Hafið þið gaman af að tala um sjúkdóma ykkar?

og ég | 15. júl. '15, kl: 11:42:17 | 1013 | Svara | Er.is | 0

Ég var að bíða í langri röð í búð um daginn, sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema að ég lenti í að heyra samræður tveggja kvenna sem voru á undan mér í röðinni. Þær þekktust augljóslega og voru að ræða all svakalegan húðsjúkdóm sem önnur var með og einnig barst vefjagigt hinnar í tal. 


Það sem þær nutu þess að fara út í hvert einasta ógeðslega smáatriði, ég skal sko segja ykkur það, þetta var svakalegt. Þær voru líka að berjast við að halda aftur af brosinu (þær áttu jú að vera fullar af þjáningu og þá má ekki brosa) og það var eins og það væri keppni í gangi um hver væri með versta sjúkdóminn. Takið þið eftir þessu hjá fólki í kringum ykkur eða jafnvel hjá ykkur sjálfum? 

 

lalía | 15. júl. '15, kl: 11:47:51 | Svara | Er.is | 20

Mér finnst eiginlega bara ekkert að því að fólk tali um sjúkdóma eða kvilla sem hrjá það. Ekki það að ég hafi einhvern sérstakan áhuga á að heyra um það eða fylgist með af athygli þegar einhver lýsir magabólgunum sínum eða tennisolnboga, heldur finnst mér bara að ef þetta er þaggað niður eða tekið á móti með háði, þá er verið að loka á umræðu um svo margt annað, t.d. króníska sjúkdóma og geðheilsu, sem er bara mjög nauðsynlegt að fólk geti talað um án skammar eða hæðni.

HvuttiLitli | 16. júl. '15, kl: 19:43:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Gulli72 | 15. júl. '15, kl: 11:49:55 | Svara | Er.is | 3

Fólk hefur kannski ekki almennt gaman af því en ef sjúkdómarnir eru alvarlegir getur líf fólks aðalega snúist um þá og þar af leiðandi fer ósjálfrátt að tala um þá. En vissulega er stundum einhver pissukeppni í gangi á milli fólks, þar sem fólk á það til að metast um bókstaflega allt.

og ég | 15. júl. '15, kl: 11:51:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já þetta var einmitt svolítið eins og pissukeppni, ætlaði nú ekki að dæma alla sem tala um sjúkdóma sína og biðst afsökunar á því.

Felis | 15. júl. '15, kl: 11:56:35 | Svara | Er.is | 27

æi núna er ég ólétt og þegar maður er óléttur þá er maður sko ekki veikur, þetta er sko dásamlegasti tími lífs manns og maður á að njóta hverrar sekúntu. Þegar fólk spyr mann hvernig maður hafi það (sem er btw. allt í einu fyrst spurning allra sem hitta mann) þá á maður að segja frá því hvað þetta sé frábært og dásamlegt og hvernig maður sé að plana maraþonhlaup 4 vikum fyrir settan dag osfr. 


En málið er að meðganga er ekki alveg þannig. Amk ekki þessi meðganga. Ég hef aldrei verið jafn mikil gróðrarstía baktería, vírusa og sveppa. Fyrir utan allt annað sem aktually fylgir því að búa til aðra manneskju innra með manni. Ég er alltaf þreytt, ég er með grindargliðnun og oftast eitthvað veik (eða með sveppasýkingu - sem ég fæ btw. annars aldrei!) eða slöpp - já eða amk óglatt (nei meðgönguógleði er ekki bara á fyrsta þriðjungnum, það er ljót míta). Og jú það er gaman að finna hreyfingar og það er gaman að plana komu krakkans. En mér finnst, fjandinn hafi það, ég hafa fullan rétt á því að tala við fólkið í kringum mig um það sem hrjáir mig án þess að fólk haldi að ég sé í einhverri keppni um það hver hafi það mest bátt á meðgöngu. 
Mér finnst að ég eigi alveg að geta sagt upphátt að nei þetta sé ekki besti tími lífs míns, þó að margt sé vissulega mjög jákvætt, án þess að fólk horfi mig hornauga. 


*rantover*

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 15. júl. '15, kl: 12:42:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

en já svo ég bæti aðeins við - þá er fólki eðlilegt að tala um það sem er í gangi í þeirra lífi. Þegar heilsan er léleg þá er oft ansi fátt annað sem kemst að, því miður. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

MadKiwi | 15. júl. '15, kl: 12:00:14 | Svara | Er.is | 0

Nei. Forðast það.

Snobbhænan | 15. júl. '15, kl: 12:05:12 | Svara | Er.is | 1

Nei, en ég er heldur ekki að berjast við neinn sjúkdóm.  kannski finndi ég þörf hjá mér til að tala mikið um það ef ég væri að díla við slíkt.

siolafs
Felis | 15. júl. '15, kl: 13:09:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 34

aumingja konan að eiga tengdamóður sem hefur þetta viðhorf. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

siolafs | 15. júl. '15, kl: 13:11:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef þú værir búinn að fá hvert fjölskylduboðið eftir annað eyðilagt af sjóvinu, sem hægt auðveldlega að sleppa, þá myndir þú skilja mig.

Felis | 15. júl. '15, kl: 13:13:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

nei veistu ég efast um að ég myndi skilja þig
ég myndi hinsvegar mögulega hafa samúð með aumingja konunni

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Helgust | 15. júl. '15, kl: 15:38:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

það er eitthvað af ykkur ef lyfjainntaka hennar skemmir heilu fjölskylduboðin.

presto | 15. júl. '15, kl: 16:07:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

hvers vegna þarf fjölskyldu boðið og lyfja takan að stangast á? hvernig skemmir annað hitt?

Dreifbýlistúttan | 16. júl. '15, kl: 10:42:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það gæti verið fínt að ræða það við hana í stað þess að kvarta undan því á netinu...

og ég | 16. júl. '15, kl: 10:50:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski sér hún það bara á netinu áður....ellllssska svona vitleysinga sem fara á trúnó á bland.is

Helvítis | 15. júl. '15, kl: 13:12:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Vá, hefur þú hugsað út í það hvernig það er að vera með sjúkdóm sem krefst allra þessa?

Ég held að það liggi nú aðeins meira að baki hjá þér en þetta. Þú hljómar eins og tengdó from hell.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

siolafs | 15. júl. '15, kl: 13:16:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég skal skýra málið aðeins. Segjum sem svo að þú þurfir að blanda saman x mörgum efnum, láta þau standa smástund og taka þau inn.
Hægt að gera hvernær dagsins sem er.

Viðkomandi gerir í því að setja blöndunarsjóvið á svið, helst með öllum áhorfendum sem næst í.
Sem best hægt að vera búinn að þessu heima hjá sér.

Máni | 15. júl. '15, kl: 13:19:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og eyðileggur það boð fyrir þér að horfa á fólk blanda lyf og taka þau?

Hefurðu útskýrt þetta fyrir syni/dóttur þinni og tengdadóttur?

siolafs | 15. júl. '15, kl: 13:22:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki að horfa á fólk blanda lyf, heldur athyglissýkin sem liggur í öllu sviðsetta ferlinu í kringum það.

Máni | 15. júl. '15, kl: 13:23:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Ræddu bara við fólkið að sjúkdómurinn hafi svona slæm áhrif á þig. Sjúklingurinn hlýtur að geta tekið tillit til þín.

T.M.O | 15. júl. '15, kl: 14:22:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Og aumingja konan sem heldur að hún sé innanum fjölskyldu sem taki henni eins og hún er. Hún á auðvitað að gera þetta afsíðis svo að fólk sjái ekki athyglissýkina sem hún er greinilega á lyfjum við

siolafs | 15. júl. '15, kl: 14:33:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, eða drullast til að gera þetta heima hjá sér áður en hún kemur, í staðinn fyrir óvelkomna sýningu.

Felis | 15. júl. '15, kl: 15:22:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

eða þú gætir drullast til að vera almennileg manneskja og bara pirrast innra með þér í hljóði. 
þinn pirringur er algerlega þitt vandamál

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

presto | 15. júl. '15, kl: 16:11:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

þú þyrftir að leita lækningar við þínum tilfinningalega vanda.

T.M.O | 15. júl. '15, kl: 16:39:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ef ég væri tengdadóttir þín þá væri ég sennilega búin að segja þér að éta það sem úti frýs nema þú sért týpan sem ég get alveg ímyndað mér að vera rosalega elskuleg við fólk og baknaga það svo um leið og það fer úr augsýn.

musamamma | 16. júl. '15, kl: 10:21:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Elskan mín. Þú hefðir betur alið son þinn betur upp svo hann hefði ekki valið svona druslukvonfang. Samúð.


musamamma

Dreifbýlistúttan | 16. júl. '15, kl: 10:43:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég sé núna hvað ég á heiðarlega og góða tengdamóður...

EinarAskell | 20. júl. '15, kl: 02:59:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur ekki líka verið að hún gerir þetta "show" því hún er með minnimáttarkennd vegna sjúkdómsins, finnst þið/þú ekki trúa að það bjagi ehv á hjá henni, að þið/þú sért með fordóma gagnvart hennar veikindum, ap henni fynnist hún þurfa að gera þetta fyrir framan þig/ykkur til að sanna fyrir ykkur að hún sé með sjúkdóm ekki bara athyglis sjúk? Jafnvel að hún taki lyfin ALLTAF á sama tíma því það henti henni?

presto | 15. júl. '15, kl: 16:11:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hvað er tengdadótturinni gæfi nú barni brjóst í einni fjölskyldu veislunni? þegar hægt væri að gefa því heima eða bara kúamjólk í pela eins ogtíðkaðist hér í senn?

T.M.O | 15. júl. '15, kl: 16:33:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Eða geyma bara barnið heima, gargandi af athyglissýki, truflandi matarboðin.

presto | 15. júl. '15, kl: 16:08:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

hljómar eins og öfund í þér- eða að þú þolir ekki að hún fái/kalli á athygli. Er mikil samkeppni á milli ykkar?

presto | 15. júl. '15, kl: 16:09:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þú ættir bara að labba út úr herberginu og finna annað að gera ámeðan.

Skreamer | 16. júl. '15, kl: 17:18:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ómægad það sem er á þig lagt að þurfa að horfa á einhvern blanda lyfin sín.  HAAAHAAAHAA

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

mars | 21. júl. '15, kl: 20:43:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þurfti að gera blóðmælingu eftir máltíðir þegar ég var síðast ófrísk, fékk meðgöngusykursýki. Reglulega þurfti ég að gera slíkt t.d. í boðum eða með gesti hjá mér.
Ekki varð ég vör við að þetta pirraði fólk.

Helvítis | 15. júl. '15, kl: 13:22:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Og hvað með það?

Kannski hefur það áhrif hvenær dagsins hún tekur lyfið inn, þú veist ekkert um það.

Fyrir utan að mér sýnist á öllu að þú sért að ýkja svo stórlega, því það hlýtur að liggja eitthvað annað að baki til að geta látið svona pirra sig.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

visindaundur | 15. júl. '15, kl: 13:22:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta er örugglega ekki eitthvað sjóv fyrir henni, heldur bara hennar daglega líf.  Eitthvað sem hún þarf alltaf að gera og er örugglega ágætt að gera bara þegar hún hefur ekki önnur verkefni sem hún þarf að gera heldur en bara að drekka kaffi og spjalla.....ég skil ekki þetta viðhorf.  

Felis | 15. júl. '15, kl: 13:25:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þetta hljómar einsog eitthvað sem hún þarf að gera og sem aðrir hafa áhuga á að fræðast um (ekki þú kannski) og því útskýri hún fyrir áhorfendunum hvað hún er að gera. 
Allt mjög eðlilegt. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

siolafs | 15. júl. '15, kl: 13:30:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er einmitt það sem ekki þarf að gera. Það vita allit hvað er að.
Samt þarf að setja upp sýningu og krefjast athygli í hvert sinn.

VanillaA | 15. júl. '15, kl: 13:48:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Vá hvað ég er fegin að vera ekki tengdadóttir þín. Trúi varla því sem ég er að lesa. Að einhver skuli tala svona um veika tengdadóttur sína.

Helgust | 15. júl. '15, kl: 15:39:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

segðu okkur betur frá þessari sýningu

siolafs | 16. júl. '15, kl: 09:15:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ok gefurm okkur að það sé sunnudagur, hádegi og stórfjölskyldan ætlar að fara að borða saman.
Það er hægt að blanda lyfjunum saman og leyfa þeim að bíða þann tíma sem þarf, t.d. í eldhúsinu og taka þau svo.

Nei, í athyglissjúku tilfelli þarf að raða þeim krukkum sem til þarf, mitt á matarborð fjölskyldunnar, svo allir geti nú séð dýrðina.
Blandað meðfram sunnudagssteikinni og látið standa hjá diskinum til að enginn missi nú af neinu.

Felis | 16. júl. '15, kl: 09:21:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ef henni finnst þetta þægilegast - af hverju ætti hún að þurfa að fela þetta?
Getur þú ekki bara horft eittthvað annað? 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

siolafs | 16. júl. '15, kl: 09:26:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er enginn að tala um að fela neitt, heldur bara að taka tillit til annarra.
Með mjög auðveldum ráðum

viltu rétta mér sósuna, nei takk ekki gavisconið það passar illa á kjötið

Felis | 16. júl. '15, kl: 09:51:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ahh já veika manneskjan á að taka tillit til þín en ekki öfugt.... auðvitað

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

og ég | 16. júl. '15, kl: 10:21:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er nú sammála þér með það að það sé ósmekklegt að vera að bardúsast með lyf á matarborðinu. Myndi eiginlega missa matarlystina ef svona sull væri í gangi á meðan ég væri að borða. 

Lilith | 16. júl. '15, kl: 12:12:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afhverju pirrar þetta þig svona? Er vond lykt af þessu? Er þetta eitthvað sem fær þig til að missa matarlystina?

Blah!

Nói22 | 21. júl. '15, kl: 22:33:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það finnst mér nú fáránlegt. En það eru sumir svona. Þeir verða ekki veikir. Þeir verða veiiiiikir *dramakast* og allir í vissum radíus þurfa að vita að þessi manneskja er sko veik.


Kannski er þetta tilraun til að fá vorkun. Gæti verið.

Mistress Barbara | 16. júl. '15, kl: 10:17:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vá hvað ég myndi ekki vilja vera tengdadóttir þín

Skreamer | 16. júl. '15, kl: 17:17:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Úff hvað þú ert ljót að innan.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Máni | 15. júl. '15, kl: 13:20:07 | Svara | Er.is | 1

Eiginlega bara við fólk sem er að ganga í gegnum svipað.

júbb | 15. júl. '15, kl: 15:22:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einmitt það sem ég hugsaði. Ég á það til að ræða veikindin en yfirleitt bara við sama fólkið, þá sem skilja það og vita að stundum þarf maður að pústa. Það eru svo margir í kringum mig sem vita ekkert um það hversu slæm ég er.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 15. júl. '15, kl: 13:29:31 | Svara | Er.is | 10

Ég ætla að taka sénsinn og viðurkenna að ég þoli ekki tal um veikindi. Aðallega svona um flensur og kvef og svona... á vinnufélaga sem er alltaf að kvarta, hausverkur, magaverkur, kvef... jaríjarí


Ég skil alveg að spjalla um fótbrot eða krabbamein samt

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Ígibú | 15. júl. '15, kl: 15:19:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála.

Mangan | 16. júl. '15, kl: 21:32:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála og sérstaklega getur það farið í mig þegar fólk á facebook talar ekki um annað en eigin veikindi ef það er ekki eitt þá er það annað sem er að, skil vel að það er íþyngjandi að vera heilsulaus og tekur á andlegu hliðina en fólk hefur samt ekki áhuga á að hlusta á tal um það alla daga frá viðkomandi því maður hættir að vita hvað maður getur sagt til að hjálpa viðkomandi að líða betur og það sést að fæstir vita hvað þeir eiga að segja því það kommentar enginn orðið eða líkar við færslurnar fyrir utan eina tvær hræður.

T.M.O | 16. júl. '15, kl: 23:04:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

eins og það getur verið gott fyrir fólk að tjá sig um hvernig því líður. Mér finnst miklu miklu verra þegar fólk er að setja alla þessa "ef þú elskar mömmu þína...", "ef þú þekkir einhvern með..." yfirborðskenndu passive/aggressive vælustatusa en ég loka bara á feedið frá þeim. Ef fólki líður betur að segja hvernig því líður skiptir litlu máli hvort þeir fái einhver læk eða athugasemdir. Að fólk viti ekki hvað það á að segja við veika einstaklinga er aldeilis ekkert nýtt fyrir neinn í þeim sporum.

Nói22 | 21. júl. '15, kl: 22:31:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála. Og ég þoli ekki þegar þetta verður einhver pissukeppni. Vinn með einni þannig. Ef ég kvarta undan hausverk að þá skal hún sko láta mann vita af því að hún hafi nú þurft að taka parkodín forte vegna síns hausverks og aldrei hafi hún sko kvartað. maður bara "eh ertu ekki að því núna???"


Alveg magnað hvernig fólk getur látið stundum.

Tipzy | 15. júl. '15, kl: 14:26:12 | Svara | Er.is | 2

Nei leiðist það all svakalega og leiðist að hlusta á það hjá öðrum, fæstir sem ég þekki eru svona en það eru örfáar manneskjur sem velta sér soldið mikið upp úr hverjum einasta verk sem þær finna fyrir.

...................................................................

svarta kisa | 15. júl. '15, kl: 15:36:29 | Svara | Er.is | 1

Ég er eiginlega í þeirri stöðu að öðru fólki þykir "gaman" (áhugavert, geri ég ráð fyrir) að tala um minn sjúkdóm við mig. Ég væri oft til í að láta bara eins og hann væri ekki til staðar :)

presto | 15. júl. '15, kl: 16:03:05 | Svara | Er.is | 0

Það er mjög skiljanlegt að vilja finna viðurkenningu og samúð með raunum sínum- það kemur oft upp metingur um hver á við verra að etja þegar fólk er í þeim fasa (svefnleysi, veikindi, makar, tengdamömmur, vinnan, óheppni osfrv) 

hallon | 15. júl. '15, kl: 16:27:16 | Svara | Er.is | 0

Ég er sjálf með krónískan sjúkdóm sem hefur haft mikil áhrif á mitt líf. Ég hef svona yfirleitt ekki verið að ræða mín veikindi við neinn nema sem ég þekki vel. Stundum þarf maður aðeins að ræða málin. En stundum hins vegar langar mann ekkert til að láta minna sig á hlutina. Ég áttti tvær bekkjarsystur sem alltaf vildu fara á trúnó í partýum og skiptast á veikindasögum en það er ekki staðir og stund að mínu mati . Önnur þeirra eyðilagði fyrir mér nokkur kvöld með að fara að tala um hvað ég liti illa út og hvort þetta væri ekki erfitt hjá mér þegar mér leið kannski bara vel og var að skemmta mér.

Hedwig | 15. júl. '15, kl: 17:41:21 | Svara | Er.is | 0

Ég er með ólæknandi sjúkdóm sem ég tala nú ekki um við hvern sem er, sérstaklega ekki þegar ég var yngri þar sem einkennin eru þess eðlis. Í dag orðin eldri og svona skammast ég mín ekki fyrir einkenni sjúkdómsins og tala hiklaust um hann (þá við fólk sem kemur það við) en það er aðallega svo að fólk viti afhverju ég þarf kannski fyrirvaralaust að hlaupa á klósettið en ekki til að metast eða álíka. Finnst fínt að fólk viti af þessu hjá mér en ekkert sem ég tala náið um við fólk og fæstir vita hversu veik ég hef verið á tímabilum.

Herra Lampi | 15. júl. '15, kl: 18:10:35 | Svara | Er.is | 1

aww en næs.

Eins og þú segjir þá virðist sem þær loksins fundu manneskju sem gat hlustað á allt sem sjúkdómurinn hrjáði þær með án þess að hlustandi ældi og fór.
ég er ekki hissa að þær brostu enda er ekki mikið af fólki sem er til í að hlusta á svoleiðis. Gott hjá þeim að finna hvor aðra!

Svo er náttúrulega geðveik gaman að tala um sjálfan sig.

en svo líka er alltaf gaman að finna manneskju sem er með það sama og þú og veit hvað þú gengur í gegnum og er þá ekki fínt að tala aðeins um það?

____________________________________________
I am the king of lamps and curtains.

**The lamp will light your way to safety.**

"An apple a day will keep anyone away if you throw it hard enough." Stephen Colbert
If you think anyone is sane you just don't know enough about them.

"ég myndi ekki láta einhvern "líta eftir" dýrinu mínu í tvær vikur. Þannig gerir maður við pottaplöntur" - Andý

Á 3 fallega lampa <3

fálkaorðan | 16. júl. '15, kl: 09:43:32 | Svara | Er.is | 5

Já það er rosalega gott að geta rætt þetta við einhvern. Fólk með langvinna sjúkdóma er löngu farið að hlífa maka og fjölskyldu við öllu tali um sjúkdóminn.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Skjálfandi við kertaljós | 16. júl. '15, kl: 10:04:53 | Svara | Er.is | 0

Nei, mér leiðist rosalega að tala um minn sjúkdóm. Svo rosalega að lang flestir, eiginlega allir sem eru ekki í innsta hring vita hreinlega ekki að ég sé að burðast með þetta og mér finnst það bara fínt.

Dosinn | 16. júl. '15, kl: 10:30:36 | Svara | Er.is | 3

Hver ertu ?

Mér finnst ekkert gaman að hlusta á fólk tala um sjúkdóma en það hlýtur að mega tala um þá eins og annað. Ég reyndar sóna oft út þegar fólk sem ég þekki lítið fer að tala um veikindi nálægt mér afþví mér finnst það óþægilegt. Það er mitt vandamál en ekku þeirra.

og ég | 16. júl. '15, kl: 10:37:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er þín versta martröð.

Dosinn | 16. júl. '15, kl: 11:36:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Neiii þú skiptir mig ekki það miklu máli.
Ég vildi bara vita hvort ég ætti að vera umburðarlynd gagnvart þér (afþví þú værir t.d. mjög ung eða værir með fötlun sem gerði það að verkum að þú ert ófær um að sýna fólki skilning.)

TARAS | 16. júl. '15, kl: 11:51:27 | Svara | Er.is | 0

Ég bara veit það ekki, er ekki með sjúkdóm til að tala um. Kannski þætti mér það ef ég hefði sjúkdóm.

daggz | 16. júl. '15, kl: 17:10:30 | Svara | Er.is | 4

Ég tala stundum um mína kvilla. Ekki oft samt held ég. Stundum gæti ég alveg þegið meiri skilning og að fleiri vissu eitthvað um hvað er virkilega að mér.

Ég var að gifta mig um helgina og var auðvitað á fullu að gera klárt. Svo var ég það gáfuð að ég gleymdi lyfjunum mínum og var farin að vinna ansi mikla verki (og taugaverki) og nefni eitthvað að nú þurfi kallinn að koma (hann skrapp í annað verkefni) þar sem mig vantaði að komast í lyfin. Þá spurði tengdó (býr kangt í burtu og þ.a.l. takmörkuð samskipti) hvað málið væri. Ég sagði að mig vantaði ,,dópið mitt". S.s. verkjalyfin því ég væri alveg komin að þolmörkunum mínum. Hún í góðsemi sinni bauð mér paratabs sem hún var með en ég sagði auðvitað að það dyggði ekki til. Þá kom smá á hana og ég áttaði mig að meira að segja tengda fjölskylda mín hefði ekki huuuuuugmynd um hvað væri í gangi hjá mér. Við erum sko að tala um að litla ég hefði tekið 2 parkódín forte þarna (og taugaverkjalyf) og það hefði ekki dugað til, það sló einungis á verstu verkina.

Ég er nefnilega manneskja sem brosi bara og þegi þó mig langi mest til að öskra og grenja og garga af líf og sál. Það er nefnilega eki viðeigandi að ,,væla" og segja frá raunveruleikanum. Fólk vill ekkert heyra það, maður gæti nú verið talinn vera í einhverri pissukeppni!

Stundum langar mig að slá fólk utan undir sem getur ekki stundum gefið sér smá tíma í að skilja, í stað þess að líta á allt sem óþarfa væl eða kvart. Stundum er nefnilega mjög gott að fá smá skilning. Mér til að mynda finnst mjög gott þegar ég er í kringum fólk sem sýnir mér og mínu líkamsástandi smá skilning. Ég vil ekki vorkunn, ég vil ekki endilega hjálp. Ég vil kannski bara ekki endalaust þurfa að segja ,,nei ég get ekki" eða jafnvel gera útaf við mig bara af því fólk vill ekki hlusta. Af fólk vill ekki taka tillit til fólks sem er með ákveðnar takmarkanir. Já eða bara sýna smá skilning með því hve ömurlegt það er vilja gera allt en geta það ekki vegna þess að líkaminn segir nei.

--------------------------------

Skreamer | 16. júl. '15, kl: 17:15:59 | Svara | Er.is | 5

Mér finnst þessar vangaveltur smá ógeðslegar, verð að segja það.  Það er ekkert ógeðslegt við sjúkdóma og þjáningu og í góðu lagi að tala um það.  Það sem meira er að það getur verið gott fyrir sálartetrið að tala um það sem amar að.  Þegar fólk er veikt einangrast það oft og líður illa með sjálft sig, þá er nú gott að hafa einhvern til að geta farið í "pissukeppni" við bara svona til að finna til smá samsvörunar.

Ég hef þokkalega orðið vör við svipuð viðhorf gagnavart umræðu um kynferðislega misnotkun.  Held þú þurfir í smá sjálfsskoðun og verð eiginlega að spyrja þig hvort finnst þér samtal þeirra eða þessi umræða þín geðslegri?

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Galieve | 16. júl. '15, kl: 20:16:02 | Svara | Er.is | 1

Ég er með sjúkdóm og það var mjög mikið áfall fyrir mig að greinast með hann. Ég talaði mikið um hann við alla sem vildu hlusta, reyndar yfir kaffibolla en ekki í röðinni í Bónus, því það hjálpaði mér að vinna úr sorginni að greinast með hann. 


En svo þegar að ég fór að segja fleiri en nánustu frá þessu lenti ég nokkru sinnum í því að vera búin að segja frá og fékk þá  hryllingssögu um frænku/vinkonu/vinnufélaga sem greindist með sama (eða annan) sjúkdóm. Það fannst mér svolítið slæmt.

Skreamer | 16. júl. '15, kl: 23:38:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fólk hefur alveg endalaust þörf fyrir að segja manni að það þekki einhvern sem er með svipaðan sjúkdóm og maður sjálfur jafnvel þótt það sé reyndar ekki þannig og líkindin séu bara yfirborðskennd.  Fólki líður alltaf einhvern veginn betur að geta þóst vera inní málunum og sagt manni hvernig best sé að tækla sjúkdóminn þótt það viti ekkert um hann.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

sumarrós 18 | 21. júl. '15, kl: 20:25:04 | Svara | Er.is | 0

óneii..

GuardianAngel | 21. júl. '15, kl: 21:25:45 | Svara | Er.is | 0

Ég gjörsamlega HAAAAATAAAAAA þegar fólk talar um veikindi sín í tíma og ótíma! Þoli það ekki pg fyllist af viðbjóði yfir svona tali.
Smá er i lagi við og við. En andskotinn hafi það ef eg er ekki komin með uppí kok af "aumingja ég á svo bágt tali". Við mig þá.. alveg sama ef eg heyri svona tal. En eg get bara ekki meir. Margra ára tal og pissukeppni um hver hefur það verst gerði þetta að verkum að eg fæ bara höfuðverk við tilhugsunina.

En þá sem eg flokka mína nánustu mega allan daginn tala við mig og það vita þeir. En annað fólk nei takk. Þegiðu bara ég á nóg með mig og mína.

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

GuardianAngel | 21. júl. '15, kl: 21:27:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En eg held að við tölum öll um lífin okkar. Auðvitað misjafnt hvernig og í hvaða dúr.
En eg meina fólki sem liður illa talar um það. Alveg eins og "pirrandi hressi gæjinn sem eæskar allt og alla og lífið" talar um það. Hahab

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Horision | 21. júl. '15, kl: 22:11:13 | Svara | Er.is | 0

Ég hafði gaman að ræða við mig um geðklofann þar til við læknuðumst. En hvar er ég nú og allir hinir þegar ekkert er um að ræða ? 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Sala á uppstoppuðum fugl FJ-101 2.11.2023 12.11.2023 | 08:52
Nýtt fangelsi??? amma Hulda 25.9.2023 9.11.2023 | 11:48
Hvar fæ ég mjóar og langar ljósaperur? olla2 4.11.2023 8.11.2023 | 07:42
Langalangafi eða -amma hillapilla 25.2.2013 8.11.2023 | 07:12
Dofi í höku og kinnum olla2 7.11.2023 8.11.2023 | 04:47
Langar að gifta mig ...... cambel 30.10.2023 8.11.2023 | 04:44
Hverng væri að allir reportuðu þann sem er Mswave 4.11.2023
Reynsla af uppeldisráðgjöf eða foreldrafræðslu? dagbjortosp 1.11.2023
Langar að gifta mig ...... cambel 30.10.2023 1.11.2023 | 13:31
Tjón, húseigendatrygging eða? adrenalín 31.10.2023
Sojalesitín Gallía 7.6.2011 31.10.2023 | 11:22
boðskort - þvers og krus Harðfiskur 13.8.2015 30.10.2023 | 12:24
Voruð þið ekki svakalega Reva Lewis 10.10.2005 30.10.2023 | 05:59
Bakkabræður í ríkisstórn Íslands ? jaðraka 16.10.2023 27.10.2023 | 20:34
Stefnumótasíður. Frigg 9.1.2012 26.10.2023 | 12:39
Verðbólga - vextir - afborganir jaðraka 25.10.2023 25.10.2023 | 17:11
Egg fitandi? þaþað 13.9.2023 23.10.2023 | 17:40
margskipt gleraugu stubban 22.10.2023
Að vera bráðkvödd/kvaddur perla82 21.7.2014 21.10.2023 | 02:09
Krullurnar og úfið hár eru að gera mig.......... Teralee 21.10.2023
Fermingakjólar sveitastelpa 15.2.2016 19.10.2023 | 07:13
Að mótmæla sektarboði?? ís í boxi 25.4.2005 18.10.2023 | 20:45
Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum jaðraka 13.10.2023 16.10.2023 | 13:19
Hjálp vanjtar pípara núna prompto! Butcer 14.10.2023
Hvað heita vinsæl vikublöð um land allt... EstHer 7.2.2008 13.10.2023 | 21:23
Svart gegnsætt plast Inngangur 13.10.2023
barnateppi hvað stórt? fragola 14.11.2011 13.10.2023 | 07:15
Föstudaginn 13 boðar hamas alþjóðlegan jihad dag Eagleson 12.10.2023
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Síða 7 af 48663 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, Bland.is, Kristler, paulobrien