Hvar er best að búa á landsbyggðinni og hvers vegna?

Burnirót | 1. okt. '15, kl: 23:51:44 | 665 | Svara | Er.is | 0

Hvar hentar fyrir barnafjölskyldu að búa á landsbyggðinni, með grunnskóla- og leikskólabörn?

 

DarkA | 2. okt. '15, kl: 00:03:18 | Svara | Er.is | 2

Akureyri. Í stuttu máli er næstum öll þjónasta á staðnum og barnvænn bær.

trallala14 | 2. okt. '15, kl: 00:21:50 | Svara | Er.is | 9

"Best að búa" fer örugglega að miklu leyti eftir fólkinu, áhugamálum þess, hvar vinir/ættingjar búa o.s.frv. En ég myndi t.d. skoða Akranes. Þar eru leik- og grunnskólar auk rótgróins framhaldsskóla sem býður bæði upp á bóknám og iðnnám, mikið úrval íþróttastarfs (mun meira en í flestum hverfum í Rvk - t.d. fótbolti, karate, keila, sund, fimleikar, golf, körfubolti, badminton, blak, hestaíþróttir, parkour, klifur, lyftingar o.fl.), mjög góður tónlistarskóli, góð alhliða verslun og þjónusta og gott samfélag. Nógu lítið til að hægt er að labba/hjóla allt (bærinn líka mjög flatur þannig að hjólin henta mjög vel) og nóg um að vera.

Í bænum eru líka góð útivistarsvæði (t.d. skógræktin/Garðalundur og Langisandur), bíó, inni- og útisundlaugar, frítt í innanbæjarstrætó o.fl. Algjörlega hægt að leyfa krökkunum að komast sjálf milli staða og svoleiðis.

Það er líka góð heilsugæsla, sjúkrahús og svoleiðis þjónusta. Sú litla þjónusta sem ekki fæst í bænum (mér dettur ekkert í hug í fljótu bragði en það er alltaf eitthvað alls staðar) er mjög nálægt, enda ekki nema 40-45 mín til Rvk. Það er meira að segja hægt að taka strætó beint til höfuðborgarinnar.

Húsnæðisverð er lægra en á höfuðborgarsvæðinu en gott atvinnuástand, góðir skólar og gott umhverfi, það er t.d. verið að taka gamla bæinn í gegn (nýlega búið að fegra miðbæinn mikið og taka torgið þar í gegn, vinna sem heldur svo áfram). Mér finnst bærinn svolítið bjóða upp á "best of both worlds" ef maður vill búa utan höfuðborgarinnar, maður er í "smábæ" en samt nógu nálægt höfuðborgarsvæðinu til að þangað er ekkert mál að skreppa ef þess þarf. Bærinn er líka nógu stór til að boðið er upp á almennilega þjónustu, maður þarf ekki alltaf að vera að sækja allt út fyrir bæinn.

Mainstream | 2. okt. '15, kl: 00:24:47 | Svara | Er.is | 11

Mér finnst Reykjavík alveg nógu mikil landsbyggð. Myndi ekki leggja í smærra pláss.

Kolbrámjöll | 2. okt. '15, kl: 00:58:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Sammála þér en Reykjavík er bara að vera staður fyrir þá efnameiri, sérstaklega ef fólk á börn. Barnafjölskyldur eru sumar farnar að líta á landsbyggðina vegna þess að þau hafa ekki efni á húsnæði og skólastarfi fyrir börnin sín ef þau búa í Reykjavík.

staðalfrávik | 2. okt. '15, kl: 01:23:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er bara rosa sammála því. Við eigum lítið hús í Reykjavík en langar mjög mikið í stærra. Við erum búin að setja á sölu og erum að skoða Reykjanesið og fleiri staði nærri RVK (verður að vera stutt frá því maðurinn minn vinnur hér) og útlönd.

.

noneofyourbusiness
saedis88 | 2. okt. '15, kl: 08:23:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

skil ekki þessa reykjanesfordoma, ég flutti hingað 2011 og líkar mög vel. 

nefnilega | 2. okt. '15, kl: 14:18:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Komdu í Kópó! Mun hagstæðara fasteignaverð.

staðalfrávik | 2. okt. '15, kl: 15:37:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hugsa nú að ég þyrfti samt að vinna í lottói til að geta keypt þar. Auk þess þá heillar fámenni mig, lítill skóli fyrr börnin, sjá í stjörnur á himninum og svo margt bara.

.

nefnilega | 2. okt. '15, kl: 16:41:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oh :( en já stjörnubjartar nætur hljóma kósý :) 

Klingon | 2. okt. '15, kl: 03:36:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Æji, óttalega er þetta yfirlætisfullt.
Þú auðvitað býrð í Tokyo eða New York.

bananasplittid | 2. okt. '15, kl: 22:59:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Rétt. Reykjavík er smáborgara borg.

ullarmold | 2. okt. '15, kl: 00:32:14 | Svara | Er.is | 1

akureyri, akranes, selfoss

skoðanalögreglan | 2. okt. '15, kl: 01:52:54 | Svara | Er.is | 1

Ég er að skoða reykjanesið þessa dagana. Húsnæðisverðið þar er amk að heilla okkur mikið sem og nálægðin við höfuðborgina.

noneofyourbusiness
Klingon | 2. okt. '15, kl: 03:39:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ok, þú byggir þá búsetu þína á "félagsmálapakkann" anum?
Þú ert þokkaleg búbót hverju sveitarfélagi eða hitt þó heldur.

saedis88 | 2. okt. '15, kl: 08:24:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

atvinnulífið er á uppleið, vel hægt að fá vinnu. 

Santa Maria | 2. okt. '15, kl: 08:38:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef ekki séð það vinur minn er buinn ad sækja um helling en hefur ekkert fengið en kannski af þvi ad hann er yfir fertugt..fær varla svör einu sinni..

Edalmedal | 2. okt. '15, kl: 10:21:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Maður samstarfskonu minnar var að fá vinnu kominn yfir sextugt, svo vinur þinn er greinilega ekki að leita nógu vel. 

Santa Maria | 2. okt. '15, kl: 12:42:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar var það?

Edalmedal | 2. okt. '15, kl: 13:09:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Isavia

Dreifbýlistúttan | 3. okt. '15, kl: 21:59:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg við dauðans dyr af elli þessi vinur þinn...

Snobbhænan | 2. okt. '15, kl: 10:09:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Menningarleysið - ruforreal.  Það er hellings menning á Suðurnesjum, Mjög mikið tónlistarlíf t.d.  Ótrúlegur þvættingur og fordómar hér, gott ef fólk vissi amk eitthvað hvað það er að tala um.

Tipzy | 2. okt. '15, kl: 10:28:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Atvinnuleysi? ástandið hérna er að verða þannig að það er byrjað að sækjast eftir vinnuafli annar staðar frá.

...................................................................

mileys | 2. okt. '15, kl: 12:23:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mennigarleysi?

mileys | 2. okt. '15, kl: 12:27:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er nú bara þannig að það er ekkert raunverulegt atvinnuleysi á Suðurnesjunum, það hefur komið í blöðunum að atvinnurekendur þar fá ekki fólk í atvinnuviðtöl einusinni. Fólk er bara of picky með vinnu, vill ekki vinna hvað sem er, bíður frekar eftir að "betri" störf losni

GuardianAngel | 2. okt. '15, kl: 15:54:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Myndi ekki stóla á það samt. Þeir eru sjálfir picky.
Man að það kom frétt um að ENGINN sæki um störf en samt hafði eg sótt um starf þar. Á öðrum staðnum fór eg i viðtal en heyrði aldrei meir og hinum bara ekkert. Heyrðist ekkert.

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Anímóna | 2. okt. '15, kl: 12:46:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Menningarleysið?

Þjóðarblómið | 2. okt. '15, kl: 14:15:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Menningarleysi?? Hvað meinaru?

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Alli Nuke | 3. okt. '15, kl: 10:52:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það horfir til aðeins betri vegar eftir að Árni Sigfússon hvarf úr bæjarstjórastólnum. Þó það sé nægur flór til að moka út úr þeim haug af idiotum sem stjórna þessu spillingarbæli.

Trolololol :)

Dalía 1979 | 2. okt. '15, kl: 08:00:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afhverju ekki að fara í hina áttina þar  sem grasið sprettur mjög svipað húsnæðisverð 

noneofyourbusiness | 2. okt. '15, kl: 02:51:53 | Svara | Er.is | 1

Mosfellsbær eða Hafnarfjörður. Þokkalega góðir skólar og nálægt höfuðborginni. 


Aðrir valkostir: Garðabær, Kópavogur. 

donaldduck | 2. okt. '15, kl: 06:09:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

sorry en þessir staðir teljast ekki vera á landsbyggðinni.

Grjona | 2. okt. '15, kl: 07:27:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þú gleymdir Seltjarnarnesi í brandaranum en Heiðlóðan reddaði þessu fyrir þig.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 2. okt. '15, kl: 23:06:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér er fúlasta alvara

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Grjona | 2. okt. '15, kl: 23:09:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það má vel vera en Seltjarnarnes er jafnmikið á landsbyggðinni eins og Ísland er í Danmörku.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

bananasplittid | 2. okt. '15, kl: 23:09:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Höfuðborgarsvæðið er ekki landsbyggðin. Þú veist alveg hvað er verið að tala um. Fólk er tilbúið að flytja á eitthvað sker því það hefur ekki efni á því að borga fyrir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

bananasplittid | 2. okt. '15, kl: 23:11:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En það er kannski það sem ríkisstjórnin vill. Framsóknarflokkurinn vill endilega styrkja landsbyggðina. Forsætisráðherann sjálfur flutti á eyðibýli.

Grjona | 2. okt. '15, kl: 23:18:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann flutti reyndar ekki þangað heldur færði bara lögheimilið. Efast um að hann hafi sofið þar margar nætur og ég skil ekki hvers vegna hann kemst upp með að vera með lögheimli þarna. Eða ég veit hvers vegna, það er samt jafn siðlaust.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

bananasplittid | 2. okt. '15, kl: 23:23:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það ekki bara misskilningur. Fólk er alltaf að misskilja hann.

Alli Nuke | 3. okt. '15, kl: 10:54:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varstu að mæla með Seltjarnarnesi?

Trolololol :)

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 3. okt. '15, kl: 15:22:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki fyrir skítblankt fólk nei

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Snobbhænan | 2. okt. '15, kl: 10:10:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Landsbyggð?

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 2. okt. '15, kl: 03:19:42 | Svara | Er.is | 0

Seltjarnarnesi. Hvers vegna? Póstnúmerið byrjar á ''1''

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Dalía 1979 | 2. okt. '15, kl: 07:59:21 | Svara | Er.is | 1

Hveragerði og selfoss 

JackPot | 2. okt. '15, kl: 08:03:59 | Svara | Er.is | 1

Hef búið víða á landsbyggðinni í lengri og skemmri tíma. Ef ég mætti velja dúllulegasta staðinn þá væri það Tálknafjörður, skemmtilegasti væri Vestmannaeyjar, hagkvæmasti væri Selfoss og draumastaðurinn væri Mývatn. Gæti hugsað mér að vera með familíuna á öllum þessum stöðum. :)

Auduryr96 | 2. okt. '15, kl: 10:34:46 | Svara | Er.is | 1

Bíldudal :)

bogi | 2. okt. '15, kl: 10:40:46 | Svara | Er.is | 2

Það er auðvitað mismunandi hvað fólk er að leita eftir - ef ég ætlaði að flytja út á land þá yrðu líklega staðir nálægt höfuðborgarsvæðinu frekar ofan á eða stærri staðir því ég vil að börnin mín geti stundað tómstundir og það er oft minna val eftir því sem staðirnir eru minni. Eins er bara eins og gengur og gerist færri börn og því kannski ólíklegra að þú hittir einhvern sem þú átt samleið með.
Svo það yrði þá líklega Selfoss, Borgarnes, Akranes, Reykjanesbær, Akureyri, Ísafjörður og Egilsstaðir. Kannski Höfn.
Hins vegar myndi ég helst ekki nenna að búa á Ísafirðir, Akureyri eða Egilsstöðum, einfaldlega vegna þess hversu langir og harðir veturnir geta orðið.

Abba hin | 2. okt. '15, kl: 11:39:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvort ertu af eða á með Ísafjörð? :p

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

bananasplittid | 3. okt. '15, kl: 01:22:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

en er fólk ekki einmitt að fara út á land til að eiga fyrir tómstundum fyrir börnin. held það.
vinkona mín sem er að skoða þetta segir að það sé gott íþróttastarf og tónlistaskólar á mjög mörgum stöðum og mikið ódýrara en hér.

einmitt að gera allt fyrir börnin sín eins og þú. en munurinn er kannski sá að þú átt meiri pening og hefur meira val.

ponnukaka | 2. okt. '15, kl: 13:46:05 | Svara | Er.is | 1

Var á Selfossi, mæli með því. Er komin í minna pláss núna og finnst það ansi lítið, uþb 1000 manns. En börnin mín eru mjög frjáls og líður vel. Það er nóg af vinnu, ef maður er ekki of pikkí, ég er menntuð og fékk starf við mitt hæfi.

Kristabech | 2. okt. '15, kl: 14:15:46 | Svara | Er.is | 2

Við búum í Reykjanesbæ núna en ætlum að fara til Grindavíkur, erum að kaupa núna og það er nánast ómögulegt að fá húsnæði hérna til kaups, þau fara rosalega hratt og fasteignaverðið hækkar bara og hækkar.

En það eru rosalega fínir leikskólar hérna og skólinn líka, svo er hrikalega ódýrt að hafa börn í íþróttum en maður borgar bara 25 þúsund fyrir árið minnir mig og barnið má vera í eins mörgum íþróttum og því langar til :)

Rosalega fínn og kósý bær bara finnst mér :)

staðalfrávik | 2. okt. '15, kl: 15:38:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er búin að vera að skoða síðan í vor og verðið er pottþétt að hækka allstaðar þarna sem ég hef fylgst með.

.

Steina67 | 3. okt. '15, kl: 12:13:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Búin að skoða Vogana? Styttra í bæinn, öflugt íþróttastarf og stutt til útlanda. Leik og grunnskólinn mjög góðir og gott starf unnið á báðum stöðum

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

staðalfrávik | 3. okt. '15, kl: 18:16:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm, ég gerði að meira segja tilboð í hús þar og hef skoðað nokkur.

.

Steina67 | 3. okt. '15, kl: 21:24:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok hef ekki skoðað lengi hvað er til sölu.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

staðalfrávik | 3. okt. '15, kl: 21:49:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úrvalið er í lágmarki núna. En við erumágætlega spennt fyrir þessum  bæ. Maðurinn þarf að keyra í bæinn og svona og hann vill helst keyra sem styst,skólinn er lítill og það er rólegt þarna. Ég vil endilega heyra sem flesta kosti/galla frá íbúum eða fyrrum íbúum ef fólk vill deila.

.

Tipzy | 2. okt. '15, kl: 16:03:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er satt það er að rokseljast allt í einu, meira að segja mörg hús út í Garði sem hafa staðið tóm ansi lengi eru öll að seljast.

...................................................................

l i t l a l j ó s | 2. okt. '15, kl: 14:57:29 | Svara | Er.is | 1

Ég mæli með Akranesi sem búsetustað. Það kemur auðvitað vel fram í öðru svari hvers vegna það er gott að vera hérna með börn, ég er sjálf með fjögur börn á aldrinum 5 - 16 ára og allar aðstæður eru til fyrirmyndar. Skólarnir eru mjög góðir og leikskólarnir á Akranesi þykja með betri leikskólum landsins (ef marka má ánægjukannanir sem sveitarfélögin láta gera) enda er nánast hvergi hærra hlutfall af kennaramenntuðu starfsfólki.

Grunnskólarnir eru líka góðir, gott úrval íþrótta og ekki mjög dýrt að æfa íþróttir (aðeins misjafnt eftir hvaða íþrótt það er en Akraneskaupstaður niðurgreiðir svo um 25 þús. kr fyrir hvert barn). Hér er sjúkrahús, góðir tannlæknar, bíó, innanbæjarstrætó, æðislegt bókasafn og svo er auðvitað stutt að fara til Reykjavíkur (tekur um 30 - 40 mínútur).

Ég er sjálf alin upp í Reykjavík og bjó þar þangað til ég varð 29 ára en ég myndi ekki vilja skipta í dag. Er alsæl hérna og gæti hvergi annars staðar hugsað mér að ala upp börnin mín. Annars er svar trallala14 mjög gott - hún segir eiginlega allt sem ég myndi vilja segja.

tiamia | 2. okt. '15, kl: 15:26:41 | Svara | Er.is | 1

Þar sem hægt er að fá vinnu myndi ég halda.

Burnirót | 2. okt. '15, kl: 23:46:10 | Svara | Er.is | 0

Takk kærlega fyrir öll svörin!

Ég þekki einmitt Akranes nánast ekkert en heyri alltaf svo góðar sögur þaðan. Sumar konur vilja t.d. frekar fæða á spítalanum þar heldur en í Reykjavík. Ég hef líka einu sinni komið til Tálknafjarðar og féll fyrir staðnum - veit samt ekki hvort ég geti vanist vegbrattanum í kring, stórbrotið en eftir að ég varð mamma get ég verið bílhrædd í miklum beygjum og bratta. :)

En hvað með Hornafjörð eða Djúpavog? Er einhver sem býr þar eða er þaðan og frætt mig?

cithara | 3. okt. '15, kl: 18:46:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Tálknafjörður var einmitt líka staður sem heillaði mig bara við fyrstu heimsókn. Hugsði strax: já, hér gæti ég átti heima! En svo flutti ég ekkert á Tálknafjörð.


Ég bý núna á Ísafirði og líkar það alveg ljómandi vel.

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

Ríkey66 | 3. okt. '15, kl: 18:47:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Djúpivogur er æðislegur staður full af ungu barnmörgu fólki,gott mannlíf og góður leik og grunnskóli,:)

buin | 3. okt. '15, kl: 00:19:19 | Svara | Er.is | 1

Höfn er æði og næg vinna heyrist mér :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Barnateppi - hjálp firstbaby 4.7.2009 10.1.2024 | 03:59
barnateppi rúmsí 19.8.2005 10.1.2024 | 03:55
Barnateppi 2169 18.9.2012 10.1.2024 | 03:53
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.1.2024 | 03:49
saltkeramik ups3 9.12.2008 10.1.2024 | 03:49
skyldmenni Jackie O 28.4.2004 10.1.2024 | 03:48
Hvar er hægt að kaupa hákarl? cartman 29.6.2011 9.1.2024 | 08:54
Nýr forseti Íslands verður auðvitað Katrín Jakobsdóttir jaðraka 2.1.2024 8.1.2024 | 19:50
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Síða 5 af 47997 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Paul O'Brien, Guddie, Kristler, paulobrien, Hr Tölva, Bland.is, annarut123