Kastljós í kvöld

Nói22 | 4. maí '15, kl: 21:10:37 | 1005 | Svara | Er.is | 4

Ofbauð alveg hvernig talað var í Kastljósinu í kvöld. Alltaf einhvern veginn á herðum almenns launafólks að halda verðbólgunni í skefjum og "stöðugleikanum". En svo geta stjórnendur og þeir sem sitja í stjórnum verið með háar upphæðir í laun og það virðist ekki hafa nein áhrif á stöðugleikann.


Og þessi Ari sem átti að vera einhver sérfræðingur var einn sá hlutdrægasti sérfræðingur sem ég veit um. 

 

labbalingur | 4. maí '15, kl: 21:14:04 | Svara | Er.is | 0

Það er nú bara alltaf þannig að ef einn launahópur vill fá hækkun þá vilja allir hinir líka.

_________________________
"It takes two to lie, one to lie and one to listen"
- Homer Simpson

Nói22 | 4. maí '15, kl: 21:16:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

En af hverju eru stjórnendur og þeirra laun aldrei haft með í þessum umræðum? Af hverju geta þeir verið með risalaun og sporslur og stjórnarlaun há og arðgreiðslur risavaxnar (milljarðar) en svo ef á að hækka almennt starfsfólk í launum að þá á það að sætta sig við 3% hækkun vegna stöðugleikans? 


Mér finnst það algjörlega út í hött.

labbalingur | 4. maí '15, kl: 21:19:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Já mér líka. Ég gæti alveg gubbað yfir fréttir af einhverju svona. Hækkun stjórnarlauna, hækkun bónusa fyrir bankamenn. Þetta er bara orðið svo rotið þjóðfélag að maður gæti grátið.

_________________________
"It takes two to lie, one to lie and one to listen"
- Homer Simpson

QI | 4. maí '15, kl: 23:56:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Jamm, mjög erfitt að taka einhvern alvarlega sem er með 6,4 millur á mánuði segja að 300 setji landið á hausinn.

Það sem setur landið á hausin er eiginhagsmunastjórn.  Guð Blessi Ísland verður sjálfsagt ný ræða bráðum.

.........................................................

artois | 4. maí '15, kl: 21:38:49 | Svara | Er.is | 1

Hér er áhugaverð lesning um "kökuna" sem er til skiptana og hvernig laun hafa og hafa ekki áhrif á verðbólgu og stöðugleika.

 

Kakan og kjörin
 Kannski að þessi Ari og Þorsteinn Víglunds ættu að lesa sér aðeins til?

Ruðrugis | 4. maí '15, kl: 21:57:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Kakan sem Sigmundur át í dag!

Mainstream | 4. maí '15, kl: 21:39:50 | Svara | Er.is | 2

Stjórnarformaður Marels er með 1,2 milljónir á mánuði fyrir það. Þau laun eru óbreytt á milli ára og allir sáttir. Laun stjórnarformanns Granda voru hækkuð upp í 400 þús á mánuði og allt alveg kreisí.


En varðandi áhrif á hagkerfið, þá eru topparnir það fáir að hækkannir til þeirra telja svo lítið fyrir heildina. Þess vegna hefur það ekki bein áhrif á stöðugleikann.

Nói22 | 4. maí '15, kl: 21:45:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þeir eru nefnilega ekki það fáir. fyrir utan að vegna græðginnar í þeim að þá er minna til skiptanna fyrir hina. Það að forstjórinn sé kannski með laun á við 10 almenna starfsmenn (ef ekki meira) er auðvitað blóðtaka fyrir fyrirtækið.


Og varðandi Granda, af hverju var t.d ekki hægt að sleppa þessari hækkun til stjórnarmanna og borga út minni arð og hafa þá meira eftir til að geta hækkað laun almennra starfsmanna? En nei það er ekki gert heldur taka topparnir þetta til sín og segja svo "hey þið almennu starfsmenn, sættið ykkur við 3% eða það verður óðaverðbólga". Það er náttúrulega ekki nokkurt réttlæti í þessu. Svo ekki sé talað um þegar "sérfræðingurinn" í Kastljósi var að tala um að það ætti bara að setja lög á þessi verkföll. Manni blöskraði bara.

