Köttur með pissuvandamál, lóga eða gefa?

Sirasana | 5. júl. '16, kl: 11:48:36 | 489 | Svara | Er.is | 0

Ég er með kött sem var inniköttur þegar hann fæddist og pissai alltaf út um allt. Líka eftir að hann var geldur. Svo flutti ég og hann varð útiköttur og pissaði bara úti. Hann var samt alltaf ósjálfbjarga og lenti mikið í slagsmálum og var alltaf að slasat. Alveg þaðð mikið að ég íhugaði að gera hann að inniketti. Svo flutti ég á efstu hæð í fjölbýli og hann verður að vera inni. Hann hefur ekki hætt að míga allsstaðar frá því í febrúar. Hann mígur fyrir utan kassan á hverjum degi. Ég hef reynt feeliway, ég hef auglýst hann gefins en engin viðbrögð fengið, ég hef leitað ráða hjá dýralæknum, ég hef reynt að dekra hann í drasl en hann httir ekki. Hann leikur sér ekki með dót og hann bregst ekki við cat nip. Hann virkar stressaður og hefur alltaf gert frá því hann var kettlingur. Mér finnst hann hafa verið einum of óheppinn þegar hann var útikisa, hann hefur m.a. misst allar tennur nema framtennur og getur því ekki varið sig vel úti. Svo notar hann aldrei klóruna sína en klórar sófann og pissar í hann. Ég er með 10 vikna barn og það er alltaf kvefað og hnerrar mikið. Ég er sjálf með mikinn kláða í nefinu og maðurinn minn (sem ég kynntist þegar kötturinn var 7 ára) er með ofnæmi fyrir köttum. Það er eins og ég sé sjálf byrjuð að hafa ofnæmi eftir að hann varð inniköttur og pissar svona mikið allsstaðar. Nýja íbúðin angar af hlandi. Mér finnst hann aldrei eða mjög sjaldan virka ánægður. Áður en við fluttum fór hann til reynslu að búa með vinkonu minni sem átti tvo ketti fyrir en hann pissaði í rúmið hennar og kettirnir hennar ráku hann að heiman. Mér finnst eins og þetta sé fullreynt. Hvað mynduð þið gera í mínum sporum?

 

Ingi11 | 5. júl. '16, kl: 11:53:59 | Svara | Er.is | 0

Fá þér hund :) en bara ef þú hefur tíma til að sinna dýrinu.

Pappakassi dauðans | 5. júl. '16, kl: 12:08:50 | Svara | Er.is | 1

Svona er oft erfitt en eftir að þú ert búinn að gera hann að útiketti einu sinni er ekki aftur snúið (eða mjög sjaldan). Þó þú búir í fjölbýli þýðir ekki að hann þurfi að vera inni, ég er í svona stöðu sjálfur að búa á efstu hæð og kötturinn minn fer út, maður verður bara að vera duglegur að skokka niður og sjá hvernig kisi hefur það (kannski á svona 1-2 tveggja tíma fresti) sjá hvort hann vilji koma inn og borða til dæmis, maður þarf ekkert að vera lengi kannski 5 mínútur. Svo svona á sumrinn vilja kisur alltaf vera úti allann daginn svo maður þarf ekki alltaf að hafa áhyggjur af honum eins og á veturnar. Svo er bara að fara út að kalla á hann þegar þú vilt hann inn, til dæmis þegar þú ferð að sofa

Sirasana | 5. júl. '16, kl: 12:10:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en eins og ég sagði þá er hann tannlaus og alltaf undir í slagsmálum og verður þessvegna helst að geta flúið inn til sín. Svo er ég hrædd um að hann fari að pissa frammi á gangi. :/

Sirasana | 5. júl. '16, kl: 12:11:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Myndi einhver vilja taka svona kött að sér?

Pappakassi dauðans | 5. júl. '16, kl: 12:27:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ok skil. Já fullt af fólki þarft bara að finna það, bara gerðu það fyrir mig ekki svæfa hann, miðað við það líkamlega ástand, andlega ástandi og aldur sem hann er í þá er hann að berjast fyrir lífi sínu og vill lifa því eins og við mannfólkið og hann á rétt á því. Í allra, allra versta falli (það er að segja ef þù nauðsynlega þarft að losna við hann strax) farðu með hann í kattholt, þau hugsa vel um hann þar, sýna honum umhyggju og veita honum heimili.
Ég veit er mikið að reyna verja köttinn, en minn og mínir bestu vinir eru kettir og mig þykir ótrúlega vænt um þá og vill allt það besta fyrir alla ketti.
Gangi þér vel

T.M.O | 5. júl. '16, kl: 16:06:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég held þú sért eitthvað að misskilja starfssemi kattholts. Ef kötturinn er ekki hæfur til að vera innandyra þá þarf eigandinn að taka ábyrð á því.

Pappakassi dauðans | 5. júl. '16, kl: 19:29:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Misskilja hvernig getur það verið? Það er nú hægt að segja að ég sé með annan fótinn þar inni svo það getur ekki verið

T.M.O | 6. júl. '16, kl: 21:57:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

og getur fólk bara komið með kettina sína sem það getur ekki haft og skilið þá þar eftir?

Pappakassi dauðans | 6. júl. '16, kl: 22:31:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er hægt. Ég þurfti að losa mig við eina af mínum kisum af persónulegri ástæðu (vil ekki ræða hana hér) fyrir nokkrum árum og þau tóku henni með glöðu geði, og hún á gott heimili í dag og líður vel. Þökk sé þeim.

T.M.O | 6. júl. '16, kl: 22:57:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

svo að Kattholt er með þjónustu að taka á móti köttum sem fólk getur/vill ekki eiga lengur og finna þeim ný heimili? Ég gef mér að nú fái þau hrynu af fólki sem er að losa sig við ketti af því að það reiknaði ekki með því að fara í frí þegar það fékk sér sæta kettlinginn

Nói22 | 7. júl. '16, kl: 12:20:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þau taka á móti köttum sem fólk vill ekki. kannski ekki formlega en margir kettirnir þarna eru kettir sem hafa verið skildir eftir fyrir utan hjá þeim.

T.M.O | 7. júl. '16, kl: 13:11:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki það sama. Þau taka við köttum sem enginn veit hver á, ekki sem fólk vill ekki þurfa að bera ábyrgð á.

Helgenberg | 5. júl. '16, kl: 16:39:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kattholt tekur ekki hemilisketti sem fölk getur/ vill ekki hafa lengur

Pappakassi dauðans | 5. júl. '16, kl: 19:27:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jújú ég þekki alveg fólk sem hefur þurft af öryggisástæðum losað sig við kettina sína þangað

tóin | 7. júl. '16, kl: 10:17:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ertu að meina pakkið sem stingur kettinum ofan í kassa og skilur eftir fyrir utan hurðina á kattholti?

Pappakassi dauðans | 7. júl. '16, kl: 11:10:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur vel verið að einhverjir geri það en ekkert allir, ég gerði það til dæmis ekki og myndi aldrei gera

ID10T | 7. júl. '16, kl: 12:30:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fyrir mörgum árum gerðu þau það samt fyrir mig.

ræma | 5. júl. '16, kl: 12:54:08 | Svara | Er.is | 5

Hvað segir dýralæknirinn? Veit um fress sem var með endalaus svona vandamál og flakkaði á milli heimila því enginn vildi hann en svo lenti hann loks hjá dýravini sem vildi allt fyrir hann gera og það kom í ljós að hann var með þvílíka þvagfærasýkingu og búinn að vera með lengi og þess vegna var hann að pissa alltaf inni. Eftir nokkra sýklalyfjakúra tókst að lækna hann og hann hætti þessu alfarið og varð miklu betri í skapinu.  Allavega þarf alltaf að útiloka alla líkamlega kvilla því dýrinu gæti liðið mjög illa og þess vegna hegðað sér illa.  Hinsvegar ef allt er í lagi og ekkert virkar þá finnst mér þú ekki vera að gera honum neinn greiða með því að láta hann flakka á milli heimila það er ömurlegt líf og þá er betra að sofna.

MadKiwi | 6. júl. '16, kl: 21:44:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt það sem ég ætlaði að benda á; láta tékka á þvagfærasykingu

Skreamer | 5. júl. '16, kl: 13:38:31 | Svara | Er.is | 0

Ég verð að vera sammála Ræmu með dýralæknisheimsókn og þvagfæravandamál.  En að auki þá finnst mér ekki vera nokkur spurning um að heimili með þrjá ofnæmispésa hafi lítið með kött að gera.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Sirasana | 5. júl. '16, kl: 13:57:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já mér finnst eins og fólk haldi að ég vilji myrða köttinn, hann væri aldrei orðinn svona gamall ef það væri málið því eins og sést á sögu hans hefur hann verið svona frá því hann var kettlingur. Ég var að skipta á barninu mínu og það var kattapissulykt í náttgallanum og svo var barnið að hnerra rétt í þessu. Það er ljóst að ég get ekki haft köttinn. Ég hef skipt um fóður sem er gott fyrir nýru katta en það varð ekki til þess að hann hætti að pissa. Það eina sem er eftir að prufa eru þá sýklalyf og Kattholt - ég hef því miður ekki mikla trú á að einhver vilji kött sem pissar daglega í íbúðinni...

T.M.O | 5. júl. '16, kl: 16:14:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit ekki hvað þú ætlast til að Kattholt geri. Þau taka við týndum köttum ekki köttum sem fólk vill losa sig við. Þú verður að taka ábyrgð á heilsu fjölskyldunnar en ekki með því að koma þínu vandamáli yfir á aðra

Skreamer | 5. júl. '16, kl: 16:14:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég mundi hald að þetta séu annað hvort veikindi eða eitthvert vandamál með kattasandskassann/sandinn..

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

lofthæna | 5. júl. '16, kl: 14:45:21 | Svara | Er.is | 0

Ég hef átt kött sem meig stanslaust inni og sama hvað við gerðum þá lagaðist það ekki. Við vorum alltaf að reyna að sjá einhver merki um að hún væri að hætta þessu (þetta var útiköttur n.b. og með kassa inni líka) en það bara gerðist ekki. 


Mögulega er þetta streita (vegna flutninga, nýja barnsins, breytinganna) sem kemur svona fram en þú talar nú samt um að þetta hafi verið vandamál frá því hann fæddist. Hann er bara ekki almennilega húshreinn. Mögulega væri barnlaust og dýralaust heimili málið fyrir hann en það eru ekki margir sem myndu taka hann held ég. Ég lét svæfa minn kött á sínum tíma, það var andskoti erfitt en þvílíkt sem það létti á heimilinu eftirá, það er ekkert æðislegt að finna kattahland út um allt í eldhúsinu til dæmis. 

Prófaðu að auglýsa hann á kattasíðunum á facebook, þar er hægt að fá ýmis ráð.

Sirasana | 5. júl. '16, kl: 15:56:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir stuðninginn, mér finnst þetta mjög erfitt. Ég er búin að setja auglýsingu á FB. og er að vona að einhver bjargi honum en veit að það er líka erfitt fyrir fólk að taka við svona erfiðum ketti...

Odilon | 14. júl. '16, kl: 21:15:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég man eftir að hafa horft á æðislega þætti með kjánalegu nafni sem hétu My Cat from Hell, og voru um atferli katta og þar var mikið klifað á því að piss katta væru mótmæli og tjáning. Ekki handahófskennt. Margar lausnirnar fólu í sér að bæta öryggistilfinningu kattarins - sem sagt rækta í honum bæði að honum líði vel í eigin skinni, í eigin íbúð osfrv. Ein leiðin til þess var að hann hefði nóg af háum stöðum til að dvelja á og horfa yfir - ágæt lausn að rýma háar hillur sem væru þá bara fyrir hann. Önnur lausn var að hafa kattasandinn hans og kassann mjög hreinan, stundum pissa þeir "útfyrir" í mótmælaskyni. Enn önnur lausn var að skemmta kettinum - leyfa honum að fara út og eiga svolítið af kisuleikföngum sem leyfa honum að veiða. Ekki bara klórur, heldur flugur og annað dót í priki eða spotta. Svo talaði kattasérfræðingurinn líka um það að ákveðin svæði á heimilinu mættu vera laus við ketti, t.d. svefnherbergið - en það er oftast það sem þeir sækjast mest í, því þar er þéttasta lyktin af heimilisfólkinu. En hann átti einhverja græju sem spreyjaði á köttinn þegar hann nálgaðist herbergið.

Jæja, en annars þá hef ég átt kött á 3 hæð og við hlupum bara upp og niður, það gekk mjög vel.

Gangi þér vel með þetta.

krullster | 5. júl. '16, kl: 17:35:40 | Svara | Er.is | 3

Hvað er kötturinn orðinn gamall? Eins mikið og mér finnst sorglegt að svæfa dýr þá er það stundum það eina í stöðunni. Þessi köttur er greinilega orðinn meira en 7 ára miðað við það sem þú skrifar og líður grinilega ekki vel. Ég myndi ekki leggja það á hann að finna nytt heimili fyrir hann. Það er ekki alltaf besta lausnin.

Sirasana | 5. júl. '16, kl: 19:54:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hann er 8 ára í ár. Ég hringdi í dýralækni sem sagði að þótt hann færi á sýklalyf þá væri ekki útlit fyrir að hann myndi breyta hegðan sinni. Ég held því miður að ég sé búin að reyna allt og nú þegar það er ungabarn á heimilinu horfir þetta 0ðruvísi við en áður.

bat mitzvah | 6. júl. '16, kl: 22:13:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það ekki bara málið þú vilt losna við blessað dýrið vegna þess að ungabarnið þitt er komið.
Ég er með ofnæmi og hnerra en samt elska ég köttinn minn og myndi aldrei láta hann frá mér,hann er hluti af minni fjölskyldu og elskaður í botn.

Sennilega er kisinn þinn með sýkingu og þarf að hitta dýralækni......eða blessað dýrið finnur hve pirruð þið eruð á honum,dýrin finna oft á sér að þau eru ekki velkomin.

Það er yndislegt fólk hjá Dýrahjálp sem geta örugglega bjargað dýrinu og gefið því ást og umhyggju.

stjarnaogmani | 15. júl. '16, kl: 08:44:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ert að leita eftir leyfi til að lóga kettinum, þa held ég að þú fáir það ekki hér. Þú verður að taka þessa ákvörðun sjálf. Þú hefur greinilega ákveðið að lóga honum sé eina í stöðunni

Gazette | 5. júl. '16, kl: 19:56:23 | Svara | Er.is | 0

Það er oft gott að hafa nokkra sandkassa inni á sitthvorum stað. En miða við lýsingu þá er ekkert ólíklegt að þetta sé þvagfærasýking. Hvenær fórstu með hann síðast í skoðun hjá dýralækni? Oft þegar það koma upp svona pissuvandamál hjá kisum er það oft eitthvað líkamlegt. Svo gæti vel verið að þetta sé stress líka, nýtt barn og hann alltaf lokaður inni, það getur haft mjög mikil áhrif á kisur sem voru einu sinni útikettir og svo allt í einu fá þær ekki að fara út. Ertu alveg að leika við hana og þreyta hana? Getur verið að henni leiðist? 

Sirasana | 5. júl. '16, kl: 20:00:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þá hefur hann verið nýrnaveikur frá því hann fæddist. En hann var á Iceland pet food á sínum tíma og getur hafa skaðast af því. Hann fór síðast til dýralæknis í mars og var mér þá bent á myndbönd sem heita "my terrible cat" á youtube sem ég horfði á of reyndi að fá góð ráð í gegnum... En hann vill ekki leika sér mikið og ég hef keypt ný leikföng og cat nip sem hann bregst ekki við. En svo er barnið aðð hnerra, pabbinn með kattarofnæmi og ég orðin þreytt... Svo það væri þá ekki nema einhver annar gæti tekið hann að sér...??

aadvark | 6. júl. '16, kl: 22:51:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefur verið gerð sérstök rannsókn á því hvort hann sé með þvagfærasýkingu eða sykursýki?

Nói22 | 7. júl. '16, kl: 12:21:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrir mér hljómar þetta eins og þú viljir hreinlega losa þig við dýrið.

BlerWitch | 7. júl. '16, kl: 13:21:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Selective hearing?
Íbúðin angar af kattahlandi og hún er með ungabarn á heimilinu. Ég væri löngu búin að losa mig við greyið. Sumt er bara ekki hægt.

Nói22 | 7. júl. '16, kl: 20:11:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ekki selective hearing. Manneskja sem byrjar á að tala um vandamál kattarins og hvað þetta gæti verið en svo er fari í að hún sé með ungabörn, ofnæmi og neikvæðni um köttinn að þá er greinilegt að það er kannski ekki mikill vilji til að gera mikið í að leita að ástæðu vandamálsins. 

Brindisi | 15. júl. '16, kl: 08:59:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kommon, kötturinn er orðinn 8 ára og hún er búin að díla við hann og þetta vandamál allan þann tíma, ekki allir sem hefðu nennt þessu svona lengi, stundum er bara ekkert annað í stöðunni en að láta kisa fara

DP | 6. júl. '16, kl: 23:40:53 | Svara | Er.is | 1

Lóga honum. Það nennir engin svona kjétti

PrumpandiStrumpur | 7. júl. '16, kl: 12:09:39 | Svara | Er.is | 0

Èg er ekki hrifin af því en held í þessarri stöðu er það eina rè

PrumpandiStrumpur | 7. júl. '16, kl: 12:10:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rètta.
Láttu svæfa greyið.

Getur ekki varist úti vegna tannleysis og getur ekki verid inni vegna pissustands.

Sirasana | 14. júl. '16, kl: 20:11:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta er pattstaða. Ég var búin að panta tíma fyrir hann í svæfingu en gugnaði því ég hef ekki látið taka blóðprufu úr honum til þess að athuga hvort hann sé eitthvað veikur. En svo strax daginn eftir hlandaði hann á leikteppi sonar míns, 2 og hálfs mánaða. Hann reynir líka alltaf að komast í svalavagninn hans. Þetta er mjög erfitt...

Ziha | 14. júl. '16, kl: 20:33:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er líklega löngu orðinn vitahringur, hugsa að þú verðir annað hvort að láta hreinlega svæfa hann eða gefa..... þetta er ekkert líf fyrir greyið, alltaf verið að skamma hann stanslaust.... það að hann hætti þessu þegar hann komst út er lika góð ástæða fyrir því að hætta að rembast við að reyna að hafa hann inni..... hann getur vel verið bara svona skapmikill og hreinlega verið að mótmæla með pisseríinu.   En drífðu þig bara með hann annað hvort í blóðprufu til að athuga sýkingu eða til að láta svæfa hann.. þú ert ekki að gera neinum greiða (og síst honum) með að halda honum svona.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ziha | 14. júl. '16, kl: 20:35:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki að segja að þú sert alltaf að skamma hann... ekki þannig en þú hlýtur að sýna einhver viðbrögð og kisa veit alveg að hún má þetta ekki... svo það er ekki gaman fyrir neinn.... annað hvort er þetta streita/mótmæli eða sýking.... kisa þjáist og barnið hefur ekki gott af því að vera innan um kisu svona heldur.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Barnateppi - hjálp firstbaby 4.7.2009 10.1.2024 | 03:59
barnateppi rúmsí 19.8.2005 10.1.2024 | 03:55
Barnateppi 2169 18.9.2012 10.1.2024 | 03:53
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.1.2024 | 03:49
saltkeramik ups3 9.12.2008 10.1.2024 | 03:49
skyldmenni Jackie O 28.4.2004 10.1.2024 | 03:48
Hvar er hægt að kaupa hákarl? cartman 29.6.2011 9.1.2024 | 08:54
Nýr forseti Íslands verður auðvitað Katrín Jakobsdóttir jaðraka 2.1.2024 8.1.2024 | 19:50
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Síða 5 af 48031 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, paulobrien, Kristler, annarut123