Féló og útlönd

berglund | 9. apr. '16, kl: 15:10:29 | 1360 | Svara | Er.is | 0

Missir maður félóbæturnar ef maður fer til útlanda í 2 -3 vikur?

 

Cheddar | 9. apr. '16, kl: 16:51:02 | Svara | Er.is | 4

hvernig hefur einhver á bótum frá Féló efni á að vera í útlöndum í 2-3 vikur?

Soigné | 9. apr. '16, kl: 16:59:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Kannski á hún bara góða að og er að fara í boði einhvers.

berglund | 9. apr. '16, kl: 17:13:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Spurningin var ekki hvort ég hefði efni á því. Heldur hvort ég missti bæturnar á meðan.

Cheddar | 9. apr. '16, kl: 17:14:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég sá það alveg, ég hef bara undanfarið aðeins kynnst fólki sem er að reyna að lifa af bótum frá Féló, það lýsir allt miklum erfiðleikum við að eiga í sig og á, ég bara varð svo hissa ég átti ekki til orð....

Splæs | 9. apr. '16, kl: 17:42:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

Það kemur fyrir besta fólk að verða að fara utan, t.d. við andlát náins ættingja eða fylgja veikum ættingja í læknismeðferð.
Umrætt fólk borgar ekki endilega sínar ferðir sjálft. Það kemur fyrir að fólki er boðið í hvíldarferð til hressingar og skemmtunar. Ég samgleðst því.

Andý | 9. apr. '16, kl: 22:32:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Þú skalt bara ekkert segja féló að þú sért að fara út því þeim kemur það ekkert við

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

BlerWitch | 10. apr. '16, kl: 09:35:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Nákvæmlega. Fáránlegt að finnast það einhver svik að bótaþegar fari til útlanda. Ef einhver styrkir viðkomandi til þess eða viðkomandi nær (með einhverjum yfirnáttúrulegum hætti) að nurla saman fyrir utanlandsferð þá er það bara besta mál.

Dalía 1979 | 10. apr. '16, kl: 12:35:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er ótrúlegt hvað sumt fólk er sparsamt og kemst af með lítið þannig að ju það er hægt að fara til útlanda þegar maður er á féló 

Þönderkats | 10. apr. '16, kl: 17:19:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Kemur þér það við? Kannski er verið að bjóða henni eða hún er búin að vera að safna sér fyrir ferðinni.

BlerWitch | 9. apr. '16, kl: 17:12:16 | Svara | Er.is | 3

Nei

ariariari | 9. apr. '16, kl: 21:14:41 | Svara | Er.is | 0

já mjög líklega, ert ekki að sinna atvinnuleit eða endurhæfingu af sama krafti úti í fríi og heima. Myndi ræða þetta við félagsráðgjafann þinn. MIsmunandi reglur milli bæjarfélaga.

svarta kisa | 10. apr. '16, kl: 21:38:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Atvinnuleit og endurhæfing eiga bara við ef viðkomandi er á atvinnuleysisbótum eða endurhæfingarlífeyri. Féló kemur því ekki við.

ariariari | 30. apr. '16, kl: 21:15:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei þeir gera kröfu um virka atvinnuleit og að þú sinnir einstaklingsáætlun hjá féló í rvk

Toothwipes | 30. apr. '16, kl: 22:28:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það fer einfaldlega eftir því hver ástæðan þín fyrir félóbótum eru hvort þú þurfir að sinna atvinnuleit eður ei. Það eru ekki bara atvinnulausir stundum að fá fjárhagsaðstoð heldur líka óvinnufærir og stundum námsmenn. Margir heimilislausir sem eru ekki öryrkjar eða hafa ekki sótt um örorku lifa t.d. á félóbótum og þeir eru svo sannarlega ekki í atvinnuleit.

ariariari | 30. apr. '16, kl: 23:29:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég var að svara innlegginu fyrir ofan sem er einfaldlega rangt. "Atvinnuleit og endurhæfing eiga bara við ef viðkomandi er á atvinnuleysisbótum eða endurhæfingarlífeyri. Féló kemur því ekki við."

Petrís | 1. maí '16, kl: 15:24:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú talað um atvinnuleit í réglum Reykjavíkurborgar um félagslega aðstoð

Toothwipes | 1. maí '16, kl: 15:32:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það eru margar ólíkar ástæður af hverju fólk þarf að þiggja fjárhagsaðstoð. Sumir eru atvinnulausir og eiga ekki rétt hjá atvinnuleysissjóði og já þeir þurfa að sinna atvinnuleit.
Aðrir eru óvinnufærir, þeir þurfa að skila læknisvottorði.
Enn aðrir eru í námi, þeir þurfa að skila inn mætingarvottorði og einkunnum.

ariariari | 11. maí '16, kl: 21:08:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú ert með þetta

Bragðlaukur | 9. apr. '16, kl: 21:27:26 | Svara | Er.is | 0

Án þess að ég sé klár á því, þá held ég ekki að þú getir farið til útlanda á meðan.
En ef þú hefðir verið í t.d. veikindaleyfi, held ég að þú hefðir getað farið, en einungis að sjálfsögðu þegar þú hefur rætt það við þá sem stjórna bótakerfinu þar.
Því þá er stundum litið á það, það að þú ferð út, sem lið í því að láta þér batna. Til dæmis þegar þú ert eitthvað veik andlega.

Cheddar | 9. apr. '16, kl: 21:32:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Féló vaktar ekki fólk sem fær framfærslu hjá þeim, þeir eru ekki með mann í Leifstöð með myndir af öllum á leið úr landi.

Bragðlaukur | 10. apr. '16, kl: 00:11:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú þekki ég ekki alveg þetta féló - kerfi, en á maður ekki að vera tilbúinn til að taka vinnu ef hún býðst? En, eins og ég segi. Þekki ekki þetta kerfi.

Soigné | 10. apr. '16, kl: 00:21:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þú ert eflaust að rugla þessu saman við atvinnuleysisbæturnar.

Dalía 1979 | 10. apr. '16, kl: 12:39:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Enn þeir sem hafa verið á bótum hjá féló i marga áratugi eru þeir þá bara í sóttkví hérna á islandi held að þú þekki ekki alveg hverjar  forsendur eru fyrir því að fólk er á fjárhagsaðstoð frá sveita félaginu það getur verið vegna margskonar erfiðleika 

Petrís | 30. apr. '16, kl: 23:38:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvers vegna er fólk á félagslegum bótum í marga áratugi?

Toothwipes | 1. maí '16, kl: 00:00:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Heimilislausir t.d. sem fá ekki örorku eða hafa ekki sótt um hana.

Petrís | 1. maí '16, kl: 00:00:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og er aldrei gerð nein krafa um að fólki taki sig á?

Toothwipes | 1. maí '16, kl: 00:01:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Taki sig á? Flestir heimilislausir eru á einhvern hátt veikir. Það er kerfið sem er að bregðast þeim ekki þeir að bregðast kerfinu.

Petrís | 1. maí '16, kl: 00:06:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig eru þeir veikir á þann hátt að þeir flokkast eundir óhæfa til örorku?

Toothwipes | 1. maí '16, kl: 00:13:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Sumir vilja líklegast ekki fara á örorku. Aðrir hafa ekki efni á lækni. Enn aðrir hafa engan lækni. Að komast á örorku í dag krefst þess að sanna að endurhæfing virki ekki. Hvernig sérðu fyrir þér heimilislausan mann sinna endurhæfingu?

Petrís | 1. maí '16, kl: 10:06:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu þá að tala um útigangsfólk þegar þú talar um fólk sem er langframa á örorku? Mér finnst nú ekki að það eigi að vera valkostur að vilja ekki fara á örorku, ef þú ert tilbúin að þiggja félagslegar bætur árum saman ertu líklega ekki ofgóður til að þiggja örorkubætur

Toothwipes | 1. maí '16, kl: 14:42:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það eru margar ástæður fyrir því af hverju fólk er til lengri tíma á féló og í raun ómögulegt að telja allar þær ástæður upp. Partur af þeim er það sem e´g taldi hérna upp.

