Hverfisbörn sem þið kærið ykkur ekki um að séu nálægt ykkar börnum

Alli Nuke | 3. ágú. '16, kl: 18:29:31 | 1318 | Svara | Er.is | 1

Hvernig takið þið á þessum aðstæðum, börn í hverfinu ykkar sem sækjast í að leika við ykkar börn en þið kærið ykkur ekki um að þau börn komi nálægt ykkar börnum?

Þá er ég að tala um börn sem eiga foreldra sem eru greinilega kærulaust hyski sem nennir ekki að ala börnin sín upp og þess vegna viljið þið ekki að þau umgangist ykkar börn.

Einhver ráð til að tækla svoleiðis? Ég á pínu erfitt með að útskýra fyrir einum sex ára af hverju ég vilji ekki að hann fari út að leika sér með einum gæja sem er aðeins eldri en hann út af ofangreindum ástæðum.


 

Trolololol :)

Brindisi | 3. ágú. '16, kl: 18:40:17 | Svara | Er.is | 31

börnin geta samt verið fín þó svo að foreldrarnir séu það ekki

Salvelinus | 3. ágú. '16, kl: 18:51:22 | Svara | Er.is | 26

Þurfa börnin að þjást fyrir það að foreldrarnir séu hyski? Man alltaf þegar ég var lítil mátti besta vinkona mín ekki leika við ákveðna stelpu í bænum, mér fannst það skrýtið og elur bara á fordómum og þröngsýni. Nú ef barnið er eitthvað leiðinlegt við þitt barn þarf bara að tækla það mál.

Dúfanlitla | 4. ágú. '16, kl: 03:04:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Þekki dæmi þar sem foreldrar vildu ekki að börnin sín umgengust barn "dópista" það er, vera á því heimili. Það var reykt og gert guð má vita hvað fyrir framan börnin. Hvað hefðir þú gert í þeirri stöðu? Leyfft barninu þínu að vera i heimsóknum þar? Auðvitað er ömurlegt að börn líði fyrir svona. 

Salvelinus | 4. ágú. '16, kl: 06:57:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Það er eitt að vera "kærulaust hyski sem nennir ekki að ala börnin sín upp" og annað að neyta eiturlyfja með barn á heimilinu. Ég mundi að sjálfsögðu hafa samband við BVN og ekki leyfa barninu mínu að fara þangað inn en frekar að leika heima hjá mér. 

Dúfanlitla | 7. ágú. '16, kl: 21:18:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Og hvað svo?  Hafa samband við BVN , og málið er leyst á einum degi?  Varla, alla vega ekki í þeim dæmum sem ég þekki. Hvað gerir þú ef  barninu þínu er boðið í afmælisveislu á þessu heimili? Segir nei? Höldum hana heima hjá mér? Skólafelagar að koma í heimsókn , bannað? Þetta er ekki svona einfalt því miður. Mál sem ég þekki til hafa endað í blöðunum , og viðkomandi skólar osf ekki mátt  tjá sig um málin, Þetta var víst kallað einelti, engin kom í afmælisveiðlsu, eða í heimsókn osf osf... Eki píp um hversvegna foreldrar viltu ekki að barnið sitt færi inn á viðkomandi heimili eða leku við viðkomandi. Þetta er bara ekki svo einfalt.

Salvelinus | 7. ágú. '16, kl: 21:21:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað leysist það ekki á einum degi. En ég var búin að svara því hérna fyrir ofan, ef foreldrarnir eru í neyslu fer barnið mitt ekki inn á það heimili, punktur. 

Dúfanlitla | 7. ágú. '16, kl: 21:22:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Sá það. En þú skilur samt pointið mitt. Barnið líður fyrir forledra sína. Punktur.

Salvelinus | 7. ágú. '16, kl: 21:25:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já auðvitað, ef þau eru í neyslu, það er vitað mál. Þurfa þess bara ekki ef það eina sem er að, er að viðkomandi foreldri finnst þau vera "hyski"

Dúfanlitla | 7. ágú. '16, kl: 21:30:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hver er skilgreiningin fyrir "hyski"? Annars held ég að börn líði bara víst fyrir það að forledrarnir  séu "hyski" hvort sem neysla eða e-ð annað sé í spilinu. 

Alli Nuke | 10. ágú. '16, kl: 15:07:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ef barn á foreldra sem eru í neyslu eða tómu rugli af einhverjum toga, þá líður barn þeirra vissulega fyrir það.
Eiga kannski allir foreldrar að segja "æji látum ekki greyið barnið þeirra líða fyrir rugl foreldranna" og senda svo sín eigin börn inn á heimili hjá einhverju djöfulsins pakki og eiga það á hættu að eitthvað komi fyrir sín börn?

Velferð eigin barna fyrst, síðan annara, það er mín allavega mitt álit á svona aðstæðum.

Trolololol :)

Bakasana | 10. ágú. '16, kl: 17:29:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

vandamálið er bara að þú (eða öllu heldur barnið þitt) græðir voða lítið á því að afgreiða málið með því að setja reglur um að leika við jón en ekki gunna. 
þitt barn þarf að læra að setja mörk og kunna að segja nei við því að hjóla hjálmlaust, stinga af úr skólanum, halda eftirlitslaust partý, keyra undir áhrifum o.s.frv. Það verður alltaf til "djös pakk" sem kemur til með að gera heimskulega hluti - á öllum skólastigum og út lífið og vill gjarnan fá aðra með sér í fjörið. 
Ég fatta alveg vandann og veit að það er einfaldast og öruggast og þægilegast að pakka krakkanum inn þannig að óæskileg hegðun freisti ekki. Við höfum sennilega öll verið þarna. 
En ef þú vilt virkilega koma í veg fyrir að þitt barn hjóli hjálmlaust úti í umferðinni (eða eitthvað annað heimskulegt) þarftu að kenna þínu barni að það megi og eigi að segja nei við þennan vin sinn.  Og þann næsta og þarnæsta sem stinga upp á einhverri vitleysu.   

Alli Nuke | 11. ágú. '16, kl: 19:00:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Umræðan var komin út í börn sem koma kannski frá óreglu heimilum, og ég var að segja að ég myndi ekki leyfa mínum börnum að fara inn á heimili þar sem foreldrarnir eru sprautufíklar eða eitthvað þaðan af verra. Það er allt annað en notkun reiðhjólahjálma, það er almenn skynsemi að senda ekki börnin sín inn í dópbæli.

Trolololol :)

Petrís | 7. ágú. '16, kl: 22:11:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

"Þetta var víst kallað einelti"  Þegar öllum er boðið og enginn mætir án þess að boða forföll þá er það einelti. Þú getur reynt allar afsakanir í bókinni en þegar barn bíður allan daginn eftir gestunum sem aldrei koma þá er það einelti af verstu gerð af hendi bæði skólafélaga og foreldra þeirra.

Dúfanlitla | 8. ágú. '16, kl: 00:25:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég er að vitna í mál sem eru mér mjög kunnug. Foreldrar vildu ekki senda börnin sín á heimili þar sem foreldrar voru í neyslu. Ef barninu þínu væri boðið og þú vissir svona daglegar aðstæður í mörg ár, þá er það varla einelti að vilja ekki hafa barnið í kringum "foreldrana"  Ég veit áætlega hvað einleltir er. í því sem ég tala um voru boðuð forföll. Allir.

Petrís | 10. ágú. '16, kl: 17:19:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér alveg sama hversu kunnug þú ert eða hversu miklilli neyslu foreldrarnir eru í það er engin ástæða til að hringja ekki og afboða. Ef það voru boðuð forföll vegna þessa og foreldranir vissu af því að enginn vildi senda barnið sitt á heimilið hefðu þau getað haft afmælið á opnberum stað.

Dúfanlitla | 11. ágú. '16, kl: 23:32:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er bara ekki svona einfalt.í þessu voru boðuð "forföll" allir. En málið er það var vitanlega ekki barnið sem þetta snerist um heldur að aðrir forledrar voru búnir að fá nóg af neyslunni á heimilinu, bvn , lögreglu útköllum slagsmálum osv osv , Ég skil líka rétt þeirra til að verja sín börn frá slíku. Foreldrar í neyslu fara varla að leigja heilan sal, sleppa neyslunnin, osf bara einn tveir og þrír. Ath, Ég er að vitna í þetta tilvik. Ekki að ég haldi að fólk geti ekki náð sér á strik og orðið fyrimyndar foreldrar. Í þessu tilviki er það bara ekki, og var það bara ekki, og nú eru börnin þeira orðin svo stór að bvn hefur ekki  nein afskipti af þessu lengur. Skiljanlega. 

Petrís | 12. ágú. '16, kl: 00:01:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef svo er þá er það allt annað mál, ég hélt þú værir að tala um þau tilfelli þar sem helling af börnum er boðið og enginn afboðar og enginn mætir sem er alveg frámunalega mikil grimmd. Það geta verið ýmsar ástæður til að fólk ákveður að börn þeirra mæti ekki í afmæli, persónulega finnst mér að það verði að vera mjög ríkar ástæður til að bekkjarfélagar mæti ekki einmitt vegna hættunnar á hópeinelti en ef heimilið er alveg út í hött og barnið of gamalt til að foreldrar geti með góðu móti verið til staðar með barninu í afmælinu er samt engin ástæða til að láta ekki vita tímanlega.

safapressa | 12. ágú. '16, kl: 10:25:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Greyið barnið

Pelops
Alli Nuke | 4. ágú. '16, kl: 20:14:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þau eiga auðvitað ekki að þjást fyrir það. En það má alveg snúa spurningunni við og spyrja hvort ég (eða aðrir í sömu sporum) þurfi að sjá um að ala upp börn annara? Ég var reyndar að svara öðrum á þræðinum á þann veg að ég ætla að reyna að tækla þetta hjálmamál og umferðaröryggi með því að gefa honum hjálm ef hann á ekki hjálm og fara með þeim í hjólatúr.

Þá vaknar samt sú spurning hvort ég sé ekki orðinn ábyrgur fyrir drengnum ef eitthvað kemur fyrir?

Trolololol :)

Orgínal | 3. ágú. '16, kl: 19:12:22 | Svara | Er.is | 3

Ég banna mínum ekki að leika við nein börn af þeim ástæðum sem Salvelinus nefnir.

ert | 3. ágú. '16, kl: 19:17:48 | Svara | Er.is | 3

Börn geta verið svo skemmtilega fordómalaus.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Bakasana | 3. ágú. '16, kl: 19:23:12 | Svara | Er.is | 2

hvað heldurðu að gerist ef þitt barn umgengst umrætt barn? 

bogi | 3. ágú. '16, kl: 20:12:04 | Svara | Er.is | 20

Er barnið slæmt?

Hingað kom reglulega strákur sem kom frá heimili sem var í miklum ólestri. Ég leyfði barninu að sjálfsögðu að vera hér og njóta skjóls frá ömurlegum aðstæðum.
Börnin voru seinna fjarlægð af heimilinu -

Pelops
bogi | 12. ágú. '16, kl: 13:22:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var nú ekkert sem ég þurfti að leggja af mörkum - heim til mín koma daglega börn til að leika við mín börn, þetta var ekkert öðruvísi og ekkert að þessu barni þó að foreldrarnir hafi lent út af sporinu í lífinu.

janúar07 | 3. ágú. '16, kl: 21:11:08 | Svara | Er.is | 4

Ég leyfi mínum alveg að leika en ég vil að þeir séu annað hvort úti eða inni hjá mér. Minn á ekki að fara heim til hins stráksins nema spyrja áður (og ég hef aldrei leyft það, hef bara boðið þeim frekar hingað og sagt að ég geti bakað vöfflur eða eitthvað álíka spennandi hahahaha)

Alli Nuke | 3. ágú. '16, kl: 22:14:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er sama nálgun og ég hef tekið. En núna er þessi
strákur (sem er ári eldri en minn) farinn að biðja meira og meira um að minn
fái að fara út með honum, helst hjólandi. Gæinn minn er auðvitað ekki alveg að
fatta af hverjum ég vil ekki hleypa þeim út hjólandi saman (ég reyni aðallega
að nota aldursmuninn sem ástæðu).

Ástæðurnar fyrir því að ég vilji ekki hleypa þeim út saman
er að ég sé ítrekað þennan strák úti að hjóla, hjálmlausan og oft úti á miðri
götu. Hef séð ýmislegt meira sem er ekki að mínu skapi, en þetta er nóg til að
setja stopparann á hjá mér.   Síðan hef ég
líka tekið eftir því að hann er látinn passa upp á yngri systur sína (líklega
rétt um tveggja ára gömul m.v. göngulagið) og hef séð hann með hana við
umferðargötu.

Á að segja eitthvað við foreldrana í svona tilfellum? Ef svo
er, hvað?

Trolololol :)

safapressa | 3. ágú. '16, kl: 22:34:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Skil þig vel. Ég myndi segja að það væri ekki í boði að fara að hjóla, en koma með uppástungur að einhverju öðru sem þeir geta gert saman. Vissulega er erfitt þegar börn koma af svona heimilum, en þú getur alveg haft jákvæð og góð áhrif á þetta barn með réttri nálgun. Stattu bara á þínu og á endanum fara hlutirnar annað hvort að ganga betur eða hann snýr sér annað. 

safapressa | 3. ágú. '16, kl: 22:35:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Svo eru börn líka mjög klár og þau skynja alveg ef einhverjum líkar ekki við þau og haga sér oft eftir því. Myndi bara vera næs við þetta barn og sýna því kærleik, þó þér líki illa við foreldra þess. 

Alli Nuke | 4. ágú. '16, kl: 19:57:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er nefnilega það sorglega, þetta er mjög skemmtilegur strákur og yndislegur, hann er bara kæruleysislega upp alinn að mínu mati. Enda reyni ég eftir öllu megni að láta það ganga upp að þeir fái að leika sér eins frjálslega og mögulega er þegar þeir hittast, en það þýðir að ég þarf að eyða tímanum í að fylgjast með öllum stundum.

Trolololol :)

safapressa | 5. ágú. '16, kl: 00:02:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já hvers vegna ekki bara að vera með þeim í leik? Börn hafa yfirleitt mjög gaman af því þegar fullorðnir nenna að leika með. Þá getur þú aðeins stýrt því sem þeir gera og haft í leiðinni jákvæð og góð áhrif á þennan dreng. Sá að þú ætlaðir í hjólatúr með þeim, það er bara frábært og um að gera að vera sem mest með þeim. 

T.M.O | 5. ágú. '16, kl: 03:08:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það hafa ekki allir tíma í þannig alltaf ef einhverjum dettur í hug að hringja dyrabjöllunni og biðja um að fá að koma inn.

safapressa | 7. ágú. '16, kl: 17:29:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enginn að tala um alltaf. 

T.M.O | 7. ágú. '16, kl: 17:37:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað á þá viðkomandi að gera í hin skiptin þegar hann treystir ekki eldri stráknum til að sleppa því að gera eitthvað sem hann vill ekki að sá yngri sé með í?

safapressa | 7. ágú. '16, kl: 17:44:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spurning, hvað leggur þú til? 

Annars var ég búin að segja hér ofar að hann getur komið með uppástungur á einhverju jákvæðu sem þeir geta gert saman og reynt að hafa jákvæð og góð áhrif á þetta barn. 

T.M.O | 7. ágú. '16, kl: 17:56:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

spurningin er held ég eiginlega hvort hann treysti sér til þess að fara að ala þetta barn upp í óþökk foreldranna. Ef þetta væri jafnaldri sem væri í sama skóla þá væri það kannski reynandi en þetta er eldra barn sem getur jafnvel átt í erfiðleikum með að tengjast sínum jafnöldrum en svo byrjar skólinn og þá getur þessi vinskapur verið hamlandi fyrir yngra barnið.

safapressa | 7. ágú. '16, kl: 18:03:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það eru margir vinklar á þessu, eiginlega ómögulegt að vita hvað er best að gera nema að þekkja viðkomandi börn og fjölskyldur. En ég var ekki að tala um að hann ætti að fara að sjá um uppeldið á barninu, en hann getur þó alveg haft einhver jákvæð áhrif á það, s.s. vera góð fyrirmynd, koma með uppástungur á jákvæðri afþreyingu fyrir þá, sýna barninu umhyggju, o.s.frv.
Það tekur heilt þorp að ala upp barn, eins og máltækið segir :) allir hafa áhrif, kennarar, vinir, aðrir foreldrar.. o.s.frv. 

Alli Nuke | 10. ágú. '16, kl: 15:10:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þá finn ég einhverja lame afsökun... eða geri það sem ég er farinn að gera meira og meira. Læt börnin ganga fyrir og læt mitt stuff bíða. Ég lít á það sem mitt hlutverk að færa fórnir til að mín börn fái sem mest og best út úr lífinu.

Að sjálfsögðu með einhverjum takmörkunum ;)

Trolololol :)

T.M.O | 3. ágú. '16, kl: 22:45:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

þarna ertu komin með legit ástæður fyrir því að þú hafir áhyggjur af þessu. Þetta með foreldrana var ekki alveg að gera sig ;) Því miður er mjög líklegt að þitt barn hermi eftir þeim eldri svona ósiði eins og hjálmleysið og gáleysislegt aksturslag svo að ég skil klemmuna og þetta er ekkert auðvelt. Ég hugsa að það sé skynsamlegra að prófa að tala við foreldrana, gera þetta í mestu vinsemd að þeirra strákur sé bara of þroskaður og þú viljir að þinn fari ekki fram úr sér í að herma eftir honum. Ef fólk spyr hvað þú sért að tala um, vera þá bara hreinskilinn. Kannski er þetta rugl í mér, þetta er alltaf snúið. Ég lenti aftur í að beina minni dóttur frá annarri vegna þess að sú var alltaf að tala um guð og refsingar og Jesú að taka börn til sín ef þau lugu.. mín var reyndar held ég bara fegin að heyra að hún varð ekki að leika við hana...

LaRose | 4. ágú. '16, kl: 13:07:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Myndi alveg leyfa þeim af hjóla saman rétt við húsið þitt og náttúrlega láta strákinn þinn fá hjálm.

Fylgistu ekki með honum úti hvort eð er? Ég er kannski orðin of dönsk en ég skil ekki að 6 ára born hafi eitthvað með það að gera að hjóla úti án þess að fylgst sé með þeim....og þá gerist heldur ekki að hinn strákurinn plati þinn með sér að umferðargötu.

 

Ég átti marga vini þegar ég var barn (bjó í Verkó og þar var mikið um hyski þótt ljótt sé að segja frá því) og foreldrar margra þeirra voru hyski....en börnin voru góð.

Alli Nuke | 4. ágú. '16, kl: 20:01:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einmitt það eina sem ég leyfi. En mínum gutta er að vaxa ásmeginn og eldri strákar heilla hann eins og gerist og gengur. Þetta er snúið og ég hef enga trú á því að hinir foreldrarnir fari allt í einu að aga sinn gutta úr því þau hafa ekki gert það sl. sjö árin. Ég hef reyndar hringt einu sinni í mömmu hans... en það kom ekki mikið upp úr því.

Trolololol :)

bogi | 5. ágú. '16, kl: 11:43:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta getur verið rosalega flókið mál - skil það vel. En við höfum auðvitað líka einhverja samfélagslegar skyldur gagnvart börnum sem virðast ekki eiga "almennilega" foreldra.

Í fyrra var sonur minn að lenda í vandræðum í skólanum amk. einu sinni í viku, fór til skólastjóra og allt, hringt í mig osfr. Hann viðurkenndi að sjálfsögðu ekkert enda ótrúlega þrjóskt barn og kenndi vini sínum um allt. Það endaði með því að ég sagði við hann að hann bæri ábyrgð á sjálfum sér og sinni hegðun. Ef einhver vinur vill fá hann til að gera eitthvað sem hann vill ekki þá er það hans réttur að labba bara í burtu og fara að gera eitthvað annað. Að það getur enginn annar en þú borið ábyrgð á eigin gjörðum. Þarna náði ég eitthvað til hans og vandræðin urðu ekki fleirri, hann minnkaði mikið að leika við vininn í kjölfarið. Þá lærði líka vinurinn að þetta væri ekki kúl hegðun.

Pelops
orkustöng | 4. ágú. '16, kl: 02:53:08 | Svara | Er.is | 0

held sumir kenni öðrum ljóta siði,ruddatal stríðni prakkarastrik sum slæm td taka hjól og láta liggja , skemmdarverk , svo er það að kveikja í og endar of oft með bruna í póstkössum með lífshættu og tjóni. og svo vilja sum börn drepa önnru börn og gera það. en hvernig þekkjast þau úr annars..kannski erfitt að sjá fyrrirfram hver er þannig. á þá ekki að leyfa samveru án eftrlits....

Lilith | 4. ágú. '16, kl: 12:37:47 | Svara | Er.is | 7

Ég hef ekki bannað mínum börnum að leika við nein önnur börn. Ef um hefur verið að ræða börn þar sem aðstæður heima hjá þeim eru mögulega varasamar þá hef ég bara ýtt þeim í að vera heima hjá okkur frekar, og bara sjálfsagt. Börn eiga ekki að þurfa að líða fyrir foreldra sína. En svo hef ég líka átt þetta "slæma" barn sem hafði "vond áhrif" á önnur og hef alveg kynnst fordómunum gagnvart því að vera foreldri slíks barns. Það að vera útskúfað af öðrum börnum er ekki beint til að bæta ástandið.

Blah!

Alli Nuke | 4. ágú. '16, kl: 20:05:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það er einmitt þetta, ég vill ekki vera að útskúfa eða útiloka hann. Þetta er ekki honum að kenna. Það er bara svo þreytandi að þurfa eltast við þá öllum stundum. Það á ekki að vera mitt hlutverk að ala börn annara. En ég ætla nú samt ekki að gefast upp og tala almennilega við hann og reyna að fá hann til að t.d. sækja hjálm. Ef hann á ekki hjálm þá hef ég ákveðið að gefa honum hjálm og jafnframt var mér að detta í hug það snjallræði (öh döh, kannski átti ég að láta mér detta þetta í hug fyrr) að úr því ég er alltaf að fylgjast með þeim, þá er ég að hugsa um að bjóða þeim í hjólatúr þegar hann er kominn með hjálm, og nota það tækifæri til að kenna honum basic umferðaröryggi... hef engu að tapa á því.

Trolololol :)

svampur sveins | 10. ágú. '16, kl: 16:06:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er svo sem ekki með nein svör við þessari klemmu sem þú ert í og skil vel að staðan sé erfið. Þú hefur áhyggjur af þínu barni en vilt á sama tíma ekki stuðla að útskúfun hjá öðru barni.


Það er auðvitað ekki þitt hlutverk að ala upp born annarra en ef að þetta barn er mikið afskipt er ekki ólíklegt að með því að gefa því athygli eins og þú ert að tala um að gera með hjólatúrnum þá fari það að líta upp til þín og taki mark á því sem þú segir. Þú getur þá notað þau tækifæri sem gefast þegar þeir eru saman til að leiðbeina þeim í sameiningu í sambandi við atriði eins og umferðaröryggi og svona hluti sem að þú hefur áhyggjur af að hann dragi þinn dreng í. Auðvitað veit ég ekkert um þetta barn en hann er ennþá ungur (geri ég ráð fyrir ef hann er að leika við 6 ára) og þá ætti að vera tiltölulega auðvelt að ná til hans og kannski vantar hann bara einhvern til að segja honum hvernig hann á að haga sér td í umferðinni því að við getum ekki gert ráð fyrir að born viti bara hvað þau eiga að gera. Man að ég hlustaði einhvern tíman á uppeldisfyrirlestur þar sem að var einmitt talað um að maður ætti í raun ekki að gera ráð fyrir að börnin kunni neitt nema að það sé einhver búinn að kenna þeim það. Þar var td tekið sem dæmi að það væri mjög rangt að skamma barn fyrir að hengja ekki upp úlpuna sína ef að barninu hefði aldrei verið sagt að það ætti að hengja hana upp. Stundum gerum við fyrirfram ráð fyrir að börnin læri allt af umhverfinu (sem þau auðvitað gera líka) en stundum er það ekki svo auðvelt og nægir að leiðbeina þeim bara um það hvernig þau "eigi"  að hegða sér í vissum kringumstæðum.


 

staðalfrávik
Petrís | 4. ágú. '16, kl: 12:45:50 | Svara | Er.is | 2

Ég segi með mörgum hérna þetta eru ekki rétt viðbrögð. Ekki láta börn gjalda foreldranna. Þú stýrir bara þessum félagsskap betur. Gerir meira með barninu þegar þeir eru saman, þú getur haft góð áhrif á hitt barnið í stað þess að hunsa það. Einn af strákunum mínum vingaðist við erfitt barn þegar hann var lítill. Hann var smá snar og skorti merkilega vitneskju um rétt frá röngu. Foreldrarnir algjört hyski með bókstaflega ómegð af börnum. Ég tók þetta sem tækifæri til að hafa áhrif. Þeir léku sér heima þar sem ég gat fylgst með og ég tók drenginn með okkur í allskonar ferðir. Þessi félagsskapur varð mínu barni ekki til skaða og vonandi ekki hinum drengum heldur greyskinninu.

Alli Nuke | 4. ágú. '16, kl: 20:07:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Snilldar svar! Ætla að láta reyna á þetta.

Trolololol :)

Prym | 4. ágú. '16, kl: 13:41:42 | Svara | Er.is | 8

Einelti byrjar heima.

isbjarnamamma | 4. ágú. '16, kl: 17:19:55 | Svara | Er.is | 2

Syndir feðranna bitna á börnunum, ekki satt?

saedis88 | 4. ágú. '16, kl: 19:18:29 | Svara | Er.is | 0

ég reyni bara að hvetja barnið mitt að leik við jafnaldra sína, þessi staða kemur stundum upp en ég segi aldrei að barnið mitt megi ekki leika við hitt barnið. en reyni að stýra í aðra átt.

Catalyst | 7. ágú. '16, kl: 23:03:53 | Svara | Er.is | 0

Ef þetta væri barm sem eg teld hafa slæm ahrif a minn þa myndi eg reyna að styra minum inn a að leika við aðra. Ef það gengi rkki myndi eg reyna að lata börnin leika her þar sem eg gæti fylgst eitthvað með og lika ræða við mitt barn un æskilega hegðun. Ef þetta væri dubious foreldrar myndi eg hvetja til útileikja eða leika her. Myndi ekki utiloka barn bara vegna þess hvernig foreldrarnir eru.

Prym | 7. ágú. '16, kl: 23:15:44 | Svara | Er.is | 2

Svo heimtar samfélagið að skólinn leysi eineltismál sem upp koma milli barna.  Eins og sagt er frá þessu hér er um foreldravandamál að ræða.  Stundum er ástæða eineltis einmitt eins og hér, foreldrar vilja ekki að barnið sitt leiki við eða umgangist ákveðið barn, kannski vegna vandamála á  heimilinu sem barnið ræður engan veginn við.  Tökum ábyrgð, kæru foreldrar.  Ekki hvetja til eineltis.  

Pelops | 12. ágú. '16, kl: 12:30:04 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þú ömurlegt foreldri. Að láta það bitna á saklausu barninu hvernig "hyskið" foreldrar þess eru.

Ógeðslegt.

Þú þykist vera að reyna að vernda barnið þitt en ert að kenna því alveg hreint ömurlega framkomu.

Gangi þér bara vel með rest. Oj bara.

Alli Nuke | 12. ágú. '16, kl: 23:10:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gengur þér illa að finna rítalín?

Trolololol :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
Síða 8 af 48310 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, Bland.is, paulobrien, annarut123, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien