Gjaldþrot - eigin reynsla

einmitt | 9. nóv. '08, kl: 13:25:14 | 1868 | Svara | Er.is | 0
Gjaldþrot
Niðurstöður
 Hef orðið gjaldþrota, alltaf versti kosturinn 11
 Hef orðið gjaldþrota, skárra en að borga skuldina 4
 Hef orðið gjaldþrota, fann ekki mjög mikið f. því 8
 Gæti orðið gjaldþrota, ætla reyna allt samt 50
 Gæti orðið gjaldþrota, hætt/ur að borga 8
 Þarf ekki að hafa áhyggjur af því í náinni framt. 137
Samtals atkvæði 218
 

Þið sem hafið farið í gjaldþrot hvernig er þessi tími sem þið megið ekkert eiga? Er mjög fávís í þessari umræðu, það gjaldþrota fólk sem ég þekki vil ég hreinlega ekki spyrja nánar út í aðstæður þeirra enda er þetta frekar persónulegt mál.
En fáið þið öll launin ykkar greidd út, fáið þið barnabætur og þesskonar? Hvernig lifið þið af, s.s húsnæði, fæði og klæði? Hef heyrt að það sé jafnvel erfitt að stofa debetkortareikning hjá bönkunum.

Megið þið aldrei aftur fá ykkur kreditkort eða yfirdrátt, eða jafnvel bara húsnæðislán?

Langar að vita þetta þar sem sumir eru að sjá gjaldþrot sem auðveldu leiðina út úr vandamálum sínum, en gera sér kannski ekki grein fyrir hversu heftandi þetta er í raun.

Fólk er ekki á eitt sátt hvenær "afplánunartímanum" lýkur. Er maður frjáls mála eftir 10 ár, eða er þetta hangandi yfir manni til eilífðarnóns. Vil helst heyra frá þeim sem hafa gengið í gegnum þetta.

 

skipti | 9. nóv. '08, kl: 13:28:45 | Svara | Er.is | 0

Það er ekki sjálfgefið að þú losnir eftir 10 ár, það nægir að einn kröfuhafi sé langrækinn og endurnýjar kröfuna á 10 ára fresti þá getur hann haldið þér gjaldþrota til æviloka.

einmitt | 9. nóv. '08, kl: 13:31:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En er ekki töluverður kostnaður í því fyrir kröfuhafa? Hlýtur að vera því annars myndu allir gera það.

MUX | 9. nóv. '08, kl: 13:43:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú það kostar en ef kröfuhafinn á háa kröfu og er virkilega fúll þá setur hann það ekki fyrir sig.
Í fæstum tilfellum er það samt gert.

because I'm worth it

kátur | 9. nóv. '08, kl: 13:48:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kostar 250.000 að gera einstakling gjaldþrota.

Life is a bitch....get used to it !

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 13:33:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Krafan fer út af vanskilalista eftir 8 ár, ekki 10 ár eins og allir virðast halda. Kröfuhafinn getur haldið þessu inni hjá Intrum en þú dettur ekki aftur inn á vanskilalista.

Gjaldþrot er mjög erfitt, myndi ekki mæla með því, en stundum er bara ekkert annað val. Það er hins vegar ekkert endirinn á lífinu, lífið heldur áfram.

skipti | 9. nóv. '08, kl: 13:48:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á þessum 8 árum er krafan búin að hlaða á sig vöxtum, kröfuhafi hlýtur því að geta endurnýjað kröfuna og farið fram á áframhaldandi gjaþrot sem þýðir áfarmhaldandi vanskilaskrá.

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 13:55:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tékkaði nú einmitt á þessu þegar ég varð laus minna mála og mér tjáð að þeir gerðu það ekki, of mikill kostnaður og ekkert upp úr því að hafa í langflestum tilfellum.

adaptor | 23. nóv. '19, kl: 18:15:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú ert stick free eftir 2 ár eftir gjaldþrot það er árangurlaust gjaldþrot sem er hægt að elta þig um ókomna tíð

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

adaptor | 23. nóv. '19, kl: 18:16:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

árangurslaust fjárnám átti það að vera

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Dalía 1979 | 24. nóv. '19, kl: 02:52:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

 skuldir hjá ríkinu firnast ekki.eins og skattaskuldir .ríkid heldur fólki fram í raudann daudann allt annad firnist á tveimur árum

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 13:40:00 | Svara | Er.is | 0

Já, þegar þú ert farin út af lista hjá lánstraust getur þú fengið aftur kreditkort og yfirdrátt og lán.

KilgoreTrout | 9. nóv. '08, kl: 13:57:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

.. en ættir líklegast að sleppa því samt..

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 14:01:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allt aðrar aðstæður í dag en þá, varð gjaldþrota út af veikindum en ekki af því að mér fannst svo gott að spreða peningum,

KilgoreTrout | 9. nóv. '08, kl: 14:02:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm.. en sama hver staðan er hjá manni í dag þá ætti maður a sleppa yfirdrætti, lántöku og kreditkortum.. vextir eru bara of háir..

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 14:04:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, svo sannarlega sammála því.

Haffí | 9. nóv. '08, kl: 14:43:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Borgar maður vexti af kreditkortum?

Haffí

Pandóra | 9. nóv. '08, kl: 14:48:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei.

Bara kreditkortaskuld (t.d. veltukort, greiðsludreifing, raðgreiðslur).

Það er ódýrara að nota kreditkort en debetkort, vegna færslugjaldanna af debetkortunum. Þ.e. ef fólk kann að fara með kreditkort og eyðir ekki meiru en það getur borgað.

Haffí | 9. nóv. '08, kl: 14:53:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já soleiðis, sem sagt þegar fólk nær ekki að borga visareikninginn.

Ég er einmitt á fullu í því að nota kreditkortið í allt og græði þá auka innlánsvexti á meðan. Kannski engar stórar upphæðir, en safnast þegar saman kemur.

Haffí

einmitt | 9. nóv. '08, kl: 14:54:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég reyni að setja allar greiðslur á kreditkort því þannig safna ég punktum og þarf ekki að borga færslugjald. Gott að borga líka ferðir með greiðslukorti upp á tryggingar að gera, þ.e ef þú ert ekki með góðar heimilistryggingar. Ef maður væri hins vegar í basli hver mánaðarmót þá væri örugglega betra að fá sér fyrirframgreitt kort.

HEADS | 9. nóv. '08, kl: 13:40:29 | Svara | Er.is | 0

Bankarnir og bílalána fyrirtækin eru verstir með að halda manni gjaldþrota. Og þeir eru alltaf með viðskiptaskrá í krefinu og Þekki þetta því ég þekki nokkra sem hafa orðið gjaldþrota ..

Dóttir fædd í Jan.2000 fædd 14merkur
Sonur fæddur í Mars 2003 Fæddur 14.5merkur
Sonur Fæddur í Jan.2007 fæddur 11,5merkur

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 13:57:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur vel verið rétt hjá þér, þekki ekki þann þátt.

Ofurhetjumamma | 9. nóv. '08, kl: 13:42:12 | Svara | Er.is | 0

Hef ekki verið gerð gjaldþrota en það munaði hársbreydd og vorum við með á tímabili 8 árangurslaus fjárnám og 2 bls hvort á vanskilalista.

Við fengum ekki debetkort, ekki kreditkort,enign lán, ekkert.
Við vorum á flakki á milli húsnæða (4heimili á 1ári) og enduðum svo í íbúð hjá féló.
Hver peningur var talinn og allt skammtað vel niður.
Keyptum ekki föt á neinn vorum heppin að eiga góða fjölskyldu sem að gaf þeim föt þegar þurfti og þeir fengu mikið í afmælis og jólagjafir.
og já það eru 8 ár síðan þetta var. og eins og ég segi við eigum góða fjölskyldu og fengum hjálp annars værum við í þessu enn og hefðum eflaust verið gjaldþrota.

Er ekki viss með laun og barnabætur ef um gjaldþrot er að ræða en í okkar stöðu þá fengum við allt.

____________________________________________________________

kátur
Catsy | 9. nóv. '08, kl: 13:58:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég gat fengið debetkort gjaldþrota, reyndar síhringikort. Annað var ekki hægt að fá, enda engin ástæaða til.

Ofurhetjumamma | 9. nóv. '08, kl: 14:03:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það er víst mismunandi eftir bönkum. fengum debetkort 4 árum eftir versta kaflan.

____________________________________________________________

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 14:05:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur vel verið að reglurnar séu harðari núna, 12 ár síðan ég lenti í þessu.

Knúsi
Ozzy | 9. nóv. '08, kl: 14:47:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þið verðið líka að vita að eftir 4 ár, geta kröfurhafar byrjað upp á nýtt

Knúsi | 9. nóv. '08, kl: 14:49:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já einsog ég segi þeir geta það. En þeir gera það i fæstum tilfellum. Og það eru til lög sem geta hjálpað manni að losna við það.

Ozzy | 9. nóv. '08, kl: 14:53:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ekki rétt hjá þér

einmitt | 9. nóv. '08, kl: 14:34:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekkert dregið af launum eða bótum?

Knúsi | 9. nóv. '08, kl: 14:38:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það er ekki löglegt en veit að sumir hafa reynt það. Þú verður að passa vel þinn rétt. Lögin snúast ekki bara um þann sem þú skuldar þau eru líka til að vernda þig! En ef þú skuldar skatta þá getur skatturinn látið draga af barnabótunum. Og ef þú skuldar meðlag getur tryggingastofnun látið draga það af laununum, en bankaskuldir og aðrar skuldir þá nei það er ekki hægt. Og ef bankinn reynir að taka barnabæturnar þínar þegar þær koma inná reikninginn þinn farðu þá beint í tollstjórann og láttu hann hafa samband við bankann. :)

Seven of Nine | 9. nóv. '08, kl: 18:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju tollstjórann? Væri það ekki frekar skattstjórinn?

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 14:52:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það má ekki fara í laun og bætur.

Asdis Halla | 9. nóv. '08, kl: 14:37:06 | Svara | Er.is | 0

Tel mig nú ekki þurfa að hafa áhyggur af gjaldþroti eins og staðan er í dag og langt því frá! En ef óðaverðbólga og allt er að fara á mun verri veg en við vitum í raun þá veit ég ekkert hvað er verið að bralla þá veit ég hreinlega ekki hvernig ég á að geta svarað þessu.

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 14:53:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gjalþrot er náttúrulega ekkert grín.

Ozzy | 9. nóv. '08, kl: 14:56:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei sammála
og mikil andleg vanlíðan sem fylgir því
fólk er að missa sjálfsvirðingu og traust við að lenda í gjaldþroti

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 15:01:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég missti ekki neina sjálfsvirðingu við að lenda í gjaldþroti, erfið veikindi gera ekki boð á undan sér, ekki eitthað sem ég kaus.

Ozzy | 9. nóv. '08, kl: 15:02:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er ekki að tala um þig sérstaklega heldur almennt
margir missa sjálfsvirðinguna og finnst þeir vera annarsflokks þegn

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 15:05:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Óttalegt bull er þetta í þér.

Ozzy | 9. nóv. '08, kl: 15:12:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

bull?

hvað meinaru eiginlega?

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 15:16:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara nákvæmlega það sem ég segi.

Ozzy | 9. nóv. '08, kl: 15:17:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

?
sem er hvað?

hvað er bull við það sem ég sagði

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 15:20:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bull, sull, gull

ert | 9. nóv. '08, kl: 15:25:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu í alvörunni að halda því fram að það sé sjaldgæft að gjaldþrot hafi áhrif á sjálfsvirðingu fólks?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Ofurhetjumamma | 9. nóv. '08, kl: 15:59:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu þetta er bara ekkert bull sem að Ozzy er að segja.
Að lenda í þessum pakka getur farið rosa illa með sjálstraust,virðnigu og bara almenna andlega og líkamlega heilsu hjá fólki. og ég tala af reynslu og veit um fólk sem að gjörsamlega brotnar niður við að þurfa að ganga í gegnum þetta.

____________________________________________________________

Catsy | 9. nóv. '08, kl: 16:09:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá er það bara ykkar skoðanir og ykkur er frjálst að hafa þær.

Ofurhetjumamma | 9. nóv. '08, kl: 16:16:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já já þú segir það.
Þó að þér hafi fundist það bara allt í lagi að verða gjaldþrota þá á það ekki við alla.
og því miður þá er þetta ekki skoðun heldur staðreynd.

____________________________________________________________

Hygieia | 9. nóv. '08, kl: 15:07:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig grunar samt að í dag mun fullt fullt af "venjulegu" fólki, sem er skuldsett en hefur hingað til staðið í skilum og verið með sína hluti uppi á borðinu, fara í gjaldþrot eða vera ansi nálægt því.
Kannski mun gjaldþrot ekki era jafn mikið persónulegt skipbrot í dagog það var fyrir 3 árum síðan.

miramis | 9. nóv. '08, kl: 15:25:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætlaði að skrifa þetta sjálf en þú gerðir það fyrir mig.

Ozzy | 9. nóv. '08, kl: 15:27:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


held það líka
við erum að fara inn í aðra tíma

en Gjaldþrot hefur gríðaleg áhrif á andlega líðan
og maður hefur líka lesið um það hér

komið innlegg sem einhver er gjörsamlega niðurbrotin

ert | 9. nóv. '08, kl: 15:27:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heldurðu að fólk muni geta yppt öxlum yfir því að ábyrgðir falla á annað fólk sem jafnvel verður þá líka gjaldþrota og því muni finnast í lagi að vera vanskilaskrá?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Arrtó | 9. nóv. '08, kl: 15:57:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Yfirleitt er það nú nokkur ferill áður en að fólk fer í gjaldþrot, fjárnám og uppboð á eignum ef einhverjar eru, ef lánið er með ábyrgðarmanni er hann að sjálfsögðu rukkaður, það er ekki hægt að losna við slíkar skuldir þrátt fyrir gjaldþrot.
Annars er ég fullviss um að gjaldþrotabeiðnum muni ekki fjölga á næstunni, fólk semur um húsnæðislánin sín ef það ræður ekki við þau og heldur ábyrgðarmannaskuldum í horfinu til að skíturinn falli ekki á aðra, fjöldagjaldþrot mun ekki gera ríkinu a la bönkunum neitt gott og kostar sitt í kerfinu fyrir utan gjaldþrotabeiðnina sjálfa og fjölmargir eintstaklingar í vandræðum.

Hygieia | 9. nóv. '08, kl: 18:05:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, vil alls ekki meina það. ég get ímyndað mér að ákveðnar tilfinningar eða hugsanir séu ríkjandi hjá einstakling sem verður gjaldþrota. Get hæglega ímyndað mér, miðað við það litla sem ég hef lesið og heyrt frá fólki í þannig stöðu, að tilfinningar/hugsanir um að vera undir, vera lúser og annað, verði svolítið ríkjandi í hinni andlegri niðurrifsstarfsemi sem nánast alltaf hlýtur að fara í gang við svona atburði.

Afturá móti eru gjaldþort að verða svolítið hversdagleg, ef svo má að orði komast, á þessum síðustu og verstu. Árferðið er bara þannig og þessvegna grunar mig að fólk meti stöðuna og bregðist við á svolítinn annan hátt.

einmitt | 9. nóv. '08, kl: 19:04:33 | Svara | Er.is | 0

Ég reyndar er ekki á leið í gjaldþrot, allavega ekkert fyrirsjáanlegt nema ástandið versni virkilega mikið.
Fór bara að spá í hvernig fólk fer að því að lifa þessi 10 ár + sem þetta ferli tekur. Missir væntanlega allt, getur varla leigt því fæstir leigja fólki á vanskilaskrá, jafnvel búið að valda því að nánir aðilar lendi í miklum vanda. Líka bara þetta venjulega, s.s. tryggingar, áskriftir, starfsframi, t.d bankafólk og lögfræðingar.

zepanita3gmail.com | 15. nóv. '19, kl: 19:33:35 | Svara | Er.is | 0

Hvar getur maður fræðst um ferli gjaldþrots hjá fyrirtækjum.? Ég keypti dýra vöru i Febr 2019 af fyrirtæki sem varð gjaldþrota í oktober 2019 vegna vangoldinna gjalda (virðsaukaskatt). Vöruna hef ég ekki enn fengið. Hefur fyrirtæki í gjaldþrotaferli leyfi til að taka við pöntunum og greiðslum í nafni fyrirtækisins, þegar þetta ferli er komið í gáng.?

tlaicegutti | 23. nóv. '19, kl: 16:46:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mæla með ns.is

donaldduck | 28. nóv. '19, kl: 09:44:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, veit dæmi þess að fyrirtæki var í fullum rekstri frá á mínútuna þegar fulltrúi sýslumans kom og skellti í lás. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Síða 8 af 48834 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Bland.is, Guddie, tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien