fallegar sögur um sameiginlegt forræði

hraðlestin | 13. apr. '16, kl: 12:37:12 | 483 | Svara | Er.is | 0

Góðan dag, við hjónin erum að skilja og viljum bæði sameiginleg forræði yfir barninu okkar, við viljum búa í sama hverfi og hafa allt sem best og þægilegast fyrir barnið. En við erum eðlilega bæði í sárum, treystum ekki alveg hvort öðru og erum sár og leið.
Ég væri svo svakalega þakklát að fá að heyra fallegar sögur um að sameiginlegt forræði hafi gengið vel hjá einhverjum, öryggi barnsins og liðan skiptir mig öllu máli.
Eru ekki örugglega einhverjir þarna ,,úti,, sem geta deilt með mér sögum um sameiginlegt forræði sem hefur bara gengið vel :)

 

Lilith | 13. apr. '16, kl: 12:45:55 | Svara | Er.is | 3

Ja, ég og minn barnsfaður skildum fyrir 11 árum, höfum alltaf verið með sameiginlega forsjá og lengst af viku/viku umgengni. Hann býr í DK núna svo það gengur ekki alveg lengur, en stelpan, sem er núna 16 ára, vildi fá að flytja út til hans og prófa að búa þar, strákurinn vildi vera hér heima á Íslandi hjá mér. Þetta hefur aldrei verið neitt vesen og krakkarnir eru alveg prýðiskrakkar sem hafa bara átt tvö heimili og algjörlega upplifað það þannig. Umgengnin er náttúrulega ekkert regluleg eins og er, en við bara tölum saman í síma og facetime, og högum umgengni eftir skólafríum, efnum og aðstæðum bara. Nú er strákurinn að fermast og pabbi hans og stóra systir og litli bróður hans, sem pabbi hans á með annarri konu, koma í ferminguna. Við erum búin að bjóða þeim gistingu heima hjá okkur, það lá bara einhvernvegi beint við. 

Við fórum út í þetta með það að leiðarljósi að ef vika/vika færi illa í börnin myndum við bara breyta því. En við höfum bara alltaf getað rætt saman og hliðrað til og aðstoðað hvort annað ef þörf hefur verið á.

Blah!

BlerWitch | 13. apr. '16, kl: 13:17:00 | Svara | Er.is | 1

Til að byrja með var ég með fullt forræði þar sem við bjuggum í sitthvoru landinu. Þegar hann flutti heim spurði ég hvort hann vildi ekki deila forræðinu sem varð úr og við höfum svo verið með viku/viku umgengni í mörg ár sem hefur gengið mjög vel. Mæli 100% með því að fara svona leið (það er eðlilegt að það séu sárindi fyrst en ef engir stórir vankantar eru á samskiptum ykkar og fullur vilji til að setja börnin í forgang þá á þetta alveg að ganga upp).

staðalfrávik | 13. apr. '16, kl: 13:19:28 | Svara | Er.is | 3

Það að þú virðist setja barnið í fyrsta sætið er déskoti hreint góð byrjun. Gott hjá þér og pabbanum. Ég mæli með jafnri búsetu barna fyrir allan peninginn ef samkomulagið er gott vegna barnsins og ef barnið þolir það. Ég fór í þennan pakka fyrir mörgum árum og hann hélst meira og minna fram á unglingsár. Má ég forvitnast um hvað barnið er gamalt?

.

hraðlestin | 13. apr. '16, kl: 13:22:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

barnið er fjögurra ára

strákamamma | 13. apr. '16, kl: 13:41:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef 4 ára gutti þekkir og er tengdur báðum foreldrum sínum getur hann örugglega grætt á jafnri umgengni við foreldra sína. En útí svoleiðis þarf að fara með það í huga að börn eru misjöfn og það þarf að hlusta á akkúrat drenginn ykkar og skoða hvernig hann bregst við. 


Það virðist oft vera þannig að svo lengi sem börn finna að foreldrarnir eru glaðir og öruggir, þá verða þau það líka.

strákamamman;)

Lilith | 13. apr. '16, kl: 13:23:05 | Svara | Er.is | 2

Og auðvitað koma upp aðstæður þar sem ég er eitthvað pirruð út í hann eða hann út í mig, en það gerist nú bara alveg í hjónaböndum líka. Það sem skiptir máli er að geta samt sem áður talað saman og leyst málin... eða reyndar eins og stundum, bara pirrast aðeins í vinkonunum en sleppa því að gera þau að einhverju vandamáli ;) Sumt er alveg þannig að það skiptir engu höfuðmáli, en getur samt verið gott að pirrast smá við einhvern sem skilur mann ;)

Aðalmálið er að við erum góðir vinir, treystum hvoru öðru og eigum flotta krakka sem eiga gott samband við báða foreldra.

Blah!

strákamamma | 13. apr. '16, kl: 13:39:39 | Svara | Er.is | 2

ég er með sameiginlega forsjá yfir mínum börnum með feðrum þeirra.  Það gengur allstaðar vel og sem betur fer eru allir með það á hreinu hverjir eru aðal, og það eru strákarnir.  Við búum samt ekki nálægt hvoru öðru og höfum aldrei haft viku/viku umgengni vegna búsetu.   


En umgengni og forsjá tengjast ekki og sameiginleg forsjá breytir í raun engu nema því að hvorugt ykkar getur flutt úr landi með barnið án samþykkis hins.    Það er góður útgangspunktur að hafa sameiginlega forsjá því þó hún þýði lítið á pappírunum kannski þá getur hún þýtt heilmikið fyrir hjartað. Gangi ykkur rosalega vel, flott hjá ykkur að setja barnið í forgang.

strákamamman;)

strákamamma | 13. apr. '16, kl: 13:48:46 | Svara | Er.is | 5

já hey...gleymdi.


Það sem er eiginlega beisik í að deila barni, hvernig sem forsjá eða umgengni er háttað er að þú treystir hinu foreldrinu sem foreldri...burtséð frá því hvað hefur átt sér stað á milli ykkar og einmitt að þið eruð í sárum og svoleiðis þá er maðurinn vonandi samt góður faðir sem elskar barnið sitt og vill því það besta.  


Þá verður maður bara að geta soldið sett "ástæðuna fyrir skilnaði" til hliðar...og leyfa hinu foreldrinu að vera foreldri á sinn hátt..þó hann hafi td ALLTAF skilið klósettsetuna eftir uppi :P  


Vona að þú vitir hvað ég meina :) 

strákamamman;)

Lilith | 13. apr. '16, kl: 13:55:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tek 100% undir þetta.

Blah!

svarta kisa | 14. apr. '16, kl: 17:25:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er nefnilega besti punktur í heimi. Manneskja getur verið hörmulegur maki en samt gott foreldri og það má ekki rugla þessu tvennu saman. Strákurinn minn var 1 árs þegar við skildum og frá fyrstu tíð var umgengnin vika/vika. Það var ógeðslega erfitt fyrir mig þannig að ég geri bara ráð fyrir að það hafi líka verið ógeðslega erfitt fyrir pabba hans. Strákurinn þolir þessa umgengni mjög vel, er 9 ára í dag. Við bjuggum í sama hverfinu á tímabili og það var rosa fínt en það eru sennilega að verða einhverjar breytingar þar á. Maður tekur bara á því þegar að því kemur. Við foreldrarnir getum farið óstjórnlega mikið í taugarnar á hvort öðru og það eru viss issue og særindi á milli okkar. Sem betur fer reynum við bæði bara að hafa líðan stráksins að leiðarljósi og halda honum algjörlega utan við einhver leiðindi okkar á milli. Það sem við höfum alltaf getað treyst á hjá hinum aðilanum er að það er ALDREI talað illa um hitt foreldrið við strákinn. Hvorki við foreldrarnir né fjölskyldur okkar eða bara neinn. Einnig höfum við alla tíð verið með mjög svipaða sýn á uppeldi og hvað við viljum styrkja hjá guttanum og eigum auðvelt með að ræða allt svoleiðis. Þetta er vel hægt ef maður bara ætlar sér það :) Gangi ykkur vel.

minx | 13. apr. '16, kl: 14:22:03 | Svara | Er.is | 1

Ég skildi fyrir ca 4,5 ári, sameiginlegt forræði og umgengni 50/50 (ekki vika og vika samt því strákurinn vill hafa lengri tíma á hvorum stað).


Það hefur allt gengið vel, erum mjög samstíga með uppeldi og forgangsröðun, barnið er alltaf nr. 1. Skiptum líka öllum kostnaði jafnt, ekkert meðlag eða þannig.

Við verðum alveg stundum pirruð út í hvort annað, en það er bara leyst eða lagt til hliðar.

hraðlestin | 13. apr. '16, kl: 17:13:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk fyrir öll svörin, það skipta mig miklu máli að heyra að svona getur gengið vel. við ætlum að hafa viku og viku og skipta kostnaði jafnt. Barnabætur verða svo notaðar í tómstundir og annan kostnað enda eru þetta peningar merktir barninu en ekki okkur.
En mikið er gott að heyra að svona getur gengið vel og verið gefandi fyrir börnin, mig langar náttúrulega helst að setja franskan rennilás á stubbinn og festa hann í hjartastað en það gengur víst ekki :)
takk fyrir svörin ykkar, aftur, ég met þau mikils.

alboa | 13. apr. '16, kl: 18:02:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Flott hjá ykkur. 


En barnbætur eru skattaafsláttur til framfærenda barna og eru ekki merktir börnum neitt meira en vaxtabætur eru merktar viðhaldi/rekstri húsa. 


Gangir ykkur vel.


kv. alboa

Dalía 1979 | 13. apr. '16, kl: 23:57:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta mun ganga allt vel hjá ykkur svo framalega sem þið dragið ekki börninn inn í ykkar vandamál  

Grjona | 14. apr. '16, kl: 07:03:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Meðlag er ætlað barninu, ekki barnabætur. Barnabætur reiknast út frá tekjum þess foreldris sem fær þær þannig að þær eru algjörlega háðar þeim, ekki barninu.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Brindisi | 14. apr. '16, kl: 10:04:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

OG HVENÆR KOMA ÞÆR EIGINLEGA?????????

isora | 13. apr. '16, kl: 22:52:11 | Svara | Er.is | 1

Mig hvet ykkur að fara einn til tvo tíma í ráðgjöf ef særindin eru mikil. Það getur verið afskaplega gott að klára málin þegar maður er að skilja. Allt framhaldið verður mun léttara.

Lilith | 14. apr. '16, kl: 09:58:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég og barnsfaðir minn neyddumst til að búa saman í mánuð eftir að við ákváðum að skilja. Það var drulluerfitt, en á sama tíma mjög gott, því það komu upp ákveðn mál á þessum tíma sem við gátum leyst og í raun mjög mikilvægt að við náðum að leysa áður en við fórum alveg í sitt hvora áttina. 

Blah!

raudmagi | 14. apr. '16, kl: 15:59:01 | Svara | Er.is | 2

Hjá mér og mínum barnsföður hefur alltaf gengið vel að hafa sameiginlegt forræði.Við höfum alltaf treyst hvort öðru fyrir börnunum og bæðum tókum þá afstöðu að skipta okkur ekki of mikið af heimilislífi hins. Vissulega gerir hann hluti sem ég myndi ekki gera en ég tel að það séu smámunir sem borgar sig ekki að skipta sér af. 
Ég held að aðal atriðið sé að ef þið eruð bæði hæfir foreldrar og viljið börnunum það besta þá er betra að vera ekki að skipta sér af smámunum hjá hinu foreldrinu.
Leyfa pabba að vera eins og hann er og leifa mömmu að vera eins og hún er :) 
Annað barnið mitt kvartaði t.d. yfir ákveðinni mannesku í lífi pabba síns og ég var næstum því farin að skipta mér af en sem betur fer áttaði ég mig á að hlutirnir væru örugglega ekkert öðru vísi ef þetta væri blóðfjölskylda og að ég treysti þessu fólki til að gera það besta fyrir börnin. Þetta tók smá tíma en endaði á besta hátt og barnið mitt og þessi manneskja eiga í dag góð og gefandi samskipti og treysta hvort öðru vel.
Ég veit ekki allt sem gerist á heimili föður þeirra og því er ég ekki besta manneskjan til að dæma um atburði og aðstæður þar en tók þá ákvörðun og faðir þeirra og stjúpmóðir væru fullkomlega fær til að taka þær ákvarðanir sem væru bestar fyrir þeirra fjölskyldu.
Við erum öll góðir vinir og mér finnst ómetanlegt að hafa fengið "stuðnings" mömmu sem ég get leitað til jafnt á við föður þeirra :)


Mæli eindregið með að átta sig á því að maðurinn sem þú átt börnin með sé góður faðir þó svo að þið hafið kannski ekki átt skap saman :) og að nýta sér þetta viðbótar stuðningsnet sem börnin eignast þegar þau eignast stjúp fjölskyldu.

MissMom | 15. apr. '16, kl: 16:21:46 | Svara | Er.is | 0

Ég er með sameiginlegt forræði á öllum mínum börnum. Ég á 4 með 3 mönnum og fimmta á leiðinni með sama manni og á tvö yngri (já ég veit hvað getnaðarvarnir eru). Alltaf verið gott á milli mín og feðranna og tvö eldri börnin búa hjá feðrum sínum og koma reglulega til mín og svo er jólum, áramótum, páskum og öðrum hátíðardögum skipt á milli. Ég var t.d. með þau síðustu jól og áramót og þá eru þau hjá föðurfjölskyldunni næstu jól.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Síða 8 af 48019 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Guddie, Kristler, Bland.is, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien