Húfutetur

Barónessa von Himpigimp | 29. nóv. '09, kl: 21:10:51 | 14362 | Svara | Er.is | 10

Þessi fer í jólagjöf en hnátan mín fékk að vera módel. Mér finnst húfan svo ógurlega krúttleg að ég held ég geri aðra handa henni. :)
Garn: Sportsgarn úr Europris
Prjónar #4
Uppskrift: http://www.straw.com/cpy/patterns/baby_pixiehat2.html
Ég fitjaði upp 74 lykkjur í byrjun.

 

___________________________
Prjón er þerapía: http://www.flickr.com/photos/pjusken/

Barónessa von Himpigimp | 29. nóv. '09, kl: 21:11:11 | Svara | Er.is | 0

SKYYYYR!

___________________________
Prjón er þerapía: http://www.flickr.com/photos/pjusken/

hojamungo | 29. nóv. '09, kl: 21:22:15 | Svara | Er.is | 1

Jiiiiidúddamíja húfan er ÆÐI og stelpan er aaaalgjört krútt !!! =)

Mirella | 29. nóv. '09, kl: 21:22:42 | Svara | Er.is | 0

Hún er æði! Og fyrirsætan jemin hvað hún er sæt.

Pandóra | 29. nóv. '09, kl: 21:32:32 | Svara | Er.is | 0

Ofsalega falleg húfa :)

hugmyndalaus | 29. nóv. '09, kl: 21:35:22 | Svara | Er.is | 0

namm þessi er geðveik... og blómið enn æðislegra.

Rökkurrófa | 29. nóv. '09, kl: 21:52:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá þessar (húfan og stelpan) eru ekkert smá flottar

°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°
Tölur - Hjálpartæki prjónalífsins - Garn - Skart - Töskur - ofl ofl
ÍSLANDSHNAPPAR - HESTAHNAPPAR - HRÚTAHNAPPAR

http://www.facebook.com/home.php#!/pages/Hella-Iceland/Oll-med-Tolu/131105400267204?ref=sgm

°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°

Fiat | 29. nóv. '09, kl: 21:55:58 | Svara | Er.is | 0

Hvað er skyrstelpan gömul? Svona til að fá hugmynd um stærðina :)

Barónessa von Himpigimp | 29. nóv. '09, kl: 21:57:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún er tveggja ára en húfan er aðeins í stærra lagi á hana, er hugsuð fyrir þriggja ára frænku hennar. :)

___________________________
Prjón er þerapía: http://www.flickr.com/photos/pjusken/

Fiat | 29. nóv. '09, kl: 21:59:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þær eru báðar æðislegar, húfan og stelpuskottið :)

Bambus | 29. nóv. '09, kl: 21:56:09 | Svara | Er.is | 0

Æðisleg húfa og stelpan súpersæt líka :) Þarf að reyna að komast í gegnum þessa, er eitthvað hrædd við uppskriftir sem ekki eru á móðurmálinu, en þessi er greinilega vel þess virði að prófa!

Bambus

Barónessa von Himpigimp | 29. nóv. '09, kl: 22:00:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir það, veistu ég mæli 100% með þessarri uppskrift fyrir þá sem eru að byrja að lesa enskar uppskriftir. Þær gerast varla einfaldari.
Eini gallinn við hana er að það er dálítið erfitt að meta hvað maður þarf að fitja upp margar lykkjur til að fá passandi húfu. Ég fitjaði fyrst upp 66 og sú varð of lítil, svo 82 en sú varð í stærra lagi. 74 var töfratalan í þessu tilfelli. :)

Á móti kemur að það tekur í mesta lagi einn dag að gera húfuna svo það er enginn heimsendir þótt maður þurfi að rekja upp. :)

___________________________
Prjón er þerapía: http://www.flickr.com/photos/pjusken/

Bambus | 29. nóv. '09, kl: 22:02:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok, flott, en breyttir þú henni ekki eitthvað, sé það koma heilir garðar hjá þér fremst, sem er ekki á myndinni sem fylgir uppskriftinni?

Bambus

Barónessa von Himpigimp | 29. nóv. '09, kl: 22:06:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já reyndar tók ég upp lykkjur meðfram hlutanum sem snýr fram á ennið og prjónaði nokkrar umferðir. Heklaði síðan eina fastapinnaumferð í kringum allt opið með grænu, fannst húfan svo 'hrá' eitthvað án þessarra viðbóta. Svo gerði ég þriggja lykkju i-cord bönd í hana.
Ég sem sagt fylgdi ekki leiðbeiningunum í uppskriftinni nákvæmlega hvað varðar frágang. :)

___________________________
Prjón er þerapía: http://www.flickr.com/photos/pjusken/

smusmu | 29. nóv. '09, kl: 23:33:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er svo léleg í þessu að ég er bara ekki að skilja þessa uppskrift. Sá þessa einmitt um daginn og fannst hún svo krúttleg en sá ekki fram á að geta klórað mig í gegnum uppskriftina :/

Barónessa von Himpigimp | 29. nóv. '09, kl: 23:47:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hérna er fljótleg þýðing, vonandi hjálpar hún eitthvað:

Fitja upp 98 lykkjur og prjóna fjórar umferðir af stroffi (2 sléttar, 2 brugðnar)

5. umferð: 6 sléttar, (2 brugðnar, 2 sléttar) þar til 6 lykkjur eru eftir, 6 sléttar.

6. umferð: 6 brugðnar, (2 sléttar 2 brugðnar) þar til 6 lykkjur eru eftir, 6 brugðnar.

7. umferð: eins og 5. umferð

8. umferð: 8 sléttar, (2 brugðnar, 2 sléttar) þar til 8 lykkjur eru eftir, 8 sléttar.

9. umferð: 8 brugðnar, (2 sléttar ,2 brugðnar) þar til 8 lykkjur eru eftir, 8 brugðnar.

10. umferð: eins og 8. umferð.

11. umferð: 10 sléttar, (2 brugðnar, 2 sléttar) þar til 10 lykkjur eru eftir, 10 sléttar.

12. umferð: 10 brugðnar, (2 sléttar, 2 brugðnar) þar til 10 lykkjur eru eftir, 10 brugðnar.

13. umferð: eins og 11. umferð.

14. umferð: 12 sléttar, (2 brugðnar, 2 sléttar) þar til 12 lykkjur eru eftir, 12 sléttar.

Haldið áfram að fækka strofflykkjunum í miðju stykkinu svona á þennan hátt (í 4. hverri umferð) þar til engar strofflykkjur eru eftir og unnið er engöngu slétt eða brugðið umferðina á enda. Prjónið eina umferð og fellið svo af. Brettið affellda jaðarinn í tvennt og saumið saman.

(Ég felldi reyndar aldrei af heldur prjónaði hálfa umferð og lykkjaði svo saman svo það sæist enginn saumur.)

___________________________
Prjón er þerapía: http://www.flickr.com/photos/pjusken/

huggy | 30. nóv. '09, kl: 12:15:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég elska þig. Sannkölluð prjónaást.

هريفنا

smusmu | 30. nóv. '09, kl: 14:28:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, ég játa heimsku mína. Ég er ekki að fatta þetta sama hvað ég reyni að pæla. Hvar er ég að fækka lykkjunum? Vá hvað mér líður eins og heimskustu manneskjunni á plánetunni :|

smusmu | 30. nóv. '09, kl: 14:30:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nevermind, ég hald ég hafi kveikt á heilanum!! :Þ

FrökenBangsi | 19. maí '10, kl: 19:10:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hmmm ég er ekki að fatta hvað lykkjunum rt fækkað *roðn*

