Hlöllabátar - dónaleg framkoma starfsmanns

Joplin | 11. júl. '11, kl: 17:39:40 | 4583 | Svara | Er.is | 9

Ég vildi bara deila þeirri framkomu sem ég varð vitni af á föstudaginn!

Ég og vinkona mín fórum á Hlöllabáta (bílinn niðrí bæ)
aðfaranótt laugardagsins og pilturinn sem afgreiddi okkur var hinn mesti dóni.
Ef það skiptir máli þá er vinkona mín ca 10 kg of þung.

Samtal þeirra:

Vinkonan: Ég ætla að fá einn skinkubát
pilturinn: þrjá skinkubáta?
vinkonan: Nei, nei bara einn
Pilturinn: ertu viss um að þú viljir ekki þrjá?
Vinkonan: uuu... nei, ég ætla bara að fá einn bát
Pilturinn: svona stelpa eins og þú torgar auðveldlega þremur bátum
Vinkonan: Eitt spurningarmerki og átti engin orð
Pilturinn: Ég meina, þú lítur þannig út að hlýtur að borða allavega þrjá
Svo hló hann og hló...... og við löbbuðum bara í burtu og sögðumst ekki versla við svona dóna og þá hló hann enn meira!

Vinkona mín fór næstum því að gráta yfir þessum dónaskap. Þvílík niðurlæging hjá þessum strákasna.

Mig langaði bara að deila þessu með ykkur og vona að eigendur Hlöllabáta hugsi sig betur um þegar ráða á starfsfólk, ef þeir vilja halda viðskiptavinum!!!

 

Helga 123 | 11. júl. '11, kl: 17:41:42 | Svara | Er.is | 21

Ömurleg framkoma, hringið og kvartið.

aftereight | 11. júl. '11, kl: 19:27:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er ekkert hægt að hringja og kvarta við manninn sem á þetta, hann er ekki að fara að hlusta á hana eða neinn annan.

ID10T | 8. jan. '16, kl: 08:03:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju heldur þú það?

hillapilla | 2. feb. '16, kl: 20:22:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Kannski að hann sé hættur, svona fimm árum síðar..?

ladymarmalade | 11. júl. '11, kl: 17:42:56 | Svara | Er.is | 8

eg myndi fara með þetta lengra! -Þoli ekki svona ógeðis dónaskap!

.••●‎..••●‎..••●‎..••●‎..••●‎..••●‎..••●
Happiness is not having what you want. It's wanting what you have..

Joplin | 11. júl. '11, kl: 17:43:41 | Svara | Er.is | 1

Æi, bilin hafa skroppið saman. þetta er allt í belg og biðu :/

barastelpa | 11. júl. '11, kl: 17:44:06 | Svara | Er.is | 5

Jáhá !! Er vinkonan búin að hringja í yfirmann eða eiganda Hlölla og láta vita af þessu ?

__________________________________

Ég syng bara um lífið....

Joplin | 11. júl. '11, kl: 17:46:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, hún er ekki búin að því :/

Allegro | 11. júl. '11, kl: 18:19:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ráðlegg henni að tala við þá. Þetta er starfsmaður sem ekkert eðlilegt fyrirtæki vill hafa á launaskrá. Hún væri vikilega að gera þeim greiða.

Sjálfri finnst mér mun heillvænlegra að kvarta fyrst hjá þeim aðilum sem málið varðar. Síðan sjá til og meta hvort það sé ástæða að gera málið opinbert.

xyxyxyxy | 11. júl. '11, kl: 18:23:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Einmitt, greinilega glataður starfsmaður.

No more

stormur80 | 11. júl. '11, kl: 18:28:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

lemti í svipuðu á búlluni fyrir norkum árum,stuttu eftir að hún opnaði.ætlaði að panta mér hamborgara..þá sagði afgreiðslumaðurinn að hann héldi nú að ég hefði ekki gott því...

Feitur,flottur og fjallhress!!!!;)

xyxyxyxy | 11. júl. '11, kl: 18:37:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

HAAAAHAAAHAA, pældu í því hvers konar þunnildi svona fólk er.

No more

TurdFerguson | 11. júl. '11, kl: 17:45:52 | Svara | Er.is | 8

Láta vita auðvitað. Ef herra Hlölli vill hafa svona lýð í vinnu hjá sér þá vil ég ekki versla þar.

skarpan | 3. feb. '16, kl: 02:29:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Herra Hlölli er löngu búinn að selja staðinn... stelpurnar hans voru að opna nýjan stað í fyrra, Juniorinn

F-moll | 11. júl. '11, kl: 17:46:45 | Svara | Er.is | 8

Starfsmaður að flassa heimsku sinni á kostnað fyrirtækis & viðskiptavina. þarfnast einhver Hlöllabáta ?

xarax | 11. júl. '11, kl: 17:49:26 | Svara | Er.is | 8

Ég kannast við fjölskylduna sem á þetta, þau eru öndvegisfólk sem væri mjög ósátt við svona vinnubrögð hjá starfsfólkinu. Mæli með að vinkona þín sendi þeim línu eða hringi, svona ruddaskapur á ekki að líðast.

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

Fargmöldun | 11. júl. '11, kl: 18:30:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Eigandinn afgreiddi mig einu sinni niðri í bæ, fyrir nokkrum árum, og ég bað um rækjubát. Svo þegar ég var að borga þá fattaði ég að ég var með einkaklúbbskortið með mér og datt í hug að nýta það. Eigandinn varð sótrauður í framan og svoleiðis jós yfir mig skömmunum að ég kynni ekki mannasiði og ég veit ekki hvað og hvað. En ástæðan fyrir þessari reiði var að ég átti að sýna kortið í upphafi viðskiptana (sem ég vissi alveg, ég var bara búin að gleyma kortinu) en það sem hann var að hugsa og missti svo út úr sér að allir sem sýna einhvers konar afsláttakort eða miða fá gamalt brauð frá deginum áður eða þar áður en ekki nýtt !!!
Alveg hreint öndvegis fólk.

micro | 12. júl. '11, kl: 15:23:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

oj bara :S

daffyduck | 3. feb. '16, kl: 12:52:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bs

Abba hin | 3. feb. '16, kl: 17:08:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef lent í þessu líka, nema með skólaskírteini.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

GoGoYubari | 11. júl. '11, kl: 17:57:17 | Svara | Er.is | 1

Oj bara! Djöfulsins dóni. Láta vita af svona vitleysingum!

sadex | 11. júl. '11, kl: 18:08:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afsakið dónaskapinn í mér,Það var víst bara venja að hrækja upp í hann strax !!!! En þetta eru ekki afgreiðslumenn nú til dags þetta eru bara vélmenni sem engin þjónustulund er í.Og það er svo hrikalega dýrt þarna marr......

stormur80 | 11. júl. '11, kl: 18:01:41 | Svara | Er.is | 0

Ömuleg framkoma....

http://hlollabatar.is/index.php?option=com_contact&Itemid=3

Feitur,flottur og fjallhress!!!!;)

xyxyxyxy | 11. júl. '11, kl: 18:03:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sorry gaur en ekki rétta fyrirtækið. Hlölli seldi stóran hluta af rekstrinum og er held ég bara með staðinn uppá Höfða og svo vagninn niðrí bæ.

No more

stormur80 | 11. júl. '11, kl: 18:05:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það eru nú allir staðinir þarna nema sá uppá höfða

Feitur,flottur og fjallhress!!!!;)

xyxyxyxy | 11. júl. '11, kl: 18:07:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hún var að versla í vagninum í Lækjargötu ekki satt? Hann er ekki talinn upp þarna og ekki heldur staðurinn uppá Höfða en Hlölli á þann stað og vagninn en ekki þessa staði sem eru taldir uppá síðunni. Seldi þá.

No more

Joplin | 11. júl. '11, kl: 18:11:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta gerðist í vagninn á Lækjargötunni.

Stofnfruma | 11. júl. '11, kl: 18:05:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sé ekki betur en að þær hafi ætlað að versla við vagninn niðrí bæ?

xyxyxyxy | 11. júl. '11, kl: 18:07:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt það sem ég var að segja.

No more

stormur80 | 11. júl. '11, kl: 18:08:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vagnin er þarna...hann er á ingólfstorgi...Það er bara einn hlölli nirðí bæ

Feitur,flottur og fjallhress!!!!;)

xyxyxyxy | 11. júl. '11, kl: 18:10:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vagninn er ekki á Ingólfstorgi heldur niðrí Lækjargötu. Hlölli á Ingólfstorgi er í húsi. Vagninn er bara á kvöldin og nóttunni um helgar.

No more

stormur80 | 11. júl. '11, kl: 18:11:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æ já skil núna..hélt að hún meinti því hann leit út einusinni eins og bíll.

Feitur,flottur og fjallhress!!!!;)

xyxyxyxy | 11. júl. '11, kl: 18:14:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil þig.

No more

xyxyxyxy | 11. júl. '11, kl: 18:12:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://www.facebook.com/hlollabatar you see.

No more

Nói22 | 11. júl. '11, kl: 18:12:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt það sem ég var að pæla. Eru fleiri en einn Hlölli niðri í bæ? Er ekki bara Hlölli á Ingólfstorgi?

Stofnfruma | 11. júl. '11, kl: 18:12:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

okey fatta þig nuna, hver á þá vagninn og staðinn upp á höfða? er hlöllabatar og hlölli ekki sama fyrirtækið eða?

xyxyxyxy | 11. júl. '11, kl: 18:14:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hlölli þessi upprunalegi sem stofnaði þetta á vagninn og Hlöllabáta á Þórðarhöfða. Hann seldi restina og það er rekið af einhverjum öðrum undir sama nafni.

No more

Stofnfruma | 11. júl. '11, kl: 18:22:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já fann þetta allt saman á netinu loksins þegar ég nennti að googla :) fann eigandann http://www.facebook.com/hlodver.sigurdsson sú sem setti inn upphafsinnleggið ætti að senda honum skilaboð á facebook

stormur80 | 11. júl. '11, kl: 18:05:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://hlollabatar.is/index.php?option=content&task=view&id=1&Itemid=24

Feitur,flottur og fjallhress!!!!;)

xyxyxyxy | 11. júl. '11, kl: 18:09:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvorki vagninn né staðurinn uppá Ártúnshöfða eru taldir upp þarna. Hlölli seldi stóran hluta af rekstrinum og á bara núna vagninn og staðinn uppá Höfða.

No more

Klóakrotta | 11. júl. '11, kl: 18:14:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver á þá hina staðina?

xyxyxyxy | 11. júl. '11, kl: 18:18:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vörulagerinn ehf

No more

Noja | 11. júl. '11, kl: 20:10:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann heitir Sigurður sem á Hlölla á móti UNO.

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

stormur80 | 11. júl. '11, kl: 18:15:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en má hann samt vera með vagnin á svipuðum slóðum og fasti staðurinn og vera undir sama nafni?

Feitur,flottur og fjallhress!!!!;)

xyxyxyxy | 11. júl. '11, kl: 18:17:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er bara prívat nafnið hans, heitir Hlöðver og jú ætli hann hafi ekki gengið þannig frá samningum.

No more

stormur80 | 11. júl. '11, kl: 18:19:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

meinar...

Feitur,flottur og fjallhress!!!!;)

Joplin | 11. júl. '11, kl: 18:11:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hún er búin að senda kvörtun! ;)

The island | 11. júl. '11, kl: 18:15:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gott hjá henni, þetta er alveg óþolandi dónaskapur!

Allegro | 11. júl. '11, kl: 18:21:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flott hjá henni.

lanadana | 11. júl. '11, kl: 19:36:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff gott að hún lét vita, svona lætur maður ekki viðgangast!

TheMuffin | 11. júl. '11, kl: 18:13:13 | Svara | Er.is | 0

OMG!! kemur fólk virkilega svona fram! djös dóni!! ojj!

Do the muffin, the muffin, shake shake the muffin...

2ndSky | 11. júl. '11, kl: 18:23:57 | Svara | Er.is | 0

Þetta er nu fullgroft ... greyið stelpan :/

little miss | 11. júl. '11, kl: 19:25:08 | Svara | Er.is | 0

oj bara!! þvílíkur viðbjóður!!

YulBrynner | 11. júl. '11, kl: 19:38:13 | Svara | Er.is | 5

Ömurlegt að heyra. Nonni og félagar hefðu tekið vel á móti ykkur.

musamamma | 11. júl. '11, kl: 19:43:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við vorum nú samt alltaf þekktari fyrir góðan mat en þjónustulund. Hefði samt aldrei dottið í hug að sýna svona dónaskap.


musamamma

YulBrynner | 11. júl. '11, kl: 19:47:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þið? Ertu/varstu í Nonna-krúinu?

musamamma | 11. júl. '11, kl: 19:50:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er mesta gribba sem unnið hefur a Nonna.. var þar í 14 ár.


musamamma

YulBrynner | 11. júl. '11, kl: 19:52:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá veit ég alveg hver þú ert. Þú hefur búið til svona átta kílómetra af bátum fyrir mig late næntís.

musamamma | 11. júl. '11, kl: 19:54:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kúl ;) Vona að ég hafi verið góð við þig, þú átt það alveg skilið.


musamamma

YulBrynner | 11. júl. '11, kl: 19:57:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þakka þér, já þú varst aldrei með derring. Eftir á að hyggja gæti ég best trúað að þú værir vélmenni. Hefurðu látið athuga það?

musamamma | 11. júl. '11, kl: 20:03:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LOL nei ég ætti kannski að láta kíkja á mig ;)


musamamma

DirtyBlonde | 11. júl. '11, kl: 22:02:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OG MIG!

fæ mér aldrei Hlölla, bara Nonna.

-------------------
http://lefunny.net/wp-content/uploads/2012/11/How-girls-look-at-other-hot-girls-lefunny.net_.gif

musamamma | 12. júl. '11, kl: 00:45:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

;)


musamamma

Chaos | 11. júl. '11, kl: 19:41:42 | Svara | Er.is | 0

En ömurleg framkoma. :( Auðvelt að segja það en maður á bara að vorkenna svona fólki, frekar en að taka nokkuð mark á því. Já og klárlega láta yfirmanninn vita. Ég fer stundum á Hlölla Ingófstorgi og þar eru bara frábærir starfsmenn.

FebruarGull | 11. júl. '11, kl: 19:42:04 | Svara | Er.is | 0

Argasti dónaskapur :/

the fruit cake lady | 11. júl. '11, kl: 19:47:04 | Svara | Er.is | 0

Vá, hringja og kvarta!

..............................................

Dance until your feet hurt. Sing until your lungs hurt. Act until you’re William Hurt.



http://andymcelfresh.com/files/index/images/fruitcakelady.jpg

proposal | 11. júl. '11, kl: 20:09:37 | Svara | Er.is | 1

ÆÆ..þetta var illa sagt af honum..var þetta ungur strákur segiru? og hvar var þetta?
Ég þekki einn sem er búinn að vera að vinna hjá hlölla í möörg ár og hann myndi ekki líða svona framkomu starfsmanna. :/

Joplin | 11. júl. '11, kl: 20:18:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þetta var frekar ungur strákur, dökkhærður, og þetta var í Hlöllavagninum.

proposal | 11. júl. '11, kl: 21:31:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ok,ég þekki mann sem vinnur í vagninum,eldri maður. En vá ef ég væri yfirmaður einhvers sem léti svona út úr sér fengi hann að fjúka á staðnum :/

Greebo | 11. júl. '11, kl: 20:18:07 | Svara | Er.is | 2

Ojj bara... Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég myndi lenda í þessu, er töluvert of þung og með nákvæmlega ekkert sjálfsálit, hefði ábyggilega aldrei þorað að fara út að kaupa mér mat aftur... :S Á nú nógu erfitt með það nú þegar. Vona að þessi starfsmaður fái það sem hann á skilið, hnuss!
Minnir mig á þegar ég og stelpa sem ég vann með vorum að máta vinnuföt og það voru ekki til nógu stórar buxur á hana (geðveikt asnaleg snið og litlar stærðir), og þá sagði afgreiðslukonan við hana "já þú ættir kannski bara að slaka aðeins á neyslunni í matarhléunum", vinkona mín hljóp út hágrátandi, mér fannst þetta viðbjóðslega illa sagt og gargaði á afgreiðslukonuna. Hún skammaðist sín ekki neitt.

---
Yesss nanny...

xyxyxyxy | 11. júl. '11, kl: 20:21:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður á að stíga á löppina á svona liði, fast.

No more

6610 | 11. júl. '11, kl: 21:24:53 | Svara | Er.is | 27

Sæl.

Ég skrifa hér fyrir hönd Hlöllabáta og eiganda staðarins Hlöðvers Sigurðssonar. Hlölli sjálfur á Hlöllabáta á Bíldshöfða 5a og svo er hann einnig með umræddan vagn í Lækjargötu um helgar.

Ég er dóttir hans og hann bað mig um að svara þessum ummælum.

Honum og okkur þykir miður að lesa þessi ummæli, þó viljum við þakka fyrir að fá upplýsingar um framkomu starfsfólks okkar því svona starfsfólk þarf virkilega að taka sig á ef það vill halda sinni vinnu - þetta er ekki framkoma eða þjónusta sem við viljum veita.

Við viljum endilega fá að gera eitthvað fyrir þig og vinkonu þína þó það bæti kannski ekki þessa framkomu. Eina sem við getum gert er að biðjast velvirðingar á þessu og vona að þú takir afsökunarbeiðni okkar.

Endilega sendu mér/okkur upplýsingar um þig og vinkonu þína í skilaboðum og ég/við munum hafa samband við þig í tölvupósti.

Kær kveðja,
Hlölli í Hlöllabátum.

doddi111 | 11. júl. '11, kl: 21:57:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

kvöldið
ég er þessi ömurlegi starfsmaður og er alveg í mínusi yfir þessu og tek fulla ábyrgð á því sem ég sagði.
samræðurnar fóru nokkuð á þennan veg enn var áætlunin aldrey að særa neinn né móðga.
ekki var ég að reyna að gefa í skyn að vinkonan væri í neinni yfirþyngd heldur að hún væri svöng eins og allir sem koma og versla hjá hlölla. er ég með þann lélega húmor að bjoða oft upp á marga báta í stað þess að kaupa bara einn helst bara að kaupa einn af öllum.

enn aðalega þá vill ég biðjast innilegrar afsökunar um frammkomu mína og þykir þetta mjög leitt að ég hafi sært vinkonu þína. og þykir vænt um að geta fengið þetta tækifæri til að koma þessu til hennar.

Íris Ósk | 11. júl. '11, kl: 22:10:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Ég mundi bara sleppa því að vera með húmor í afgreiðslu, það virkar mjög sjaldan og er í besta falli pínlegt og í versta falli særandi fyrir kúnnann. Einbeittu þér bara að því að vera kurteis og röskur í afgreiðslu.

Briella | 12. júl. '11, kl: 00:52:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki rétt hjá þér, húmor vikar oftast vel í afgreiðslu

Nói22 | 12. júl. '11, kl: 12:41:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ekki ef starfsmaður hefur svona lélegan og dónalegan húmor. Þá er best að sleppa honum.

Nói22 | 11. júl. '11, kl: 22:14:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

En þegar þú sást að hún tók þessu "gríni" þínu ekki vel, af hverju baðstu ekki afsökunar? Af hverju fórstu að hlæja? Og það eftir að þær voru búnar að segja hvað þeim þætti þú dónalegur?

Og hvað er málið með að segja við kúnna að hann líti út fyrir að geta borðað þrjá Hlöllabáta? Þegar manneskjan er bara að panta og biður um einn bát? Fattarðu sjálfur ekki hvað þú ert dónalegur?

sibbz | 11. júl. '11, kl: 22:32:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

frekar léleg yfirbreiðsla yfir dónaskapinn sem þú sýndir kúnnanum. Ef þú værir starfsmaður hjá mér þá væriru búinn að fá spark í rassinn og út fyrir þröskuldinn!!

Hef einu sinni orðið vitni af svona hjá starfsmanni sem var að vinna undir minni stjórn.... well sá starfsmaður mætti ekki aftur í vinnu daginn eftir.

Briella | 12. júl. '11, kl: 00:58:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Flott hjá þér að biðjast afsökunar

sigmabeta | 12. júl. '11, kl: 14:53:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ætla að biðja þig um að hætta að horfa á Gillz, fyrst þú ert með Gillz heilkennið, sem lýsir sér í ömurlegum húmor, mannfyrirlitningu og hroka og svo því að bæta við "Hey, bara djóki djóki"

En þú ert nú samt örugglega maður að meiri.

koddapudi | 12. júl. '11, kl: 19:41:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst þetta hræðilega fyndið. Ég er í yfirvigt og hefði tekið þess létt.. en því miður eru mennirnir misjafnir.

sjift | 12. júl. '11, kl: 00:40:45 | Svara | Er.is | 2

Vá, þetta er vel yfir línuna. en samt hlölli er ógeðismatur sem á ekki að borða. vandamál leyst .

sveri | 12. júl. '11, kl: 00:44:05 | Svara | Er.is | 1

Mig langar að benda á að Hlölli og Hlöllabátar er ekki sama fyrirtækið. Hlölli er þessi umræddi bíll/vagn og staðurinn upp á Höfða. En Hlöllabátar er á Ingólfstorgi, Smáralind, Spöngini, Faxafeni, Lóuhólum og Selfossi. Þetta er algerlega óstættanleg framkoma hjá stafsmanni! Ættir að hafa samband við Hlöðver sem rekur Hlölla og kvarta.

Unbeliever | 12. júl. '11, kl: 13:03:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hlöðver er nú löngu búinn að heyra þetta og búið að skrifa hér inn fyrir hönd hans.

Arriba | 12. júl. '11, kl: 13:05:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvernig getur fólk verið visst um að vikomandi nikk séu að skrifa fyrir hönd Hlölla nú eða viðkomandi starfsmanns? Þetta eru bara nikk.

~~~~~~
Common sense is not so common

Unbeliever | 12. júl. '11, kl: 13:10:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er svo bláeygð, ég trúi fólki alveg 100% þangað til það talar af sér.

Arriba | 12. júl. '11, kl: 13:18:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég held að ég sé eitthvað að forherðast - kenni BLERblanddvölinni um það sem og versnandi stafsetningarkunnáttu :Þ

~~~~~~
Common sense is not so common

Askepot | 12. júl. '11, kl: 00:45:51 | Svara | Er.is | 0

ohh, nú langar mig í Hlölla!

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

Chaos | 12. júl. '11, kl: 12:35:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig líka. En bara Hlölla frá Ingólfstorgi. Finnst aðrir ekkert spes.

Pandóra | 12. júl. '11, kl: 12:38:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Bara þegar ég er mjög drukkin. Hef reynt að borða Hlölla edrú, það var ekki gott.

Briella | 12. júl. '11, kl: 00:50:55 | Svara | Er.is | 0

Eðalfólk þar á ferð. Fyrir um 4 mánuðum þurfti ég að biðja mann að yfirgefa verslunina sem ég vinn hjá. Hann var blindfullur klukkan svona 13 á miðvikudegi. Hann var merktur Hlöllabátum bak og fyrir, s.s. í starfsmannagallanum! Ég lét þá líka vita af því...

Briella | 12. júl. '11, kl: 00:59:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þori ekki að fullyrða hvort hann var merktur hlölla eða hlöllabátum....fyrst þetta er ekki sami hluturinn haha

reykjavíkurstelpa | 12. júl. '11, kl: 00:51:41 | Svara | Er.is | 0

Vá hvað ég hefði brjálast !!

johannagg90 | 12. júl. '11, kl: 12:17:57 | Svara | Er.is | 0

Ég hef lent líka í dónalegum starfsmanni niðri í bæ. Það var þó ekki á bílnum heldur sjoppunni sjálfri ef þú veist hvað ég meina. Ég héllt þó að hlölli á höfðanum væri skárri heldur en hinn hlöllinn. En tvímælalaust hringja þetta inn.



Hæhæ getiði hjálpað mér aðeins..
setja like á þessa síðu: http://www.facebook.com/pages/Fanta-sumar/218751781491904
og svo þessa mynd
http://www.facebook.com/photo.php?fbid=230859800281102&set=a.230859510281131.63882.218751781491904&type=1&theater

seinust | 12. júl. '11, kl: 13:01:10 | Svara | Er.is | 0

Vá hvað mig langar í hlölla núna.... jommí :D

haukur78 | 12. júl. '11, kl: 13:23:47 | Svara | Er.is | 2

Hringdu og kvartaðu. Mæli svo með að þú verslir við Nonnabáta sem eru ekki nema svona 10x betri. Auk þess er eigandinn mjög oft að vinna og er alltaf hinn almennasti og til í spjall:)

Elinagar
kristals sápa | 12. júl. '11, kl: 14:23:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já einmitt, þarna komstu með það. Snillingur ertu!

Elinagar
stormur80 | 12. júl. '11, kl: 14:28:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Dettur þér ekkert í hug að feitt fólk geti verið feitt af annari örsök?.t.d vegna skjaldkirtils,efnasamskipta eða álíka???

Feitur,flottur og fjallhress!!!!;)

Elinagar
stormur80 | 12. júl. '11, kl: 14:33:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ert að tala soldið útum rassgatið á þér núna..ég er sjálfur mjög þykkur en sæki ekki mikið á svona staði t.d..Það er brauð og gos sem er mesti veikleikn hjá mér.

Feitur,flottur og fjallhress!!!!;)

Elinagar
stormur80 | 12. júl. '11, kl: 15:16:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gaman að snúa útúr???

Feitur,flottur og fjallhress!!!!;)

Elinagar
stormur80 | 12. júl. '11, kl: 15:20:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er að tala um venjulegt brauð sem maður kaupir útí búð..ekki brauð á skyndibitastað...

Feitur,flottur og fjallhress!!!!;)

Elinagar
Elinagar
sigmabeta | 12. júl. '11, kl: 14:55:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og er þá við hæfi að starfsfólk í sjoppum og skyndibitastöðum niðurlægi feita?

Elinagar | 12. júl. '11, kl: 15:14:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég sagði hér að ofan að nei akkurat þeir eiga að halda kjafti og vinna vinnuna sína, eru a.m.k. að fá laun vegna þessara einstaklinga

sigmabeta | 12. júl. '11, kl: 15:20:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En bíddu þetta er það sem er umræðuefnið hér, hvort það sé við hæfi að starfsfólk komi þannig fram við feita, við erum ekki að tala um hlutfall feitra og grannra á skyndibitastöðum.

Elinagar | 12. júl. '11, kl: 15:38:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda var ég að segja að starfsfólk á skyndibitastöðum á að halda kjafti ef einhver það eru feitir kúnnar ÞAR SEM ÞEIR ERU STÓR KÚNNAHÓPUR og ekki gott fyrir fyrirtæki að fæla burtu viðskiptavinina alveg sama hvernig holdum þeir eru

sharps | 12. júl. '11, kl: 16:10:07 | Svara | Er.is | 0

ojjj er ekki í lagi!?!

Ég var einusinni vitni af því í Hlölla uppá Höfða að það stóð ein starfstúlka yfir annari starfstúlku og hraunaði svoleiðis yfir hana, ítti henni frá og kallaði hana fávita á meðan þær voru að búa til bátana, ég fékk bara illt í magann ég vorkenndi stelpunni svo mikið, þetta var alveg hátt og snjallt fyrir framan kúnnana, mér leið ekki vel þarna inni og fer ekki þangað inn aftur

madda88 | 7. jan. '16, kl: 13:28:16 | Svara | Er.is | 0

Gvuð hvaða hlollabatar var þetta?

nefnilega | 7. jan. '16, kl: 13:33:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Til hvers ertu að uppfæra 5 ára gamla umræðu?

Brindisi | 7. jan. '16, kl: 14:04:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

ég vil framhald, er gaurinn ennþá að vinna hjá Hlölla, er vinkonan ennþá í yfirvigt, fengu þær bætur, það er svo mörum spurningum ósvarað

Joplin | 2. feb. '16, kl: 13:22:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heyrðu ætli þetta mál hafi ekki bara hjálpað vinkonunni í baráttunni við aukakílóin, því hún er ekki með þessi aukakíló lengur. En eigandinn svaraði á þessum þræði um að hann ætlaði að hafa samband en það gerðist aldrei.

Svo veit ég ekki um starfsmanninn, vonandi er hann búinn að þroskast :)

HvuttiLitli | 7. jan. '16, kl: 13:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kemur mjög skýrt fram.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

smbmtm | 2. feb. '16, kl: 15:15:21 | Svara | Er.is | 0

OIJ djöfulsins dóni,,, vinkona þin hefði átt að svara hressilega fyrir sig,,, en skil samt alveg hún hefur að sjálfsögðu ekki átt von á svona dónaskap... díses á ekki til orð....urrrr

Kaffinörd | 3. feb. '16, kl: 01:02:35 | Svara | Er.is | 1

Jiiii ég held aldrei framhjá Nonna. Annars er Hlölli upp á Höfða margfallt betri en hinir staðirnir.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
boðskort - þvers og krus Harðfiskur 13.8.2015 30.10.2023 | 12:24
Voruð þið ekki svakalega Reva Lewis 10.10.2005 30.10.2023 | 05:59
Bakkabræður í ríkisstórn Íslands ? jaðraka 16.10.2023 27.10.2023 | 20:34
Stefnumótasíður. Frigg 9.1.2012 26.10.2023 | 12:39
Verðbólga - vextir - afborganir jaðraka 25.10.2023 25.10.2023 | 17:11
Egg fitandi? þaþað 13.9.2023 23.10.2023 | 17:40
margskipt gleraugu stubban 22.10.2023
Að vera bráðkvödd/kvaddur perla82 21.7.2014 21.10.2023 | 02:09
Krullurnar og úfið hár eru að gera mig.......... Teralee 21.10.2023
Fermingakjólar sveitastelpa 15.2.2016 19.10.2023 | 07:13
Að mótmæla sektarboði?? ís í boxi 25.4.2005 18.10.2023 | 20:45
Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum jaðraka 13.10.2023 16.10.2023 | 13:19
Hjálp vanjtar pípara núna prompto! Butcer 14.10.2023
Hvað heita vinsæl vikublöð um land allt... EstHer 7.2.2008 13.10.2023 | 21:23
Svart gegnsætt plast Inngangur 13.10.2023
barnateppi hvað stórt? fragola 14.11.2011 13.10.2023 | 07:15
Föstudaginn 13 boðar hamas alþjóðlegan jihad dag Eagleson 12.10.2023
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Síða 7 af 47993 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123