Kynjaskipt salerni eður ei

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 21:21:15 | 569 | Svara | Er.is | 0

New York borg er búin að leggja fram nýja reglugerð sem bannar kynjaskipt salerni hjá fyrirtækjum  Þetta er gert til að koma í veg fyrir áreiti sem transfólk verður fyrir á almenningssalernum.

Finnst ykkur þetta vera eitthvað sem þyrfti að skoða hér og hver eru rökin með og á móti?

Hvað veldur því að transfólk verður fyrir áreiti á salernum?

Hefur þú deilt salerni með einstaklingum af hinu kyninu utan heimilis og hver er reynsla þín af því?  Er mikill munur á því og hafa kynjaskipt salerni?  Hversu sterkar eru skoðanir þínar um þetta mál?

Sjá nánar hér: http://www.dv.is/frettir/2015/6/26/vilja-banna-kynjaskipt-klosett-i-new-york/

 

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Alpha❤ | 27. jún. '15, kl: 21:28:02 | Svara | Er.is | 2

Ég eiginlega skil ekki þetta vandamál. Mér allavega væri sama ef transkona kæmi á kvennaklósettið.. Væri þa betra að hafa allt sérklósett bara og ekki svona bása

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 21:30:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég verð að segja það sama, transkona í mínum huga er bara kona eins og ég.  En hvernig litist þér á að deila salernum, þar með talið almenningssalernum með körlum?

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Alpha❤ | 27. jún. '15, kl: 21:32:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér persónulega liði ekki vel með það

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 21:37:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ókei mér finnst gott að fá rök með og móti og svo er líka spurning hvort það fer eftir því  hvar salernin eru, er annað t.d. á skemmtistöðum en á vinnustöðum og svo framvegis.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Alpha❤ | 27. jún. '15, kl: 21:44:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég nenni því nú ekki:) kannski einhver annar nennir því

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 21:48:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég kom með smá hér fyrir neðan. ;-)

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Galieve | 27. jún. '15, kl: 21:38:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað væri það sem myndi trufla þig?

Alpha❤ | 27. jún. '15, kl: 21:44:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

margt

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 21:47:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það er eitt sem truflar mig við að deila salerni með körlum og það er hversu hrikalega ógeðslega þeir ganga um þau.  Kúkakleprar á setunni, þeir virðast pissa eins og það sé vökvunarkönnustútur framan á þeim og oft nenna þeir ekki einu sinni að lyfta upp setunni áður en þeir míga.  Sem þýðir amk á mínum vinnustað að ég þarf að að sótthreinsa salernið áður en ég nota það eða fara á milli hæða til að finna kvennasalerni.  Öööö já eitt skiptið voru kúkakleprar á klósettrúllunni.  BTW þeir taka frekar nýja rúllu heldur en að nota þá sem er í statívinu og ef það er ekki önnur rúlla í seilingarfjarlægð taka þeir rúlluna af statvívinu og setja hana ekki aftur á.  Svo virðast þeir taka lesefni með sér inn og teppa salernið jafnvel í hálftíma.  (Nema þeir séu að leggja sig eða eitthvað þannig).

Var ég búin að minnast á pissubletttinn á gólfinu?

Það getur sem sagt verið tölvuvert vesen að deila salerni með karlmönnum.  Ef þetta vesen væri ekki til staðar, sem það er þá hefði ég svo sem ekki mikið á móti því að deila salerni með karlmönnum.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Galieve | 27. jún. '15, kl: 23:06:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þetta held ég að sé algjör undantekning. Ég hef deilt salernum á vinnustöðum með karlmönnum (s.s. eitt salerni fyrir alla) og þetta hef ég aldrei séð. En ég er núna í skóla með kynjaskiptum salernum og ég hef aldrei séð aðra eins umgengni (reyndar ekki kúkur út um allt, en blóð á klósettsetunni og tissjú um öllgólf).


Ég held að umgengni sé alls ekkert tengd kynfærum okkar heldur uppeldi og venjum.


(p.s. ég tek enga ábyrgð á því sem ég er að segja því ég er búin með eina hvítvínsflösku og drekk ekki vanalega)

Galieve | 27. jún. '15, kl: 23:08:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ok en með tímalengd er ég sammála með og pissubletti á gólfinu.
En það er ég alveg til í að lifa með ef að það bætir líf annara.

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 23:10:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ewwww

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Galieve | 27. jún. '15, kl: 23:11:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit, þetta er vibbi og ég hef lent þrivar í þessu. 

Grjona | 28. jún. '15, kl: 11:44:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það vinna ekki svona sóðar með mér.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Skreamer | 28. jún. '15, kl: 11:48:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vá takk fyrir að láta mig vita. :-)

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Bitmý
GoGoYubari | 27. jún. '15, kl: 21:33:46 | Svara | Er.is | 0

Sé bara engan tilgang í að hafa kynjaskipt salerni.

Hvort klósettið ætti transfólk að nota? t.d. transkona sem hefur ekki farið í gegnum leiðréttingu, ætti hún að fara á kvk klósett með typpi eða á kk klósett í kvenmansfötum? Transfólk verður fyrir stöðugu áreiti nánast hvar sem er og klósett eru aflokuð og með engar myndavélar, get ekki linkað á rannsóknir en geri mér í hugarlund að svoleiðis aðstæður hreinlega bjóði upp á ofbeldi.

Hef ekki deilt salerni með öðrum utan heimilis svo ég muni eftir, en fer oft á kk klósetið ef kvk er allt upptekið.

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 21:38:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Tjah transkona eru auðvitað kona hvort sem hún er búin að fara í leiðréttingaraðgerð eða ekki eða þannig skil ég það.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

GoGoYubari | 27. jún. '15, kl: 21:40:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Rétt, en því miður sér samfélagið það ekki þannig. Þessvegna verður transfólk fyrir áreiti.

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 21:40:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þá þarf að laga samfélagið, fræða fólk.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

GoGoYubari | 27. jún. '15, kl: 21:41:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sem er verið að gera. En bann við kynjaskiptum klósettum hjálpar til við að minnka áreitið og ofbeldið. Það mun sennilega taka transfólk tugi ára að komast á sama stað og t.d samkynhneigðir eru núna.

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 21:49:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ókei, þá ætla ég að koma með dáldið á móti.  Muni ofbeldi og áreiti mögulega aukast með breytingunni?  Yrðu konur frekar fyrir því á vissum stöðum, bara sem dæmi?

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

GoGoYubari | 27. jún. '15, kl: 21:52:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru að meina hvort að konur muni þá frekar verða fyrir ofbeldi því þá færu karlmenn að áreita þær á klósettunum?

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 21:53:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já ég meina það og þá kannski helst þar sem áfengi er haft um hönd.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

GoGoYubari | 27. jún. '15, kl: 21:57:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tja nú veit ég ekki. Það hlýtur að vera til einhver tölfræði eða fyrirmynd fyrir þessu einhversstaðar í heiminum. Það er ekki að ástæðulausu að það er verið að leggja þetta fram. Annars án þess að vita neitt um það gæti ég hugsað bæði og, það væri þá stöðug traffík inn á klósettið af öðurm karlmönnum sem gætu gripið inn í ef eitthvað væri í gangi.

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 21:59:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Reyndar...
Í Bandaríkjunum er salernisvarsla nokkuð algeng svo það þyrfti mögulega að taka upp slíka vörslu hér á landi ef þetta yrði raunin.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 21:57:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á móti kemur að það yrði auðveldara fyrir konur að komast að á klósettum þar sem oft virðist vera meiri traffík á kvennaklósettum.  T.d. inná skemmtistöðum.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Alpha❤ | 27. jún. '15, kl: 21:45:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

sér einhver typpið á transkonunni ef hún fer á klósettið?... 