Kveðja Frökenbangsi

fatalína | 29. nóv. '09, kl: 22:15:15 | Svara | Er.is | 0

Hún er æði! og húfan líka :) svaka flott

sigurkj | 29. nóv. '09, kl: 22:23:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allgjör snilld þessi húfa, flott og geggjað blómið á henni - gerir svo rosalega mikið fyrir húfuna, og svo er fyrirsæta nú bara til að fegra húfuna enn meira, ekkert smá mikið krútt ;o)

Asta1234 | 29. nóv. '09, kl: 22:38:49 | Svara | Er.is | 0

Ferlega sæt, bæði húfan og módelið :)

mi80 | 29. nóv. '09, kl: 23:11:14 | Svara | Er.is | 0

Mæ god. Snillingurinn sem þú ert. En hvernig gerirðu þetta dásamlega blóm??

( Ég er að hugsa um að hekla pakkaskrautið í ár )

Barónessa von Himpigimp | 29. nóv. '09, kl: 23:50:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það var linkað á þessi blóm hérna í umræðunni einhvern tíman um daginn... ég man ekki linkinn en ég vistaði textann:

Leaving a 10" length for sewing, chain 57.
Row 1 (Wrong side): (Dc, ch 2, dc) in sixth ch from hook (5 skipped chs count as first dc plus ch 2),*ch 2, skip next 2 chs, (dc, ch 2, dc) in next ch; repeat from * across: 36 sps
Row 2: Ch 3, turn; 5 dc in next ch-2 sp, sc in next ch-2 sp, (6 dc in next ch-2 sp, sc in next ch-2 sp) 5times, (9 dc in next ch-2 sp, sc in next ch-2 sp) 5 times, (12 dc in next ch-2 sp, sc in next sp) 7 times;finish off leaving a 10" length for sewing.
Thread yarn needle with yarn end from beginning chain. With right side facing and beginning with firstpetal made, refer to photo to roll Rose; sew to secure as you roll. Then thread needle with ending yarn and sew to secure.

Svo prjónaði ég grænu laufblöðin og saumaði herlegheitin á húfuna. :)

Heppnir þeir sem fá pakka frá þér!

___________________________
Prjón er þerapía: http://www.flickr.com/photos/pjusken/

smusmu | 29. nóv. '09, kl: 23:28:09 | Svara | Er.is | 0

Þessi er alveg geggjuð

Medullan | 29. nóv. '09, kl: 23:28:42 | Svara | Er.is | 0

vá hun er æði gæði og fyrirsætan rosalega sæt:)

katrin22 | 29. nóv. '09, kl: 23:41:21 | Svara | Er.is | 0

Hún er æði þetta er húfan sem ég er á leiðinni að gera skil ensku bara ekki vél þetta var þá uppskriftin eftir allt saman

MUX | 29. nóv. '09, kl: 23:55:27 | Svara | Er.is | 0

Dæs...... kanntu nokkuð að prjóna eitthvað ljótt?
Og kanntu nokkuð annað en að búa til fullkomin börn?

Þetta er baaaara æði, (bæði húfan og barnið!) :)

because I'm worth it

Barónessa von Himpigimp | 30. nóv. '09, kl: 00:09:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LOL já maður, sástu ekki kragaómyndina sem ég setti í ljótuprjónþráðinn!? Úfff...

En annars er ég alveg sammála þér, börnin eru fáránlega vel heppnuð. :Þ

___________________________
Prjón er þerapía: http://www.flickr.com/photos/pjusken/

Ziha | 30. nóv. '09, kl: 01:05:11 | Svara | Er.is | 0

Sæt ... bæði húfan og fyrirsætan! :-)

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Knitess | 30. nóv. '09, kl: 11:52:41 | Svara | Er.is | 0

Algjörlega æðisleg! Bæði húfan og hnátan ;)

------------------------
Knit happens!

probo | 30. nóv. '09, kl: 12:25:00 | Svara | Er.is | 0

falleg húfa

RakelÞA | 30. nóv. '09, kl: 15:43:02 | Svara | Er.is | 0

Æðisleg húfa og auðvita er barnið æði líka, mig langar svo að gera þessa húfu á mína litlu og nú sé ég að ég hef möguleika á því eftir að hafa lesið umræðuna hehe, spurning hvort að ég plata þig ekki bara í blómið fyrir mig. :D

bumbudulla | 30. nóv. '09, kl: 15:58:52 | Svara | Er.is | 0

Rosalega er þetta falleg húfa :)
Og fyrirsætan auðvitað líka.

Medullan | 30. nóv. '09, kl: 21:54:16 | Svara | Er.is | 0

Húfan er alveg geggjuð hjá þér!!

rosewood | 1. des. '09, kl: 08:57:11 | Svara | Er.is | 0

þessi er æði!

daja | 8. des. '09, kl: 20:50:55 | Svara | Er.is | 0

ofboðslega er hún falleg

-----------------------------------------------------------

zargbat | 28. des. '09, kl: 17:46:30 | Svara | Er.is | 0

Æði hjá þér Barónessa

Heitir prjónaáststraumar til þín....
(Ég er samt enn stuck í jarðarberjasokkunum sem þú póstaðir uppskrift af fyrir löööönguuu en það er bara af því að ég lykkjaði svo skakkt saman og hef ekki enn komið mér í að rekja það upp og reyna aftur )

fancy pants | 28. des. '09, kl: 19:47:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

held að þetta sér bara flottasta húfa sem ég hef séð ,kannski mar reyni við þessa uppsk einn daginn

hugmyndalaus | 15. maí '10, kl: 14:06:07 | Svara | Er.is | 1

verð eignlega að uppa þessa..

Umslag | 15. maí '10, kl: 21:20:15 | Svara | Er.is | 0

Vááááá hvað þessi er falleg!! Takk fyrir að uppa þetta!

tenchi okasan | 20. maí '10, kl: 00:03:10 | Svara | Er.is | 0

ohhh hún er svoooo sæt :)

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

bler | 20. maí '10, kl: 13:17:16 | Svara | Er.is | 0

æðisleg húfa :) prjónaðir þú svo kant framan á hana ? er þessi græni líka prjón eða hekl ?

felagi | 25. sep. '10, kl: 19:38:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já - hvort er flottara að hekla kant eða prjóna???

Abbagirl | 25. sep. '10, kl: 23:21:31 | Svara | Er.is | 0

Ætlaði að merkja hana en auðvitað var é löngu búin að því, ætla að prjóna eina svona á ömmuskottið :)

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

hugmyndalaus | 3. jan. '11, kl: 19:09:33 | Svara | Er.is | 1

uppa þessa.

karamellusósa | 11. sep. '14, kl: 15:46:41 | Svara | Er.is | 1

Er ekki kominn timi til að uppaþessa!

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

Gulur13 | 13. sep. '14, kl: 12:22:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða garn ætli sé gott að nota í þessa? Einhver með hugmynd sem hefur jafnvel gert þessa :)

karamellusósa | 14. sep. '14, kl: 19:16:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eg gerði hana ur smartgarni minnir mig, og aðra úr arctic fra trysil (bykogarni)

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

smusmu | 16. sep. '14, kl: 07:47:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég gerði einhvertíma svona húfu úr sportsgarni frá Trysil. Kom fínt út.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Barnateppi - hjálp firstbaby 4.7.2009 10.1.2024 | 03:59
barnateppi rúmsí 19.8.2005 10.1.2024 | 03:55
Barnateppi 2169 18.9.2012 10.1.2024 | 03:53
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.1.2024 | 03:49
saltkeramik ups3 9.12.2008 10.1.2024 | 03:49
skyldmenni Jackie O 28.4.2004 10.1.2024 | 03:48
Hvar er hægt að kaupa hákarl? cartman 29.6.2011 9.1.2024 | 08:54
Nýr forseti Íslands verður auðvitað Katrín Jakobsdóttir jaðraka 2.1.2024 8.1.2024 | 19:50
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Síða 5 af 48023 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, paulobrien, Paul O'Brien, Guddie, Kristler, Bland.is, Hr Tölva, annarut123