Einlitt barnateppi, valkvíði!

tog | 2. feb. '13, kl: 09:44:03 | 1190 | Svara | Er.is | 0

Ég ætla að prjóna einlitt barnateppi en get ekki ákveðið mig hvernig það á að vera. Garnið er frekar gróft, prjónar nr. 5. Fyrst var ég ákveðin að hafa það svona kaðlateppi, ein rönd kaðall önnur slétt svona til skiptis. En þá fór eg að spá hvort það væri ljót ef teppið væri ekki eins báðu megin þannig að ég fór að spá í byljgumunstrið, bring it on.
Í gær fór ég svo að fletta í bókinni Kúr & lúr og fann þar teppi sem heitir Mosi.
Þannig að nú er ég orðin alveg rugluð.
Svo er það annað, hvaða stærði finnst ykkur henta best í svona teppi

 

Olof Lilja | 2. feb. '13, kl: 10:50:28 | Svara | Er.is | 0

Ég veit að ég myndi amk gera teppi sem væri fallegt báðum meginn og ég myndi nú eflaust hekla teppi þar sem mér finnst miklu skemmtilegra að hekla en prjóna hehehe  

Ég veit ekki hvernig teppi mosi er en mér finnst bring it on vera fallegt en persónulega finnst mér það fallegra þegar það er ekki einlitt. Svo finnst mér oft gott að skoða inn á Ravelry hvað hefur verið gert úr þessu garni áður en ég vel mér uppskriftir... oft fínt að sjá hvernig eitthvað kemur út á mynd :)
 Ég veit ekki alveg hver besta stærðin er í barnateppi en sé að bring it on er c.a 70 x 90 svo að það er amk eitthvað til að miða við :)

Dofoz | 2. feb. '13, kl: 12:01:10 | Svara | Er.is | 0

Ég gerði barnateppi sem var 1x1 það kom mjög vel út

LadyGaGa | 2. feb. '13, kl: 12:33:29 | Svara | Er.is | 0

Ég hef gert einlitt bring it on teppi, er mjög ánægð með það.  Það er reyndar hvítt, hef gert svoleiðis úr kambgarni og bómullargarni. Bæði hvít og einlit. 

tog | 2. feb. '13, kl: 21:17:23 | Svara | Er.is | 0


Vitið þið hvort þessi uppskrift sé til á Íslensku?
 

 

lifið | 2. feb. '13, kl: 21:53:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Væri svo til í að vita það líka :D

____________________________________________________
Litli rauðhaus mætt á svæðið

mallar | 2. feb. '13, kl: 23:39:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://www.ravelry.com/patterns/library/opart,, bara skoða verkefnin þá sér maður hvernig þetta er gert, held að prjónamerki sé aðalgaldurinn við þetta teppi.

ÞAÐGERISTEKKIBETRA

mallar | 2. feb. '13, kl: 23:39:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://www.ravelry.com/patterns/library/opart/people

ÞAÐGERISTEKKIBETRA

Örvera | 3. feb. '13, kl: 18:39:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Búin að prjóna tvö svona og prjónamerki eru möst!

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

tog | 3. feb. '13, kl: 19:27:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fórstu eftir þessari uppskrift?

Knitty: Morgan - Fall 2008


Örvera | 4. feb. '13, kl: 16:32:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

tog | 4. feb. '13, kl: 16:45:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekkert erfitt ? :) veistu hvort þessi uppskrift sé til á Íslensku ?

qumara | 4. feb. '13, kl: 21:25:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hér er lauslega þýðing fyrir þig. Og neið það er ekki erfitt, mjög einfalt prjón :)

Þessi uppskrift gerir ráð fyrir að teppið sé prjónað á tvo hringprjóna. Ef þú vilt getur þú byrjað með sokkaprjóna eða magic loop, en þegar líður á verkefnið er nauðsynlegt að nota tvo langa hringprjóna því það eru svo margar lykkjur.

Stærð: lítið [stórt]
stærð: 38 [48] tommur
prjónfesta: 20 lykkjur og 43 umferðir eru 10x10 cm í garðaprjóni.

Með lit A fitjið upp 4 lykkjur, setjið tvær á hvorn hringprjón og tengið í hring. Eftir nokkrar umferðir getur verið gott að setja merki við upphaf umferðar svo þú vitir hvoru megin það er.

prjónamerkjum komið fyrir: [prjónið framan- og aftan í lykkjuna, setið merki, prjónið framan- og aftan í  lykkjuna], endurtakið svigann.
Nú eru 8 lykkjur á prjónunum í 4 köflum, tveimur á hvorum prjóni með prjónamerki á milli.


Með lit B prjónið eftirfarandi:

umf. 1 [prjónið slétt framan og aftan í lykkjuna, pjrónið slétt út kaflann] prjónið svigann fjórum sinnum (12 lykkjur)

umf 2. [prjónið brugðið framan og aftan í lykkjuna, prjónið brugðið út kaflann] prjónið svigann fjórum sinnum (16 lykkjur)


Þessar 2 umferðir mynda mynstrið.

Næstu tvær rendur er hægt að gera án þess að slíta bandið á milli, en eftir það þarf að slíta bandið svo að það sjáist ekki.


Nú er haldið áfram með mynstrið, skipt um liti skv. þessari töflu


2 umferðir A.
24 lykkjur.
2 umferðir B. 32 lykkjur.
4 umferðir A. 48 lykkjur.
4 umferðir B. 64 lykkjur.
4 umferðir A. 80 lykkjur.
4 umferðir B. 96 lykkjur.
6 umferðir A. 120 lykkjur.
6 umferðir B. 144 lykkjur.
6 umferðir A. 168 lykkjur.
6 umferðir B. 192 lykkjur.
8 umferðir A. 224 lykkjur.
8 umferðir B. 256 lykkjur.
10 umferðir A. 296 lykkjur.
10 umferðir B. 336 lykkjur.
12 umferðir A. 384 lykkjur.
12 umferðir B. 432 lykkjur.
14 umferðir A. 488 lykkjur.
16 umferðir B. 552 lykkjur.

Bara stóra teppið:
18 umferðir A. 624 lykkjur.
20 umferðir B. 704 lykkjur.
22 umferðir A. 792 lykkjur.
24 umferðir B. 888 lykkjur.

Báðar stærðið:
Fellið laust af með lit A

tog | 4. feb. '13, kl: 22:21:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk takk. Þú ert æðisleg ég ætla að prófa stax. :)

tog | 14. feb. '13, kl: 11:45:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Núna er ég búin að prjóna teppið, þetta minna :) var eiginlega komin með upp í kok.) held að ég hafi verið 20 mín með hringinn í lokin. Nú þarf ég bara að ganga frá endum. Einhver góð ráð? :)

207 | 13. feb. '14, kl: 21:58:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sælar.
Mig langar að prjóna þetta teppi en skil ekki byrjunina, þetta með að "setja tvær á hvorn hringprjón og tengið í hring"...?

hilkj | 3. feb. '13, kl: 20:06:28 | Svara | Er.is | 0

Ég er að prjóna einlitt (ljóst) "Bring it on" og finnst það ótrúlega fallegt. Auk þess er það tiltölulega fljótlegt og þægilegt. Mæli með því ;)
Mig minnir að garnið sem ég er með kallist Merino-blend og var keypt í Rúmfó. Það er fyrir prjóna nr. 4.

glerbrot | 3. feb. '13, kl: 22:54:47 | Svara | Er.is | 2

ég er ekkert smá ánægð með það sem ég gerði fyrir yngstu stelpuna mína, en það er að vísu ekki eins báðumegin.


þetta er hálfgerð bring it on uppskrift nema ég sleppi því að hafa brugnu línurnar inn á milli.


 

 

tog | 3. feb. '13, kl: 23:47:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rosalega fallegt teppi, og barn :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
boðskort - þvers og krus Harðfiskur 13.8.2015 30.10.2023 | 12:24
Voruð þið ekki svakalega Reva Lewis 10.10.2005 30.10.2023 | 05:59
Bakkabræður í ríkisstórn Íslands ? jaðraka 16.10.2023 27.10.2023 | 20:34
Stefnumótasíður. Frigg 9.1.2012 26.10.2023 | 12:39
Verðbólga - vextir - afborganir jaðraka 25.10.2023 25.10.2023 | 17:11
Egg fitandi? þaþað 13.9.2023 23.10.2023 | 17:40
margskipt gleraugu stubban 22.10.2023
Að vera bráðkvödd/kvaddur perla82 21.7.2014 21.10.2023 | 02:09
Krullurnar og úfið hár eru að gera mig.......... Teralee 21.10.2023
Fermingakjólar sveitastelpa 15.2.2016 19.10.2023 | 07:13
Að mótmæla sektarboði?? ís í boxi 25.4.2005 18.10.2023 | 20:45
Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum jaðraka 13.10.2023 16.10.2023 | 13:19
Hjálp vanjtar pípara núna prompto! Butcer 14.10.2023
Hvað heita vinsæl vikublöð um land allt... EstHer 7.2.2008 13.10.2023 | 21:23
Svart gegnsætt plast Inngangur 13.10.2023
barnateppi hvað stórt? fragola 14.11.2011 13.10.2023 | 07:15
Föstudaginn 13 boðar hamas alþjóðlegan jihad dag Eagleson 12.10.2023
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Síða 7 af 48031 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, paulobrien, Kristler, annarut123