einkakennsla í stærðfræði

Snulla0 | 23. sep. '11, kl: 16:09:44 | 2071 | Svara | Er.is | 0

Hæhæ

vitið þið um einhvern sem tekur að sér að taka nemendur sem gengur illa í stærðfræði í einkakennslu ? var búið að benda mér á konu í Hafnarfirði sem er um sextugt. En ég finn hana ekki á netinu er búin að vera að leita. Endilega látið mig vita ef þið vitið um einhvern sem er góður :)

 

Snulla0 | 23. sep. '11, kl: 16:36:06 | Svara | Er.is | 0

:)

gudlauganna | 23. sep. '11, kl: 16:38:02 | Svara | Er.is | 0

á hvaða stigi í stærðfræði? grunnskóla, menntaskóla? 

Snulla0 | 23. sep. '11, kl: 16:42:33 | Svara | Er.is | 1

stærðfræði 102 í framhaldskóla.

lost in iceland | 23. sep. '11, kl: 20:53:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég ætla bara að votta þér samúð mína. Er einnig í stæ102 og skólinn minn býður ekki upp á neina einkatíma eða neitt. Vona að þú finnir eittvhvað.

--------
Afsaka stafsetningarvillurnar. Er ennþá að læra að flýta mér hægt.

Sardína | 23. sep. '11, kl: 20:54:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

en en en en en stærðfræði 102 er svo skítlétt!

lost in iceland | 23. sep. '11, kl: 20:56:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 18

ég myndi passa mig með að segja svona. Þú ert óbeint að kalla mig heimska. Stærðfræði hefur aldrei verið minn vettvangur, ég á mjög erfitt með hana. Það þarf bókstaflega að tyggja stærðfræði ofan í mig. En þegar það tekst þá fæ ég yfirleitt góða einkunn. Er reyndar með kennara sem kann ekki að útskýra þannig að ..

--------
Afsaka stafsetningarvillurnar. Er ennþá að læra að flýta mér hægt.

Sardína | 24. sep. '11, kl: 10:13:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Dóhh! Seinni hlutinn af innlegginu kom ekki inn. Þarna átti að standa í lokin "ég skal hjálpa þér". Er nýútskrifaður kennari og langar mest af öllu að kenna stærðfræði í framhaldsskólum. Vantar einmitt einhvern til að æfa mig á.

Humdinger | 26. sep. '11, kl: 19:17:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Nýútskrifaður kennari og hæðist að því við nemendur að efnið sé svo létt, þó þeir eigi augljóslega í erfiðleikum með að skilja námsefnið? Veit ekki hvort ég myndi ráða þig sem kennara í einkakennslu, no offense.

Sardína | 26. sep. '11, kl: 20:38:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta átti nú ekki að vera hæðni til að byrja með. Og no problemo. Rosaleg viðkvæmni er þetta.

Sardína | 26. sep. '11, kl: 20:44:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

og já svo snýst þetta allt saman svolítið um hugarfarið. Ef maður er búinn að gefast upp fyrirfram þá er mjög sennilegt að það gangi illa. Hinsvegar ef maður tæklar þetta með jákvæðu hugarfari mjög sennilegt að manni gangi betur. Þannig að glasið er jú hálffullt og stærðfræði er skítlétt, eða amk léttari en ef glasið er hálftómt ef þú skilur hvað ég meina.

Humdinger | 26. sep. '11, kl: 22:06:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já já, þarft svo sem ekkert að útskýra það fyrir mér, stærðfræði er mitt aðalfag og hefur alltaf verið. Þess vegna hef ég þó líka nokkra reynslu af því að hjálpa þeim sem ná henni kannski ekki eins vel og ég veit að fólk sem er óöruggt á þessu hefur ekki gaman að því að maður grínist með að "þetta sé svo skítlétt!", því mörgum finnst það raunverulega bara alls ekki.

En auðvitað, jákvætt hugarfar og að trúa á sjálfan sig, það er fyrir öllu. :)

Sardína | 27. sep. '11, kl: 08:11:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Akkúrat. Þess má líka geta að ég skrifaði meistararitgerðina mína um einstaklinga sem eiga erfitt með að læra stærðfræði og hvernig sé hægt að nálgast þá.

