Hvernig er að búa í Hafnarfirði?

sveitastelpa22 | 21. júl. '15, kl: 21:18:05 | 691 | Svara | Er.is | 1

Ég og kallinn minn erum að skoða okkar fyrstu íbúð og fundum eina í hafnarfirði.. Hvernig er að búa þar?

 

busyness | 21. júl. '15, kl: 21:46:20 | Svara | Er.is | 1

mjög gott.

Horision | 21. júl. '15, kl: 22:14:20 | Svara | Er.is | 1

Hrein skemmtun.

hillapilla | 21. júl. '15, kl: 22:25:42 | Svara | Er.is | 0

Fínt, líkar mjög vel. Eru samt alveg svæði sem ég myndi síður vilja vera á en þér þarf ekkert að finnast sömu svæði óáhugaverð og mér.

Oskamamman | 21. júl. '15, kl: 22:26:12 | Svara | Er.is | 1

Æði elska þennan bæ

Bragðlaukur | 21. júl. '15, kl: 22:29:47 | Svara | Er.is | 1

Finnst þetta svo  yndislegur bær. Miðbærinn mætti vera líflegri, fleiri verslanir, kanski veitingastaðir eða eitthvað. En elska að labba um. Gamli bærinn er svo notalegur. Hamarinn, tjörnin, góð leiksvæði úti um allt fyrir börn osfrv...

Mainstream | 21. júl. '15, kl: 22:54:02 | Svara | Er.is | 4

Hafnarfjörður er nokkuð víðfemur bær. Ef þið eruð sátt við fjarlægðina frá Rvík og morguntraffíkina þá er alveg hægt að búa þarna. Hafið samt í huga að þarna er mengandi álver og síðan er vallahverfið byggt á eldgosasvæði þannig að það er aldrei að vita hvenær hraun flæðir þar næst. Síðan er þjónustan í Hafnarfirði við barnafjölskyldur töluvert lélegri en t.d. í Reykjavík; leikskólamál og annað slíkt. Mér finnst fasteignaverð í Hafnarfirði ekki vera nógu lágt til að það taki því að búa þar miðað við í Reykjavík.

hillapilla | 21. júl. '15, kl: 23:51:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Morguntraffíkin truflar mig ekki, fyrstu tíu árin vegna þess að við hjúin unnum bæði í Hafnarfirði, svo síðustu mánuðina vegna þess að ég þarf ekki að mæta í nýju vinnuna mína í Rvk kl. átta. Er tíu mínútur að keyra þangað. Leiðin er þráðbein og svo ein vinstri beygja ;)

Mainstream | 21. júl. '15, kl: 23:53:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef fólk vinnur í Hafnarfirði er nánast auglóst að best sé að búa þar. En ef fólk vinnur í Reykjavík er Hafnarfjörður kannski ekki besti staðurinn. 

hillapilla | 21. júl. '15, kl: 23:57:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Fer samt eftir staðsetningu á báðum stöðum. Get samþykkt að það myndi sökka að keyra af Völlunum út á Granda kl. átta en það er voða lítið mál t.d. úr Norðurbænum í Kringluna eða Borgartúnið, sérstaklega ef það þarf ekki að vera kl. átta.

mcdermott | 21. júl. '15, kl: 23:38:00 | Svara | Er.is | 0

Það er mjög gott að búa hér. Ég bý hliðina á reykjanesveiginum og heyri ekki neitt nema sírenur.

choccoholic | 22. júl. '15, kl: 10:48:24 | Svara | Er.is | 0

Ég ólst upp í hafnarfirdi en langar ekki ad búa þar aftur. Er of mikid midbæjardýr fyrir þad. Finnst hfj voda óspennandi en eflaust fínn ef flestir þínir vinir og fjsk búa þar. Um leid og ég ætladi út á dammid med kærastanum eda vinunum þá var þad extra vesen (tímafrekt og dýrt), ekkert sem heitir rétt kíkja út því allir mínir vinir bjuggu í rkv. Ef ég var bíllaus þá var þad tómt vesen því ég vann vaktavinnu og þad í rkv. Fer bara eftir því hvernig fólk þid erud hvort þad henti ykkur vel eda ekki. Ég er ekki mikid heima, elska ad kíkja í leikhús, bíó, hitta vini á barnum/kaffihúsi, fara út ad borda, fara út ad hlaupa eda á línuskauta og þessvegna hentadi hfj mér enganveginn. Nenni litlum tíma í samgöngur, en kanski hentar thad þér?

Hedwig | 22. júl. '15, kl: 12:51:39 | Svara | Er.is | 1

Finnst staðurinn sem ég bý á í hfj allavega mun skárri en grafarholtið sem ég bjó áður. Eina sem pirrar mig er að við erum upp á fjalli nánast þannig að það er erfitt að hjóla heim ef maður fer hjólandi en útsýnið yfir alla borgina bætir það upp. Finnst öll þþjónusta vera svo stutt frá og fyrir mig er núna mjög stutt að fara til mömmu og pabba sem mér finnst voða þægilegt. Eina er að það er svolítið langt fyrir kallinn í vinnuna niðrí miðbæ en hann hefur sveigjanlegan vinnutíma og getur því farið þegar ekki er mesta umferðin.

xarax | 22. júl. '15, kl: 22:26:36 | Svara | Er.is | 1

Mjög fínt finnst mér, er í hraununum og vinn í rvk, er innan við 15 min á leið í vinnu og mjög ánægð með leikskólann (arnarberg). Stutt í alla þjónustu.

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

Ananus | 23. júl. '15, kl: 00:12:43 | Svara | Er.is | 0

Hafnarfjörður býður upp á allt það versta við landsbyggðina í bland við allt það versta við borgina. Allir eru með hundleiðinleg og dípressíng störf í álveri eða lyfjaverksmiðju og verja frítíma sínum í að drekka viking á dípressíng fótboltapöbbum þar sem dresskódið er FH bolur. þetta sjitthól er ekki hýrt fyrir fimmaura, og mér skilst að fólk sem er hýrt sé buffað á framhaldsskólaböllum. Lífið er of stutt fyrir Hafnarfjörð. 

LadyGaGa | 24. júl. '15, kl: 10:38:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég hef ekki farið á pöbb hérna, ekki klæðst FH treyju og finnst bjór vondur. 

Ananus | 24. júl. '15, kl: 15:45:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég giska þá að þú sért hinu megin í bænum, þar sem eru engir pöbbar, fólk gengur í Haukatreyjum og ýtir barnavögnum á undan sér á grútmenguðu hraunberangri í eimyrjunni frá Álverinu. 

LadyGaGa | 25. júl. '15, kl: 16:22:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei er í norðurbænum

Ananus | 26. júl. '15, kl: 00:45:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki er það skárra. Norðurbærinn lítur út eins og einhver hafi raðað austur-þýskum blokkum í kringum KFC. 

LadyGaGa | 26. júl. '15, kl: 09:42:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Rosalega ert þú hress

des2011 | 24. júl. '15, kl: 10:22:36 | Svara | Er.is | 0

Hfj er með dýrari sveitarfélögum að búa í á höfuðborgarsvæðinu, myndi spá í því sérstaklega ef þið eruð með börn.

LadyGaGa | 24. júl. '15, kl: 10:33:55 | Svara | Er.is | 1

Ég er í norðurbænum og finnst það algjört æði.  Stutt í svo ótrúlega margt.

Hosseini | 24. júl. '15, kl: 10:58:27 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst æðslegt að búa í Hafnarfirði. Er á Völlunum og er alsæl. Það er mjög vel skipulagt hverfi með æðslegum göngu- og hjólreiðastígum um allt. Skólinn er frábær og íþróttaaðstaðan á Ásvöllunum og sundlaugin í göngufæri. Bjó í Grafarholtinu í rokinu þar og myndi ekki vilja skipta aftur. Við vinnum bæði í Reykjavík og finnst ekkert mál að keyra.

cle800 | 24. júl. '15, kl: 12:55:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Yndislegt að búa í Hafnarfirði. Er líka á Völlunum og við erum mjög ánægð. Barnvænt og gott hverfi með fullt af þjónustu sem er bara að aukast. Fasteignaverð á Völlunum hefur hækkað mjög mikið og það selst bókstaflega allt þar.
Vinnum bæði í Reykjavík og vegalengdin hefur aldrei truflað mig en ég myndi heldur alls ekki vilja búa í miðbæ Reykjavíkur.

Dalía 1979 | 24. júl. '15, kl: 19:07:25 | Svara | Er.is | 1

Hef aldrei búið þar enn það hefur alltaf verið drauma bærinn að búa í held að það hljóti að vera gott að vera þar svo framalega að það sé ekki á völlunum 

Rós 56 | 25. júl. '15, kl: 00:06:56 | Svara | Er.is | 1

Það er einfaldlega langbest að búa í Hafnarfirði <3 hef bæði búið í norðurbænum og svo núna efst uppi á holti í suðurbænum og mér hefur liðið mjög vel á báðum stöðunum. Ég hef samanburð á þremur stöðum í Reykjavík og einum á Seltjarnarnesi því ég hef búið á þeim stöðum líka, og ég segi að Hafnarfjörður ber af í öllum skilningi.

palominolina | 25. júl. '15, kl: 09:57:31 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst yndislegt að búa í Hafnarfirðinum, hef reynslu af Setberginu og Áslandinu. Finnst fjarlægðin frá Rvk ekkert trufla mig en er í háskóla í Reykjavík og það getur tekið tíma í morgunumferðinni að komast þangað en svo er maðurinn minn að vinna í Skeifunni og hann er bara svona 10-15 mín þangað. Hér er öll þjónusta sem maður þarf og þegar ég þarf ekki að fara í skólann fer ég ekki lengra en Smáralindarsvæðið yfirleitt. Þægilegt að labba um bæinn, stutt í náttúruna og rosalega barnvænt hverfi sem við búum í núna þar sem eru börn í hverjum húsum og útileikir fram á kvöld öll kvöld yfir sumartímann :)

GoGoYubari | 25. júl. '15, kl: 16:27:08 | Svara | Er.is | 1

ég hef svosem ekki samanburð við önnur bæjarfélög en hef búið á tveimur stöðum í hafnarfirði og vil hvergi annarsstaðar vera

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Síða 8 af 47984 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Kristler, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien