Gera upp íbúð - kostnaður

Helius | 21. mar. '15, kl: 16:49:10 | 625 | Svara | Er.is | 0

Ég er að spá í að kaupa 200 fm íbúð sem er 40 ára gömul og meira og minna upprunaleg. Þyrfti að setja nýtt eldhús og bað, ný gólfefni, skipta um nokkrar rúður (bara rúðurnar sjálfar), myndi vilja setja hita í gólf í anddyri, eldhús og baðherbergi. Þyrfti líka að setja nýtt parket á alla íbúðina og svo flísar á anddyri, bað og eldhús. Ég reikna ekki með að draga í nýtt rafmagn en kannski þarf eitthvað að vinna í því. Eins gæti komið upp eitthvað lagnamál þegar baðið væri tekið miðað við aldur hússins. Eins myndi ég fá málara til að mála þar sem að það eru margir veggir grófir og örugglega tölvuverð spaslvinna. Við þyrftum meira og minna að kaupa alla vinnu. Þið sem hafið reynsluna, haldið þið að 10 milljónir sé of lítið fyrir þessar framkvæmdir?

Ég er að reikna með:

800 þúsund: tæki, vaskur og blöndunartæki í eldhús (2 ofnar, helluborð, uppþvottavél)
1.5 milljón: innrétting í eldhús og uppsetning (eldhúsið er 15 fm)
1 milljón: parket, listar og dúkur undir (gætum lagt það sjálf)
500 þúsund: hitalagnir í gólf (ca. 25 fm)
500 þúsund: flísar á anddyri, eldhús og bað + vinna (fáum vinnuna á góðu verði)
1 milljón: málningarvinna (þarf að spasla mikið loft og veggi sem eru grófir - myndum fá fagmenn)
1.5 milljón innrétting á bað, blöndunartæki, klósett, vaskur og bað (baðið er 10 fm)
500 þúsund: pípara og smíðavinna á baði
1 milljón: smáhlutir (naglar, spasl og dót - veit af reynslu að það telur fljótt!)
300 þúsund: rúður (veit ekki alveg hvað verðið er á nýjum rúðum - þarf ekki gluggakarma, bara nýtt ger)
500 þúsund: myrkvagluggatjöld og screen fyrir alla glugga
300 þús: rafmagnsvinna og efni
250 þúsund: rífa niður burðarvegg og setja styrktarbita í staðinn

Hvað segið þið sem hafið gengið í gegnu þetta, vantar eitthvað á listann? Og er eitthvað þarna vanmetinn kostnaður?

 

taekjaodur | 21. mar. '15, kl: 17:02:25 | Svara | Er.is | 6

Ég margfalda alltaf allar ágiskanir með pí - það setur mig nærri lagi yfirleitt.
Ég veit ekki hvort að það passar hjá þér. :)

------------
http://oi62.tinypic.com/351s9ah.jpg

LÆKKAÐ VERÐ
Ikea sjónvarpsskenkur - http://bit.ly/1HVkSx4

Lljóska | 21. mar. '15, kl: 17:25:16 | Svara | Er.is | 0

við erum að gera upp um 140 fm hús ætli við endum ekki í 8-9 milljónum. veit ekki alveg með rúðurnar gætu verið dýrara. þarf að draga nýtt rafmagn? ertu að tala um rafmagns hita í gólf eða vatns?
við erum núna í eldhúsinu og innréttingin kostaði tæpar 1,4 milljón og tækin um 700 þúsund ég skoðaði hjá nokkrum og fékk tilboð.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

Helius | 21. mar. '15, kl: 18:06:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reikna ekki með að það þurfi að draga nýtt rafmagn en líklega verður samt einhver rafmagnsvinna. Er að tala um vatnshita. Sá reyndar að ég hafði skrifað 500 þúsund en var búið að fá uppgefið að verðið væri 10 þús per fm þannig að þá yrði sá kostnaður yrði ca 350 þúsund miðað við 35 fm.

Guppyfish | 22. mar. '15, kl: 02:02:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nýtt rafmagn er samt ekki vesen. Vinur minn gerdi thad hjá mér fyrir pizzu og thad tók 20min í 70fm íbúd

Helius | 21. mar. '15, kl: 18:07:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eruð þið að taka allt? Líka rafmagn, lagnir og annað slíkt?

Lljóska | 21. mar. '15, kl: 19:14:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki allt rafmagn en nánast, við hreinsuðum allt úr baðherberginu og allar lagnir nýjar, skólpið lá í gegnum húsið en við létum leggja nýtt beint út úr baðherberginu og svo líka úr þvottahúsinu. í raun þegar við verðum búin verða veggirnir ,ofnarnir og lagnirnar fyrir þá það eina sem er eftir af upprunalega húsinu sem við keyptum, þurftum samt að skipta út kyndingunni fyrir nokkrum árum þegar kviknaði í olíukyndingunnu,settum rafmagnskyndingu.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

dumbo87 | 21. mar. '15, kl: 17:49:08 | Svara | Er.is | 0

ég held þú sért að vanmeta þetta. t.d. held ég að rúður (þekki það samt ekki alveg nógu vel) séu töluvert dýrari en 300 þúsund.


eins vanreiknar maður alltaf hvað iðnaðarmennirnir kosta.


Ég myndi gera ráð fyrir 12-15 milljónum og vera bara ánægð með hverja milljón sem ég væri undir því :)

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

Helius | 21. mar. '15, kl: 18:04:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar eru þetta bara 3 stórar rúður í borðstofunni, ekki fyrir alla íbúðina. En já, ég veit að iðnaðarmennirnir eru dálítið óþekktur kostnaður sem getur orðið hár. Veit það innst inni að það eru meiri líkur á að þetta endi í 13-14 millum frekar en 10! :)

alboa | 21. mar. '15, kl: 18:09:33 | Svara | Er.is | 0

Ertu búinn að fá samþykki fyrir að rífa burðarvegginn? Það getur verið töluverð vinna og þú þarft samþykki, teikningar og annað fyrir því.
Hitalagnir í fjölbýlishúsum geta verið flóknar. Það er ekki alls staðar sem það má (þykkt á steypu og fleira sem spilar þar inn í).


Ég myndi áætla meiri kostnað í ýmislegt á þessum lista en það fer líka töluvert eftir umfangi, hvaðan þið fáið efni og hversu dýrt þið kaupið það. Sama með iðnaðarmenn. Ég myndi ekki spara þar.


kv. alboa

Helius | 21. mar. '15, kl: 18:16:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er tvíbýli og við erum búin að fá verkfræðistofu til þess að útfæra þetta með burðarvegginn og fá samþykkt. Verðið sem ég set þarna er tilboðið sem við erum búin að fá í framkvæmdina sjálfa við að rífa vegginn og setja stálbita í staðinn.

eradleita | 21. mar. '15, kl: 22:04:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur reiknað með endurgreiðslu á 60%af vsk sem þú borgar fyrri vinnu iðnaðarmanna á staðnum.  það fer svo auðvitað eftir hvort þú kaupir það ódýrasta af öllu eða hvort þú kaupir vandaðra og dýrara efni, tól og tæki.

______________________________________________________________________________________________

Regndropi | 22. mar. '15, kl: 08:29:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Endilega leiðréttið mig ef þetta er rangt, en ég held að þeir séu hættir með endurgreiðslu vasksins, semsagt hættir með Allir vinna verkefnið.

Grjona | 22. mar. '15, kl: 08:38:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er hætt að vera 100% endurgreiðsla en er orðið 60% eins og það var áður.
https://www.rsk.is/einstaklingar/skattar-og-gjold/virdisaukaskattur/

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

jökulrós | 21. mar. '15, kl: 22:07:05 | Svara | Er.is | 0

en ljós og eru innstungur og rofar í lagi við eyddum smá í að skipta því út, okkur langaði í dimmer og innstungur voru ekki öruggar.

stjörnuþoka123 | 21. mar. '15, kl: 22:33:52 | Svara | Er.is | 0

Milljón í málningarvinnu, er það ekki dáldið mikið?

arnibo | 21. mar. '15, kl: 22:47:24 | Svara | Er.is | 3

Eg er löggiltur málari og milljón kall virðist frekar sanngjarnt miðað við 200 fm.

arnibo.googlepages.com

arnibo | 21. mar. '15, kl: 22:50:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allt efni er oftast innifalið í tilboðum hjá málurum, svo reyndu að fá tilboð frekar en timavinnu.

arnibo.googlepages.com

Abbagirl | 21. mar. '15, kl: 23:10:58 | Svara | Er.is | 0

Er búið að mynda skólplagnirnar frá húsinu? Það er ekki vitlaust að gera það þegar verið er að taka í gegn.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

hvaða | 21. mar. '15, kl: 23:56:40 | Svara | Er.is | 0

ég keypti 40 ára gamalt hús fyrir nokkrum árum og ég mundi sérstaklega skoða lagnirnar og þakið hvernig er ástandið á því?

UngaDaman | 22. mar. '15, kl: 05:56:33 | Svara | Er.is | 0

Margt þarna er vanmetinn kostnaður, myndi reikna með 15 mill.

Svo er spurning hvort þetta sé þess virði, fer eftir staðsetningu húsnæðis. Já og endilega skoða þakið.

mills15 | 22. mar. '15, kl: 09:29:54 | Svara | Er.is | 0

Fljótt á litið finnst mér þetta nokkuð gott hjá ykkar. Ég er búin að gera þetta. Láttu mynda skolpið. Það sem gæti hækkað er baðið sérstaklega ef þarf að færa tæki, faðu tilboð hjá fyrirtækjum sem og iðnaðarmönnum. Sumir iðnaðarmenn eru með afslætti sem þeir láta ekki ganga til kunnans,fylgstu vel með þessu. Gangi þér vel og þetta tekur alltaf lengri tíma en maður reiknar með

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Síða 8 af 48026 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, tinnzy123, Kristler, annarut123, paulobrien, Guddie