Einelti verra en heimilisofbeldi?

Ranímosk | 29. apr. '15, kl: 02:58:27 | 580 | Svara | Er.is | 0

Samkvæmt rannsókn sem ég var að lesa er meiri hætta á að börn sem verða fyrir einelti muni eiga við erfiðleika svo sem ofsakvíða að stríða á fullorðinsárum en börn sem verða fyrir ofbeldi heima hjá sér. Þar er átt við allt heimilisofbeldi þar með tailð barsmíðar og misnotkun

Þetta er eina skýringin sem mér dettur í hug varðandi þessa niðurstöðu:

Barn sem er beitt ofbeldi heima lærir oft seinna meir að ofbeldið stafaði ekki af því að það var sjálft svo ómögulegt og ekki af því að mamma eða pabbi elskuðu það ekki, heldur af því að fullorðna fólkið var veikt á einhvern hátt.

Barn sem lendir í einelti af jafnöldrum sínum, er hafnað af hópnum en á sama tíma sannfært af foreldrum um að það sé frábært og vel gert í alla staði.
Engin ástæða finnst oftast fyrir eineltinu. Sem er ekki gott að vinna úr.

Svo eru það þau sem hvergi er minnst á í rannsókninni. Þau sem búa við einelti utan heimilis og ofbeldi innan þess.

Mér þætti vænt um að heyra álit ykkar á þessu.

Hér er krækjan. http://www.theguardian.com/society/2015/apr/28/bullied-children-have-greater-mental-health-risks-maltreated-by-adults?CMP=fb_gu

 

randomnafn | 29. apr. '15, kl: 03:23:50 | Svara | Er.is | 1

Þetta virðist ágætlega unnin rannsókn.
Og ég get verið sammála kenningunni þinni sem virðist í stuttu máli vera: því stærri sem hópurinn er því erfiðara er að meta sem svo að viðkomandi aðilar séu bara veikir (Sem dæmi: pabbi þinn lemur þig vs. 8 bekkjarbræður þínir niðurlægja þig dag eftir dag).

En það var ekki tilgreint svo ég tók eftir t.d. sá þáttur að heimilisofbeldi er ekki það sama og heimilisofbeldi og einelti er ekki það sama og einelti.
Það var tekið dæmi jú að heimilisfobeldi væri högg ofl sem var samt óljós skýring á hugtakanotkuninni.

En það hlýtur að breyta niðurstöðunni hversu brútal ofbeldis er (heimilisofbeldið eða eineltið).
T'íðni verknaða, hversu alvarlegt er brotið (kinnhestur v.s. sparka í e-n liggjandi).
Og eins og þú segjir þeir sem glíma við bæði.


Til að ekkert sé misskilið þá er allt ofbeldi alvarlegt innan eða utan veggja heimilis en þau geta verið að mismunandi stærðargráðu þeas. mismunandi alvarleg.
Stuðningur vina og fjölskyldumeðlima spilar einnig væntanlega inn í.

- Það eru þarna þættir sem gætu verið nákvæmari en þarna eru samt einhverskonar vísbendingar um að einelti geti í mörgum tilfellum haft verri áhrif á framtíðarhorfur andlegs líðans einstaklings en heimilisofbeldi.
En þyrfti fleiri og jafnvel nákvæmlari rannsóknir til að fá þetta concrete :)

Ranímosk | 1. maí '15, kl: 00:51:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála þér, þetta mætti vera nákvæmara. Það vantar t.d alveg að börn sem eiga við ofbeldi eða aðra erfiðleika að stríða heima við eru líkleg til að verða fyrir einelti.
En það þarf kannski aðra rannsókn fyrir það og kannski búið að gera hana?
Allavega væri gott að keyra svona rannsóknir saman svo eitthvað vitrænt komi út úr því.

Lakkrisbiti | 29. apr. '15, kl: 08:52:07 | Svara | Er.is | 1

Ég er ein af þeim sem ekki er minnst á, varð bæði fyrir einelti og ofbeldi heima. 
Hef svolítið verið að íhuga það undanfarið hvernig manneskja ég væri ef ég hefði ekki lent í þessu. Í dag er ég virkilega óörugg, hef litla trú á sjálfri mér og finnst ég alltaf vera minni manneskja en aðrir í kringum mig. Og já ég held að það sé rétt það sem kemur úr þessari rannsókn ég held að eineltið hafi mikið meiri áhrif á mig heldur en ofbeldið. 

---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

Ranímosk | 30. apr. '15, kl: 23:04:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Leitt að heyra. En eins og ég sagði þá finnst mér ekki gert ráð fyrir þessum möguleika í könnuninni en kannski er ég að misskilja eitthvað.

Mér finnst líka eins og niðurstaðan veki undrun rannsakenda sem ég er undrandi á
.
Við systkinin urðum fyrir ofbeldi af hendi föður okkar, mismikið þó eftir aldri okkar, þau yngstu sluppu að mestu.
Ekkert okkar varð fyrir einelti í skóla, ekki veit ég af hverju. Ég hef fulla trú á að það geti verið fylgni þarna á milli þ.e. ef barni líður illa heima þá getur það sýnt "öðruvísi" hegðun í skólanum sem getur kallað á stríðni og eitthvað verra.
Við systkinin vorum heppin að eiga góða mömmu sem reyndi að verja okkur þó hún væri lamin sjálf.

Ég hef alltaf reynt að líta á þetta sem þroskandi reynslu. Þetta er búið og gert og hræðilegt að láta illa gert eða veikt fólk eyðileggja restina af lífi mínu. Auðvitað setur þetta samt ómeðvitað eitthvað mark á mann og ég hef gert vitleysur í lífinu en það gera nú allir einhverntímann.

Hefurðu fengið aðstoð varðandi sjálfstraustið? Mér var einu sinni sagt að reyna að endurupplifa leiðinlegu atburðina með augum þeirrar manneskju sem ég er í dag, augum fullorðinnar manneskju. Þegar ég gerði það þá sá ég pabba fyrir mér sem ungan mann sem höndlaði ekki að verða fjölskyldufaðir ungur og var að auki alki. Honum þótti vænt um mig og okkur öll þrátt fyrir allt.

Gangi þér vel.

Lakkrisbiti | 30. apr. '15, kl: 23:17:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fékk smá aðstoð með þetta fyrir þrem árum síðan þá fékk ég sálfræðitíma sem partur af endurhæfingu þegar ég var  í virk. Hluti af því var ham námskeið og svo hef ég reynt að vinna með þetta sjálf. Á fleiri góða daga en slæma en á ennþá slæm tímabil og ég er á einu þannig akkurat núna. 


Þegar eineltið byrjaði var ofbeldið ekki byrjað, ég heyrði svo af því að þessi skóli sem ég var í var alræmdur fyrir þetta og svo til án undantekninga var einn nemandi tekinn fyrir í hverjum árgangi og ég var svo óheppin að vera sá nemandi í mínum bekk. 
Oft finnst mér mitt einelti smávægilegt þegar ég les um reynslu annara þar sem mitt var 'bara' í orðum og bjó það langt frá skólanum að þetta var ekki að hafa mikil áhrif heima fyrir. 
Ég til dæmis horfi á systur mínar sem að vísu lentu ekki jafn illa í ofbeldinu heima og lentu ekki í einelti og þær standa mikið betur félagslega heldur en ég. 
Ég loka mig líka af og hleypi fólki ekki auðvledlega að mér og á erfitt með að treysta fólki, hef til dæmis aldrei verið í lengra sambandi en 5 mánuði og 5 ár síðan ég var síðast í sambandi. 

---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

Ranímosk | 30. apr. '15, kl: 23:31:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þarft að vinna í þessu! Ein góð leið er eins og þú gerir að finna að það hafi verið verra hjá öðrum. Ekki að maður gleðjist yfir því en þetta kallast að vera jákvæður sem er mjög gott :))

Ekkert vera að pæla í þeim sem þú heldur að hafi það betra, maður veit það hvort sem er aldrei alveg fyrir víst og það skiptir ekki máli. Hugsaðu um allt það jákvæða í þínu fari fyrst og fremst, skrifaðu það jafnvel niður á blað. Þú getur líka skrifað niður það sem þér finnst vera gallar í þínu fari. Þá sérðu kannski betur hvað vegur þyngst og ef gallarnir eru fleiri en kostirnir þá getur þú skoðað gallana betur og þeir eru örugglega léttvægir, skipta litlu máli eða auðvelt að breyta þeim. Ekkert okkar er gallalaust :)

Lakkrisbiti | 30. apr. '15, kl: 23:37:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er alls ekki sammála því að það sé góð leið að finna að það hafi verið verra hjá öðrum. 

---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

Ranímosk | 1. maí '15, kl: 00:00:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara þannig í lífinu að það er alltaf einhver sem hefur það meira skítt en maður sjálfur. Auðvitað er sjálfsagt að hjálpa þeim um leið og maður hjálpar sjálfum sér ef það er hægt en oftast er það ekki þannig, því miður.
Ég get tekið dæmi: Ung manneskja slasast og þarf að vera í hjólastól í marga mánuði. Viðkomandi fannst það ansi skítt en þakkaði þó fyrir að losna úr stólnum einn daginn.
Þarna er manneskjan jákvæð finnst mér þó hún sé ekki að hlakka yfir því að margir þurfa alltaf að nota hjólastól. Manneskjan lærði líka margt af þessu. Þetta endaði sem dýrmæt reynsla.

chiccolino | 11. maí '15, kl: 10:01:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég velti fyrir mér hvort það hafi verið tekið inn í dæmið, hvort það sé einstaklingur inná heimilinu sem er til staðar, eins og þú talar um mömmu þína sem reyndi að verja ykkur þrátt fyrir afleiðingarnar, kannski að það sé factor í jöfnunni, heima er einhver sem reynir að vernda barnið fyrir ofbeldinu en í skólanum er stendur barnið svolítið eitt? Þannig verða langtíma afleiðingarnar af eineltinu öðruvísi heldur en af heimilisofbeldinu því heima er einhver að reyna að verja barnið en í skólanum er enginn sem segir barninu að þetta sé ekki því að kenna

Ranímosk | 17. maí '15, kl: 01:50:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega. Það er mín kenning allavega en þetta er margskonar og flókið,
Sumir fá engan stuðning heima né frá félögunum.
Ég held reyndar að í dag fái þeir einstaklingar stuðning hjá skólayfirvöldum en það er bara ef þeir mæta illa eða eru með óæskilega hegðun. Þá er leitað til barnaverndar sem skoðar heimilið en fátt virðist koma úr því!

fálkaorðan | 30. apr. '15, kl: 23:35:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einelti er líka svo svakalegt félagslegt niðurbrot.


Ég á í engum erfiðleikum með að trúa þessum niðurstöðum.


En mundu að þú ert ekki ofbeldið sem þú varðst fyrir. Það að það hafi áhrif á þig í dag segir okkur ekkert um það hvaða persóna þú ert bara hverju þú varðst fyrir. Þú ert ekkert minni fyrir að vera óörugg og hafa litla trú á þér. Þú hefur ennþá sama húmorinn, sömu ástina, sömu réttlætiskenndina og allar þær grunn einingar sem gera þig að þér.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Lakkrisbiti | 30. apr. '15, kl: 23:38:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er akkurat malið, ég einmitt reyni að minna mig á þetta þegar ég á slæm tímabil. 

---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

fálkaorðan | 30. apr. '15, kl: 23:39:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ekki gleyma að elska þig.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Lakkrisbiti | 30. apr. '15, kl: 23:42:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég lofa að gleyma því ekki. Reyndi einmitt að gefa ungri stelpu svipuð ráð um daginn. Muna að hún er einhvers virði og þetta fólk sem kom svona fram við mann er ekki þess virði að eyða orku í. 

---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

fálkaorðan | 30. apr. '15, kl: 23:52:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einmitt. Gott að spegla sig í aðstæðum annara. Sjá að allt gott sem þú vildir segja við þessa stelpu er sama allt gott og þú átt skilið.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Ranímosk | 1. maí '15, kl: 00:27:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega! Ég held að þú sért bara í ágætum málum ef þú hugsar svona :)

bellwiig | 1. maí '15, kl: 16:39:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

leiðinlegt að heyra, ég lenti í svipuðu og er í sömu stöðu og þú í dag.

Lakkrisbiti | 1. maí '15, kl: 17:02:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Leiðinlegt að heyra það sömuleiðis. 

---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

Fuzknes | 30. apr. '15, kl: 23:50:21 | Svara | Er.is | 0

jamm, það er auðveldara að eyða ævinni í að hata fólk úti í bæ, en foreldra eða nána ættingja.

fálkaorðan | 1. maí '15, kl: 00:04:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ afleiðingar eineltis eru ekkert það að fólk sé að hatast endalaust.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Ranímosk | 1. maí '15, kl: 00:06:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Best að sleppa hatrinu alveg. Það lætur bara þér líða illa en sá hataði finnur lítið fyrir því yfirleitt.

Fuzknes | 1. maí '15, kl: 02:24:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OK...hatur er etv stórt orð. segjum: vera reið út í..

Fuzknes | 1. maí '15, kl: 02:25:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eða vera bara reið/ur almennt....

Ranímosk | 1. maí '15, kl: 03:04:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki gott að hata, Skárra að vera reiður. Það er samt ekki gott heldur en það er þó betri leið til að koma góðum hlutum á framfæri að vera reiður en hatursfullur

svarta kisa | 30. apr. '15, kl: 23:55:14 | Svara | Er.is | 1

Fyrir einhverjum árum síðan fór ég í nokkur viðtöl hjá Kvennaathvarfinu og mig minnir að sú sem ég talaði við hafi verið menntaður félagsráðgjafi og hafði unnið við þessa hluti í áratugi. Hún sagði mér dálítið sem mér fannst sérstakt. Það virðist vera að börn sem lenda í einelti þrói með sér og upplifi sömu tilfinningar og börn sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Þau upplifa reiðina, skömmina, hræðsluna og bara allt heila klabbið. Ég svo sem sel það ekki dýrar en ég keypti það en þetta sagði hún allavega...

Ranímosk | 1. maí '15, kl: 00:22:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég trúi því vel enda eru þau niðurlægð, út á það gengur einelti og þau halda að það sé þeim sjálfum að kenna. Ég get rétt ímyndað mér að það geri þau bæði reið og hrædd. Skrýtið samt að skammast sín. En ekkert skrýtnara en að skammast sín fyrir að hafa verið misnotaður kynferðislega sem barn!

Þetta er athyglisvert. Takk fyrir þetta innlegg.

Chaos | 1. maí '15, kl: 16:09:24 | Svara | Er.is | 1

Ég skil aldrei svona samanburði, þetta eru mismunandi tegundir ofbeldis. sem báðar geta verið svakalega mismunandi innbyrðis. Kemst reyndar ekki i að skoða þetta. En einelti getur verið hrikalega meiðandi og haft virkilega skaðlegar afleiðingar. Ég hef aldrei skilið af hverju þetta er ekki tekið harðari tökum, börn að verða fyrir grófu stöðugu ofbeldi og enginn kemur þeim til bjargar. Ef einhver sjúkdómur með álíka afleiðingar myndi ná til svona margra barna þá yrði allt sett á fullt! D

Chaos | 1. maí '15, kl: 16:10:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Með tegundum á ég við flokkar - því ofbeldi er í grunninn ofbeldi, sem getur svo tekið á sig mismunandi myndir. 

She is | 1. maí '15, kl: 17:07:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég vil meina að áföll og ofbeldi og bara allt það slæma sem getur komið fyrir í lífinu sé ekki hægt að setja upp sem samanburð. Við erum ólík sem einstaklingar og eigum misgott eða miserfitt með að höndla mótlæti. Eru t.d viðkvæm börn líklegri til að lenda í einelti, eru börn sem ekki búa við nógu góðar heimilisaðstæður líklegri til að lenda í einelti og þá um leið ólíklegri til að fá aðstoð bæði með að stoppa eineltið og vinna úr því.

Ég hef heyrt í viðtölum að það hafði því miður verið eitt og annað í mínum aðstæðum sem var þess valdandi að ég var líklegri til að vera fyrir kynferðisofbeldi en einhver annar.

Ranímosk | 9. maí '15, kl: 22:43:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Könnunin snýst um að rannsaka fólk sem varð fyrir mismunandi ofbeldi í æsku og hvaða áhrif það hefur haft á þau. Þetta var útkoman, að börn sem verða fyrir einelti komi verr út en börn sem verða fyrir heimilisofbeldi, eigi erfiðara með að vinna úr vandanum.

Skreamer | 1. maí '15, kl: 17:44:24 | Svara | Er.is | 2

Ofbeldi hvort sem það er heimilisofbeldi eða einelti í skóla getur verið misslæmt og farið mis illa í fólk, bakland þess er misjafnt og áhrif ofbeldisins líka.  Sumir eru eyðilagðir fyrir lífstíð af heimilisofbeldi á meðan aðrir geta náð áttum.  Sumir deyja eftir einelti á meðan aðrir rísa heilir frá því.  Fyrst og fremst held ég að heimilisofbeldi sé of órannsakað og of mikið þaggað niður til að hægt sé að gera almennilega rannsókn um það.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

holyoke | 1. maí '15, kl: 23:25:47 | Svara | Er.is | 0

Hvar getur maður séð upphaflegu rannsóknina? Er hún ritrýnd?
Ég hef skoðað bæði en ekki nógu ítarlega. Eineltið hefur komið verr út. Ég var lögð í einelti og varð fyrir höfnun af foreldrum sem barn. Höfnunina naði eg að vinna ur mjög fljótt en eineltið er eitthvað sem situr alltaf í mer. Ég er óörugg í stórum hópum og kvíðin og á erfitt með að mynda tengsl. Ég veit ekki hvort tengslamyndunin er vegna eineltis, höfnunar eða blanda af báðum.

Ranímosk | 9. maí '15, kl: 22:29:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það ekki þetta - http://www.thelancet.com/journals/lanpsy/article/PIIS2215-0366(15)00165-0/fulltext

holyoke | 9. maí '15, kl: 23:17:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

greinin kemur ekki. En er birt á science direct sem er sterkur leikur en samt ekki 100%

Ranímosk | 9. maí '15, kl: 23:31:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ferð inn á tengilinn sem ég setti inn í upphafi þá er linkur þar á rannsóknina. Ég gat skoðað hann en ekki þennan sem ég setti inn núna.

holyoke | 10. maí '15, kl: 21:14:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok stendur bara published online og ein dagsetning.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
boðskort - þvers og krus Harðfiskur 13.8.2015 30.10.2023 | 12:24
Voruð þið ekki svakalega Reva Lewis 10.10.2005 30.10.2023 | 05:59
Bakkabræður í ríkisstórn Íslands ? jaðraka 16.10.2023 27.10.2023 | 20:34
Stefnumótasíður. Frigg 9.1.2012 26.10.2023 | 12:39
Verðbólga - vextir - afborganir jaðraka 25.10.2023 25.10.2023 | 17:11
Egg fitandi? þaþað 13.9.2023 23.10.2023 | 17:40
margskipt gleraugu stubban 22.10.2023
Að vera bráðkvödd/kvaddur perla82 21.7.2014 21.10.2023 | 02:09
Krullurnar og úfið hár eru að gera mig.......... Teralee 21.10.2023
Fermingakjólar sveitastelpa 15.2.2016 19.10.2023 | 07:13
Að mótmæla sektarboði?? ís í boxi 25.4.2005 18.10.2023 | 20:45
Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum jaðraka 13.10.2023 16.10.2023 | 13:19
Hjálp vanjtar pípara núna prompto! Butcer 14.10.2023
Hvað heita vinsæl vikublöð um land allt... EstHer 7.2.2008 13.10.2023 | 21:23
Svart gegnsætt plast Inngangur 13.10.2023
barnateppi hvað stórt? fragola 14.11.2011 13.10.2023 | 07:15
Föstudaginn 13 boðar hamas alþjóðlegan jihad dag Eagleson 12.10.2023
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Síða 7 af 48038 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, paulobrien, Hr Tölva, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, Kristler, annarut123