Háskólaleiðindi

jafna | 24. nóv. '18, kl: 20:21:16 | 166 | Svara | Er.is | 0

Sæl öll. Ég er að velta ýmsu fyrir mér, í raun bara að hugsa upphátt.

Ég útskrifaðist af náttúrufræðibraut úr frábærum framhaldsskóla, mér fannst hann mjög persónulegur og ég kynntist kennurunum gríðarlega vel. Ég leit upp til þeirra, þeir náðu allir svo vel til mín og allt var svo heimilislegt. Það voru þó auðvitað kröfur, enginn afsláttur var gefinn þó svo andinn í skólanum hafi verið æðislegur. Maður lagði hart að sér.

Nú stunda ég nám við raunvísindadeild HÍ og veit ekki alveg hvað mér finnst. Mér finnst eins og það sé verið að gera allt efnið töluvert erfiðara en það er í raun og veru, bara af því að þetta er háskóli og þá er sjálfsagt að öllu sé snúið á hvolf og allt á sterum. Mér gengur þokkalega, en það hefur verið mikið um það að krakkar séu að skipta um deildir eða bara hætt, þetta stökk úr framhaldsskóla yfir í háskóla virðist vera of mikið fyrir marga. Ég hef séð gríðarlega klára og flotta krakka hætta (efnaverkfræði og læknisfræði) vegna ýmissa vandamála, sem mér hefur þótt rosalega sorglegt.

Kennaraskiptingin er í raun þannig að við erum með gamla karla og ungar konur. Gömlu karlarnir finnst mér perralegir og leiðinlegir, hrokafullir og veita manni engan innblástur. Einnig var ég að frétta það fyrir stuttu að einn kennarinn hélt framhjá konunni sinni fyrir nokkrum árum með þáverandi nemanda sínum og eignaðist barn með stúlkunni, sem mér finnst gjörsamlega siðlaust. Þau eru víst enn gift í dag, hann hefur eflaust vælt í henni og sagt að þetta hafi verið eitt skipti, að þetta gerist aldrei aftur, blablabla. Ég sé manninn í allt öðru ljósi.

Mér finnst að próf og verkefni snúist mikið um aukaatriði, að það sé verið að hverfa mikið frá aðalatriðum og spyrja út í hluti sem við nemendurnir könnumst ekkert endilega við.

Ef einhver er með góð ráð um hvernig skal venjast háskólanum og finna ánægjuna, í líkingu við þá ánægju sem maður fann í framhaldsskóla, þá má hinn sami endilega henda inn kommenti. Einnig, ef þið hafið einhverjar svipaðar sögur eða pælingar, þá megið þið endilega segja frá.

Takk.

 

Melodie | 24. nóv. '18, kl: 22:43:35 | Svara | Er.is | 0

Ég held að margir í raunvísindadeildinni upplifi það sama og þú.
Það var altalað í mínu námi hvernig efni sem við lærðum í framhaldsskóla, og var einnig kennt í fyrsta árs kúrsunum í HÍ, var illa framsett og gert miklu flóknara heldur en það var í raun og veru.
Prófin fannst mér oft líka algjör brandari og snúast meira um það að læra einhverjar smáatriðaspurningar úr prófum fyrri ára heldur en að ná heildarmyndinni. Best fannst mér að læra með öðrum þegar hægt var, það hjálpar gríðarlega að fara ekki alveg einn í gegnum prófin.

Nú veit ég ekki hvað þú ert að læra en í raunvísindadeildinni byrja í mörgum fögum rosalega margir á fyrsta ári og svo týnist úr þegar líður á. Fyrsta árið var rosalega ópersónulegt í risastórum áföngum en svo varð fámennara eftir því sem leið á og maður fór að kynnast kennurunum betur og þá sá maður að þau voru flest alls ekki hrokafull og leiðinleg eins og þau litu út fyrir að vera þegar þeir voru með fyrirlestra fyrir kannski 80-100 manns :)
Farðu síðan varlega í að trúa svona sögum eins og þessari hehe, það gekk ein svona svipuð saga um í mínu námi sem að kom síðan í ljós á lokaárinu okkar að var bara ekki sönn.

ert | 24. nóv. '18, kl: 23:03:45 | Svara | Er.is | 0

Nám fyrir flesta aðra en eilífðarstúdenta er ekki markmið heldur leið að markmiði ( oftast vinnu). Kennarar - hvort sem eru perrar eða fávitar - eru bara hindranir á leiðinni. Hvernig maður kemst fram hjá hindrunum er persónu bundið.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Zagara | 25. nóv. '18, kl: 12:57:43 | Svara | Er.is | 0

Fyrsta árið er oft mesta rótið, svo kemur í ljós hvaða nemendur hafa úthald í að klára og þá þjappast hópurinn oft meira saman. Svo eru oft leiðinlegustu kúrsarnir snemma í námi og verða áhugaverðari eftir því sem líður á.


Annars þá verður þú eiginlega bara að hugsa þetta út frá þér. Það er ekki hlutverk kennara að veita þér innblástur, þú þarft soldið að fá hann frá eigin áhugasviðum og út frá þínum markmiðum í námi og svo eftir nám.


Svo skiptir nákvæmlega engu máli fyrir þína framtíð hvort einhver kennarinn hafi haldið framhjá makanum eða ekki. Ekki láta kjaftasögur hafa meira vægi en þær eiga skilið.

ilmbjörk | 26. nóv. '18, kl: 11:11:54 | Svara | Er.is | 0

". Einnig var ég að frétta það fyrir stuttu að einn kennarinn hélt framhjá konunni sinni fyrir nokkrum árum með þáverandi nemanda sínum og eignaðist barn með stúlkunni, sem mér finnst gjörsamlega siðlaust. Þau eru víst enn gift í dag, hann hefur eflaust vælt í henni og sagt að þetta hafi verið eitt skipti, að þetta gerist aldrei aftur, blablabla. Ég sé manninn í allt öðru ljósi."



Ertu í líffræði? Ég einmitt frétti þetta um gamlan kennara.. er algjörlega sammála þér í þessu öllu saman, var í líffræði fyrir nokkrum árum..
Prófin voru líka langoftast einhver páfagaukalærdómur! Eitthvað sem maður þarf aldrei að gera í atvinnulífinu, verið að spyrja um eitthvað sem maður getur alltaf flett upp!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Halla Hrund??? Sætúnið 3.5.2024 7.5.2024 | 22:53
matvandur/matvondur villemo 6.3.2014 7.5.2024 | 14:09
Rjómasprautur tennisolnbogi 26.12.2015 7.5.2024 | 02:39
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 7.5.2024 | 02:34
Veisla-party-game Catalyst 23.10.2010 7.5.2024 | 00:12
Fríhöfnin nonnih 6.5.2024
Fun supermarket Laurakuhlman 6.5.2024
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 6.5.2024 | 07:11
Halla Hrund Sætúnið 3.5.2024
Af hverju er ég svona mikill meistari? R2 D2 3.5.2024
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 3.5.2024 | 09:08
Nuddskóli Íslands í FÁ Superliving 30.4.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 30.4.2024 | 20:54
Alvarleg ógn sem engin vill ræða. Zjonni71 30.4.2024
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 30.4.2024 | 18:49
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 30.4.2024 | 18:35
Sjónin komaso 28.10.2008 28.4.2024 | 07:19
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Síða 1 af 48681 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Paul O'Brien, paulobrien, annarut123, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler