Inngrip í ofbeldissambandi

punkta | 11. maí '18, kl: 21:05:04 | 375 | Svara | Er.is | 0

Ég vil ekki fara nánar út í ofbeldið sem ég hef búið við öll þessi ár heldur einfaldlega heyra reynslu annarra; hefur einhver hér inni sem búið hefur við ofbeldi fengið nákomna með sér í inngrip á ofbeldismanninum?

Sjálf hef ég gefist upp á að fá aðstoð frá fagfólki og kerfum og búin að missa allt traust á þeim þar sem því miður er litið það minna alvarlegum augum þegar um andlegt ofbeldi að ræða. Ég get ekki komið mér úr aðstæðum og er föst, en ég get ekki þetta ofbeldi lengur þar sem það er að myrða sálina í mér og börnin þurfa að vera áhorfendur því hann hefur ekki hemil á sér að beita mig ofbeldinu fyrir framan þau. Mínir nákomnu vita af ofbeldinu, en upplifa sig bjargarlausa að geta ekki hjálpað mér, auk þess að þau eru sjálf hrædd við manninn minn.

Maðurinn minn sér ekkert að ofbeldinu og sér ekki að hann sé að gera neitt rangt. Og kennir mér að sjálfsögðu um, að ég eigi hans "framkomu" skilið.

Eru einhver ráð, reynslusögur eða annað sem þið getið komið með?

 

mymble | 11. maí '18, kl: 21:49:31 | Svara | Er.is | 2

Þú þarft aðstoð við að koma þér og börnunum í burtu frá þessum manni. Þvi miður get ég ekki hjálpað þér með það en vona svo sannarlega að einhver sem getur það sjái þetta og sendi þér skilaboð. Talaðu við kvennaathvarfið t.d. eða stígamót?

karlg79 | 11. maí '18, kl: 22:16:41 | Svara | Er.is | 0

Ég upplifði þetta sjálfur... En er kk. Hef þurft að flýja á hótel... Stelpur ég er ekki þannig típa sem leggur hendur á neina... Hef aldrey gert... Sammt veit ég alveg hvað þú talar um.. Mín X er og verður það, hún er siðblind. Alveg eins og þinn X. Forðaðu þér í burtu, Ég gerði það eftir að ég var stunginn með búrhníf, 3 sinnum..
Fékk áverkavottorð... Svo kom eitthvað dæmi seinna, þegar hún kærði mig og þá var ég með þetta, Málið jarðað af RLR.. Ég tala ekki um það sem þetta gerir börnum. Hún í sínu kasti barði þann eldri með skóm... Snarrugluð Kúbversk kona.
Kondu þér í burtu....

karlg79 | 11. maí '18, kl: 22:35:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var kallaður til hjá RLR og tekinn skýsla, Hann sagði eftir skýslutöku.Þessi sem tók af mér skýsluna sagði. Ég kæri hana. Eftir það fékk ég nálgunarbann á hana. Hún má ekki koma inná mína lóð.. Hef eftir það verið að reyna að ná mínu lífi,,,, Fékk Sóriasis, rosalega slæmt. (Innvortis) líka, sem þýðir að ég blæddi ekki bara í gegnum skinnið. Heldur ældi og skeit blóði líka. Ekki fara þá leið sem ég tók, Þetta reddast. Farðu alla leyð, Guð hvað ég skil þig.... Í dag er ég á einkamál.is en er skíthræddur við konur, Þori varla að deita.... Kveðja.. KJ

polyester | 11. maí '18, kl: 23:40:39 | Svara | Er.is | 0

veit það ekki en kærastan mín réðist inn á efri hæðinni yfir okkur og stöðvaði ofbeldi gagnvart konu oftar en einu þar sem 2 gerendur áttu hlut  og stigagangurinn fygldi eftir gerendurnir voru reknir út með skömm það var voða erfitt fyrir ofbeldis mennina að standa frami fyrir 10 manns sem vissu hve miklir aumingar og ræflar þeir voru eftir örfá skipti þá var allt komið í ljúfa löf og sjaldan sást til þeirra aftur en gerðist samt og annar þeirra sem kom mörgum mánuðum seinna fékk fylgd upp af íbúum stigagangssins en höndlaði ekki að hafa íbúa hangandi yfir sér og hvar á braut  ofbeldismenn eru aumingar auminganna ekki vera hrædd það er mjög auðvelt að hrekja menn á braut sem lemja konur menn sem leggja hendur á konur eru aumingjar 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

vediamo | 12. maí '18, kl: 04:03:49 | Svara | Er.is | 1

Það þarf hjálp við að komast út úr svona ofbeldissambúð. Ég leitaði upphaflega á slysó eftir að vera svo illa lamin, og þar voru læknarnir greinilega að sjá hvað var í gangi, mér var boðið að fara á kvennaathvarf, og ræða við lögreglu sem ég þáði, því ég var hrædd og örvæntingafull. Ég var keyrð heim í fylgd með lögreglu til að sækja barn okkar, og síðan á kvennaathvarf þar sem ég var í nokkra daga. Þar gat ég fengið ókeypis sálfræðiviðtöl og samtöl við starfskonur þar. Ég gat í framhaldi af þessu komið mér úr sambandinu, en þurfti fyrst að búa hjá móður minni. Ég náði með hjálp bræðra mannsins að koma honum úr íbúð, og í framhaldinu fór hann í meðferð. Ég var 6 ár að jafna mig eftir þessa þriggja ára sambúð. Ég safnaði áverkavottorðum. Passaði að láta alltaf mynda áverkana. Ég handleggsbrotnaði og rifbeinsbrotnaði, fyrir utan alla marblettina sem ég fékk reglulega

Það er gaman að vera saman

koddi91 | 12. maí '18, kl: 22:36:11 | Svara | Er.is | 1

Ég hef góða reynslu af kvennaathvarfinu og mæli með að leita þangað. Þar leitaði ég aðstoðar vegna andlegs ofbeldi. Það á enginn að þurfa að sætta sig við andlegt ofbeldi og það eitt að honum finnist þú eiga þetta skilið er nóg ástæða til að fara frá honum. Eftir öll þessi ár er kominn tími til að skilja við manninn og byrja að lifa þínu lífi ofbeldislaust. Það getur hljómað erfitt en ég er nokkuð viss um að þú munir njóta lífsins betur ein.

Þú getur einnig leitað til félagsráðgjafa í þínu hverfi um hvernig þú eigir að fara að þessu.

diddadisco | 14. maí '18, kl: 01:01:05 | Svara | Er.is | 0

Ég mæli líka með kvennaathvarfinu. Yndislegar konur þar sem hjálpuðu mér mikið. Ég fór fyrst í viðtal þangað og var mjög skeptísk því mér fannst ég ekki eiga "heima" þar. Ég fór beint heim eftir viðtalið, pakkaði niður og flutti frá manninum. Bjó svo í kvennaathvarfinu í nokkrar vikur og þær björguðu mér alveg. Mæli með að hafa samband við þær.
Ég vildi samt ekkert inngrip á ofbeldismanninn. Vildi bara komast út úr sambandinu en hafði ekki þor, kjark né orku án aðstoðar.

TheMadOne | 14. maí '18, kl: 01:25:16 | Svara | Er.is | 0

Þú þarft að taka ábyrgð á þér og börnunum. Ég get rétt ímyndað mér að þú sért búin að reyna mikið að fá manninn til að breyta sinni hegðun oft og lengi, eini möguleikinn núna er að hann átti sig ef þú gengur í burtu. Ef hann áttar sig ekki þá ert þú alla veganna byrjuð að lifa án hans.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

ofsa | 14. maí '18, kl: 09:42:42 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi athuga með þetta úrræði - jafnvel þótt þú sért ekki á Höfuðborgarsvæðinu getur þú örugglega fengið ráðgjöf þarna.

https://reykjavik.is/bjarkarhlid

Gangi þér vel.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Gunnar Nelson Sessaja 10.12.2018
Hvar finn ég námsferilinn minn? Selja dót 24.7.2014 10.12.2018 | 02:48
"Listaverkið" Litla hafpulsan í Reykjavíkurtjörn Júlí 78 7.12.2018 10.12.2018 | 01:49
Afhverju er fátækt fólk á Íslandi feitt? Lýðheilsustofa 22.11.2018 10.12.2018 | 01:26
gifting sýs. hvað gra eftir mialitla82 9.12.2018 9.12.2018 | 23:31
Hvaðan kemur þessi kuldi? tralli10 9.12.2018 9.12.2018 | 22:48
Russian Earl Grey (Lipton) fáanlegt einhvers staðar hérlendis? geiri42 9.12.2018 9.12.2018 | 19:55
fyllt svínalund? adrenalín 8.12.2018 9.12.2018 | 19:54
Þessi hrokabykkja gefur sig ekki spikkblue 8.12.2018 9.12.2018 | 19:19
Gamlar umræður Sessaja 9.12.2018
Jólagjafir Twitters 7.12.2018 9.12.2018 | 18:13
Árni Jón Geirsson gigtarlæknir ny1 8.12.2018 9.12.2018 | 16:04
Þið sem hafið látið fjarlægja gallblöðru... upplysing1 29.10.2007 9.12.2018 | 14:44
Vandamál með gírana á bílnum. Einhver bílasnillingur hérna ? HK82 22.11.2018 9.12.2018 | 10:59
Brú yfir Skerjafjörð frá Kópavogi kaldbakur 8.12.2018 9.12.2018 | 09:35
90s Söngvaborg? Sifjada 7.12.2018 9.12.2018 | 08:03
Hljóð-upptökur/deildu Tekkinn 8.12.2018 9.12.2018 | 00:14
Mín fyrrverandi JæjaLOL 29.11.2018 8.12.2018 | 22:17
Selja skartgripir malata 8.12.2018 8.12.2018 | 22:07
Piparkökuhús - hvar maja býfluga 8.12.2018 8.12.2018 | 19:46
Rakvél fyrir stráka kittyblóm 8.12.2018 8.12.2018 | 18:53
Klausturs - Nunnu og Hommabarinn. kaldbakur 8.12.2018 8.12.2018 | 18:15
Götumynd / Veggmynd fyrir bæjarfélög disamin 7.12.2018 8.12.2018 | 15:21
Netflix - Amazon prime Twitters 16.5.2018 8.12.2018 | 09:33
Graco turn2reach bílstóll gms 7.12.2018
Landsbyggðarfólk vill að ríkið niðurgreiði flug polyester 4.12.2018 7.12.2018 | 20:07
Að borga fyrir brotið í búð Sossa17 1.12.2018 7.12.2018 | 18:53
Desember uppót langveikra barna Flottt 1.12.2018 7.12.2018 | 17:38
Barna-/unglingabók sem ég man ekki nafnið á ö 7.12.2018 7.12.2018 | 16:33
Svo sem vér og fyrirgefum.... Júlí 78 4.12.2018 7.12.2018 | 13:19
útlandaferð og dómur fyrir vanskil Torani 24.11.2018 7.12.2018 | 13:10
Ikea rafmagnshjól, hver er ykkar reynsla? smons 8.9.2018 7.12.2018 | 03:51
Gluggaþvottur Reykjanesbæ ello 7.12.2018
Aldrei átt kærustu Grassi18 26.11.2018 6.12.2018 | 23:44
Þýðing á einkun bókstöfum Grunnskóla hremmi79 4.12.2018 6.12.2018 | 20:30
Þórarinn Hannesson geðlæknir? falkadrengur 19.9.2014 6.12.2018 | 16:02
Jóla bílaljos 12v - hvar fást slík? Ljufa 6.12.2018 6.12.2018 | 14:53
Ein í smá vanda. akvosum 5.12.2018 5.12.2018 | 21:44
Löggan varar við innbrotsþjófum ! kaldbakur 5.12.2018 5.12.2018 | 19:13
Afhverju er myndin Alltaf birt út á hlið Sessaja 5.12.2018 5.12.2018 | 19:06
Klósettpappír, eldhúsrúllur, harðfiskur, teljós, lakkrís og fleira. Fjáröflun! sankalpa 5.12.2018
Þetta ætti að sýna á RÚV til að vinna gegn offitu. Lýðheilsustofa 4.12.2018 5.12.2018 | 18:10
Flugfreyjan - viðtal númer 2 Interrail 15.10.2018 5.12.2018 | 15:49
12v bíla aðventujólaljós? Ljufa 5.12.2018
Gat í tungu lovelove2 4.12.2018 5.12.2018 | 01:33
Russet Kartöflur PinkStar 22.8.2010 4.12.2018 | 18:45
Efnafræði snillingar ? kannskibaraa 4.12.2018
Finnst ykkur þetta fyndið? Þetta var or er rasismi. Lýðheilsustofa 2.12.2018 4.12.2018 | 16:44
Hansahillur - járn daggz 28.11.2018 4.12.2018 | 14:30
Inneign í lífeyrissjóðum Torani 4.12.2018 4.12.2018 | 12:54
Síða 1 af 19678 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron