Hvað er eiginlega að fólki?

Nói22 | 6. maí '16, kl: 13:57:22 | 1028 | Svara | Er.is | 23

Hvernig getur ca 1/3 hluti þjóðarinnar ætlað að kjósa sjálfstæðisflokkinn eftir allt sem á undan er gengið? Öll spillingarmálin, einkavinavæðinguna og núna auknar álögur á fólk sem leitar sér læknisþjónustu. 

 

Savica | 6. maí '16, kl: 14:04:57 | Svara | Er.is | 4

Skil það ekki. Finnst með ólíkindum að fólk sé svona vitlaust. Held reyndar að margir sem kjósa þennan flokk viti ekkert hvað það er að gera. Kjósa hann bara af því það var alið upp við að "helvítis kommarnir" væru það versta sem fyrirfinnst. Hef nefnilega tekið eftir því að það fólk sem skiptir Sjálfstæðisflokkinn engu máli og græðir ekkert á því að hafa hann við völd, er akkúrat fólkið sem myndi aldrei setja x-ið sitt við nokkurn annan flokk en Sjallana. Sorglegt.

alboa | 6. maí '16, kl: 14:14:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það fyndna er að enginn sem ég þekki sem kýs þennan flokk fékk þetta uppeld sem þú lýsir. Hins vegar eru þetta fólk sem stefnir á eða er í ríkari hluta samfélagsins.


kv. alboa

Savica | 6. maí '16, kl: 14:18:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég þekki líka svona fólk eins og þú lýstir sem kýs Sjálfstæðisflokkinn. En þekki líka of marga eins og ég lýsti sem kjósa flokkinn. Fólk sem kvartar yfir að eiga ekki bót fyrir boruna á sér (og hefur alveg ástæðu til að kvarta yfir því). Ómenntað fólk sem á lítinn pening og ekki einu sinni fyrir lyfjunum sínum. Ég skil alveg að hitt fólkið (eins og þú lýstir) kjósi flokkinn. En botna ekkert í því að hinir (sem ég lýsti) kjósi flokkinn.

Nói22 | 6. maí '16, kl: 14:22:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Nei það er einmitt eitt af því sem ég hef aldrei skilið. Af hverju kýs fólk svona rosalega gegn eigin hagsmunum. Hvernig hjálpar það þessu fólki að þurfa að borga meira fyrir læknisþjónustu? Eða að ríkiseigur séu einkavæddar? Ég bara skil þetta engan veginn.

Savica | 6. maí '16, kl: 14:25:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta er sorglegt og ekkert annað. Greinin hennar Bryndísar Schram sem bluejean setti inn hérna fyrir neðan lýsir þessu akkúrat svo vel. Ég vildi óska þess að þetta fólk myndi átta sig á að því flokkurinn er ekki að vinna fyrir þau. Hann er að vinna fyrir sig og sína líka.

Alpha❤ | 6. maí '16, kl: 18:09:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eina fólkið sem ég þekki sem kýs sjálfstæðisflokkinn er fólk sem á mjög vel efnaða foreldra og er vel efnað sjálft eða fátæklingar sem búa í geymslu einhversstaðar og hafa ekki efni á lyfjum. Skil þetta ekki. 

BlerWitch | 6. maí '16, kl: 19:53:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir fáu sem ég þekki sem kjósa D falla svo sannarlega ekki undir þá skilgreiningu. Hvorki efnafólk sjálft né foreldrar þess og heldur engir fátæklingar. Bara venjulegt miðstéttarfólk á meðallaunum.

sakkinn | 6. maí '16, kl: 23:30:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Telur þú að ríkið eigi að standa í business??

Nói22 | 7. maí '16, kl: 02:36:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það fer eftir því hver sá business er. Orkusala? Já. Vínbúð? já. Selja bækur? nei.

Brindisi | 6. maí '16, kl: 14:05:23 | Svara | Er.is | 2

ég var einmitt að spyrja að þessu sama í morgun, ætti hann ekki bara að vera alltaf í 5-10 % (ríkasti hluti þjóðarinnar)

bluejean | 6. maí '16, kl: 14:08:00 | Svara | Er.is | 5

 

Sagan endurtekur sig – Bryndís Schram skrifar
 

veg | 6. maí '16, kl: 14:21:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ætli þessi saga lísi ekki nokkuð vel ástandinu.


Bóndinn sparkar í hundinn en hundurinn kemur alltaf og flaðrar upp um hann aftur.

neutralist | 7. maí '16, kl: 09:37:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ah, sé svo að það er búið að deila þessari grein. Hún er verulega umhugsunarverð.

Petrís
UnclePoodle | 6. maí '16, kl: 17:55:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

Jú það er fullt betra þarna úti að kjósa. Allir flokkarnir eru betri en Sjálfstæðisflokkurinn nema Framsókn er sama sorpið. Þetta rugl sem þú taldir upp er það sem Bjarni og Simmi gaspra um öllum stundum en er bara bull. VG og Samfylkingin stóðu sig vel þegar þeir voru við völd fyrir nokkrum árum. Tóku við handónýtu landi og björguðu því frá drukknun til þess eins og vitleysingar eins og þú kysuð aftur íhaldið.

Petrís | 6. maí '16, kl: 19:30:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Berðu saman rekstur borgarinnar og rekstur ríkisins, þar sérðu muninn á vinstri stjórn og hægri stjórn á Íslandi í dag. Það er einfaldlega enginn annar kostur

UnclePoodle | 6. maí '16, kl: 19:36:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Berðu saman rekstur hægri ríkisins Íslands og rekstur ehv. vinstra ríkis t.d. sverige.

Petrís | 6. maí '16, kl: 19:38:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Til hvers á að ég að gera það, það er enginn slíkir valkostir hér á landi og ég hef ekki kosningarétt í Svíþjóð né kemur það mér að nokkru gagni

UnclePoodle | 6. maí '16, kl: 19:41:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 23

Ef vinstri flokkarnir fengu einhvern tímann að vera við völd lengur en bara eitt kjörtímabil og ekki bara þegar hægri flokkarnir væru búnir að rústa landinu þá kannski fengum við að sjá almennilegt velferðarríki sem er stjórnað með vinstri hugsjónarhyggju að leiðarljósi.

Petrís
UnclePoodle | 6. maí '16, kl: 19:45:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Já svona pakk eins og þú. Margir kjósa alltaf hægri flokka og aðrir alltaf vinstri flokka. Svo eru það hinir (kannski þu meðtalinn) sem vingsar á milli eftir behag. kjósið bara vinstra til að refsa hægri flokkunum þegar þeir hafa verið "óþekkir" en komið svo sterk til baka með vitleysisganginn næsta kjörtímabili því það var ekki hægt að galdra fram brakandi góðæri á einu augabragði.

Petrís | 6. maí '16, kl: 19:48:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hefurðu tekið eftir að þeir einu sem tala svona um kjósendur annara flokka en sinna eigin eru vinstri menn, þú heyrir yfirleitt ekki hægri menn tala svona enda lýðræðissinnað fólk. Þess vegna er ekki hægt að ræða pólitík við vinstri fólk, bara láta atkvæðin tala

UnclePoodle | 6. maí '16, kl: 19:50:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei ég hef reyndar ekki tekið eftir því. Öll mín fjölskylda fyrir utan mömmu er hægri sinnuð og þú ættir bara að heyra hvernig þau tala. Þetta er engan veginn bundið við annan hvorn vænginn. Ekki fara að leika einhvern saint hérna.

Þönderkats | 7. maí '16, kl: 02:51:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Haha ertu að grínast? Ég heyri sko bæði vinstri og hægri segja þetta. Hægri svo mikið meira samt.

Petrís
UnclePoodle | 6. maí '16, kl: 19:52:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Já þú meinar að vinstri menn eru ekki nógu klókir að svindla og svína með peningana eins og hægra fólkið. Þetta tortólapakk kann sko að svína á fólki og skiptir engu máli hvort heiðarleikinn sé við völd.

Petrís
UnclePoodle | 6. maí '16, kl: 19:55:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég er karlamaður svo það er einn ekki ein. Ég les allt sem ég kemst í annað ekki bara stundina.

Petrís | 6. maí '16, kl: 23:21:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er konumaður og mér er sama hvers kyns þú ert

Myken | 7. maí '16, kl: 03:36:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var farinn að halda að ég væri ein um þessa skoðun ??

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

dong | 7. maí '16, kl: 16:06:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Nákvæmlega,  það tekur nefnilega lengri tíma en fjögur á að hreinsa upp skítinn frá Sjálfstæðisflokknum.  Fyrstu aðgerðir eru nefnilega oft erfiðar og þess vegna vill fólk annað,  vegna þess að það kemur við pingjuna hjá fólki.  En ef að við mundum leyfa vinstri stjórn t.d. í tvö eða þrjú kjörtímabil,  þá fengjum við loksins hagsæld í landið.

tóin | 8. maí '16, kl: 08:07:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sovétríkin?

ID10T | 7. maí '16, kl: 08:56:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Því miður þá hefur íslenska vinstrið ekki sýnt þan aga og þá ráðdeild sem Svíar hafa.
Þetta er því algerlega marklaus samanburður.

neutralist | 7. maí '16, kl: 09:38:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Berðu saman rekstur borgarinnar og rekstur Reykjanessbæjar. Þá sérðu muninn á vinstri og hægri stjórn og hún er ekki hægri mönnum í hag.

Petrís | 8. maí '16, kl: 01:38:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú varla sambærilegt, meirihluti skattekna landsins verður eftir í Reykjavík og skilar sér aldrei aftur til þeirra sem greiddu þær. Það er ansi hart miðað við hve mikið er mulið undir borgina að þeir skuli ekki geta rekið hana með minni halla. Ekki einungis eru nánast allar stærri ríkisstofnanir þarna heldur þarf meirihluti landsmanna að sækja alla þjónustu þangað  sem aftur kemur í vasa reykvíkinga. 

neutralist | 11. maí '16, kl: 22:22:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er ekkert meira "mulið undir" borgina heldur en önnur sveitarfélög. Borgin er háð sömu takmörkunum varðandi útsvarsprósentu og önnur sveitarfélög. Hún veitir þar að auki meiri og víðtækari þjónustu en flest, ef ekki öll önnur sveitarfélög.

Reykjanesbær var einstaklega illa rekinn undir stjórn Sjálfstæðismanna og þeir settu bæinn á hausinn með heimskulegum ákvörðunum. Það er staðreynd sem verður ekki umflúin.

Petrís | 11. maí '16, kl: 23:14:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það verður ekkert umflúið að þessi eina bæjarstjórn undir hálfgerðu einræði eins manns gerði það. Það breytir því ekki hversu ótrúlega léleg fjárhagsstjórn Reykjavíkur er. Það skiptir víst heilmiklu máli að tekjur Reykjavíkurborgar koma frá öllum landsmönnum vegna staðsetningar allra helstu og stærstu ríkisstofana þar og að nánast allt landsbyggðarfólk þar að sækja mikla þjónustu þangað. 

Grjona | 6. maí '16, kl: 23:00:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Samt notar núverandi ríkisstjórn tölur frá S+VG stjórninni til að sýna hvað allt sé æðislegt núna. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

leigubílstjóri dauðans | 6. maí '16, kl: 16:39:55 | Svara | Er.is | 7

íslendingar eru fokking fífl upp til hópa, því miður. 

-----

Gale | 6. maí '16, kl: 19:35:26 | Svara | Er.is | 0

Fólk sem er hægrisinnað kýs alltaf Sjálfstæðisflokkinn því það er enginn annar flokkur fyrir það að kjósa. It's that simple.

UnclePoodle | 6. maí '16, kl: 19:43:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Pabbi minn er hægri sinnaður en er núna hættur að kjósa sjálfstæðisflokkinn. Hann segist aldrei muni kjósa þann flokk aftur og vonar að einhver annar hægri flokkur stígi fram sem hægt er að kjósa.

Óþarfi að gefa ehv. rusli sitt atkvæði bara þvi hann er eini hæ flokkuriinn.

Gale | 6. maí '16, kl: 19:51:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað eru undantekningar. Pabbi minn er/var alger sjalli en hefur verið að efast undanfarin ár.

En það mun ekki koma neinn annar hægrflokkur næstu árin. Sjáfstæðisflokkurinn passar sig að halda sér saman.

UnclePoodle | 6. maí '16, kl: 19:53:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Synd að fólk taki sig ekki saman og bjóði upp á heiðarlegan hægri flokk svo fólk þurfi ekki kjósa glæpaflokk.

Gale | 6. maí '16, kl: 19:57:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Heiðarlegan hægriflokk?  Já, það er spurning hversu lengi það mynsi endast...

UnclePoodle | 6. maí '16, kl: 19:58:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já það er eflaust fullmikil bjartsýni að halda að það myndi endast eitthvað. Varla heilt kjörtímabil.

Nói22 | 6. maí '16, kl: 20:52:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

En hvernig er samt hægt að kjósa sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir að maður sé hægrisinnaður þegar flokkurinn er svona spilltur? Hafa spillingarmálin bara engin áhrif? 

Gale | 6. maí '16, kl: 21:35:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vegna þess að flestir hafa ákveðna hugmyndafræði um það hvernig þjóðfélaði *ætti' að virka. Þegar fólk hefur myndað sér þessar skoðanir eru þær yfirleitt mjög fastar í fólki. Ef fólk á Íslandi er hægrisinnað þá er ekkert val um að kjósa neitt nema Sjálfstæðisflokkinn. Ef þú kýst ekki eða skilar auðu þá ertu í raun að ógilda atkvæði þitt. Settu þig í spor hægrisinnaðar manneskju; hvað ætlaðru að gera annað en kjósa Flokkinn?

Nói22 | 6. maí '16, kl: 21:36:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég myndi sleppa því að kjósa ef ég væri í þeim sporum.

Gale | 6. maí '16, kl: 21:39:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En þá ná vinstri djöflarnir völdum og keyra allt í kaf með sinni brjáluðu eyðslu. Þú veist að vinstra fólk kann ekki að fara með peninga.

Nói22 | 6. maí '16, kl: 21:42:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei auðvitað. Hvernig læt ég ;)


En þetta er samt svo súrrealískt vegna þess að fólk er þá tilbúið til að viðhalda spillingu og viðbjóði í einhverri hræðslu við "kommana". En það var reyndar fyndið þegar ríkisstjórnin var að stæra sig af jöfnuði en svo kom í ljós að sá jöfnuður myndaðist á tímum fyrri ríkisstjórnar. Awkward.

Gale | 6. maí '16, kl: 21:43:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ummhum. Nú ertu að ná essu ;)

Nainsi | 7. maí '16, kl: 18:15:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er Ísland. Ríka fólkið mun ALLTAF hafa völdin í reykfylltum bakerbergjum, alveg sama hvaða flokkur er í meirihluta á Alþingi. 

Því miður. 

BlerWitch | 6. maí '16, kl: 19:51:24 | Svara | Er.is | 6

Á sama hátt og Donald Trump er potential forsetaefni repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Maður vissi svosem að fólk er fífl, en að það væri svona rosalega margt fólk fífl er það sem hræðir mig.

neutralist | 7. maí '16, kl: 09:43:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er skuggalegt. Virkilega skuggalegt.

Eftir á að hyggja var nógu klikkað að Bandaríkjamenn skyldu kjósa Ronald Reagan sem forseta, mann sem var samkvæmt fjölmörgum frásögnum þeirra sem unnu fyrir hann í Hvíta húsinu einstaklega illa að sér og nennti ekki að setja sig inn í mál, en hann var leikari og kom þokkalega vel fyrir.

En Reagan hafði þó einhverja stjórnunarreynslu úr pólitík og þó að hugmyndafræði hans í efnahagsmálum hafi verið stórhættuleg, talaði hann fyrir einingu þjóðarinnar.

fálkaorðan | 6. maí '16, kl: 20:25:32 | Svara | Er.is | 3

Ég veit það ekki. Sumir stunda það að mínusa öll innlegg eftir önnur nikk marga daga aftur í tímann á sama korterinu, aðrir kjósasjálfstæðisflokkinn.


Eitthvað er að fólki.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

UnclePoodle | 6. maí '16, kl: 20:41:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eða kannski kjósa raðmínusararnir líka Sjálfstæðisflokkinn.

fálkaorðan | 6. maí '16, kl: 21:17:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það eru mengi sem ég get vel ímyndað mér að skarist.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

T.M.O | 6. maí '16, kl: 21:12:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já svona skápasjallar sem æfa sig á disslingóinu nafnlaust á netinu. Ég hef rekist á tvær tegundir framsóknarkjósenda eftir síðustu kosningar, þá sem tala mest af öllum hvaða fávitar eiginlega kusu framsókn og hina sem iðrast gerða sinna og reyna að tala sig í gegnum harminn og höfnunina...

burrarinn | 6. maí '16, kl: 21:43:41 | Svara | Er.is | 0

Það er allt að!

burrarinn | 6. maí '16, kl: 21:43:58 | Svara | Er.is | 0

Og ekki er hitt skárra er það?

neutralist | 7. maí '16, kl: 09:44:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Jú. Það er einmitt svona "sami rassinn undir þeim öllum" kjaftæði sem hefur haldið Íslandi í spillingarfjötrum Framsóknaríhaldsins í hundrað ár.

burrarinn | 8. maí '16, kl: 01:05:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu kapítalisti eða kommúnisti?

neutralist | 11. maí '16, kl: 22:22:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er hvorugt.

Fuzknes | 7. maí '16, kl: 05:14:35 | Svara | Er.is | 0

Illskástur? Það er alveg gríðarleg eftirspurn eftir heiðarlegum heilindamiðuðum hægriflokki. Hver veit? hvað gerist??

LaRose | 7. maí '16, kl: 06:43:31 | Svara | Er.is | 1

Ég er ekki einu sinni hissa; þetta er alltaf svona. Við erum sjálfum okkur verst. Þetta pakk er við völd því almúginn hefur valið það sama hvað er búið að löðrunga hann oft.

daffyduck | 7. maí '16, kl: 07:24:35 | Svara | Er.is | 1

Eins og botnleðja sagði "Fólk er fífl". Því miður hittu þeir naglann á höfuðið þar.

neutralist | 7. maí '16, kl: 09:36:49 | Svara | Er.is | 6

Ég las stutta en mjög áhugaverða frásögn eftir Bryndísi Schram um daginn. Hún var að segja frá viðtali sem hún tók fyrir tuttugu árum, en það fjallaði um það þegar Alþýðuflokkurinn barðist fyrir því í kreppunni á fyrri hluta tuttugustu aldar að fólk sem þáði framfærslu frá sveitarfélögum fengi kosningarétt. Á þeim tíma var fólk sem neyddist til þess að þiggja opinbera framfærslu sökum atvinnuleysis og fátæktar svipt kosningaréttinum í þokkabót.

Íhaldið stóð auðvitað á móti þessu í upphafi eins og flestum framförum í þágu alþýðunnar, en málið náðist þó í gegn á endanum. Fátæka fólkið á framfæri borgarinnar gat því farið á kjörstað í næstu kosningum, en eins og viðmælandi Bryndísar lýsti því þá fór það og kaus þá sem vildu ekki að það hefði fengið kosningarétt - sjálft íhaldið.

Hvers vegna? Viðmælandi Bryndísar, sem er ekki nefndur, sagði það hafa verið vegna þess að fólkið vildi gleyma upprunanum og komast áfram í samfélaginu. Það vildi vera eins og fína fólkið. Kannski er eitthvað til í þessu.

hull | 7. maí '16, kl: 22:53:20 | Svara | Er.is | 0

Segðu,hvað er að þessu liði,eð það á LSD?

pepsikhaan | 11. maí '16, kl: 22:39:36 | Svara | Er.is | 1

Það er útaf því að það er góðæri. Meirihluti Íslendinga aftur komnir með mikla fjármuni og fá að vera með í spillinguni. Alveg eins síðasta góðæri... Peningar skapa vald og vald spillir fólki, Það er meiri segja búið að sálfræðigreina það. Ég mun ekki vera hissa ef Davíð nær forseta stólnum, Það væri bara ekta Ísland & frekari sönnun á þessari sálfræðigrein.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
boðskort - þvers og krus Harðfiskur 13.8.2015 30.10.2023 | 12:24
Voruð þið ekki svakalega Reva Lewis 10.10.2005 30.10.2023 | 05:59
Bakkabræður í ríkisstórn Íslands ? jaðraka 16.10.2023 27.10.2023 | 20:34
Stefnumótasíður. Frigg 9.1.2012 26.10.2023 | 12:39
Verðbólga - vextir - afborganir jaðraka 25.10.2023 25.10.2023 | 17:11
Egg fitandi? þaþað 13.9.2023 23.10.2023 | 17:40
margskipt gleraugu stubban 22.10.2023
Að vera bráðkvödd/kvaddur perla82 21.7.2014 21.10.2023 | 02:09
Krullurnar og úfið hár eru að gera mig.......... Teralee 21.10.2023
Fermingakjólar sveitastelpa 15.2.2016 19.10.2023 | 07:13
Að mótmæla sektarboði?? ís í boxi 25.4.2005 18.10.2023 | 20:45
Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum jaðraka 13.10.2023 16.10.2023 | 13:19
Hjálp vanjtar pípara núna prompto! Butcer 14.10.2023
Hvað heita vinsæl vikublöð um land allt... EstHer 7.2.2008 13.10.2023 | 21:23
Svart gegnsætt plast Inngangur 13.10.2023
barnateppi hvað stórt? fragola 14.11.2011 13.10.2023 | 07:15
Föstudaginn 13 boðar hamas alþjóðlegan jihad dag Eagleson 12.10.2023
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Síða 7 af 48006 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, paulobrien, tinnzy123, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, Guddie