Hrotur.

fjola77 | 14. jún. '18, kl: 01:49:25 | 53 | Svara | Er.is | 0

Vitið þið um eitthvað sem virkar vel gegn hrotum???? ?

 

Júlí 78 | 14. jún. '18, kl: 08:31:10 | Svara | Er.is | 0

Er ekki mögulegt að þú sért með kæfisvefn? Ég myndi  annars ráðleggja þér að tala við háls-nef og eyrnalækni. En þetta fann ég á netinu inn á heilsan.is:
Sjálfhjálp til að lækna hrotur

Það er margt sem þú getur gert sjálf(-ur) til þess að hætta að hrjóta.

Lífstílsbreytingar

 • Minnkaðu bumbuna og fækkaðu aukakílóum. Bara örlítið þyngdartap getur dregið úr fituvef aftarlega í hálsi og hjálpað til við að minnka hrotur.
 • Hreyfing getur líka hjálpað. Lyftingar til að styrkja hendur, lappir og maga, til dæmis, geta leitt til þess að vöðvar í hálsi styrkist einnig, sem getur dregið úr hrotum.
 • Hættu að reykja. Það er mjög líklegt að þú hrýtur ef þú reykir. Reykurinn hefur ertandi áhrif á himnu í nefi og hálsi sem veldur þrengslum í öndunarfærum.
 • Forðastu áfengi, svefnpillur og róandi lyf, sérstaklega fyrir háttatíma, því þetta slævir hálsvöðvana og hefur áhrif á öndun. Ræddu við lækni um lyfseðilsskyld lyf sem þú ert að taka þar sem sum geta valdið dýpri svefni og þar af leiðandi verri hrotum.
 • Komdu reglu á svefninn. Búðu til fasta rútínu með maka þínum um hvað þið gerið áður en þið gangið til náða og haldið ykkur við það. Að hafa svefnvenjur í rútínu gæti hjálpað til við að sofa betur og dregið úr hrotum.

Prófaðu að gera þetta áður en þú ferð að sofa:

 • Snýttu þér. Stíflað nef hindrar innöndun býr til tómarúm í hálsinum sem veldur hrotum. Sumir mæla með Neti pot en aðrir með alls konar tegundir af nefúða. Finndu það sem hentar þér best.
 • Hugaðu að rakastiginu í svefnherberginu. Er mjög þurrt loft? Þurrt loft getur ert himnu í nefi og hálsi. Kannski gæti rakatæki hjálpað.
 • Þú gætir auðveldað öndun með því að hafa um 10cm hærri kodda. Þetta gæti hjálpað tungu og kjálka til að færast framar. Það eru til sérstakar tegundir af koddum sem hjálpa til við að draga úr hrotum og tryggja að þétta ekki um of að hálsvöðvum.
 • Forðastu að drekka koffín og borða þungan mat, helst ekki mjólkurvörur, tveimur tímum áður gengið er til náða.
 • Sofðu á hliðinni. Forðastu að sofa á bakinu þar sem þyngdaraflir togar tunguna aftar í hálsinn og hindrar öndunarveg.
 • Hvenær þarf að leita til læknis út af hrotum?

  Hrotur geta stundum verið viðvörunarmerki fyrir annað, alvarlegt vandamál. Læknir getur kannað önnur undirliggjandi vandamál eins og til dæmis kæfisvefn eða önnur vandamál sem tengjast öndunarerfiðleikum í svefni. Pantaðu tíma hjá lækni ef maki þinn hefur tekið eftir einhverju af eftirfarandi:

  • Þú hrýtur hátt og þunglega og ert þreytt(-ur) yfir daginn
  • Þú hættir að anda skyndilega eða er eins og þú sért að kafna áður en þú andar aftur eðlilega
  • Þú sofnar skyndilega á undarlegustu tímum, til dæmis í miðju samtali eða yfir matnu

  Læknir getur vísað þér á sérstaka svefnrannsókn þar sem þú ert látinn sofa með mælitæki. Ef niðurstaðan verður sú að hroturnar stafi ekki af óreglu í öndun eða svefni þá er hægt að skoða mismunandi meðferðarúrræði sem hægt er að beita sérstaklega gegn hrotunum.

