Það hljóta allir að geta tekið undir með Kára Stefánssyni að stórfurðulegt sé að um 600 starfsmenn LSH séu óbólusettir í dag ! Það er engan veginn eðlilegt að starfsmenn LSH umgangist veikt eða veikburða fólk, sjúklinga spítalans óbólusett. Hverskonar stjórnun er á spítalanum ?
Már vill ekki skylda starfsfólk til þess að láta bólusetja sig en í staðinn vill hann skylda okkur til þess að bera grímur. Þetta leikrit er orðið frekar þreytt.
Júlí 78 | Það ætti að vera sjálfsagt að skylda starfsmenn í bólusetningu, það er ekki ...
Það ætti að vera sjálfsagt að skylda starfsmenn í bólusetningu, það er ekki eins og þetta sé einhver venjuleg flensa sem er í gangi. Svo ætti að vera SKYLDA að nota grímur eins á t.d. í verslunum. Fólk almennt er ekkert að fara að nota þær þar ef það er ekki skylda. Það vill enginn líta út eins og eina geimveran í hópnum sem er með grímu ;) Þess vegna finnst mér það brandari þegar ég heyri í fréttum bara "tilmæli" um að nota grímur á fjölmennum stöðum þ.á.m. verslunum. Það er orðið fjölmennt í búðum núna, það verður ennþá fjölmennara þegar nær dregur jólum. Það verður forvitnilegt hvort fólk fer eftir þessum "tilmælum" um að nota grímu. Jú það var líka minnst á sóttvarnirnar, þvo sér og spritta, mér finnst nú meira að segja sumar verslanir vera orðnar kærulausari með það að hafa tiltæka sprittbrúsa. Eða þá að maður sér þá tóma.
ert | Hvernig veistu að þessir 600 starfsmenn umgangist sjúklinga?
og svo eru þei...
Hvernig veit ég að það séu 600 starfsmenn óbólusetttir ? Vegna þess að Már Kristjánsson formaður farsóttardeildar LSH skrifað um þetta sjálfur á vef spítalans: Vissulega veit ég ekkert hvort allir þessir starfsmenn eru í mikilli nálægð við sjúklina en þeir eru innan veggja spítalans og starfsmenn fyrirtækisins.
"Már skrifaði pistil á vef Landspítalans í gær þar sem segir: „Ennþá eru yfir 600 starfsmenn óbólusettir, af ýmsum ástæðum.“
Már segir að farið hafi verið betur yfir tölurnar. „Það kemur á daginn að þetta eru ekki alveg fyllilega réttar tölur. Þetta voru 480 manns ef ég man rétt."
"Ef ég man rétt" segir formaðurinn þegar þessar tölur sem hann skrifar eru bornar undir hann, nú er bara að vona að hann mismini ekki mjög og tölurnar séu ekki 600 starfsmenn eða kannski fleiri.
ert | Já, þetta er munurinn á þér og mér. Þú trúir öllu - ég efa flest.
Svo er til óbólusett fólk sem á inniliggjandi ættingja á spítala sem það heimsækir og hneikslast svo á því að allir starfsmenn spítalans séu ekki bólusettir. Jájá lífið er fjölbreytilegt !