Mainstream | 4. maí '15, kl: 21:49:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekki betur en að bónusar almennra starfsmanna hafi verið hækkaðir umtalsvert hjá þeim, sem er afar jákvætt.

Nói22 | 4. maí '15, kl: 21:52:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er allavega eitthvað smá. En ekki nærri því nærri því nóg.

bogi | 4. maí '15, kl: 21:59:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

afkoma íslenskra fyrirtækja hefur verið mjög góð og það er engin nauðsyn að velta launahækkunum út í verðlag. Það er val fyrirtækja, þau gætu líka lækkað arðgreiðslurnar...

Mainstream | 4. maí '15, kl: 22:01:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afkoma fyrirtækja hefur reyndar verið mismunandi. Þá er spurning hvort það gangi upp að þau fyrirtæki sem standa vel hækki laun sinna starfsmanna meira en hægt er að gera t.d. við starfsfólk á leikskólum.

bogi | 4. maí '15, kl: 22:34:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ef laun hækka þá aukast tekjur sveitarfélaga ergo það er hægt að hækka laun opinbera starfsmanna líka. Útskýrt vel í greininni hér fyrir ofan.

Trunki | 5. maí '15, kl: 08:36:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hvað væri hægt að gera til að koma í veg fyrir að fyrirtækin velti launahækkunum út í verðlagið? Mér finnst svolítið vanta fókusinn á það í allri þessari verðbolguumræðu.

___________________________________________

bogi | 5. maí '15, kl: 09:11:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er góð spurning -hugarfarsbreytingu? Góð byrjun er að hætta að hlusta á þennan hræðsluáróður.

 

Það gengur amk. ekki upp að láglauna- og millitekjuhópar eigi að halda uppi stöðugleikanum á meðan hinir gerast það sem þeim sýnist. Ég er ein af þeim sem fékk þessa 3% hækkun í fyrra og er þal. búin að borga þessa kaupmáttaaukninga fyrir hina sem fengu mun meiri hækkun, það eru nefninlega þeir sem græða mest á þessu. Eins lofaði ríkið bótum og betrum, og það átti sko að byrja snemma að tala saman. Þegar það var gert í haust þá kom bara ekkert frá ríkinu nema, "við bíðum eftir hinum". Svona vinnubrögð ganga bara ekki upp.

Trunki | 5. maí '15, kl: 19:43:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei einmitt, ég held samt að málið sé að ef ekkert verður gert að þá muni hækkunin fara út í verðlagið og ég held að hugarfarsbreyting almennings sé ekki að fara að breyta þessu eitt og sér. Ekki nema almenningur geri eitthvað sem verði til þess að fyrirtækin verði "hrædd" við að setja þetta út í verðlagið.

___________________________________________

Trunki | 5. maí '15, kl: 19:44:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Því eins og staðan er núna að þá bíða fyrirtækin bara eftir launahækkununum og munu svo strax fara í það að hækka verðið.

___________________________________________

QI | 4. maí '15, kl: 23:58:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stockopsions redda honum sjálfsagt frá fátæktargildru.. :)

.........................................................

Tipzy | 4. maí '15, kl: 21:52:15 | Svara | Er.is | 5

[IMG] http://i58.tinypic.com/n4gpbl.jpg[/IMG]

...................................................................