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 21:50:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get ímyndað mér að þetta sé vandamál inná karlaklósettum þar sem eru þvagskálar og fordómafullir karlar.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Alpha❤ | 27. jún. '15, kl: 21:51:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

meinaru þá fyrir konu sem vill breytast í karl? getur hann þá ekki farið í básinn í staðinn fyrir að nota pissuskálina

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 21:55:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Transkonu sem á eftir að fara í leiðréttingaraðgerð.  Yfirleitt  eru svo fáir básar inná karlasalernum.  Pointið er að transfólk verður fyrir áreiti og árásum, ég nefndi bara einn vinkil.  Vandamálið eru fordómar og hræðsla við það sem fólk þekkir ekki.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Alpha❤ | 27. jún. '15, kl: 21:58:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En segjum sem svo að transkona verður fyrir áreiti á kvennaklósettinu hvað segir að það muni minnka með karla þar líka? eða transmaður. Ef fólk áreitar transfólk að þá mun það örugglega gera það hvort sem þetta er sér karla eða kvenna eða fyrir bæði.. 

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 22:01:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mögulega.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

GoGoYubari | 27. jún. '15, kl: 21:51:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Við vitum alveg að áður en fólk fer í aðgerð t.d. þá sést oft á fólki ef það er kk að klæða sig sem kona eða öfugt. Af öllum eru transgender fólk með hæðstu tíðni morða og sjálfsvíga - af hverju? Af því að fólk er fífl. Nei auðvitað á ekki að ráðast á fólk fyrir að vera aðeins öðruvísi en þannig er staðan í dag. Transfólk er með einna hæstu sjálfsmorðstíðni og lenda frekar í árásum á götum úti, er mismunað í vinnu, í heilbrigðiskerfinu og á stöðum þar sem fólk fær oft hjálp t.d í homeless shelters, meðferðum og fleiru. Það bara skiptir ekki máli hvar transfólk er, það getur alltaf átt á hættu að vera annaðhvort mismunað með einhverfum hætti eða orðið fyrir áreiti, hvort sem er munnlegu eða líkamlegu.

Að banna kynjaskipt klósett er eitt lítið skref í baráttunni.

Alpha❤ | 27. jún. '15, kl: 21:53:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég sé ekki kynfærin á fólki í gegnum fötin eða er að pæla í þeim

GoGoYubari | 27. jún. '15, kl: 21:54:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ÞÚ sérð það ekki. Statíkin er bara ekki með þér þarna, sem betur fer átreitir þú ekki transfólk en það er fullt af öðru fólki sem gerir það og það er í stöðugri hættu.

Alpha❤ | 27. jún. '15, kl: 21:56:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en fólkið sem er að áreita það yrði hvort sem er allt saman á klósettinu þá þannig að varla lagar þetta neitt? Það þýðir bara að þarna er auka kyn komið líka til að áreita. 

GoGoYubari | 27. jún. '15, kl: 22:03:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta auðveldar fólki samt að vera ekki jafn útúr, svo væri meiri traffík af fólki sem gæti skorist í leikinn og stoppað af ef það væri eitthvað í gangi

Alpha❤ | 27. jún. '15, kl: 22:04:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

eða fleira fólk sem tæki undir. Þess vegna væri bara best að hafa ganga og svo hurðir og hver fer bara þar sem það er laust. Klósettið er bara eins og herbergi en ekki bás.

GoGoYubari | 27. jún. '15, kl: 22:11:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef ekki sett mig mikið inn í þetta en trúi þvi nú bara ekki að þetta sé sett fram vanhugsað, eitthvað hlítur að bakka þetta upp. Á DV kemur fram að þetta hafi nú þegar verið gert í Fíladelfíu og West Hollywood í LA. Spurning hvernig það hefur tekist

Alpha❤ | 27. jún. '15, kl: 22:14:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já væri gaman að heyra hvort transfólk þar hafi tekið eftir mun eftir að þetta var gert

Galieve | 27. jún. '15, kl: 21:37:06 | Svara | Er.is | 1

Ég get alveg kúkað á bás við hliðina á karli eins og við hliðina á konu. Ég sé enga ástæðu fyrir að kynjaskipta salernum.

Dúfanlitla | 27. jún. '15, kl: 21:51:19 | Svara | Er.is | 0

Eru kynjaskipt salerni ekki tímaskeggja?  Fyrir mitt leyti skiptir það ekki máli.

Kisukall | 27. jún. '15, kl: 21:53:02 | Svara | Er.is | 4

Bara hafa almennileg klósett með hurð, ég virkilega þoli ekki svona bása.

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 21:58:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í fullkomnum heimi.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Kisukall | 27. jún. '15, kl: 22:13:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er allavega lágmark að hafa ekki svona rifu báðum megin við dyrnar svo maður lendi ekki í augnsambandi við einhvern.

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 22:15:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

HAAAHAAAHAAA jáw

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Húllahúbb | 27. jún. '15, kl: 22:08:58 | Svara | Er.is | 2

Áfram kynjaskipt. Finnst karlaklósett því miður svo sóðaleg að ég vil endilega ekki sameina. 


En varðand transfólkið .... þá finnst mér transkona bara kona og transmaður bara maður. Svo ég sé ekki vandamálið. 

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 22:15:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vandamálið eru fordómar annarra.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Húllahúbb | 27. jún. '15, kl: 22:22:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já og það finnst mér ofur sorglegt. Ætti ekki að vera vandamál er kannski meira það sem ég meinti :) 


Kannski pínu trikkí mál ... spurning um að hafa þrennskonar ... karla, kvenna og fordómafólk ;) djók. Eða karla, kvenna og transfólk sér ... æ ég veit ekki. 

Húllahúbb | 27. jún. '15, kl: 22:32:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En kannski eru bara sameiginleg klósett eina lausnin ... mér finnst að allir eigi að geta farið á klósett óáreittir og hræðilega sorglegir þessi fordómar yfir höfuð. En úff púff ... fer ekkert ofan af því hvað karlaklósettin eru mikið sóðalegri ;) Er það eina sem lætur mig vilja halda í kynjaskiptu! En tek auðvitað mannréttindi fram fyrir hreinlætið ef út í það fer ... 

Nói22 | 27. jún. '15, kl: 22:33:58 | Svara | Er.is | 3

Ég myndi ekki vilja taka burt kynjaskiptinguna. Vil ekki deila klósetti með karlmönnum.


Fyrir utan að ef þetta ætti t.d við veitingastaði eða skemmtistaði að þá er þetta mjög auðveld leið fyrir kynferðisbrot. Konurnar hafa þó allavega tiltölulegt öryggi á kvennaklósettinu (svona yfirleitt allavega).

svartasunna | 28. jún. '15, kl: 11:36:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sammála, liði ekki vel að senda stelpuna mína eina inná klósett með körlum þó svo að flest ofbeldisbrot gerist í heimahúsum af einhverjum sem þekkir barnið og allt það.

______________________________________________________________________

QI | 27. jún. '15, kl: 22:37:15 | Svara | Er.is | 0

Ég vil henda ykkur saman í laugina og sjá hvað skeður.

.........................................................

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 22:37:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Okkur hverjum?

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

QI | 27. jún. '15, kl: 22:38:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

öllum

.........................................................

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 22:38:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég má ekki fara í sundlaugar, ég er of mikil prinsessa.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

QI | 27. jún. '15, kl: 22:39:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lækkar í tign,, síðast varstu drottning blandsins.. :)

.........................................................

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 22:40:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei einræðisgyðja.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

QI | 27. jún. '15, kl: 22:41:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, rétt hjá þér,, my bad.. ;)

.........................................................

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 22:48:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

KNús

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

dreamcathcer | 27. jún. '15, kl: 22:40:31 | Svara | Er.is | 3

Ég vil hafa kynjaskipt salerni og það er bara ein ástæða fyrir þvi ...... og hun er sú að eg þoli ekki hvað karlmenn frussa yfir allt klósettið/gólfð/veggina !!! Á minum vinnustað er að vísu bæði , það er bæði kynjaskipt og svo klósett fyrri bæði 

I may have alzheimer's but at least I dont have alzheimer's

.dreamcathcer

QI | 27. jún. '15, kl: 22:42:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ekki auðvelt að vera með svona óstjórnlega slöngu á milli eyrnana. :)

.........................................................

Skreamer | 27. jún. '15, kl: 22:48:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

<3
Þér er fyrirgefið ljúfurinn.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

cultiva | 27. jún. '15, kl: 23:41:14 | Svara | Er.is | 0

Hef aldrei spáð í þessu. Þoli hinsvegar illa almennings salerni, eitthvað skrítin lykt alltaf. En á mínum vinnustað er bara eitt salerni fyrir alla og það gengur bara vel. En ég er ekki að fatta þetta með transfólk, eru þau ekki fólk eins og aðrir ?

Felis | 27. jún. '15, kl: 23:47:52 | Svara | Er.is | 2

Það er bara eitt klósett í vinnunni minni og við notum það öll, bæði ég og kallarnir.
Það skapar engin vandamál - allir hitta vel í klósettið (enginn subbuskapur) og það er bara ekkert vesen.

Ég reyndar skil ekki af hverju þarf kynjaskipt klósett og hef milljón sinnum í gegnum tíðina farið á karlaklósett þegar kvennaklósettið hefur verið upptekið. Það hefur skapað núll vandamál.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 27. jún. '15, kl: 23:49:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og karlaklósettin hafa ekkert verið subbulegri en kvennaklósettin - hvorki á skemmtistöðum né annarsstaðar

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

noneofyourbusiness | 29. jún. '15, kl: 11:05:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á þeim skemmtistöðum sem ég vann á voru karlaklósettin mun subbulegri en kvennaklósettin. 

fálkaorðan | 28. jún. '15, kl: 03:15:53 | Svara | Er.is | 1

Ég er bara algerlega hlint júnísex salernum. Hef ekkert sérstakt á móti kynjaskiptingunni en finnst hún algerlega óþörf. Sleppa bara hlandskálunum og fjölga básum.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

djeidjei | 28. jún. '15, kl: 03:40:09 | Svara | Er.is | 0

Renndi í gegnum umræðuna og sá að margar töluðu um sóðaskap karla og það væri ástæða til að halda kynjunum aðskildum. Ég rak stórt tjaldsvæði í tvö ár hér á landi og það kom mér einmitt á óvart hvað karlaklósettin voru mikið hreinni almennt. Það var mikið meiri vinna að halda kvennaklósettaðstöðunni hreinni, þar var klósettpappír út um öll gólf, hland á gólfinu og setunum og notuð dömubindi á furðulegum stöðum, þrátt fyrir ruslafötur við hlið hverrar klósettskálar og víðar.
Mín vegna mætti þess vegna hætta þessari kynjaskiptingu.
Ég er hins vegar algerlega sammála þeim sem tala um að hafa alvöru frið, ekki þessa helv... bása :)

Skreamer | 28. jún. '15, kl: 11:08:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta hef ég oft heyrt reyndar en nú hef ég alveg á minni löööngu ævi unnið við þrif og þar með á almenningssalernum og reynsla mín við þau þrif fær mig til að segja hið gagnstæða.  Ég man ekki eftir einu skipti þar sem ég fann dömubinda- eða túrtapparusl annars staðar en í ruslafötunni, kvenfólkið þreif frekar eftir sig ef það varð slys.  Kvennasalernin voru mikið meira notuð en hin en voru alltaf mun hreinni.  Á tjaldstæði úti á landi ímynda ég mér að körlum henti frekar að pissa útí náttúrunni en að fara á klósettið.  Já og eitt olli mér alltaf heilabrotum, hvers vegna voru yfirleitt kynfærahár í vaskinum á karlasalerninu?

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Gale | 28. jún. '15, kl: 04:59:37 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst þessi týpísku kynjaskiptu fjöl-bása-klósett svo glötuð.

Myndi svo miklu frekar vilja að það væru bara alvöru klósett. Svona lítið "herbergi" þar sem maður getur læst að sér og verið á klósettinu í friði. Enginn að hlusta á mann pissa eða kúka. Þau þurfa ekki að vera neitt stór. Þar sem svona klósett eru er yfirleitt ekki kynjaskipting. Ég hef verið á a.m.k. 2 vinnustöðum þar sem svona var og það var enginn óþrifnaður eða neitt þannig í kringum þessi klósett. Svona er t.d. á American Style, Pítunni, KFC (minnir mig) og bráðavaktinni Fossvogi og annari deild þar sem ég lá inni fyrir nokkrum árum og á 2 deildum þar sem ég heimsótti einhvern. Hef líka rekist á svona klósett í HÍ og bara mörgum fleiri stöðum. Þetta er svo miklu manneskjulegra en þessir helvítis básar!!!

ullarmold | 28. jún. '15, kl: 08:13:31 | Svara | Er.is | 0

já ég hef deilt salerni í lestarstöðum, ekki merk neinu ákveðnu kyni og bara frábært. Fannst ekkert óþægilegt við það

josepha | 28. jún. '15, kl: 09:38:10 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst það ekkert mál á vinnustað. Og yfir höfuð ekkert mál ef það eru bara klefar fyrir hvern og einn einstakling. 

Grjona | 28. jún. '15, kl: 11:32:36 | Svara | Er.is | 2

Í núverandi vinnu eru sameiginleg klósett og var líka í síðustu vinnu. Ekkert að því.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 28. jún. '15, kl: 12:46:28 | Svara | Er.is | 0

Ég efast um að öðruvísi salerni sé eitthvað að fara að breyta því að þeir sem eru í minnihluta verði fyrir áreiti


Ég hef engann áhuga á að nota karlasalerni eða hafa karla í kvennaklefanum, þetta með salernin, þá finnst mér að hvert salerni eigi að vera sérherbergi sem er hægt að loka og læsa almennilega alla leið

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

nefnilega | 29. jún. '15, kl: 10:52:15 | Svara | Er.is | 0

Á mínum vinnustað eru starfsmannaklósett fyrir starfsmenn óháð kyni. Sé ekkert athugavert við það og hef ekki orðið vör við útmignar setur og gólf eftir karlmenn.

noneofyourbusiness | 29. jún. '15, kl: 11:07:13 | Svara | Er.is | 1

Ég vil hafa kynjaskipt klósett áfram. Hef ekki áhuga á að deila klósetti með karlmönnum. Það geta líka mörg vandamál komið upp við þetta, t.d. að kona sé elt af nauðgara sínum inn á klósett og svo framvegis. 


Ef transfólk er áreitt og jafnvel myrt á götum úti mun það að hafa ókynjaskipt klósett ekki leysa neinn vanda. Fræðsla er frekar líklegri til að leysa vandann. 

karamellusósa | 29. jún. '15, kl: 14:57:26 | Svara | Er.is | 1

mér finnst að það eigi bara að vera einstaklingsklósett, en ekkert útaf einhverjum trans-málum,   miklu frekar bara að nóg sé til af hreinum salernum til almenningsnota.       

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

Ígibú | 29. jún. '15, kl: 15:04:12 | Svara | Er.is | 0

Ég er að vinna á tveimur stöðum, á báðum stöðum er bara "starfsmannasalerni" þar sem allir fara óháð kynfærum. Sé ekki neitt vandamál við það, en ég fer svo sem líka alveg eins á karlaklósett ef að stelpuklósettið er fullt og biðröð út á gang.

Allegro | 29. jún. '15, kl: 15:17:11 | Svara | Er.is | 0

Á mínum vinnustað eru ekki kynjaskipt salerni og ég sé ekkert sem mælir með að þeim verði kynjaskipt. 

PönkTerTa | 29. jún. '15, kl: 15:34:49 | Svara | Er.is | 0

Ég vil fá sér klósett fyrir feita og konur með stór brjóst, það eru fordómar fyrir feitu og brjóstastóru fólki að hafa almenningsklósett svona hólfuð niður í kústaskápa.

+++++++++++++++++++++++++++
Kannt ekki að kyssa, kannt ekki neitt.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Síða 8 af 48621 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, annarut123, Guddie, Kristler, paulobrien, Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123