Flóttamenn búandi inni á heimili ykkar?

Bragðlaukur | 30. ágú. '15, kl: 17:58:28 | 1458 | Svara | Er.is | 0

www.dr.dk/nyheder/indland/flygtninge-flytter-ind-hos-danske-familier

Gætuð þið hugsað ykkur að hafa fjölskyldu, einstakling eða einhverja aðra innan flóttamannahópsins búandi inni á ykkur í einhvern tíma, ef þið fengjuð fyrir það einhverja greiðslu frá bænum?
Einhverjir gera þetta í Danmörku. Og þannig integrerast fólkið mjög vel. Svo ... nokkuð góð hugmynd fyrir þá sem hafa eitthvað pláss til þess arna.

 

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 30. ágú. '15, kl: 18:02:05 | Svara | Er.is | 1

Já, ég gæti alveg hugsað mér það, í einhvern tíma

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Ziha | 30. ágú. '15, kl: 18:08:46 | Svara | Er.is | 1

Nei, gæti það hreinlega ekki... nema kannski í nokkrar vikur og þá bara einn einstakling.... eða einstakling með 1 barn.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Raw1 | 30. ágú. '15, kl: 18:10:03 | Svara | Er.is | 4

Já ég gæti alveg hugsað mér að gera það, húsið mitt er á 2 hæðum og ég nota efri hæðina nánast ekki neitt, þar er rúm og sófasett, salerni og geymsla :) Fín aðstaða til þess að hjálpa einhverjum.

GoGoYubari | 30. ágú. '15, kl: 18:10:27 | Svara | Er.is | 1

Já ef ég væri með stærri íbúð/laust herbergi.

Allegro | 30. ágú. '15, kl: 18:14:55 | Svara | Er.is | 1

Já gæti alveg hugsað mér það. 

Allegro | 30. ágú. '15, kl: 18:24:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þætti það í raun heiður.

Helvítis | 30. ágú. '15, kl: 18:29:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ó, það þætti mér líka. :)

Mikið er gott að vita af svona hugsunarhætti. <3

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

T.M.O | 30. ágú. '15, kl: 18:17:23 | Svara | Er.is | 1

ég gæti örugglega hýst litla fjölskyldu

Helvítis | 30. ágú. '15, kl: 18:18:10 | Svara | Er.is | 5

Engin spurning, ef ég hefði aðstöðu til myndi ég taka á móti eins mörgum og ég gæti, en samt þannig að það yrði ekkert chaos, heldur skipulag upp í topp. Eins mikið og maður vill hjálpa þá er engum greiði gerður með því að hala inn fólki og hjálpa þeim svo ekkert.

Við gátum þetta fyrir fjörtíu árum, við getum þetta í dag.

Líf mitt er ekkert meira virði en líf flóttamanns.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Alpha❤ | 30. ágú. '15, kl: 18:21:53 | Svara | Er.is | 1

ef ég væri í stærra húsnæði þá myndi ég íhuga að hýsa einstakling 

VanillaA | 30. ágú. '15, kl: 18:43:38 | Svara | Er.is | 1

Ójá, það gæti ég sko alveg.

veg | 30. ágú. '15, kl: 18:45:50 | Svara | Er.is | 4

Já við höfum rætt það og ákveðið að opna heimilið fyrir flóttafólki ef til þess kemur. Hvort sem það verða greiðslur fyrir eða ekki.

thobar | 30. ágú. '15, kl: 18:55:04 | Svara | Er.is | 0

Eygló Harðardóttir var nú í fréttum stöðvar 2 að auglýsa eftir fólki sem gæti lagt fram aðstoð t.d með húsnæði fyrir flóttafólk, og hvatti það fólk til að hafa samband.


Hverjir ætla að hafa samband?


Spennandi að sjá hverjir svara.

veg | 30. ágú. '15, kl: 18:56:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Við erum búin að hafa samband, og samkvæmt fjölmiðlum eru hundruðir búnir að hafa samband.

Maríalára | 30. ágú. '15, kl: 21:10:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvar hefur maður samband? Ég vil ekki skrifa á vegginn á facebook viðburðinum. 

raudmagi | 30. ágú. '15, kl: 19:34:22 | Svara | Er.is | 2

Með smá tilfæringum gætum við losað eitt stórt herbergi sem gæti rúmað hjón með tvö börn en það yrði þröngt. Ég væri til í þetta í fyrirfram ákveðinn tíma. Vissulega yrði það þröngt en hægt í einhvern tima.

Sarabía | 31. ágú. '15, kl: 10:15:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það nefnilega þarf ekki svo mikið pláss 1 herbergi með vindsængum til dæmis.

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

ilmbjörk | 30. ágú. '15, kl: 19:36:12 | Svara | Er.is | 1

Vá hvað ég var einmitt að hugsa um þetta í dag! Ég veit ekki hvort mín kommúna sé að taka á móti flóttamönnum, þarf að ath það. Ég er bara því miður í of litlu húsnæði til þess að taka inn fólk :/ annars væri ég meira en til í það!

Máni | 30. ágú. '15, kl: 19:43:24 | Svara | Er.is | 1

Ég get ekki gert það þar sem strákarnir mínir myndu ekki höndla það en ég get veitt aðra aðstoð.

lebba | 30. ágú. '15, kl: 20:27:30 | Svara | Er.is | 10

Á nú eftir að sjá að fólk standi við gefin loforð. Það er falleg hugsun en meiriháttar mál að taka við flóttafólki. Þetta er fólk sem oft á tíðum hefur upplifað svo miklar hörmungar að það er stórskaðað . Það þarf mikla sálfræði aðstoð td og getur ekki tekist á við eðlilegt líf. Sá að ein kona bauð fram mat og húsnæðiskostnað þangað til fólk getur bjargað sér sjálft, það gætu nú orðið mörg ár og kannski aldrei vegna áfallastreituröskunar. Ættum við ekki frekar að reyna að aðstoða fólk heima hjá sér. Að lenda á Íslandi er kannski ekki það sem flóttafólki kemur best. Held td að konunum sem eru á Akranesi og komu hingað sem flóttamenn gangi ekkert sérstaklega vel að aðlagast íslensku samfélagi og kúltúr. Held að fæstar séu að vinna td og öll aðlögun frekar erfið.

1122334455 | 30. ágú. '15, kl: 20:57:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

Aðstoða fólk heima hjá sér? Þú áttar þig á því að þetta fólk á ekkert heimili.

ID10T | 30. ágú. '15, kl: 20:54:33 | Svara | Er.is | 2

Hvað er fólk tilbúið að gera þetta lengi?
Eitt, þrjú eða 5 ár?
Eða kanski alveg ótímabundið?

lebba | 30. ágú. '15, kl: 21:00:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

já ábyggilega allir í stuði eftir svona fimm ár með þrjá á stofusófanum sem eiga allir við andleg vandamál að stríða, og með mikla áfallastreituröskun. Það er voða leiðinlegt að segja það en sannleikurinn er að flestir úr þessum hópum fara aldrei á almennan vinnumarkð, fólkið nær ekki heilsu. Þetta eru framtíðar öryrkjar. Sennilega best að reyna að hjálpa færri og hjálpa þeim þá. Skil ekki svona loforð útí loftið, að ætla að hýsa fólk og fæða.

Allegro | 30. ágú. '15, kl: 21:08:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Hvaðan hefur þú þessar upplýsingar?

1122334455 | 30. ágú. '15, kl: 21:09:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þótt þetta yrðu allt framtíðar öryrkjar þá mun þetta fólk fæða börn sem munu borga allt tilbaka og rúmlega það.

Nói22 | 30. ágú. '15, kl: 21:14:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og hvar á fólkið þá að búa? Ef það er verið að koma fólki fyrir heima hjá öðru fólki að þá þarf þetta fólk samt að fara út af þessu heimili einhvern tímann. Og hvert á það þá að fara? Félagslega húsnæðiskerfið er algjörlega sprungið eftir því sem ég best veit, leiga á almenna markaðnum er gríðarlega há. Hvert ætti þetta fólk að fara?

1122334455 | 30. ágú. '15, kl: 21:26:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það þurfa ekki allir að búa í Reykjavík. Það er nóg pláss úti á landi þótt það sé húsnæðisskortur í borginni.

Nói22 | 30. ágú. '15, kl: 21:28:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og er vinnu þar að fá fyrir fólkið?

Nói22 | 30. ágú. '15, kl: 21:36:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og er nóg pláss úti á landi?

1122334455 | 30. ágú. '15, kl: 21:54:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er nóg pláss já og það hlýtur að vera hægt að fara í átak til að skaffa þeim sem eru vinnufærir vinnu. 

Nói22 | 31. ágú. '15, kl: 04:04:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hvaða átak þá? Og af hverju ætti að vera til vinna þar en ekki fyrir Íslendingana sem eru þar fyrir?

Regndropi | 31. ágú. '15, kl: 08:29:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Veit ekki hvaðan þú hefur það að fólkið sé framtíðar öryrkjar. Ég fann ritgerð á skemmunni um 24 flóttamenn sem komu frá fyrrum löndum Júgóslavíu eftir stríðið þar. Fólkið hafði vissulega upplifað miklar hörmungar, en tveimur árum eftir komuna til Íslands voru allir nema einn að vinna og börnin í skóla. Þessi eini var öryrki, en það er nú ekkert hærra hlutfall en gengur og gerist hjá Íslendingum. Hinir flóttamennirnir semsagt unnu og borguðu sína skatta til ríkisins.

Þetta var bara ösköp venjulegt fólk eins og ég og þú. Langar að búa börnum sínum örugga framtíð, vill vinna og eiga sína íbúð. Ég sá nýlega viðtal við hjón sem komu til landsins í þessum flóttamannahóp og skildist þar að börnin séu mörg langskólagengin og gangi vel hér á landi.

presto | 15. feb. '16, kl: 22:07:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Hmm, hvaða bull er í þér! Vísaðu í heimildir um að þetta eigi við ungversku, víetnömsku eða júgóslavnesku flóttamennina sem komu hingað á sínum tíma! Mér sýnist þú byggja fullyrðingar á fordómum en ekki staðreyndum.

Þönderkats | 30. ágú. '15, kl: 20:59:45 | Svara | Er.is | 1

Ef êg byggi ì stærri íbúð þá já, gæti vel hugsað mér það.

kisugrey | 30. ágú. '15, kl: 21:01:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já. Og alveg sama þó svo að við fjölskyldan verðum að hrúgast saman. 

Medister | 30. ágú. '15, kl: 21:09:58 | Svara | Er.is | 1

Raunhæft þá held ég ekki. Ég hef ekki pláss fyrir aukafólk og held ég myndi ekki höndla ókunnuga inná heimilið. En það er örugglega hægt að hjálpa á einhvern annan hátt.

tjúa | 30. ágú. '15, kl: 21:11:57 | Svara | Er.is | 1

ef ég byggi í stærra húsnæði þá myndi ég ekki hika við að bjóða fram aðstoð. 

Hedwig | 30. ágú. '15, kl: 21:25:00 | Svara | Er.is | 5

Leiðinlegt að segja það en ég gæti það engan vegin. Íbúðin ekki nógu stór til að rúma einhverja í viðbót og finnst erfitt að hafa eitthvað fólk inná okkur. Það er í lagi í eina og eina nótt en í marga mánuði eða ár er ég ekki til í.

Held að það sé meira en að segja það og svakalegt álag að taka inn ókunnugt flóttafólk sem hefur upplifað miklar hörmungar.

Nói22 | 30. ágú. '15, kl: 21:30:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Ég er sammála þessu og ég held að þessi "ég er tilbúin til að taka við flóttafólki" hugsun sé ákveðin múgæsing nánast. Það að fá fólk sem talar ekki málið, hefur gengið í gegnum miklar hörmungar inn á heimilið sitt og það í einhvern tíma er bara meira en að segja það. Held að fólk sé kannski ekki alveg að átta sig á hvað það er mikið mál.

Alpha❤ | 31. ágú. '15, kl: 20:42:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

eða þetta á beautytips þegar unglingsstelpurnar "aww mig langar svo að taka að mér lítið flóttabarn og gefa því heimili"
og svo ein sem er reyndar ekki unglingur spurði hvar hún gæti fengið svona flóttabarn til að bjóða velkomið í fjölskylduna svo lengi sem það yrði ekki ættleitt. Hún spurði svo spes að þetta væri eins og hún væri að spyrja um hvar fæst svona mjólk eða eins og að taka að sér kettling. Svo held ég að margir hugsi ekki út í það að barnið er kannski nýbúið að missa foreldra sína og talar ekki íslensku. Mér finnst eins og margir halda að þetta sé bara eins og að sækja barnið á flugvöllinn og voila búið mál það bara kemur í fjölskylduna þvílíkt happy og ekkert vesen. 
Ég fór svo að pæla hvað eru íslendingarnir að pæla í að hýsa fólkið lengi? þá meina ég þessir sem vilja bjóða herbergi heima hjá sér. 



lebba | 30. ágú. '15, kl: 21:25:23 | Svara | Er.is | 8

Yndislegt hvað margir eru tilbúnir að hjálpa. Nú er um að gera að láta fólk skrifa undir skuldbindingu við flóttafólkið. Að það ætli að fæða og klæða og skaffa húsnæði árum saman, það virðast margir treysta sér í það. Veit ekki af hverju ég held að þetta verði ekki svona þegar á hólminn er komið.

Petrís | 30. ágú. '15, kl: 21:44:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já Lúkas virðist skjóta upp kollinum reglulega í þessu blessaða landi okkar

lebba | 30. ágú. '15, kl: 21:43:09 | Svara | Er.is | 3

Kæra Eygló Harðar. Ég er ekki búsett á Íslandi heldur í Svíþjóð. Það er frábært framtak að taka á móti fleiri flóttamönnum. En ekki má gleyma að sinna þarf hinum sálræna þætti líka. Þetta fólk hefur mátt þola miklar hörmungar í sínu heimalandi. Meira en hægt er að ímynda sér. Heyrði frá einni í gær, sem vinnur sem námsráðgjafi í skóla hérna, um 13 ára sýrlenskan dreng sem var neyddur ásamt fjölskyldu sinni að horfa á hermenn hálshöggva eldri bróður hans. Ef einhver í fjölskyldunni myndi sýna minnstu viðbrögð þá myndu þau einnig missa höfuðið. Þetta er skelfilegt trauma sem að þessi fjölskylda þarf að takast við. Og það eru milljónir þarna úti sem hefur upplifað grimmd, pyndingar og hungur. Sennilega hafði flóttamaðurinn, sem að hnífhögg mæðgin í IKEA hérna í Svíþjóð um daginn haft óuppgert trauma í farteskinu. Fólk verður að geta talað við sálfræðinga og aðra sérfræðinga um það sem það hefur þurft að ganga í gegnum. Ekki bara hrúa því einhversstaðar inn í lítið herbergi og dúsa þar í nokkur ár eins og algengt er í "fyrirmyndaríkinu" Svíþjóð. Fólk þarf meira en bara húsaskjól og mat! Líst vel á framtak Íslendinga að opna heimilin sín. Það er manneskjulega en að hólfa því niður eins og kindum í básum. Gangi ykkur vel. Þetta er mikið verkefni sem að tekist er við. Áfram Ísland!
Tekið af feisbúkk síðunni Kæra Eygló.

Ananus | 30. ágú. '15, kl: 21:52:20 | Svara | Er.is | 1

Ég hef búið með flóttamanni. Okkur samdi vel. 

Emmellí | 30. ágú. '15, kl: 22:12:10 | Svara | Er.is | 2

Nei það gæti ég ekki, því miður (hvorki pláss né þætti mér það bara of erfitt að hafa fólk inni á mér allan sólarhringinn allt árið í kring), en ég væri alveg til í að styðja við bakið einhvernveginn öðruvísi.

orkustöng | 30. ágú. '15, kl: 23:58:18 | Svara | Er.is | 0

spurning um laust húsnæði sem er til nú þegar en ekki nýtt , skrifstofubyggingar, iðnaðarhús . og ef það dugir ekki þá gæti verið hægt að útbúa bústaði úr hinu og þessu , td gömlum rútum , bílum , eða slá´saman afgangstimbri og einangra og þétta með plasti , mikið fellur til af notuðum þakplötum , byrja bara strax að safna. leiða í þetta bráðabirgðaleiðslur með heitu vatni fyrrir ofna td þrýstingslausa er hægt að föndra úr notuðum ofnum . og köldu , og rafmagni. og ræsisrör. búðir henda miklu af mat ...og líka hægt að rækta mikið ef fólkið nennir.

orkustöng | 31. ágú. '15, kl: 00:00:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það gæti verið mikilvægt að byrja að safna byggingarefni sem er hent strax , safna fyrir tímann þörfina sem kemur bráðum, þyrfti að kynna þá hugmynd fyriri yfirvöldum....

orkustöng | 31. ágú. '15, kl: 00:02:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mikið fellur til af bylgjupappa og pappír sem er nothæf einangrun .

orkustöng | 31. ágú. '15, kl: 00:05:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já svo er það gamli góði torfkofinn sem hélt í okkur lífinu , við getum hjálpað þeim að bera grjót í veggina og skera torf , reisa þaksperrur og þverbönd og leggja hrís yfir og tyrfa yfir.

orkustöng | 31. ágú. '15, kl: 00:06:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gæti róið til fiskjar á flekum í góðviðri og kastað með stöng af strönd , já og máfurinn , þar er mikill matur.

orkustöng | 31. ágú. '15, kl: 00:08:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvalkjötið , þarna eru notin fyrir það . spurning með maðk , ætli maður gæti lifað á honum

Herra Lampi | 31. ágú. '15, kl: 00:05:05 | Svara | Er.is | 1

jájá ef ég væri alveg með  pláss fyrir mennskjuna og svo líka eins og gerist með alla með að deila heimili þarf manneskjunni að vera treystandi.
ég er ekkert að fara treysta manneskjunni minna fyrir það að vera flóttamaður samt.

____________________________________________
I am the king of lamps and curtains.

**The lamp will light your way to safety.**

"An apple a day will keep anyone away if you throw it hard enough." Stephen Colbert
If you think anyone is sane you just don't know enough about them.

"ég myndi ekki láta einhvern "líta eftir" dýrinu mínu í tvær vikur. Þannig gerir maður við pottaplöntur" - Andý

Á 3 fallega lampa <3

lýta | 31. ágú. '15, kl: 05:57:01 | Svara | Er.is | 15

Þó að fólk vilji vel, þá er ekki hægt að fara út í svona án þess að hugsa vel og vandlega út í það. Manneskja eða manneskjur sem þurfa að flýja stríðshjáð svæði eru ekki Omaggio vasar, það gerir bara illt verra fyrir alla hlutaðeigandi að fylgja bara straumnum í blindni eins og Íslendingar eru svo vanir að gera.

Það að bjóða fram aukaherbergi eða fullt fæði er bara alls ekki nóg, mikið af þessu fólki hefur upplifað skelfilegt trauma sem veldur ýmsum vandamálum í hegðun og samskiptum, og virkilega mikilvægt er að vinna úr á réttan hátt, með réttum stuðningi, sem getur reynt á gestgjafana. Það er ekki hægt að skilja manneskju eftir fyrir utan Kattholt ef þetta reynist of erfitt fyrir fjölskylduna að höndla.

Við getum hjálpað mun fleirum en við gerum í dag, og það er frábært að fá þessa umræðu upp á yfirborðið og fá fleiri til að taka þátt í svona verkefnum, en plís áttið ykkur á því hvað nákvæmlega þið eruð að bjóðast til að gera.

fabia69 | 31. ágú. '15, kl: 18:52:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

fólk hér hefur ekki hugmynd um hvað það er að bjóða

veg | 31. ágú. '15, kl: 20:26:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er alveg hárrétt, hinsvegar hafa flestir farið út í ýmislegt án þess að hafa nema óljósa hugmynd út í hvað það var að fara, líka áratuga skuldbindingar.
Fólki fylgir vesen og vandræði en líka gleði og hamingja, maður bara dílar við það sem upp kemur jafnóðum. Að jafnað græðir maður miklu meira en maður tapar á að taka þátt í einhverju sem er langt út fyrir þægindahringinn eins og að taka þátt í að koma alslausu flóttafólki í skjól.

svalur12 | 31. ágú. '15, kl: 09:39:27 | Svara | Er.is | 0

Nei.

trilla77 | 31. ágú. '15, kl: 09:54:06 | Svara | Er.is | 2

Kalt mat þá nei og þá aðallega af því að húsnæðið hentar ekki til að taka heila aukafjölskyldu þar inn. Ennfremur veit ég hreinlega ekki hvort við hjónin sem bæði vinnum 100% vinnu og erum með 3 börn þess fyrir utan hefðum andlega bolmagnið til að taka utan um fólk sem kemur að því að ég get aðeins ímyndað mér mjög traumatiserað út úr svona skelfilegum aðstæðum :/

Sarabía | 31. ágú. '15, kl: 10:12:25 | Svara | Er.is | 1

Já.

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

Ljómhildur | 31. ágú. '15, kl: 10:59:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sama hér.

Ljómhildur | 31. ágú. '15, kl: 11:00:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æj átti að fara undr Trillu77 svarið.

spunky | 31. ágú. '15, kl: 19:15:16 | Svara | Er.is | 0

Nei.

daggz | 31. ágú. '15, kl: 19:47:04 | Svara | Er.is | 2

Nei, ég gæti ekki hugsað mér það. Mér finnst ég ekki hafa nóg pláss og þó mér langi mjög svo til að hjálpa fólki þá get ég ekki séð að ég gæti haldið utan um þau (gefið þeim nóg) eins og þau þurfa. Ég á nóg með mig og mína fjölskyldu. Fyrir utan það að þar sem ég bý er alls ekki nægilega gott aðgengi að sálfræðihjálp.

Ég held að ansi margir sem segjast vera tilbúnir í þetta geri sér ekki alveg grein fyrir því út í hvað þau eru að fara. Að hýsa einhvern í örstuttan tíma er eitt en að taka jafnvel heila fjölskyldu að sér í lengri tíma er mikið meira en að segja það.

--------------------------------

Petrís | 15. feb. '16, kl: 17:32:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hlýtur að vera hópur héðan af Bland sem er búin að bjóðast til að taka börnin med de samme

T.M.O | 15. feb. '16, kl: 20:06:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég ætla að gefa mér að fjölskyldur þurfi að uppfylla sömu kröfur fyrir þessi fósturbörn eins og öll önnur fósturbörn hér á landi svo að 90% af venjulegum fjölskyldum útilokast um leið. Það er verið að leita að hinum 10%.

Tipzy | 15. feb. '16, kl: 21:45:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nkl og þess vegna veit ég að ég fengi aldrei að taka að mér flóttabarn þó ég gjarnan vildi. Láglaunafólk, annað öryrki, hitt útlendingur, og hef verið með opið barnaverndarmál og svona.

...................................................................

T.M.O | 15. feb. '16, kl: 21:50:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er einstæð móðir með geðsjúkdóm... held að ég væri varla inni í myndinni. Ég held líka að fæstir af þessum sem gaspra sem mest séu kandídatar.

barnabætur | 15. feb. '16, kl: 21:55:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætli það verði þá nýjasta stöðutáknið hjá flotta liðinu að fá sér einn flóttamann. Svona svipað og að eiga sjaldgæfa hundategund sem enginn annar á.

T.M.O | 15. feb. '16, kl: 22:01:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei.

staðalfrávik | 16. feb. '16, kl: 10:44:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætli örorka ein og sér sé útilokunarfaktor?

.

Tipzy | 16. feb. '16, kl: 13:02:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er spurning, mín er það örugglega samt enda á örorku útaf geðrænum veikindum. En er ekki viss um að örorka útaf líkamlegum vandamálum myndi gera það, en fjárhagur ofl hefur örugglega líka mikið að segja. Það getur verið gífurlegur munur á milli öryrkja í sambúð, einn öryrki getur verið með hátt launaðan maka og bara í fínum málum á meðan annar getur verið með maka á lágmarkslaunum og fjárhagurinn samkvæmt því. Eins hefur náttla líka mikil áhirf hve mörg börn fólk á og hvað kostar að reka þau.  Þannig það er alveg örugglega ekki svo svart og hvítt hversu mikið það hefur að segja að einhver sé öryrki, en þori samt ekki að fara með það hvort það er bara nei sama hvernig aðstæður hjá öryrkjanum eru. Frekar glatað þannig ef það er nei sama hvað.

...................................................................

presto | 16. feb. '16, kl: 23:16:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, getur ekki verið, Öryrki er etv. Einn af fáum hér sem getur kallast "heimavinnandi" - öryrkjar gætu því verið mjög æskilegur valkostur. 

Petrís | 15. feb. '16, kl: 17:33:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Auðvitað eru þetta ekki börn heldur 16 og 17 ára múslimskir karlmenn svo einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að tilbúið heyrnar og sjónleysi þjái góða fólkið á Bland núna

Thorium | 15. feb. '16, kl: 17:44:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Fólk sem hjálpar er ekki endilega "góða fólkið" og fólk sem hjálpar ekki er ekki endilega "vonda fólkið".
Fólk býr við mismunandi aðstæður til að hjálpa. Sumir einfaldlega geta ekki hjálpað.

Petrís | 15. feb. '16, kl: 17:50:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekki skilgreiningin í dag, góða fólkið er fólkið sem telur sig svo miklu  betra en annað fólk, það er svoooo gottt og opið og frjálslynt og óskynsamlegt og kjánalegt og frekt.

Thorium | 15. feb. '16, kl: 17:53:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Greinilega ekki sama skilgreining hjá mér og þér.
Hvort ætli sé rétt eða rangt. Við getum kannski fundið milliveg?

Petrís | 15. feb. '16, kl: 17:56:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver og einn skilgreinir hlutina fyrir sig

Thorium | 15. feb. '16, kl: 17:58:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Langar þig bara að sjá eina hlið. Þína hlið, þar sem þú talar niður fólk sem vill hjálpa öðru fólki?

Petrís | 15. feb. '16, kl: 18:00:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æi góði farðu af þessum háa hesti þínum. Þetta fólk vill ekkert hjálpa öðru fólki það vill að "ríkið" eða einhverjir aðrir sjái um það. Þú sérð nú undirtektirnar hér, sérðu marga koma í þráðinn og segja ég sótti um að taka hálffullorðinn, karlrembukúk frá austurlöndum inn á heimili mitt.

Thorium | 15. feb. '16, kl: 18:00:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Farð þú af þínum há hesti.

T.M.O | 15. feb. '16, kl: 20:08:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

sorrí það er ekki það sama að þykjast vera góður og að vera góður. Fyrsta vísbendingin liggur í hversu mikið þú talar vs. hversu mikið þú gerir.

Þönderkats | 15. feb. '16, kl: 18:43:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég t.d. væri vel til í að taka barn eð ungling inná mitt heimili. Ég bý bara í stúdíóíbúð svo það er ekki pláss fyrir neinn.

Þönderkats | 15. feb. '16, kl: 18:50:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég reyndar vinn úti og er í námi svo ég sé að ég henta ekki.

veg | 15. feb. '16, kl: 19:58:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Samkvæmt fréttum eru margir búnir að bjóða sig fram.

Tipzy | 15. feb. '16, kl: 17:52:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Myndi gera það ef bvn myndi samþykkja mig, en það gera þeir ekki.

...................................................................

Thorium | 15. feb. '16, kl: 17:56:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru þau jafn hrædd við þig og þú ert við þau?

Tipzy | 15. feb. '16, kl: 17:57:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver er hræddur við mig og við hvern er ég hrædd?

...................................................................

Thorium | 15. feb. '16, kl: 17:58:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afsakið. Misskildi.

presto | 15. feb. '16, kl: 22:15:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alfarið heimavinnandi? Neibb, hef það því miður ekki svo gott og et hrædd um að þóknunin jafnist engan vegin á við laun. Vildi samt að þetta gæti komið til greina, að ég ætti stórt húsnæði og þyrfti ekki svo mikið að vinna fyrir mér og mínum.

Grjona | 16. feb. '16, kl: 07:41:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er í öðru verkefni, þessu tengdu.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

superbest | 16. feb. '16, kl: 14:15:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum búin að ræða þetta hérna og maðurinn minn segir þetta af og frá þar sem við erum að troða marvaða við að sjá um okkar eigin börn uppeldislega séð :) Hann var þó tilbúinn að vera "stuðningsfjölskylda" og taka að okkur einstakling þannig t..d. aðra hvorta helgi, sumarfrí og svoleiðis en meira treystir hann sér ekki í að skuldbinda sig í.

Thorium | 15. feb. '16, kl: 17:36:49 | Svara | Er.is | 0

já. ég þarf enga greiðslu frá bænum fyrir fæði og húsnæði en sálfræðihjálp og heisluvernd væri greidd af ríkinu og svo start fyrir fólkið þegar það hefur jafnað sig og getur staðið á eigin fótum.

Horision | 15. feb. '16, kl: 19:59:32 | Svara | Er.is | 0

Nei.

Sigggan | 15. feb. '16, kl: 19:59:42 | Svara | Er.is | 0

Nei gæti það ekki. Get ekki haft gesti nema í nokkrar klst í einu... im that weird

barnabætur | 15. feb. '16, kl: 21:35:33 | Svara | Er.is | 0

Samt mikilvægt að fólk viti hvað það er að fara út í. Margir þessara flóttadrengja eru langt frá því að vera saklaus börn. Konur og stúlkur hafa verið beittar hrikalegu ofbeldi og nauðgunum í flóttamannahópum í Evrópu og gerendurnir eru langflestir unglingsdrengir eða ungir karlmenn sem eru einnig á flótta. Þær forðast meira að segja að borða og drekka svo að þær þurfi sem sjaldnast að nota salerni, þar sem þessir glæpir eiga sér oft stað.

Konur hafa meira að segja útvegað sér getnaðarvarnir áður en þær leggja af stað í hóp með flóttamönnunum af því að þær gera beinlínis ráð fyrir að þeim verði nauðgað og vilja því forðast að verða ófrískar í ofanálag.

Ef þetta væru stúlkur sem vantar heimili, þá myndi ég ekki hika við að hjálpa. Ef þetta eru drengir, ekki séns. Áhugaverð umfjöllun á Rúv um þessi mál hérna fyrir neðan ef einhver vill lesa / hlusta. Meðal annars viðtal við framkvæmdastýru barnaverndar Reykjavíkur.

http://www.ruv.is/frett/kanna-tharf-bakgrunn-og-sogu-barna-a-flotta-vel

presto | 15. feb. '16, kl: 22:02:33 | Svara | Er.is | 0

Það er frábær hugmynd! Mig langar mikið að taka skiptinema en skortir auka herbergi til þess. Ég hef netið þess að fá að búa&gista inni á heimilum fólks í mörgum löndum og finnst það ómetanleg og dýrmæt reynsla. Hef tekið að mér sjálfboðastörf hér heima í þágu innflytjenda og langar að gera meira. Vantar fleiri fermetra finnst mér (en flóttamenn búa vissulega margir miklu þrengra en mín fjölskylda) ef fósturbarn mætti deila herbergi ætti ég etv. Að skoða þetta betur....

Fíbbla | 16. feb. '16, kl: 02:54:38 | Svara | Er.is | 2

Já, tímabundið, einstakling eða einstætt foreldri með ungt barn. Meðan við leituðum í sameiningu varanlegrar lausnar. Aðstaða í stofunni minni er skárri en hrakningar og lífshætta en klárlega ekkert til frambúðar.

Grjona | 16. feb. '16, kl: 07:40:20 | Svara | Er.is | 0

Ef ég hefði pláss já, þá gæti ég vel hugsað mér það.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Thorium | 16. feb. '16, kl: 13:26:06 | Svara | Er.is | 0

Ef að Íslendingar lentu í því sama og segjum Sýrland.
Allt bombað í drasl hjá okkur, allt ónýtt og ekkert rafmagn, enginn matur og allt það.
Eða risa eldgos.

Ætli einhver vilji þá hjálpa okkur? Hvert færuð þið?

Tipzy | 16. feb. '16, kl: 13:50:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eflaust færum við til Portúgal enda helmingurinn af okkar fjölskyldu þar og höfum frítt húsnæði og allt þannig.

...................................................................

Thorium | 16. feb. '16, kl: 14:31:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heppin

Tipzy | 16. feb. '16, kl: 16:17:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ekki bara það heldur höfum við aðgang að öllum mat þarsem við ræktum allt sjálf, allt frá ólívum til áfengis. Svo við þyrftum ekki að hafa miklar áhyggjur af því að svelta.

...................................................................

Thorium | 16. feb. '16, kl: 16:19:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meirháttar. Íslendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur. Það verða allir hjá þér.

Tipzy | 16. feb. '16, kl: 16:20:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe það gæti allavega góður hópur komið með. Tengdó hellir stundum niður nokkur hundruð lítrum af víni.

...................................................................

Thorium | 16. feb. '16, kl: 14:33:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarft bara að redda bát eða flugvél til að koma ykkur þangað.

Thorium | 16. feb. '16, kl: 14:34:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ups enginn flugvöllur engin flugvél. Þú verður að koma ykkur í bát.

Tipzy | 16. feb. '16, kl: 16:16:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og gæti verið nóg að koma okkur yfir til norðurlandana og hægt að fara rest á landi.

...................................................................

Thorium | 16. feb. '16, kl: 16:17:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eigið þið bát?

Tipzy | 16. feb. '16, kl: 16:19:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei en eflaust ekki mikið mál að redda sér bát hér á Íslandi, hvort sem er stolnum eða lánað eða far.

...................................................................

Thorium | 16. feb. '16, kl: 16:21:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannki aðeins meira mál þegar allir fara niður á bryggju á sama tíma til að stela bát. Þú mannst, það er búið að sprengja allt. Mögulega enginn bátur við bryggju nema sprunginn.

Tipzy | 16. feb. '16, kl: 16:43:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stel bara víkingaskipinu á safninu, það fattar engin að gá þar.

...................................................................

mars | 16. feb. '16, kl: 17:05:20 | Svara | Er.is | 0

Ef ég hefði pláss og styttri vinnutíma þá já hiklaust.
En þar sem mitt húsnæði rúmar ekki einu sinni mína eigin fjölskyldu nægilega vel þá þýðir ekkert að spá í það.

smbmtm | 16. feb. '16, kl: 23:51:04 | Svara | Er.is | 0

Hef því miður ekki aðstöðu,, og auk þess hef ég ekki þekkingu hvernig ætti að umgangast fólkið,,, væri samt alveg til í að hjálpa á annan hátt .

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 4.5.2024 | 20:21
Halla Hrund Sætúnið 3.5.2024
Halla Hrund??? Sætúnið 3.5.2024
Af hverju er ég svona mikill meistari? R2 D2 3.5.2024
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 3.5.2024 | 09:08
Rjómasprautur tennisolnbogi 26.12.2015 3.5.2024 | 03:28
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 2.5.2024 | 18:41
Nuddskóli Íslands í FÁ Superliving 30.4.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 30.4.2024 | 20:54
Alvarleg ógn sem engin vill ræða. Zjonni71 30.4.2024
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 30.4.2024 | 18:49
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 30.4.2024 | 18:35
Sjónin komaso 28.10.2008 28.4.2024 | 07:19
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Síða 1 af 48478 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Paul O'Brien, Kristler, Bland.is, Guddie