fjola77 | 14. jún. '18, kl: 10:02:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já gæti verið kæfisvefn.Takk kærlega fyrir þetta.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Gullkort vs Classic kort (kreditkort) ingvibs 21.1.2019
Gjaldþrot og bílasamningur Nonnispes 16.1.2019 21.1.2019 | 12:17
Rúm T100 21.1.2019 21.1.2019 | 11:59
Barn í sama herbergi og einstætt foreldri bjorn788 20.1.2019 21.1.2019 | 11:05
Besta Þvottavélin? bakkynjur 21.1.2019 21.1.2019 | 02:57
Bilalán eða leiga Janefonda 20.1.2019 21.1.2019 | 01:27
Innanhússhönnuður? blandari101 19.1.2019 21.1.2019 | 01:27
Reynerí og letrozole oskin10 13.1.2019 20.1.2019 | 22:40
Vandræði með rúðuþurkur í Renault Clio Skogaralfurinn 18.1.2019 20.1.2019 | 20:39
Prósentureikningur dvergur93 19.1.2019 20.1.2019 | 13:54
ÓÉ bústað ti leigu E1 20.1.2019 20.1.2019 | 13:34
Eplatré - ræktun epla í Reykjavík kaldbakur 18.1.2019 20.1.2019 | 11:01
Eru hommar kannski menn? helleluv 18.1.2019 20.1.2019 | 08:17
Er Bjarni Ben góður maður? BjarnarFen 12.1.2019 20.1.2019 | 03:28
Alda Karen Scam? sollap87 16.1.2019 19.1.2019 | 22:06
Konu og bóndadagur SantanaSmythe 19.1.2019 19.1.2019 | 21:51
Húsaskipti, síður? túss 19.1.2019 19.1.2019 | 21:31
Sálfræðingur bergma 14.1.2019 19.1.2019 | 20:45
Stundvís tannlæknir á höfuðborgarsv.? sbgk 15.1.2019 19.1.2019 | 20:31
Athyglissýkin í svona liði er alveg mögnuð - getur ekki verið í sambandi án bdsm spikkblue 19.1.2019 19.1.2019 | 20:28
Elskurnar munum eftir smáfuglunum, isbjarnamamma 19.1.2019 19.1.2019 | 20:19
Staðreynd - sósíalistar eru viðbjóðslegir pervertar spikkblue 18.1.2019 19.1.2019 | 00:35
ég skil ekki hvað er að gerast Twitters 15.1.2019 18.1.2019 | 23:30
Endurhæfingalífeyrir og stéttarfélag! Babygirl 15.1.2019 18.1.2019 | 23:22
Ég er að koma útúr skápnum sem reverse trans gender uyaeo 20.6.2015 18.1.2019 | 23:14
Einhver sem mælir með sálfræðingum Höfðabakka eða góðum sálfræðingi? uppsala123 18.1.2019
Er einhver á Hvammstanga hérna? Nonnispes 18.1.2019
Þið sem eruð með bakflæði---plís hjálp KUSIKUSI 26.3.2012 18.1.2019 | 14:04
Hótel á Tenerife teings 17.1.2019 18.1.2019 | 12:35
Ketó mataræði vs.engin gallblaðra kvk68 29.8.2018 18.1.2019 | 12:08
er að spa i að fara a tenirife Hovima Jardin Caleta hefur einhver farið a þetta hotel kolmar 18.1.2019
Rofi fyrir loftpúða?? Sigurður Páll1 14.1.2019 18.1.2019 | 09:05
Brexit - skiftir útganga Breta úr ESB nokkru fyrir okkur ? kaldbakur 15.1.2019 18.1.2019 | 00:36
Hvar eru beinin ? Dehli 17.1.2019 17.1.2019 | 21:31
Afskiptaleysi eða eitthvað annað CF40 16.1.2019 17.1.2019 | 18:29
Stilnoct PepsíMax 15.1.2019 17.1.2019 | 18:10
Gjaldþrot og langur armur LÍN Krummi Karvelsson 15.1.2019 17.1.2019 | 17:34
Eignir lífeyrissjóða á Islandi yfir 4000 milljarðar króna ! kaldbakur 17.1.2019 17.1.2019 | 16:53
gras notandi50 16.1.2019 17.1.2019 | 13:13
Legja herbergi en er með 2 börn aðrahvora helgi Bubbi187 7.1.2019 17.1.2019 | 12:22
Rafmagn út sófa?? tégéjoð 13.1.2019 16.1.2019 | 21:09
Þið sem hafið farið til Asíu. sankalpa 16.1.2019
Harmsögur - gerandameðvirkni daggz 11.1.2019 16.1.2019 | 17:38
Eru hommar kannski menn? helleluv 12.1.2019 16.1.2019 | 08:42
Flutningur á milli bæjarfélaga og sérstakar húsaleigubætur HebH 13.1.2019 15.1.2019 | 20:50
Karlar fjölþreifnari en konur ? Jafnrétti eða jafntefli ? kaldbakur 12.1.2019 15.1.2019 | 19:32
Legnám vs klippa á eggjaleiðara? rbp88 14.1.2019 15.1.2019 | 18:11
Ennþá með bleiu á næturnar, hvað get ég gert? EyRnAsLaPi 13.1.2019 15.1.2019 | 16:17
Framhjáhald Gurragrísla 6.1.2019 15.1.2019 | 11:23
Cherrios hollustu nammi angel99 13.1.2019 15.1.2019 | 00:42
Síða 1 af 19684 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron