Læra að hekla, er örvhent

Eðlilegt | 10. maí '09, kl: 21:19:59 | 1050 | Svara | Er.is | 0

Er eitthvað betra að ég venji mig á að hekla með nálina í hægri hendi?
Skiptir það einhverju máli upp á að uppskriftir fari ekki í rugl?
Hef alveg val ennþá, er ekki byrjuð að hekla, en það liggur beinast við mér að setja nálina í vinstri hendi :)

 

drífapífa | 10. maí '09, kl: 22:05:07 | Svara | Er.is | 0

Þær sem ég þekki og eru örvhentar, hekla allar rétthent, af hverju ? veit ekki :)

aslein | 10. maí '09, kl: 22:22:33 | Svara | Er.is | 0

Hæ. Ég er kennari og ég kenni öllum mínum nemendum að prjóna og hekla eins og þau væru rétthent.

allt

Eðlilegt | 10. maí '09, kl: 22:24:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Verður allt öfugt hjá mér ef ég fer eftir uppskriftum en pjóna örvhent?

Knitess | 10. maí '09, kl: 22:26:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get ekki ímyndað mér það, þú heklar þá bara í hina áttina. Vinkona mín prjónar og heklar örvhent og hún les alveg eins úr uppskriftum og ég. Bara spurning hvort þú getr speglað myndir og vídjó af hvernig á að hekla hitt og þetta.

------------------------
Knit happens!

tímaskekkja | 14. maí '09, kl: 18:31:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða færð einhverja örvhenta til að kenna þér.

Ég lenti t.d. í vandræðum með son minn að kenna honum að reima skó, hann örvhentur, ég rétthent. Fékk einn leikskólakennarann til að kenna honum, ég gat það ekki. Geri eflaust það sama með dótturina hún er líka örvhent.

drífapífa | 11. maí '09, kl: 11:32:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aslein: Ertu semsé að kenna hekl í skóla ? Ég var að ræða við handmenntakennarann í skóla barnanna og hún sagði, það er hætt að kenna hekl í skólum !!! Ég fékk vægt áfall ...

aleinheima | 11. maí '09, kl: 15:19:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er kennt að hekla í flestum betri skólum landsins
og það er einfaldara en að kenna að prjóna en ef þú ert örfhennt þá er bara að horfa í spegil þegar þú ert að skoða þetta með hægri hendi og svissa síðan í spegilmyndina

er kennari og ökukennari og sjaldnast ein heima :)

drífapífa | 11. maí '09, kl: 15:56:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Flestum betri skólum ??? Er ekki skólanámskrá ??? Ekki til í að viðurkenna einn tveir og tíu að börnin mín þrjú gangi í verri skóla !

Knitess | 12. maí '09, kl: 22:27:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í Aðalnámskrá grunnskóla síðan 1999 (sem er enn í gildi þó ný námskrá sé komin út) stendur eftirfarandi um hekl:

Að nemandi
- læri að hekla snúru, snúa band eða hnýta [þrepamarkmið í textílmennt í 4. bekk]
- læri að hekla loftlykkjur, fastahekl og/eða stuðlahekl [þrepamarkmið í textílmennt í 6. bekk]
- læri að hekla og/eða prjóna eftir einföldum leiðbeiningum [þrepamarkmið í textílmennt í 8. bekk]

------------------------
Knit happens!

hugmyndalaus | 19. maí '09, kl: 00:25:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fliss... ég er textílkennari sjálf. og kenni engum að hekla.

og tel skólann minn samt með betri skólum..

kenni þeim alveg fullt, en kemst engann vegin yfir allt sem aðalnámsskrá segir, kenni þeim til dæmis ekki jurtalitun og ekki þrykk nema að mjög litlu leyti.

þau fá 28-36 tíma á ári í textílmennt og það er ekki fræðilegur möguleiki að ná að kenna allt.

Abbagirl | 12. maí '09, kl: 00:22:38 | Svara | Er.is | 0

Ég hekla örfhent en prjóna rétthent :)

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

úbs | 12. maí '09, kl: 17:09:02 | Svara | Er.is | 0

Skella sér á námskeið eða fá einhvern til að hekla og sýna þér og þú speglar það svo. Bara að æfa sig :)

ElinElla | 13. maí '09, kl: 14:02:56 | Svara | Er.is | 0

Þú átt alveg að geta heklað í vinstri.
Mamma mín er örvhent og hún gerir allt í vinstri og ég veit ekki um betri prjónakonu en hana.

Hún kenndi mér að hekla og ég náði þessu alveg þrátt fyrir að mér væri kennt það öfugt.

Það hafa verið gerðar margar athugasemdir um það hvernig ég prjóna og hekla vegna þess að ég geri það vitlaust víst, en ömmusystir mín frá Færeyjum kenndi mér að prjóna og mamma er örvhent, en ég er mun fljótari en allar vinkonur mínar samt sem áður. Svo það skiptir engu máli hvort þú ert að gera rétt beint heldur finnur þú bara leið sem hentar þér.

Mér persónulega finnst það sorglegt að örvhentum sé kennt að prjóna og hekla eins og rétthentum...veit um marga sem hafa hreinlega gefist upp því það gengur svo illa.

Handóði heklarinn c",)
www.handod.blogspot.com

ElinElla | 13. maí '09, kl: 14:14:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorry ég var að ljúga að ykkur.
Var að tala við mömmu mína og hún prjónar víst ekki í öfuga átt...en hún prjónar samt rosalega hratt og vel. En hún heklar í öfuga átt...svo þú átt alveg að geta heklað örvhent.

En eins og ég segi þá er bara málið að finna út hvað þér finnst þægilegast og sem virkar - hvernig sem það er c",)

Handóði heklarinn c",)
www.handod.blogspot.com

saltkringla | 13. maí '09, kl: 14:12:46 | Svara | Er.is | 0

eg er örvhent oog hekla eins og aðrir, nema að ég held í spottan eins og e´g se að prona , sem sé e með spottann á vísifingri.
Var ekki kennt það en finnst þetta bara þægilegt
Kennarinn minn var í vandræðum að kenna mer að prjóna, en það tókst, og ég prjóna eins og rétthentir.

magzterinn | 14. maí '09, kl: 18:19:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég geri það líka þannig, s.s. held bandinu eins og ég sé að prjóna, finnst það lang þægilegast ;P

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

presto | 18. maí '09, kl: 15:03:06 | Svara | Er.is | 0

Ég er örvhent en hekla og prjóna rétthent. Held samt eitthvað öðruvísi á heklunálinni en margir aðrir. Háir mér ekki neitt.
Man e. 1 strák í handavinnu í barnaskólanum sem prjónaði "öfugt". Það væri örugglega sniðugt að vera jafnvígur og prjóna í báðar áttir á réttunni. (Kaffe Fasett?)

gmh | 18. maí '09, kl: 23:53:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er líka textílkennari og ég kenni öllum í 6. bekk að hekla. Þeir sem eru örvhentir læra að hekla eins og þeim finnst best. Flestir örvhentir vilja hekla örvhent. Ég sat heila helgi og heklaði örvhent til að æfa mig sjálf og þá skildi ég hvað það hlýtur að vera erfitt fyrir örvhenta að vera þvingaðir til að læra að hekla rétthent. Krökkunum finnst þetta ekkert mál þegar þau eru búin að læra að halda á nálinni og bandinu.

presto | 19. maí '09, kl: 15:25:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var ekki þvinguð í þetta en er líklega jafnvígari en margir. Kasta bolta m. báðum höndum og skipti oft á milli. Held líka rétt á hnífapörum en færi gaffalinn aldrei yfir í hægri.
Amma sem er örvhent líka var neydd til að læra að skrifa m. hægri og henni fannst það erfitt, en held að henni hafi aldrei þótt erfitt að prjóna upp á "rétta" hönd. Ég lærði að prjóna 5-6 ára og fannst þetta aldrei neitt mál.

sossa03 | 21. nóv. '14, kl: 10:23:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vitið þið um einhver myndbönd til að læra að hekla fyrir örvhenta ?

hanastél | 21. nóv. '14, kl: 12:23:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

YouTube, crochet left handed.

--------------------------
Let them eat cake.

presto | 22. nóv. '14, kl: 01:45:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, hef ekki lært beitt hekl af youtube og held að ég hekli eins og rétthentir. (Lærði í skóla, af mömmu/ömmu., af spænsku heklublaði, ýmsum uppskriftum, og svo netinu og pintrest í seinni tíð. Vil helst hekla eftir myndrænni uppskrift (tákn) finnst textinn miklu þvælnari og seinlegri í notkun.

 
Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Barnateppi - hjálp firstbaby 4.7.2009 10.1.2024 | 03:59
barnateppi rúmsí 19.8.2005 10.1.2024 | 03:55
Barnateppi 2169 18.9.2012 10.1.2024 | 03:53
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.1.2024 | 03:49
saltkeramik ups3 9.12.2008 10.1.2024 | 03:49
skyldmenni Jackie O 28.4.2004 10.1.2024 | 03:48
Hvar er hægt að kaupa hákarl? cartman 29.6.2011 9.1.2024 | 08:54
Nýr forseti Íslands verður auðvitað Katrín Jakobsdóttir jaðraka 2.1.2024 8.1.2024 | 19:50
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Síða 5 af 48021 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, annarut123, tinnzy123, Paul O'Brien, Bland.is, paulobrien, Guddie