Ruðrugis | 4. maí '15, kl: 21:56:31 | Svara | Er.is | 5

Það að halda stöðugleika er bara helbert kjaftæði. Hvaða stöðugleika? 
Stöðugleikanum að þeir launaháu fái sínar hækkanir og millitekjufólk og þeir lægst launuðu standi eftir..... það er akkúrat sá stöðugleiki sem hefur verið við lýði á Íslandi síðan ég man eftir mér. Eða er það kannski stöðugleikinn að þeir ríku fái enn og aftur kvótann gefins og raforkan sé seld á spotprís til allra nema almennings? 
Þeir sem styðja "stöðugleika" sem hefur verið síðustu ár skilja ekki hvað orðið þýðir.

Mainstream | 4. maí '15, kl: 22:02:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Verðlag hefur verið mjög stöðugt undanfarin misseri. Það er verið að vísa til þess.

Ruðrugis | 4. maí '15, kl: 22:05:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég hef nú ekki tekið eftir því sorrý.
Þeir lögðu af sykurskattinn t.d. en gosdrykkir og nammi hafa bókstaflega ekkert lækkað, sem þýðir að ef það hefur lækkað vegna sykurskattsins þá hefur það hækkað vegna verðlags eða vegna annarra hluta. 
Fasteignaverð hefur rokið upp aftur, bílar hafa rokið upp líka síðustu ár.


Hvaða verðlag hefur verið stöðugt? Það hefur auðvitað verið lítil verðbólga en það hefur bara verið í örfáa mánuði og er vegna þess að fólk er að halda að sér höndum.

Mainstream | 4. maí '15, kl: 22:10:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vísitala neysluverðs sem Hagstofan reiknar út.

Ruðrugis | 4. maí '15, kl: 22:11:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já ég veit það svo sem alveg, ég er bara að meina það sem liggur í augum uppi hvað hefur rokið upp í verði.

Mainstream | 4. maí '15, kl: 22:17:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur vel verið að eitthvað hafi hækkað en gosið sem við kaupum (Sprite og Kók zero) hafa lækkað í verði í Bónus eftir að sykurskatturinn var aflagður.

Nói22 | 4. maí '15, kl: 23:51:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mér hefur nú reyndar fundist allt vera að hækka þannig að ég hef nú ekki tekið eftir þessum stöðugleika.


fyrir utan að hvernig er hægt að tala um stöðugleika þegar það er svona massív misskipting í þjóðfélaginu og það er greinilegt að það á að setja það á herðar almennra starfsmanna einna að halda uppi þessum "stöðugleika" á meðan þeir ríku geta mokað í sig peningum eins og þeim sýnist.

kauphéðinn | 4. maí '15, kl: 22:01:33 | Svara | Er.is | 0

Ég vona bara að samstaðan haldi í þetta skiptið og verkalýðsforingjar selji ekki launamenn fyrir sínar venjulegu sponslur.  Ef það tekst ekki að gera eitthvað núna tekst það aldrei

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

svartasunna | 4. maí '15, kl: 22:52:27 | Svara | Er.is | 0

Mèr finnst ad thad eigi bara ad semja thannig ad %hækkun haldist thrátt fyrir gjaldskrárhækkanir ríkis og stèttarfèlaga, s.s. vísitölu og gjaldskrá tengdir samningar. Ótholandi ad launahækkanir hverfa alltaf útaf thessu tvennu.

______________________________________________________________________

Mainstream | 4. maí '15, kl: 22:59:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Laun voru eiinu sinni verðtryggð. Það endaði í óðaverðbólgu.

svartasunna | 5. maí '15, kl: 00:24:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já tengingin var tekin af launum en ekki lánum, furdulegt hvernig sumt er í lagi en annad ekki.

______________________________________________________________________

12stock | 5. maí '15, kl: 00:33:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sem betur fer var verðtrygging tekin af launum. Laun hafa hækkað meira heldur en verðlag síðan að það var gert.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

svartasunna | 5. maí '15, kl: 00:50:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ekki vera svona vidbjódslega jákvædur! Thetta er nöldurthrádur thví vid viljum meiri moniez.
Mèr er alveg sama um langtímaáhrif, bara ad èg hafi thad súpergott næstu 4 árin og vinir mínir.
Svo langar mig líka í 2 hernaðarþotur, Ísland tharf þannig.

______________________________________________________________________

QI | 5. maí '15, kl: 00:52:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

furðulegt samt að biðröðin hjá fjölskylduhjálp og mæðró hafi stækkað meira en verðlag.. :)

.........................................................

Triangle | 4. maí '15, kl: 22:58:59 | Svara | Er.is | 2

Ég veit ekki hvort ég sé að verða svona hægrisinnaður, en mér fannst grátlega augljóst að Þorsteinn og Ari voru þeir einu í þessu viðtali sem hugsa stöðuna til langs tíma, og skilja það sem maður  *hélt*  að væri basic hagfræði.

tóin | 4. maí '15, kl: 23:07:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er basic hagfræði að 30% launahækkun á alla launamenn, hvað svo sem þeir hafa í laun fyrir, gengur ekki upp án þess að verðlag hækki - það er líka basic hagfræði að ef allir hækka um 30% þá hafa lægstu launin ekkert hækkað í raun - launamunurinn er hinn sami, en líkur á að kaupmáttur versni og þá er niðurstaðan verri fyrir þá lægst launuðu en fyrir samninga.

bogi | 4. maí '15, kl: 23:09:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ekki ef fyrirtækin bera það ... það þarf ekki að velta þessu út í verðlag, það er ekkert náttúrulögmál.

tóin | 4. maí '15, kl: 23:16:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

peningar vaxa ekki á trjánum - alveg sama hvaða fyrirtæki verið er að reka - launakostnaður er oft lang stærsti útgjaldaliðurinn í rekstri fyrirtækja og þó að hann hækki þá þýðir það ekki að tekjurnar aukist á móti til að standa undir þeim hækkunum.

bogi | 4. maí '15, kl: 23:21:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Er það?

Fyrirtæki í stærstu atvinnuvegum landsins eru að skila feiknarhagnaði, launahækkanir eru dropi í hafið. Zara var að lækka vöruverð um 20%, HB Grandi borgaði 2,7 milljarða í arð, Icelandair hækkaði laun flugmanna um 20% og hagnaður jókst, ferðir hafa ekkert hækkað.
Það er nóg til, kakan er bara illa sneidd.

tóin | 4. maí '15, kl: 23:31:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kakan er illa sneidd - því er ég sammála

bogi | 4. maí '15, kl: 23:33:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þar sem ég vinn er launakostnaður kannski 10% af heildarkostnaði. Þetta er bara hræðsluáróður og lýsir best græðgi þeirra sem henni halda fram.

tóin | 4. maí '15, kl: 23:47:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og á Landsspítalanum eru þau yfir 60% miðað við árshlutareikning jan-jún 2014 - það er örugglega misjafnt eftir fyrirtækjum hvaða kostnaðarliður er stærstur, en launakostnaður er oft langstærsti einstaki kostnaðarliðurinn.

fálkaorðan | 5. maí '15, kl: 14:19:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hærri laun = hærri summa í skattkassann = meiri peningur til að reka LSH

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Mangan | 5. maí '15, kl: 09:41:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Launakostnaður i Krónunni t.d er 5% heil prósent af heildarveltu minnir mig að ég hafi lesið einhvers staðar það er ekki eðlilegt.

Mainstream | 5. maí '15, kl: 10:18:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En sem hlutfall af heildarkosnaði eða hagnaði?

tóin | 5. maí '15, kl: 12:20:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar sástu þær upplýsingar - ég finn ekki ársreikninga þessara fyrirtækja (þetta er grúppa af fyrirtækjum í eigu grúppu sem er í eigu annarrar grúppu etc.)

Triangle | 5. maí '15, kl: 00:41:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

"Zara var að lækka vöruverð um 20%"

Hefði verið ákjósanlegra að halda vöruverði háu og viðskiptavinum fáum, bara til þess að hækka laun einhverra sem horfa kannski ekki einusinni á starfið sem framtíðar? Í búð sem er í harðri samkeppni við netverslun?



Er það það sem þú ert að segja?




Og svo eins og ég sagði hérna fyrir neðan. Hagnaðurinn hjá útflutningsaðilum eins og Icelandair og HB Granda er varla dæmigerður fyrir fyrirtæki í dag.

QI | 5. maí '15, kl: 00:47:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe, já fjárfestar eru svo mikið að fjárfesta í hinu sem ekki hefur efni á að borga 300.  LOL

.........................................................

QI | 5. maí '15, kl: 00:55:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var það 20% af 600% álagningu?

.........................................................

Triangle | 5. maí '15, kl: 00:56:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það... er ekki þannig sem álagning virkar, nei.

QI | 5. maí '15, kl: 00:57:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok, 20% af 80% eru samt bara 16%

.........................................................

bogi | 5. maí '15, kl: 08:02:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Afkoma í ferðaþjónustu og útgerðinni hefur verið mjög góð, líka í mörgum fyrirtækjum. Síðan er alltaf spurning hvort að fyrirtæki sem geta ekki borgað mannsæmandi laun og varpa þannig sínum rekstri yfir á samfélagið séu í raun að borga sig - er það ekki "basic" hagfræði að illa rekin fyrirtæki sem hafa ekki rekstrargrundvöll fari á hausinn?

QI | 5. maí '15, kl: 03:27:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þó hann sé stærstur er hann væntanlega bara um 30% í vel reknum fyrirtækjum.

.........................................................

Bakasana | 4. maí '15, kl: 23:23:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er líka beisik að launþegar bera sig saman við aðra launþega. Þegar stjórnendur hækka eigin laun um verulegar upphæðir eða samið er við ákveðnar stéttir um 30% launahækkun, sættir restin sig ekki við 3% og falleg fyrirheit um að nú ætlum við öll að leggjast á eitt. 

bogi | 4. maí '15, kl: 23:11:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það þurfa allir að taka þátt í þjóðarsátt, síðustu samningar voru bornir uppi af ákveðnum hópum í samfélaginu... aðrir nutu góðs af því. Misskipting er mesta ógn við stöðugleika framtíðarinnar.

Nói22 | 4. maí '15, kl: 23:45:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

nei þeir voru ekki að hugsa til langs tíma. Þeir voru með hagsmuni toppana í fyrirtækjunum í huga. Það er alveg hægt að hækka launin en vandamálið er að stjórenendur, arðgreiðslur og stjórnarlaun taka mikinn part af rekstrarfé fyrirtækja. Það að forstjóri fyrirtækis sé kannski með laun á við 10 almenna starfsmenn í hverjum mánuði er auðvitað blóðugt fyrir það fyrirtæki. Hvað þá þegar sporslur og arðgreiðslur bætast við.


þetta sást t.d varðandi HB granda. Hvað gera þei? þeir borga út ægilegan arð, hækka stjórnarlaun en datt þeim í hug að nota eitthvað af þessum pening til að geta hækkað laun almennra starfsmanna? Eh nei betra að bæta aðeins í hjá toppunum og láta svo almenna starfsfólkið fá einhverja 3% hækkun í nafni einhvers stöðugleika.


Þetta er bara græðgi toppana.

QI | 5. maí '15, kl: 00:03:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þeir hækkuðu flesta um ca. 20% með einhverjum bónussamningum reyndar..sem er skref í rétta átt.

.........................................................

Triangle | 5. maí '15, kl: 00:13:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, þeir voru nefnilega ekki með neina græðgishagsmuni í huga, ekki frekar en ég þegar ég segi að ég sé sammála þeim.


Svo eru risastór útflutningsfyrirtæki ekki beint dæmigerð í þessari efnahagsstöðu sem við erum í núna.

QI | 4. maí '15, kl: 23:52:02 | Svara | Er.is | 0

Stöðuleiki er eitthvað sem er að fara til fjandans,,  Stórnin er að sjá um það,, afnám gjaldeysishafta skeður á sama tíma og þessi baráttu um sanngjörn kjör.  það er ekki tilviljun.,, Kennum kaupkröfum um klúðrið.

.........................................................

12stock | 5. maí '15, kl: 00:34:17 | Svara | Er.is | 0

Þetta er orðið mikið alvarlegra heldur en gjaldeyrishöftin.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

6767 | 5. maí '15, kl: 08:51:26 | Svara | Er.is | 0

Hvað ætli Þorsteinn Víglundsson sé með í mánaðarlaun

Mangan | 5. maí '15, kl: 09:40:30 | Svara | Er.is | 2

fannst líka magnað þegar hann var spurður hvenær væri hægt að hækka lægstu laun almennilega þegar það er ekki gert þegar það er samdráttur því þá þarf að stefna að stöðugleika og svo þegar það er góðæri þá þarf að halda við stöðugleika og hans svar að þá væri svo fínt að það væri hægt að gera það rólega um 1-2% á ári hahahaha sem sagt það er ALDREI hægt að hækka laun almennilega og launþeginn á alltaf að lúta í lægra halda fyrir stöðugleika fyrir fyrirtækin.

Mainstream | 5. maí '15, kl: 10:19:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Verðstöðugleikinn skiptir heimilin gríðarlegu máli. 

Nói22 | 5. maí '15, kl: 13:23:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En af hverju er það alltaf hlutverk almennra starfsmanna að viðhalda stöðugleikanum en topparnir og þeir sem meira hafa eru stikkfríir?

Mainstream | 5. maí '15, kl: 13:36:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Almennir starfsmenn hafa sennilega enn meiri hagsmuni af lágri verðbólgu en aðrir. Þegar verðbólgan fer af stað, þá bitnar það langmest á efnalitlu fólki. Lánin hækka, leigan hækkar og sama gildir um matinn. Fólk með há laun finnur mun minna fyrir því raski.

Nói22 | 5. maí '15, kl: 13:37:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þannig að þér finnst sem sagt eðlilegt að láta almenna starfsmenn viðhalda stöðugleikanum en topparnir ekki?

Mainstream | 5. maí '15, kl: 13:52:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er bara ekki sammála þessari fullyrðingu þinni. Það að stjórnarlaun Granda hafi verið hækkuð upp í 1/3 af því sem þau eru í Marel myndi kallast leiðrétting á verkalýðsmáli.

Nói22 | 5. maí '15, kl: 13:55:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju? Þarna hefði verið frábært tækifæri til að hækka laun almennra starfsmanna.

Mainstream | 5. maí '15, kl: 13:58:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var gert.

Nói22 | 5. maí '15, kl: 13:59:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Um eitthvað smotterí. Og það virðist vera eingöngu vegna þess að það varð allt brjálað vegna arðgreiðslnanna og hækkunar á stjórnarlaununum.


En ef það var hægt að borga svona svakalega arðgreiðslu og hækka stjórnarlaunin svona rosalega að þá var/er greinilega nægilegt fjármagn til að hækka laun almennra starfsmanna og það vel. En það var ekki gert því að topparnir þurftu jú sitt.

Mainstream | 5. maí '15, kl: 14:02:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er dæmi um múgæsinginn sem er í gangi. Eftir þessar svakalegu hækkanir eru stjórnarlaun í Granda þau næst lægstu og aðeins 1/3 af stjórnarlaunum í Marel. 

Nói22 | 5. maí '15, kl: 14:03:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Só?

bogi | 5. maí '15, kl: 14:36:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki einungis stjórnarlaun í HB Granda sem hafa verið hækkuð umtalsvert. Laun forstjóra, framkvæmdastjóra, stjórnenda og svo voru stjórnarlaun í td. VÍS að hækka um einhver 100%.

Yfirstéttin er að taka sitt og vælir svo undan því að verkalýðurinn vilji fá eitthvað fyrir sinn snúð.

Triangle | 5. maí '15, kl: 15:16:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það á þá að tækla laun toppana öðruvísi en að allir elti þá og ýti þeim þar að leiðandi bara enn hærra.

Þessar fáranlegu tugprósenta launahækkanir þrátt fyrir enga aukningu á framleiðni eru séríslensk vitleysa.

bogi | 5. maí '15, kl: 15:31:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Miðað við afkomu hjá stórum hluta fyrirtækja á Íslandi á síðasta ári þá bendir allt til aukinnar verðmætasköpunar - afhverju eiga starfsmenn ekki að fá að njóta góðs af því?

 

Ísland er að verða algjört láglaunaland - til lengri tíma litið er það afskaplega slæm þróun og veldur mun meiri vandamálum en smá verðbólga. Á síðasta ári var verðhjöðnun nokkra mánuði, sé ekki hvernig það er eftirsóknaverð staða.

Triangle | 5. maí '15, kl: 15:49:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

"Ísland er að verða algjört láglaunaland"



Þessari þreyttu lummu er enn ælt út þrátt fyrir það að kaupmáttur hafi aukist um hvað var það, 20% frá 2010?  Er ekki bara málið að reyna halda þeirri þróun áfram, og verðlagi sæmilega stöðugu, í stað þess að endurtaka sömu gömlu mistökin þar sem allar stéttir fara að keppast um einhverjar tómar krónutöluhækkanir sem hjálpa ekki neinum til langs tíma?

bogi | 5. maí '15, kl: 15:51:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Frá 2010? Er það í alvöru viðmiðið?

Kaupmáttur fólks hér er mun lægri en í nágrannalöndum okkar, og við þurfum að vinna meira fyrir honum.

Minn kaupmáttur hefur minnkað frá því fyrir ári síðan - afhverju á ég að vera að borga verðstöðugleikann fyrir atvinnurekendur? Afhverju geta ekki fyrirtæki sem eru að skila methagnaði ekki tekið á sig auknar álögur og skilað til baka til samfélagsins? Afhverju þarf að velta þessu út í verðlagið?

Triangle | 5. maí '15, kl: 16:06:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað er það viðmiðið. Eða viltu miða okkur við bóluárin frekar?


Og varðandi ríka fólkið sem vill alltaf meira, ég ætla nú ekki að fara reyna svara afhverju það er, en það eru aðrar leiðir til þess að tækla það án þess að kalla yfir sig annan áratug þar sem við lendum í tómum og stórskaðlegum tugprósentalaunahækkunum ár eftir ár.


Það má ekki gerast.

bogi | 5. maí '15, kl: 16:47:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Misskiptin er að aukast - hvernig er það gott til framtíðar?
Það eru innistæður fyrir þessum hækkunum, um það snýst málið. Það hafa stjórnendur fyrirtækja á Íslandi sýnt fram á með hegðun sinni. 

bogi | 5. maí '15, kl: 14:36:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ps. hækkun launa hjá HB Granda kemur ekki út í verðlagið á Íslandi og veldur þal. engri verðbólgu.

QI | 5. maí '15, kl: 15:02:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega einu áhrifin eru minni hagnaður til eiganda.

.........................................................

cubus | 5. maí '15, kl: 20:02:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þótt laun hjá hb granda hafi nú ekki áhrif á verðbólgutölur auka hærri laun innlenda eftirspurn og þar með verðbólgu...

QI | 5. maí '15, kl: 20:34:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og þar með tekjur ríkisjóðs.

.........................................................

bogi | 6. maí '15, kl: 09:11:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En launahækkanir flugstjóra hjá Icelandair?

 

Launahækkun flugstjóra hærri en lágmarkskrafa verkafólks - DV
 

 

Hefur flugfarið eitthvað hækkað?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Síða 2 af 48026 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, tinnzy123, Kristler, annarut123, paulobrien, Guddie