=skvi9dUjShY&feature=pyv&ad=3435003801&kw=how%20to%20calm%20a%20crying%20baby

Það þarf ekki að vera svona flókið. Teppi virkaði á mína. Gangi þér vel.

Hoffen | 1. apr. '12, kl: 21:48:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá virkar ekkert smá vel á þetta barn. Virkaði ekki svona vel á minn á sínum tíma :(

terabyte | 27. mar. '12, kl: 14:00:07 | Svara | Er.is | 0

Minn stubbur er að verða 4 mánaða og hefur verið frekar pirraður frá fæðingu. Fyrst með kveisu, svo fór hann að láta illa á pelanum við að drekka ogþað kom í ljós að hann er með vökva í eyrunum. Ég kalla hann Herra Pirripú Grátrass :þ
hann sefur mjög lítið og stutt á daginn og ég þarf sífellt að prófa eitthvað nýtt fyrir hann því það sem virkar í dag það virkar sko ekki á morgun. En það sem hefur virkað best fyrir hann er að vera með white noise í bakgrunni, er t.d. með þetta i gangi núna og hann er búinn að sofa í 40 mín sem er met hjá honum :)  eini ókosturinn við þetta er að ég verð syfjuð við að hlusta á þetta.

http://www.youtube.com/watch?v=u-bWGc_AwaQ

kofinn | 27. mar. '12, kl: 18:09:10 | Svara | Er.is | 0

Minn var á svipuðum aldri þegar ég fór með hann í ofmæmispróf eftir að hafa frekar erfiða fyrstu mánuðina og hann greindist með eggjaofnæmi. Lítill sem enginn svefn grenjaði eins og ljón. Hann var að vísu líka settur á zantac við bakflæði hjá öðrum barnalækni sem við fórum til áður. Það að taka eggin út og fá lyfið var mikil breyting. Hann fór að taka lengri lúra yfir daginn og öll starfsemi hjá honum gekk mun betur. Svo um fimm mánaða fór hann að fá þunna grauta að borða.

Rós 56 | 27. mar. '12, kl: 18:33:16 | Svara | Er.is | 2

Ég hef engin önnur svör en að þú ættir að íhuga að fá þér eyrnatappa til að verja heyrnina, því að grátur barna getur verið bísna hávær, sérstaklega þegar þú ert með barnið í fanginu. þú heyrir alveg í barninu, en ekki svona skerandi hátt. Hávaðinn í barninu veldur þér mikilli streytu og því gott að dempa hann aðeins. Ég finn til með ykkur að þurfa að upplifa svona vandamál, gangi ykkur vel.

Alea | 27. mar. '12, kl: 19:22:17 | Svara | Er.is | 0

Mikið finn ég til með þér að lesa þetta, hlýtur að vera rosalega erfitt.
Mér finnst ekki eðlilegt að barn gráti svona mikið og sé með svona vanlíðan, eitthvað er að bögga hana..
Mæli eindregið með að þú fáir tíma hjá barnalækni sem þú treystir og fylgir þessu eftir.
Sigurður Björnsson í Domus Medica er æðislegur, mjög manneskjulegur og fylgir málunum eftir.
Gangi þér rosalega vel og vonandi fer hún að skána.

mös | 27. mar. '12, kl: 20:28:59 | Svara | Er.is | 0

Mæli með Sigurði barnalækni á Domus Medica... endilega spjallaðu við hann! Hann er dásemdin ein og hættir ekki fyrr en hann finnur hvað er að barninu.

En allt sem þú hefur skrifað hljómar eins og mín litla dama var áður en hún fékk lyf við bakflæði. Endilega ræddu þetta við Sigurð. Það bara hlýtur eitthvað að vera að plaga litla skinnið!

Ég er búin að reyna ýmislegt með mína dömu. Slæmt bakflæði, 12 vikur af hræðilegu kveisutímabili og svo aðrir þrír mánuðir af eyrnabólgum sem leiddu til röraísetningu þegar hún var 7 mánaða. Ég hélt ég væri að tapa geðheilsunni á tímabili! En við tók dásamlegt tímabil eftir rörin...

Knús á þig í fimmtugasta veldi. Ég er með fullan skilning hérna megin!

heidiis | 28. mar. '12, kl: 20:49:41 | Svara | Er.is | 0

Mundi profa að fara til kírópraktor með barninu. Kannski er eitthvað fast hja henni.

Mundi lesa um "highly sensitive people" og "high need" börn. Kannski á það við við barninu þínu. Maður finnur sérstaklega fyrir því ef það er eitthvað að angra barninu.

Það er mjög algengt að sum börn "vakni" eftir 20-30 min. Það er á sú tíma sem að þau fara frá dreymasvefn yfir í dýpri svefn. Getur profað að vera tilbúin að rugga vakninum ef hún sefur í barnavagn.

Þekki vel hversu erfitt það getur verið að vera með barn sem bara grætur og grætur og er pirrað. Endilega hlustaðu á sjálfan þér og ekki aðrir. Svona lítil börn eru ekki frek, en þau þurfa hlyju og einhvern sem reynir að hugga þeim. Þú ert að gera rétt.

Sólber | 28. mar. '12, kl: 23:12:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert ekki vond mamma :) Og börn eru ekki orðin frek 4 mánaða myndi tala við læknir láta vita hvernig staðan er. Getur verið að hún þurfi að borða smá og kannski erm Holle grauturinn ekki réttur fyrir hana?
Ertu að gefa henni D vítamín dropana?
Mín þoldi þá ekki

Á sætustu stelpuna ;)

Pardus | 30. mar. '12, kl: 01:05:38 | Svara | Er.is | 1

Sé að þú ert búin að fá mikið af góðum ráðleggingum... hef svosem ekkert við það að bæta.
En vildi bara sýna þér þetta... getur vel verið að þetta hjálpi þér ekki neitt. En sakar ekki að horfa á!

http://www.youtube.com/watch?NR=1&feature=endscreen&v=nv3-74EFtWQ

ossom | 30. mar. '12, kl: 01:19:56 | Svara | Er.is | 0

En erfitt! Ég hef því miður engin ráð varðandi stelpuna sem eru betri en þau sem hafa komið hér á undan.

En endilega passaðu upp á þig líka!
Skrepptu frá (í t.d. heimsókn til góðrar vinkonu eða bara hvað sem er) reglulega, helst daglega, þar sem þú getur slakað á og leyfðu kærastanum þínum að sjá um hana á meðan. Það er alveg jafn mikilvægt að þú hvílist og barnið.

Þú þarft tíma út af fyrir þig líka og alls ekki fá samviskubit yfir því að skreppa frá í 1-2 tíma.

Ég vona að þetta gangi yfir sem fyrst og að þið mæðgur hafið það gott :)

ossom | 30. mar. '12, kl: 01:21:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og þegar ég segi kærasti þá meina ég barnsfaðir ;)

mommumusin | 31. mar. '12, kl: 04:03:03 | Svara | Er.is | 0

Langaði bara að segja að ég skil þig geðveikt vel. Mín stelpa svaf aldrei meira en 20 mín í daglúrum (ég á svefnskráningar hjá mér) þegar hún var á þessum aldri og svaf mjööööög laust. Hún var mjög pirruð og ég var orðin mjög stressuð móðir. Öfundaði mæður sem gátu farið með barnið sitt t.d. í göngutúr í barnavagni (mín var mjög ósátt við það) eða í bílferð (mín var mjög ósátt við það) eða látið hana sofa einhvers staðar annars staðar en heima hjá sér (mjög bindandi). Hjá okkur byrjaði þetta mjög fljótlega eftir að ungbarnakveisan hætti um 3,5 mánaða og var erfitt í nokkra mán, fór svo batnandi og varð alveg eins og ljós um 9 mán. Svaf þá í 2-3 tíma á daginn!!! Í dag er hún 3 ára og mesta draumabarn sem hægt er að hugsa sér. Gjörsamlega yndisleg. En ég man að ég átti mjög erfitt á þessum tíma og fæ stundum sting ef ég horfi á myndir af mér frá þessum tíma. Þetta tók mjög á mig því ég var að reyna að vanda mig svo mikið og gaf mig alla í þetta en fannst mér ekki takast. Hvernig gæti ég einhvern tímann verið með fleiri en 1 barn ef ég réði ekki við 1 hugsaði ég. Hef engin góð ráð en ég get lofað þér að þetta líður hjá og það koma yndislegir tímar. Þú munt verða þakklátari en allar aðrar mæður þegar þar að kemur.

sbb8 | 1. apr. '12, kl: 21:42:12 | Svara | Er.is | 1

Sæl
Langaði bara að segja þér að strákurinn minn sem er eins árs núna var alveg eins. Matarræðið tekið út hjá mér, kveisulyf og bakflæðislyf prufuð, burðarsjöl, vildi alls EKKI vagn, vöggu og bíl og gat ALDREI lagt hann frá mér. Mér fannst ég ömurleg móður og grét yfir því hvað barninu mínu leið illa á hverjum degi og grét líka yfir því hversu illa hann svaf, en hann svaf aldrei lengur en 20-40 min í einu allan sólarhringinn!! Ég hélt að ég yrði ekki eldri, mér leið illa og var dofin en samt sem áður stressuð og tens yfir öllu því ég var viss um að hann vaknaði við saumnál detta sem og hann gerði á þessu tímabili. Svo var ég viss um að hann þroskaðist ekki rétt vegna vanlíðunar og svefnleysi og bara öllu sem mér datt í hug. Ég sé það núna eftir á að það sem angraði litla kallinn minn að mestu, þó það sé ekki vitað að öllu leyti, er að ég var óörugg, stressuð, pirruð og óhamingjusöm. Hann sogaði allt það slæma í sig og leið illa. Um leið og ég ákvað að sætta mig við þessa stöðu sem við vorum í, fór hann að róast smátt og smátt. Mér fannst ömurlegt að heyra allar sögurnar um það hvernig öðrum konum gekk vel með sín börn og var öfundsjúk. Gat ekkert farið með minn því hann bara grét og svaf ekki og ómögulegt að ná honum niður í ró oftast nær. Þannig að ég bara hélt á honum allan daginn og svaf með hann upp í hjá mér, hafði hans eins nálægt mér eins og hægt væri í hvert sinn og fór ekkert með hann til að setja ekki daginn í rúst. Byrjaði að hafa reyna að hafa reglu eins og hægt var og þá byrjaði hann að róast. Er ekki að segja að þetta sé að angra þína dömu en hljómar svipað. Það veit engin hvernig barn hann fær og þó svo að barnið sé ekki eftir norminu ekki láta það trufla þig og ef þú mögulega getur reyndu þá bara að vera heima í "ró" og labba um með dömuna og halda á henni. Þessi tími var mesta helvíti á jörðu, að labba um gólf allan daginn sofa ekkert í marga mánuði, fara ekki út úr húsi, hitta engan til að trufla ekki þennan litla svefnfrið sem hægt var að fá. En ég sé engan veginn eftir honum núna og þakka fyrir barnið mitt á hverjum degi.

gosdrykkur | 1. apr. '12, kl: 21:54:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff :s mín sefur þó aðeins lengur á næturnar, þakka guði fyrir það !! en dagarnir eru enn erfiðir. Ég finn einmitt að þegar hún er sem verst af pirring þá verð ég stressaðari og það hjálpar auðvitað engan vegin til :( koma svona tímabil þar sem kærastinn býr nánast í vinnunni, allir uppteknir og ég ein með stelpuna sem er svona pirruð allan daginn út og inn og ég græt mjög oft með henni því mér líður svo illa og vorkenni henni svo að vera svona pirruð. Ég fer einmitt helst aldrei út með hana, hef reynt nokkrumsinnum og gefst bara upp á því. Hún vill ekki vera í burðarpoka eða sjali, vill alls ekki sitja í bílstólnum sínum eða vagninum og það er alveg undantekning þessa dagana ef hún sofnar í bílstólnum, gerist mjög sjaldan og hún grætur bara af pirring þegar við erum í bílnum með hana. Til þess að hún sé róleg með mér í búð þarf ég að halda á henni svo hún sé helst í augnhæð við alla aðra, hún má ekki missa af neinu. Get ekki beðið eftir að hún geti setið sjálf svo ég geti skellt henni í barnasæti í búðarkerrunum, ef hún getur verið kyrr þar þ.e.a.s.
Ég er oft mjög öfundsjúk út í vinkonur mínar og systur mína sem allar eiga rólegustu börn í heimi :( systir mín sagði við mig um daginn að góður dagur hjá mér með stelpuna er eins og verstu dagarnir hjá henni og stráknum hennar sem er annars eins og engill. var ekki voða glöð að heyra það :( elska samt stelpuna mína út af lífinu og myndi ekki skipta á henni fyrir neitt annað barn :) er að vona að hún verði rólegri með aldrinum, það er eins og hún sé svo rosalega óþolinmóð að geta ekki setið, gengið, haldið á öllu og prófað allt.

þjálfi | 2. apr. '12, kl: 16:37:06 | Svara | Er.is | 0

Sæl, ég las nú ekki alla póstana hérna, en strákurinn minn er rúmlega 3 mánaða og fékk magakveisur, mér var bent á ýmislegt en ekkert virkaði nema þegar ég fékk jurtaseyði-ungbarnaseyði hjá Ástu grasalækni. Til að taka af allan vafa þá var mér bent á þetta af ljósmóður. Þetta VÆGAST sagt snarvirkaði og hann hefur ekki fengið kveisu síðan !! Þetta er vel þess virði fyrir þig að prófa ;)

Gangi þér vel !!

Þú googlar bara Ásta grasalæknir ;)

pabbastrakur98 | 8. apr. '12, kl: 02:34:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mæli með Jóni R Kristinssyni barnalækni. Hann bjargaði geðheilsu okkar hjóna. Algjört gull og yndislegur í alla staði. Ég má alltaf hringja í hann, senda email eða koma bara til hans. Er með eina rúmlega 2 mánaða sem er magakveisupía. Hún grét meira og minna allar nætur og daga frá fæðingu. Svo þegar hún var rétt að verða 4 vikna kom einn dagur þar sem hún grét í 14 tíma (með smá hléum - ekki löngum) og það virkaði EKKERT sem eg prófaði. Prófaði að halda á henni í ýmsum stellingum, ganga með hana, syngja, rugga, hossa, láta hana hvíla á bringunni svo hún heyrði hjartsláttinn, var með minifom dropana, búin að prófa Bowen tækni, hómópatalyf, barnatea..........og var komin með ógeð á að heyra að þetta gengi yfir á svona 2-3 mánuðum. Shit hvað ég var buin að gráta mikið og oft á dag. Pantaði tíma hjá Jóni þvi ég hafði heyrt vel af honum látið. Við fórum með dömuna til hans og lýstum því fyrir honum hvernig ´hún væri. Hann sagði að þetta væri ungbarnakveisa og að hann vildi setja hana á lyf. Spurði okkur svo: En þið? Sofið þið eitthvað? Við neituðum þvi og þá sagði hann að það væri ekki nógu gott. Það væri ekki hægt að bjóða foreldrum upp á það að hlusta á litla barnið sitt gráta svona og horfa á það líða svona illa og allra síst væri hægt að bjóða barninu upp á það að líða svona. Og svo væri heldur ekki hægt að barnið og foreldrarnir væri svefnvana. Ég varð svo glöð að ég fór að gráta og hefði getað kysst kallinn. Svo við fengum lyf og siðan þá hefur litla skottið mitt sofnað milli 23 og 01 á kvöldin og sefur til svona 8 - 9 á morgnana og stundum lengur. Fær einstaka sinnum pílur í magann en ekkert í líkingu við það sem var áður en hún fékk lyfið. Herptist öll saman, rak upp sársaukavein þegar hún prumpaði eða ropaði, og grét svo sárt. Bara eðlileg skot sem koma núna. VIð erum nýbúin að minnka skammtana af lyfinu í samráði við Jón. Byrjuðum á 1 og 1/2 - 2 ml 3 - 4 sinnum á dag en erum komin í 1 ml á morgnana, 1/2 ml um miðjan dag og 1 ml fyrir nóttina. Eigum að koma með hana aftur þegar hún er 3 mánaða og þá ákveðum við framhaldið. Þannig að ég mæli með þessum barnalækni.

hylling | 10. apr. '12, kl: 11:10:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar er hægt að fá þetta seyði? Heim til hennar?

þjálfi | 11. apr. '12, kl: 08:38:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sért þú á höfuðborgarsvæðinu er hægt að nálgast það til hennar, annars sendir hún út á land ;)

ragazza | 10. apr. '12, kl: 15:20:52 | Svara | Er.is | 0

Formjólkurkveisa ??

http://www.google.co.uk/search?hl=en&q=formj%C3%B3lkurkveisa&meta=

0654 | 11. apr. '12, kl: 09:33:53 | Svara | Er.is | 0

Þegar mín var lítil grét hún í 9 mánuði, þangað til ég fór með hana í húðpróf hjá ofnæmislækni (var búin að fara með hana í blóðprufu sem kom neikvæð) þá var hún með mjólkurofnæmi, ég þurfti að taka allt sem heitir mjólkur einhvað, mjólkursykur, undanrennuduft, gjörsamlega allt. Ég fékk í staðinn annað barn í hendurnar og í dag er hún laus við ofnæmið :)

amhj123 | 26. jan. '24, kl: 17:43:45 | Svara | Er.is | 0

Hvernig gekk svo að róa barnið?

tlaicegutti | 26. jan. '24, kl: 18:31:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

12 ára seinna humm

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Stofna rokkhljómsveit Lepre 13.2.2024 21.2.2024 | 03:26
Stuðlun og hljóðangreining austurland1 20.2.2024 21.2.2024 | 03:05
Dagvaktin og fangavaktin mikaelvidar 30.4.2023 20.2.2024 | 22:11
Kristrún Frostadóttir segir hælisleitendakerfi okkar og opin landamæri gangi ekki upp. jaðraka 18.2.2024 20.2.2024 | 16:57
Gefa sæði Danni95 18.2.2024 20.2.2024 | 14:15
Skattframtal DB.art 19.2.2024 20.2.2024 | 11:34
BERK þvottavél Flower 19.2.2024
Samfylkingin að bjóða Sjalfstæðisflokki uppí dans. jaðraka 19.2.2024 19.2.2024 | 14:51
Millinafn sem passar fyrir nafnið Gígja 200-kopavogur 18.1.2024 19.2.2024 | 13:40
Samfylkingin farin að sjá til Sólar ? jaðraka 15.2.2024 18.2.2024 | 18:27
Sniðganga vïfilfell panam 10.3.2011 18.2.2024 | 14:41
Does Bland Charge a fee to sell a car? natto3000 16.2.2024 17.2.2024 | 12:39
ókurteisi hjá afgreiðslufólki... rosa87 22.8.2008 15.2.2024 | 22:51
húfarew Thecandyman 15.2.2024
September bumbur og Október bumbur 2023 OlettStelpa11111 24.1.2023 15.2.2024 | 16:41
Leiga b82 13.2.2024 15.2.2024 | 14:09
Sala á bíl - skattur tur79 1.11.2014 15.2.2024 | 00:12
Finnska....Og Ruv.. kmarus21 13.2.2024
Getur einhver lagað parketið mitt TheMindPrisoner 13.2.2024
Bland.is - HAFIÐ SAMBAND! gullisnorra 26.11.2022 13.2.2024 | 00:40
Hverju er verið að mótmæla í Gaza og á Austurvelli ? jaðraka 4.2.2024 12.2.2024 | 14:09
Echo flower shawl lillakitty 27.9.2010 12.2.2024 | 11:37
Valentinusar kort - hjálp ekkibenda 12.2.2024 12.2.2024 | 10:42
Gallsteinar Belgingurinn 1.2.2024 12.2.2024 | 07:57
flytja ísskáp emina 15.9.2009 11.2.2024 | 22:46
Íslendingar virðast ekki skilja hvað er að spara og fresta kaupum á óþarfa. jaðraka 14.9.2023 11.2.2024 | 13:59
Sölutorg Bland.is Björn 7913 9.8.2023 11.2.2024 | 11:07
Barnaefni 1985-1990ish Pro kemon55 8.2.2024 10.2.2024 | 20:42
Innviðir - Innviða ráðherra hvað gerir hann fyrir okkur ? jaðraka 10.2.2024 10.2.2024 | 19:31
Adolf Hitler wannabe Hauksen 7.2.2024 9.2.2024 | 15:30
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni - ? jaðraka 8.2.2024 8.2.2024 | 17:13
Síða 3 af 48056 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, Hr Tölva, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123, Bland.is, paulobrien