Hvít lygi

skyrtulina | 27. jún. '15, kl: 10:39:09 | 448 | Svara | Er.is | 0

Hvað er hvít lygi ?? Hvað finnst ykkur um hvíta lygi ? Er lygi alltaf lygi ? Ef t.d aðili segir maka sínum að hann er hja vini sínum með félögunum en er í raun í partyi allt annarstaðar Er það hvít lygi ?

 

Galieve | 27. jún. '15, kl: 10:47:52 | Svara | Er.is | 20

Nei það er ekki hvít lygi. Það er bara lygi.

Máni | 27. jún. '15, kl: 11:17:10 | Svara | Er.is | 9

Hvít lygi er að segja já þegar þú ert spurð að því hvort nýja klippingin sem viðkomandi er hæstánægður með fari honum ekki vel þegar þér finnst hún ekkert spes.

Þetta sem þú nefnir er hrein og bein lygi.

bogi | 27. jún. '15, kl: 11:41:52 | Svara | Er.is | 0

Klárlega lygi - til hvers að segja ósatt um þetta?

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 27. jún. '15, kl: 11:55:38 | Svara | Er.is | 0

Fer í raun rosalega eftir hvernig partý.... ef það er partý hjá vini sem makanum finnst leiðinlegur svo hann segist vera í partý hjá Gunna í staðinn = hvít lygi


Ef hann segist vera sitjandi í sófanum hjá nokkrum vinum en er í alvörunni í partýi sem makanum gæti þótt eitthvað að (t.d. vegna neyslu, óæskilegum félagsskaps etc.) þá er það lygi

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Felis | 27. jún. '15, kl: 12:01:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst það ekki skipta neinu máli, þetta er jafnmikil lygi hvernig partý sem þetta er.

Þumalputtareglan mín er að ljúga ekki og að sama skapi vil ég ekki lygar frá maka. Lygi finnst mér alvarlegra mál en að fara í eitthvað glatað partý með fólki sem mér er illa við.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 27. jún. '15, kl: 12:06:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er samt skiljanlegt, finnst mér, að hann nenni ekki að segjast vera hjá Gunna ef hann má eiga von á því að heyra nöldur og tuð frá maka sínum um hvað Gunni sé glataður og leiðinlegur. 


Þá væri vandamálið hins vegar ekki hvítar lygar, heldur stjórnsemi í makanum, því mér finnst fólk alveg mega eiga vini sem makanum finnast leiðinlegir

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Felis | 27. jún. '15, kl: 12:08:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vandamálið er bæði lygin og viðbrögðin við lyginni. Það að makinn bregðist illa við afsakar ekki lygina.

Ekki það að fólk sem er í svona sambandi ætti verulega að endurskoða hvort sambandið sé örugglega þess virði.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 27. jún. '15, kl: 12:09:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já eða sko viðbrögðin við sannleikanum

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ert | 27. jún. '15, kl: 12:11:30 | Svara | Er.is | 6

Hvíti er lygi er lygi sem er sögð í þeim eina tilgangi að særa ekki fólk.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Helvítis | 27. jún. '15, kl: 12:15:57 | Svara | Er.is | 3

Hvít lygi er t.d. að segja að ljóta, rauða krumpaða barnið sem vinkona þín var að eignast sé fallegt.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

AyoTech | 27. jún. '15, kl: 12:29:54 | Svara | Er.is | 2

Í minni bók er hvít lygi skilgreind sem lygi sem skiptir ekki máli í því samhengi sem hún er sögð. Eins og ef maður segir að kjóll er fínn en er það ekki, þá er það hvít lygi ef álitið skiptir spyrjandann litlu eða engu máli. Ef málflutningur byggir á lyginni eins og þessu tilfelli hjá þér er það bara lygi.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

fálkaorðan | 27. jún. '15, kl: 12:57:52 | Svara | Er.is | 0

Nei það flokkast ekki undir hvíta lygi. Það er bara bein lygi.


Hvítlygi snýst meira um að hlifa tilfinningum þess sem logið er að og það sem logið er um skiptir engu máli td: jú mér finnst maturinn fínn þegar viðkomandi hefur óbeit á ofnbökuðum fiski td.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Dalía 1979 | 27. jún. '15, kl: 13:00:00 | Svara | Er.is | 0

Nei það er ekki hvítlýgi það er lýgi 

grannmeti | 28. jún. '15, kl: 10:37:55 | Svara | Er.is | 1

Eg skil ekki af hverju tad er naudsynlegt ad ljuga ad makanum um hvar madur er.
Ef ad minn madur færi ad gera tetta ta færu sko bjollur ad hringja.
Ekki færi eg ad ljuga ad minum um hvar eg væri. Eg tarf tess ekkert. Hann veit alltaf svona sirka hvar eg er og svona sirka med hverjum.
Ef tad er ekkert ad fela ta tarf ekkert ad ljuga

------------------------------------------------------------------
Eignaðist dóttur 5 Júlí '08:D 13 merkur og 50 sentimetrar og sætust í heimi!
------------------------------------------------------------------

GuardianAngel | 28. jún. '15, kl: 10:58:59 | Svara | Er.is | 0

Hvít lygi er alltaf lygi. "Hvít LYGI"...
En annara myndi eg aldrei flokka þetta undir hvíta lygi enda bara pjúra lygari.
Hvít lygi fyrir mér er meira... eg er i partýi og makinn hringir og tjékkar hvar eg er, segist vera hjá gunna og eg er þar. En það sem eg sleppi að segja er að eftir tvær minutur er eg farin til hennar siggu.

Svona dæmi. Semsagt það er aannleikur i lyginni en sleppir kannski einhverju úr sögunni sem var ekki spurt um.

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

GuardianAngel | 28. jún. '15, kl: 10:59:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er smáá sannleikur i lyginni og þì veist að viðkomandi my di vilja vita ákveðið en þu sleppir að segja til að forðast eitthvað.

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Síða 8 af 47989 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Guddie