Toothwipes | 1. maí '16, kl: 14:47:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Svo vantar verulega uppá skilning þinn gagnvart fólki í þessum aðstæðum. Fólk sem er t.d. heimilislaust í neyslu en er ekki tilbúið að gefast "endanlega" upp með því að fara á örorku. Sumum finnst það að fara á örorku vera endalok alls, algjör uppgjöf. Sumir halda í raun enn í vonina að þeir geti orðið góðir og gildir samfélagsþegnar.

Petrís | 1. maí '16, kl: 14:49:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það vantar minn skilning, góðir og gildir þjóðfélagsþegnar, það er semsagt álit þitt að öryrkjar séu ekki góðir og gildir þjóðfélagsþegnar. Geturðu skýrt fyrir mér afhverju þér finnst þeir vera svona annarsflokks þegnar?

Toothwipes | 1. maí '16, kl: 14:50:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það stendur þarna svart á hvítu að sumum finnist það að fara á örorku vera endalauk alls, algjör uppgjöf. Ekki að mér finnist það vera uppgjöf, heldur sumum sem eru í þessum aðstæðum.
Hvergi hefur komið fram að mér finnist öryrkjar vera annarsflokks þegnar, það vantar eitthvað uppá lesskilninginn þinn þarna.

Petrís
Toothwipes | 1. maí '16, kl: 14:53:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Nei það er ég ekki að segja, núna ertu að ljúga.

fálkaorðan | 1. maí '16, kl: 15:01:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Vá góða besta.


Þegar að það er stungið upp í þig með rökum þá væri það góð lennska að meta rökin en ráðast ekki á þann sem að gerði þig kjaftstopp.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Lakkrisbiti | 1. maí '16, kl: 15:07:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Nei augljóslega er hún ekki að segja það. Hún er að segja að eitthvað af heimilislausu fólki ´neyslu vilji ekki fara á örorku þar sem þeir telja það vera endastöð og algjör uppgjöf. Þeir sjá ekki að ef þeir fari á örorku að þeir muni nokkurn tímann komast af henni. 

---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

choccoholic | 1. maí '16, kl: 15:35:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ég held að það vanti stórlega uppá lesskilninginn hjá þér. Það að sumir "haldi í vonina að þeir geti orðið góðir og gildir samfélagsþegnar" endurspeglar ekki hennar skoðun um að öryrkjar séu annars flokks þjóðfélagsþegnar heldur bara að þeir upplifi sig sem slíka, og það skiljanlega. Það er svo mikið af fordómum í samfélaginu. Þú upplifir þig eflaust sem annars flokks í svona aðstæðum því það er ekkert kerfi sem heldur utan um þig og kerfið er í raun að vinna á móti þér ekki með þér. Það er ekki næga hjálp að fá. Það er heldur ekkert létt verk að koma jaðarhópunum undir læknishendur. 

Petrís | 1. maí '16, kl: 15:17:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Síðan hvenær fékk fólk að velja sllíkt, annarsvegar er fólk á bótum frá ríkinu en hins vegar á bótum frá sveitarfélögum. Ég viðurkenni að ég skil ekki afhverju sumir geta bara ákveðið að vera á stanslausum óútskýrðum og óflokkuðum styrk frá sveitarfélögum. Þessir peningar verða ekki til í tómi, þeir koma úr vasa einhvers annars og afþvíbara er tæpast nægilega ástæða

fálkaorðan | 1. maí '16, kl: 15:22:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hefurðu einhvern tíman farið og aflað þér uppýsingar um það hversvegna?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 1. maí '16, kl: 15:25:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég efast ekki um að þú getir lesið þig í gegnum þetta. En reglur borgarinnar um fjárhagsaðstoð veita þér ekki svörin um hversvegna hlutirnir eru eins og þeir eru.


Þú þarft að gera eitthvað annað en að sitja við tölvuna og hreyfa músina til þess að fá djúpan skilning á því.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Toothwipes | 1. maí '16, kl: 15:30:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég skil að það sé óþolandi fyrir skattgreiðendur að hugsa til þess að sumir fái "endalausa" aðstoð frá sínu sveitarfélagi. Vandamálið er það að sveitarfélögum er skylt að sjá þeim fyrir framfærslu sem geta það ekki sjálfir. Þannig hefur það verið í árhundruð. Í gamla daga kallaðist það að vera á hreppnum. Þetta er í lögum.

Þú þarft að ræða það við einhvern annan en mig ef þú vilt breyta þessum lögum.

Hitt. Eins og fálka bendir á þá eru þetta oft einstaklingar sem lenda á milli í kerfinu. Þeir eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum, þeir eru óvinnufærir en geta ekki haldið út endurhæfingu. Oftast er krafan fyrir örorku sú að fólk sanni að endurhæfing virki ekki. Það er erfitt fyrir heimilislausan fíkill að sanna að endurhæfing virki ekki þegar þú mátt ekki einu sinni vera í neyslu í endurhæfingunni.

Fyrir mann sem er í neyslu og er heimilislaus þá þarf hann að fara í gegnum eftirfarandi ferli til að fá örorku:
Verða edrú.
Halda sér edrú í 6 mánuði - heimilislaus.
6 mánuðum síðar fær hann mögulega húsnæði og kemst í endurhæfingu. Mögulega.
Endurhæfing tekur 12-36 mánuði. Á þeim tíma þarf viðkomandi að vera edrú. Ef hann fellur þá er hann útúr endurhæfingarkerfinu. Mundu, þú færð ekki örorku nema vera búin að sanna að þú sért ekki endurhæfanlegur.

Í endurhæfingu - ef viðkomandi heldur svo lengi út - kemur í ljós hvort viðkomandi sé vinnufær eða hvort sótt sé um örorku. Það að sækja um örorku er svo margra mánaða ferli sem edrú fólk með þak yfir höfuðið eiga oft erfitt með, hvað þá fólk sem hefur ekki þak yfir höfuðið.

Ég vona að þetta útskýri að einhverju leyti fyrir þér af hverju sumir eru á framfærslu sveitarfélagsins en ekki á örorku.

alboa | 1. maí '16, kl: 16:51:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það eru ekki sömu kröfur á alla sem eru á örorku. Það þurfa ekki allir að fara í gegnum endurhæfingu eða sanna að hún virki ekki áður en þeir fara á örorku. Það eru mismunandi kröfur fyrir mismunandi einstaklinga. Það eru mjög margir heimilislausir á örorku nú þegar vegna sinna sjúkdóma annarra vandamála. 


kv. alboa

Toothwipes | 1. maí '16, kl: 18:17:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sá sem þarf að komast á örorku þar samt að fara í gegnum langt ferli sem ekki allir komast í gegnum af mörgum ástæðum. Þess vegna m.a. eru margir úr þeim hópi á fjárhagsaðstoð.

alboa | 1. maí '16, kl: 19:44:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki alli. Þú getur ekki alhæft svona um þetta ferli.

kv. alboa

Toothwipes | 1. maí '16, kl: 20:19:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þurfa ekki allir sem sækja um örorku að fá lækni fyrst til að sækja um, fara svo í mat, bíða í marga mánuði? Ég hélt að ferlið fyrir örorkuumsókn væri eins fyrir alla.
Heimilislausir eiga margir erfitt með að fylgja slíku ferli eftir, þó þeir þurfi ekki að fara í gegnum endurhæfingu. Flestir þeirra hafa ekki einu sinni fastan lækni og þá stoppar ferlið þar.

Petrís | 1. maí '16, kl: 22:06:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir sem hafa verið í vinnu eiga rétt á sjúkradagpeningum á meðan þeir bíða úrlausna frá Tr. Þetta tekur ekkert svo langan tíma. Eru þeir einu sem eru á félagsbótum heimilslausir einstaklingar, ég hélt þeir væru í algjörum minnihluta þeirra

Toothwipes | 1. maí '16, kl: 22:09:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Toothwipes | 1. maí '16, kl: 15:32:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0
Það eru margar ólíkar ástæður af hverju fólk þarf að þiggja fjárhagsaðstoð. Sumir eru atvinnulausir og eiga ekki rétt hjá atvinnuleysissjóði og já þeir þurfa að sinna atvinnuleit.
Aðrir eru óvinnufærir, þeir þurfa að skila læknisvottorði.
Enn aðrir eru í námi, þeir þurfa að skila inn mætingarvottorði og einkunnum.