Sjálf kolféll ég í stærðfræði á síðasta ári í grunnskóla sem varð til þess að ég frestaði menntaskólagöngu lengi vel. Fór síðan skjálfandi á beinunum í kvöldskóla síðar, handviss um að stærðfræðin myndi verða mér mikill þröskuldur. Kennarinn hinsvegar sannfærði okkur um að þetta væri akkúrat skítlétt og að sjálfsögðu á léttu nótunum og án hroka og hreif okkur þannig með og gerði allt miklu auðveldara. Og það var akkúrat það sem að ég var að reyna að gera hér fyrir ofan með svona líka skelfilegum afleiðingum ;-)

Humdinger | 27. sep. '11, kl: 16:04:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski erfiðara að tjá hugarfarið yfir netið en í kennslustofunni. :)

andlegaörvhent | 2. júl. '12, kl: 21:30:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

saaammála!

Askepot | 23. sep. '11, kl: 20:56:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ekki fyrir alla.

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

lost in iceland | 23. sep. '11, kl: 23:01:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

það er akkúrat það , hún er ekkert skítlétt fyrir alla.

--------
Afsaka stafsetningarvillurnar. Er ennþá að læra að flýta mér hægt.

magzterinn | 24. sep. '11, kl: 00:12:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æj ekki segja svona, hún er alls ekki skítlétt fyrir alla. Mér gekk sjálfri illa í henni til að byrja með en svo kviknaði ljós og ég hef ekki fengið lægra en 8 í stærðfræði. Fyrir utan einn áfanga þar sem ég var með óhæfan kennara og engan tíma til að læra. Tók hann aftur í sumarskóla, með góðum kennara og fékk aðstoð hjá einkakennara í 1 skipti og fékk 9.  Kennararnir skipta nefnilega líka gríðarlega miklu máli.  En það er alveg frekar hátt fallhlutfall í 102.  

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

bogi | 26. sep. '11, kl: 15:51:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ú þetta er djarft svar... þegar ég var í menntaskóla var ekki mikill munur á þessum áfanga og svo bara grunnskóla stærðfræði.  En ég veit að verkfræðinemar í HÍ hafa verið að taka að sér einkakennslu fyrir menntaskólanema.

Kammó | 2. júl. '12, kl: 20:43:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fannst mér ekki, er stærðfræðiheimskingi dauðans.

Snulla0 | 23. sep. '11, kl: 20:41:20 | Svara | Er.is | 0

upp

jökulrós | 23. sep. '11, kl: 20:50:53 | Svara | Er.is | 0

fullorðinsfræðslan

Hygieia | 23. sep. '11, kl: 21:01:07 | Svara | Er.is | 0

www.algebra.is

magzterinn | 24. sep. '11, kl: 00:13:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég mæli með honum, ég fékk hann í eina heimsókn til mín og hann hjálpaði mér alveg heilan helling. Útskýrði á mannamáli og allt varð bara allt í einu ótrúlega einfalt ;) 

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

everett | 26. sep. '11, kl: 18:51:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mæli líka með honum, hef farið í nokkra tíma til hans, hann er snillingur.

Kveðja
Everett

magzterinn | 26. sep. '11, kl: 19:20:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ótrúlega flinkur í að útskýra á mannamáli þessi maður. Græddi alveg ótrúlega mikið á þessum tímum hjá honum. 

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

fooftaf | 23. sep. '11, kl: 21:07:34 | Svara | Er.is | 0

Ertu í Reykjavík eða?

heilsutvenna | 23. sep. '11, kl: 21:16:07 | Svara | Er.is | 0

Er ekki aukakennsla í boði í skólanum þínum ? Það er í boði í FÁ veit ég, skoðaðu hvort það er í þínum skóla

Snulla0 | 23. sep. '11, kl: 23:50:18 | Svara | Er.is | 0

ég er í Fá og þar eru aukatímar. en ég sagði við kennarann að ég á ekki eftir að fá mikið út úr því að vera í aukatímum og ef það eru margir að nýta sér þetta þá er kannski lítil sem engin hjálp í því. Ég er búin að taka þennan áfanga 3 sinnum og næ þessu ekki.

lost in iceland | 24. sep. '11, kl: 00:06:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en að prufa að fara í þessa aukatíma áður en þú dæmir um það hvort þú munir fá eitthvað út úr þeim eða ekki ? Geturðu ekki auglýst á heimasíðu skólans t.d eftir einhverjum sem er góður í stærðfræði og er til í að taka þig í smá einka aukatíma?

--------
Afsaka stafsetningarvillurnar. Er ennþá að læra að flýta mér hægt.

mahogany | 24. sep. '11, kl: 00:14:35 | Svara | Er.is | 0

Ertu búin að prófa að athuga hvort það sé ekki einhver nemi í háskóla til í að taka að sér svona kennslu? Jafnvel kannski sem er á einhverju stærðfræðisviði. Ég einmitt, sem nemi í háskóla, væri sko alveg til í að hjálpa einhverjum með svona fyrir einhvern smá aur.

Snulla0 | 24. sep. '11, kl: 00:32:20 | Svara | Er.is | 0

já en ég held að það sé ekki að nægja fyrir mig. Nei hef ekki prufað það, en kærasti minn er í háskólanum hann hefur verið að hjálpa mér smá en það er svo mikið að gera hjá honum að hann getur lítið hjálpað mér.

Miss Bogart | 24. sep. '11, kl: 06:00:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Prófaðu aukatímana í stærðfræði hjá FÁ áður en að þú ákveður að það sé ómögulegt.

Kveðja Miss Bogart.

Snulla0 | 26. sep. '11, kl: 15:21:26 | Svara | Er.is | 0

upp

usa skvisa | 27. sep. '11, kl: 08:23:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://study.is/

zogel | 26. sep. '11, kl: 19:42:49 | Svara | Er.is | 0

Getur prófað að hafa samband við aðra stærðfræðikennara í skólanum. Kennarar taka oft að sér einkakennslu utan skóla :)

Flínkastelpa | 26. sep. '11, kl: 20:13:28 | Svara | Er.is | 0

Ég er kennari og er m.a. að kenna stæ 102 og 122 og tek að mér aukatíma. Getur haft samband í skilaboðum ef þú hefur áhuga.

ior | 26. sep. '11, kl: 20:40:43 | Svara | Er.is | 0

Ég þekki eina sem er algjört æði (og ekki dýr miðað við gangverðið), hún var að klára rafmagnsverkfræði í HÍ og er að taka að sér einkakennslu í stæ :) Sendu mér skiló ef þú vilt númerið hennar :)

************************
كارين

lovebugz
GoGoYubari | 26. sep. '11, kl: 22:22:06 | Svara | Er.is | 0

I feel your pain! Er held ég í þessum áfanga í 4 skiptið núna, og búin að taka núlláfanga tvisvar! Ég ætlaði svo að tælka þetta núna þessa önnina, hef ekki verið í stærðfræði lengi og hef verið að ná góðum árangri í skólanum almennt. Svo voru bara búnar c.a. 3 vikur þegar ég fór að renna á rassgatið með þetta :( reyndar er ég með frábæran kennara og ég hef fengið að læðast inn í núlláfangann (sem hann kennir líka) og klárað skiladæmin og fengið aðstoð þar (það er líka stærðfræðiver en ég kemst aldrei í það).

 Ég hugsa að ég leggi bara mesta áhreslu á þessi skiladæmi (því í þeim er kjarninn sem þú þarft að kunna) og svo kaflaprófin. Nú er komið nýtt kerfi að fái maður 7,5 í meðaleinkunn úr 3 prófunum og 4 gild skiladæmi þá getur maður sloppið við lokaprófið. Ég stefni á það en er ekkert voðalega bjartsýn samt :/ Ef þetta gengur ekki og ég fell í enn eitt skiptið þá ætla ég að ath með greiningu.

Snulla0 | 28. sep. '11, kl: 08:25:46 | Svara | Er.is | 0

Er búin að frábæra hjálp. Mér hefur alltaf gengið illa í skóla er með ADHD.

Ibba Sig | 2. júl. '12, kl: 20:47:29 | Svara | Er.is | 0

Sonur minn fór til konu sem heitir Auður Pálsdóttir fyrir nokkrum árum, hún er snillingur. Var, að mig minnir á Kirkjuteigi, í Reykjavík og titluð landfræðingur í símaskránni.


Veit samt ekkert hvort hún sé enn að taka í aukatíma.

eddalina | 26. apr. '15, kl: 17:02:50 | Svara | Er.is | 0

www.kenna.is/

KENNA.IS er síða sem tengir saman einkakennara og nemendur. Á síðunni er hægt að finna einkakennara í t.d. stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, tölfræði, íslensku, ensku, dönsku, tölvunarfræði o.fl.

Grjona | 26. apr. '15, kl: 23:01:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vonandi er viðkomandi löngu búin(n) að finna kennara.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Síða 2 af 48035 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, tinnzy123, paulobrien, Hr Tölva, Kristler, annarut123, Bland.is, Guddie