 
Petrís | 1. maí '16, kl: 22:10:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já en við erum að tala um fólk sem er í mörg ár á félagslegum bótum mannstu

Petrís | 1. maí '16, kl: 18:15:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem alboa sagði

Petrís | 1. maí '16, kl: 18:17:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veti um fólk á féló sem ekki er hægt að ímynda sér afhverju er á slíkum bótum nema af gömlum vana og vegna barnanna.Maður veit svo sem aldrei hvað er á bakvið hverja sögu en þetta er samt ansi stór hópur sem er búinn að vera mjög lengi. 

Toothwipes | 1. maí '16, kl: 18:19:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég get gefið þér eitt dæmi. Ef manneskja er óvinnufær en fær bara metna 25-50% örorku hjá TR. Slíkur einstaklingur þarf að fá það sem uppá vantar til að geta lifað út mánuðinn. Það eru ástæður á bakvið hvern og einn. Þú þarft að skila inn gögnum sem ég hef talið upp hér að ofan til að sýna og sanna að þú eigir ekki rétt á framfærslu neinsstaðar annarsstaðar.

Petrís
Toothwipes | 1. maí '16, kl: 18:24:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Margir öryrkjar vinna. Margir vinna ekki. Ég þekki nú bara sjálf persónulega manneskju sem hefur verið metin 75% hjá lífeyrissjóðum en minna hjá TR. Læknar eru mannlegir og geta gert mistök, líka þeir sem eru hjá TR.

Svo ekki sé talað um upphæðina sem þeir sem metnir eru minna en 75% fá. Þetta er eitthvað klink og manneskjan þarf að vinna mun meira en 50% til að eiga í sig og á. Ergo, kerfið er vitlaust.

Petrís | 1. maí '16, kl: 18:25:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekkert rými í þínum huga að það sé auðveldara að láta sjá fyrir sér

Toothwipes | 1. maí '16, kl: 18:25:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ha?

Petrís
Toothwipes | 1. maí '16, kl: 18:28:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú heldur áfram að misskilja það sem ég skrifa. Ég held að ég ætli að láta hér staðar numið. Þú skilur þetta ekki og reynir ekki einu sinni að skilja. Blammerar fólk hægri vinstri í umræðum og leggur þeim orð í munn.

Petrís
Toothwipes | 1. maí '16, kl: 22:09:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég er ekki í fýlu, ég bara nenni þér ekki.

Petrís
fálkaorðan | 1. maí '16, kl: 20:02:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er því miður hópur fólks sem ekki fær metna 75% örorku hjá TR þó það sé algerlega óvinnufært. Flestir kæra eða sækja um aftur eða skipta um lækna því greinagerð læknis var ekki fullnægjandi. Þetta er alskonar. Getur tekið mörg ár. Einhverjir gefast upp.


Ein sem ég var með í endurhæfingu er með stöðug einkenni frá meltingarfærum og öðrum líffærum í kviðarholi. Það er ekkert box hjá TR þar sem fólk hefur ekki starfsgetu vegna verkja í innrilíffærum þar með fær hún ekki metna örorku þó að kona með sömu einkenni nema frá stoðkerfi sé metin 75%.


Það getur enginn verið á fjárhagsaðstoð hjá reykjavíkurborg árum saman án þess að það sé fullt tilefni til. Það er ekkert auðvelt að labba þar inn og fá afgreiðslu og halda því til eilífðarnóns.


Ég þekki það til dæmis af því að hafa aðstoðað litlufrænku mína á meðan hún kom undir sig fótunum og endaði eins og flestir, í vinnu og sér fyrir sér og sínum. Það eru samt ekkert allar selpur í hennar stöðu jafn heppnar og hún með bakland og stuðning. Margar lenda á milli í kerfinu og verða öryrkjar af því að kerfið er að bregðast.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

stjarnaogmani | 12. maí '16, kl: 19:01:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fer fólk á örorku vegna drykkjuvandamála?

fálkaorðan | 12. maí '16, kl: 19:21:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Heldur þú að fólk sé heimilsilaust og óvinnufært vegna "drykkjuvandamála"?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Toothwipes | 12. maí '16, kl: 20:08:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Langt leiddir fíklar sem hafa reynt margar meðferðir en ekkert virkar eru öryrkjar í læknisfræðilegum skilningi enda fíkn sjúkdómur.

stjarnaogmani | 12. maí '16, kl: 23:00:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ég þá fíkill vegna nikótínfíknar. Ég er langt leidd, Ég er samt að prófa rafrettur til að takast á við það en ég hef aldrei komist í meðferð vegna þess að það eru engir staðir til þess

ert | 12. maí '16, kl: 23:09:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ertu heimilislaus?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 12. maí '16, kl: 23:11:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


ertu að selja þig?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Toothwipes | 13. maí '16, kl: 01:04:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sérðu engan stigsmun á nikótínfíkn annarsvegar og hinsvegar fíkn sem gerir fólk heimilislausa og siðblinda?

fálkaorðan | 1. maí '16, kl: 15:00:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvað ertu búin með marga áfanga í skapandi lesskilningi?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 1. maí '16, kl: 14:59:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er ekki bara málið að þú takir þig til og komir öllu þessu fólki undir læknishendur úr því að það er svona auðvellt.


Það getur að sjálfsögðu ekki verið einhver ástæða fyrir því að þetta fólk (afsakið öðrunina) lenndi á milli í kerfinu. Einhver ástæða önnur en að fólki finnist það fyrir neðan sína virðingu að vera á örorkubótum. Fólk sem lifir á fjárhagsaðstoð sveitafélaganna þegar það hefur heilsu til að sinna því að fá þá aðstoð.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Toothwipes | 1. maí '16, kl: 00:19:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Og ef að þú ert heimilislaus og fíkill en verður edrú þá þarftu samt að vera edrú í 6 mánuði áður en þú getur fengið húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Hvernig getur heimilislaus fyrrverandi fíkill haldið sér edrú verandi heimilislaus?

Petrís
Toothwipes | 1. maí '16, kl: 14:43:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Kerfið er ekki hannað til að mæta þörfum þeirra. Þetta er þvi kerfinu að kenna, ekki þeim.

fálkaorðan | 1. maí '16, kl: 15:02:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hugsaðu þér, hún gæti hafa unnið við þetta.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

rokkari | 10. apr. '16, kl: 12:15:49 | Svara | Er.is | 1

Mögulega skiptir máli hvers vegna þú ert á bótum. En almennt er Féló ekki að fylgjast með hvort fólk sé á landinu eða ekki.

Salvelinus | 10. apr. '16, kl: 12:32:39 | Svara | Er.is | 0

Ég veit ekkert hvernig félóbætur virka, en til að fá atvinnusleysisbætur þarf að "stimpla" sig rafrænt á netinu einu sinni í mánuði, og þá sést hvort að IP talan sé erlendis frá.

rokkari | 10. apr. '16, kl: 12:46:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Atvinnuleysisbætur eru samt allt annað. Allir sem eru á atvinnuleyisbótum eiga að vera í virkri atvinnuleit, það á ekki við nema um lítinn hluta þeirra sem eru á bótum hjá "féló". 

Salvelinus | 10. apr. '16, kl: 17:09:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já einmitt, en þessi misskilningur hefur örugglega komið þaðan

Dalía 1979 | 10. apr. '16, kl: 12:34:05 | Svara | Er.is | 0

nei þú missir þær ekki 

Fokk | 30. apr. '16, kl: 23:52:47 | Svara | Er.is | 0

Ekki ef þú segir engum frá því. Það eru hins vegar reglur (mjög asnalegar reglur) sem segja að þú eigir ekki rétt á bótum akkúrat á meðan þú ert úti.

alboa | 1. maí '16, kl: 10:55:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru atvinnuleysisbætur.


kv. alboa

Fokk | 2. maí '16, kl: 00:09:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef aldrei verið á atvinnuleysisbótum, þetta er það sem félagsráðgjafinn minn sagði mér þegar ég var á framfærslu hjá Féló.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Síða 2 af 48002 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Kristler, Hr Tölva, Bland.is, Guddie