Leiðinlegur vinnufélagi

LaRose | 3. ágú. '16, kl: 10:59:21 | 1039 | Svara | Er.is | 0

Það er svo lítið að gerast hérna að ég skrifa bara meira og fæ útrás í leiðinni.

 

Er að vinna erlendis í spennandi verkefni í teami með nokkrum öðrum. Einn félaginn þar er Dani (bý í DK, margir aðrir eru Englendingar og Ítalar og Frakkar og svona) og gaurinn er að gera mig geðveika.

 

Hann virðist vera með einhverja minnimáttarkennd því hann hefur verið leiðinlegur við mig frá fyrsta degi. Veit ekki hvort hann er hræddur um ég komist hærra í híerkíinu en hann, hvort hann þoli ekki útlendinga eða konur....don´t care en hann er bara óþolandi.

 

Í teaminu er enska aðalmálið en Danirnir tala dönsku sín á milli ef þeir eru einir. Ég tala reiprennandi dönsku eftir næstum 10 ár í landinu en hann er sá eini af öllum þeim Dönum sem ég þekki sem talar við mig ensku. Hann talar líka frekar formlega við mig ef við erum í hóp af Dönum og svona signalerar (sorry slettur) að ég sé ekki hluti af fællesskabinu með því að tala ekki spjallmálið (dönsku) við mig eins og hina.

 

Ég var svo pirruð á þessu að ég spurði hann hreint út af hverju hann talaði ekki dönsku við mig og það varð fátt um svör en hann talaði svo dönsku í ca 1 dag og skipti svo aftur í ensku.

 

Ef það er hann sem gengur á hópinn og athugar hverjir ætla að borða í mötuneytinu í hádeginu hunsar hann mig alltaf. Maður fer á milli folks og spyr "kemur þú að borða"? en hann sleppir mér alltaf vísvitandi. Sá eini sem gerir það og suma daga enda ég þessvegna ein þegar hann fer með öðrum (sem sitja út um allt og ómögulegt að sjá að hann hafi bara ekki spurt mig).

Ég hef bara farið sjálf niður og ergt hann með því að setjast hjá honum og hópnum og hef þá fengið: You can sit down frá honum.

 

Það nýjasta er að nú reynir hann að forðast að bjóða mér á fundi sem grúppan heldur, ef hann arrangerar þeim sjálfur. Í morgun hélt hann fund með yfirmanni okkar og öðrum félaga þar sem hefði verið eðlilegt og sjálfsagt að ég hefði verið með en hann bauð mér ekki. Hann reynir í allskonar tilfellum að halda mér fyrir utan en þó á svo lúmskan hátt að hann gæti auðveldlega neitað því ef hann yrði konfrontaður.

 

Ég varð aftur pirruð (þótt ég hafi alltaf reynt að taka þessu ekki persónulega og bara vera við hann eins og alla aðra en þar sem yfirmaðurinn var að fara til Bretlands bað ég um 5 mínútur með henna og viðkomandi leiðindagaur og fór yfir hvað við ættum að gera þar til við hittumst næst þar sem hann er lítið fyrir að fylgja plönum sem við gerum eða taka mark á mér yfir höfuð.

Það endaði á því að yfirmaðurinn lét mig taka stjórnina yfir því sem á að gera og sendi okkur það á e-mail (skrifaði það bara, sagði það ekki þegar við töluðum saman). Hann sá mailinn þegar hann kom úr mat (sem mér var einmitt ekki boðið í) og byrjaði á því að ganga til mín, benda á mig og segja hæðnislega: " I am so happy you're in charge"!....á ensku að vanda.

 

Meiri leiðindapúkinn....eigið þið líka leiðinlega vinnufélaga? Sem betur fer er restin kúl...svo þetta reddast.

 

Neema | 3. ágú. '16, kl: 11:27:19 | Svara | Er.is | 0

Fúlt :/ Skil ekki fólk sem lætur svona

Degustelpa | 3. ágú. '16, kl: 11:28:43 | Svara | Er.is | 5

bara til að bögga hann til baka þá myndi ég svara honum alltaf á dönsku ef það eru bara danir í kring, en annars á ensku.

LaRose | 3. ágú. '16, kl: 11:30:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég geri það alltaf ef það eru bara Danir....og hann skilur mig alveg þar sem hann svarar mér rétt miðað við hvað ég var að segja...en á ensku. Í morgun áttum við 2-3 mínútna samtal þar sem ég talaði dönsku og hann ensku....frekar kjánalegt ;)

svartasunna | 3. ágú. '16, kl: 14:17:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Dísis...samt gott hjá þér að gera þetta svona, láta hann ekki slá þig útaf laginu. Þetta lætur hann líta mjög kjánalega út...haha

______________________________________________________________________

ert | 3. ágú. '16, kl: 15:22:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Ég myndi halda áfram að tala við hann á dönsku og láta hann tala ensku og láta hann gera sig að fífli.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

leigubílstjóri dauðans | 4. ágú. '16, kl: 23:35:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá en dónalegt og hallærislegt. 



-----

hallon | 3. ágú. '16, kl: 11:30:13 | Svara | Er.is | 5

Þetta er einelti.

LaRose | 3. ágú. '16, kl: 11:31:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vinn ekki fyrir sama fyrirtæki og hann, hann vinnur hjá fyrirtæki sem sér um þetta verkefni. Ég (og flestir aðrir hérna) erum ráðgjafar frá öðrum fyrirtækjum í geiranum. Svo HR eineltismál er ekki að fara að gera sig ;)....get ekki gert neitt í þessu nema pirra mig hér.

Venja | 3. ágú. '16, kl: 11:44:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

geturu beðið einhvern annan að láta þig vita af fundum og matartímum og svona sem hann býður í? Semsagt er einhver sem þú þekkir og treystir og getur látið vita af þessu og mundi hnippa í þig?


Önnur leið væri að mæta t.d. í matsalinn þegar hann hefði ekki boðið þér og spurja hann hátt og snjallt en mjög kasjúal og án pirrings af hverju hann spyrði þig aldrei hvort þú vildir koma með í mat. Það gæti verið áhugavert að sjá hvernig hann bregst við.

LaRose | 3. ágú. '16, kl: 12:01:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Hugmynd 2 er eitthvað sem ég gæti endað á að gera til að stríða honum

Venja | 3. ágú. '16, kl: 12:03:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ég mana þig! Hann er að haga sér eins og krakki og á það algerlega skilið

LaRose | 3. ágú. '16, kl: 12:15:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Í dag mætti ég í matsalinn og spurði hann hvort þetta væri einkasamkvæmi (og blikkaði hann....) eða hvort ég mætti vera með.

Hann sagði ég mætti setjast ;)

Venja | 3. ágú. '16, kl: 12:16:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Gerðu bara í því að stríða honum við hvert tækifæri. Fyrst hann er að haga sér eins og asni þá geturu allavega reynt að skemmta þér svolítið yfir því

Petrís | 3. ágú. '16, kl: 12:39:48 | Svara | Er.is | 6

Hann er með geðveika minnimáttarkennd gagnvart þér og á skilið vorkunn. Þú hljómar nægilega skýr og sterk til að láta hann aðeins finna til tevatnsins. Eins og einhver ráðleggur þér, spurðu upphátt um hegðunina, call the bluff, það er eitt að leggja í kvikindislegt einelti svo enginn sjái  annað að þurfa að útskýra það aftur og aftur opinberlega. Hann á ekkert betra skilið

SantanaSmythe | 3. ágú. '16, kl: 15:14:49 | Svara | Er.is | 12

Næst þegar hann fer að tala við þig á ensku svaraðu honum þá á íslensku

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

noneofyourbusiness | 3. ágú. '16, kl: 16:13:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég ætlaði einmitt að stinga upp á íslenskunni. :)

LaRose | 3. ágú. '16, kl: 19:23:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Lol gott plan

bogi | 3. ágú. '16, kl: 20:07:51 | Svara | Er.is | 0

Úff er hægt að vera glataðri -

Hef ekki lent í þessu en yfir-yfirmaður minn fór í fýlu út í mig fyrir að segja skoðun mína eins og karlmaður og notaði hvert tækifæri í marga mánuði á eftir til að skjóta einhverjum ónotum og lélegum háðs-bröndurum í mig. Og þar sem karlmenn þarna eru oft á tíðum ofur viðkvæmir þá sá ég mér ekki fært að ræða þetta við hann.

T.M.O | 3. ágú. '16, kl: 20:11:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

stundum þoli ég ekki fólk

bogi | 3. ágú. '16, kl: 20:14:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er stundum skrítið hvað indælasta fólk hagar sér fíflalega. Kannski er ég ekkert skárri sjálf -

T.M.O | 3. ágú. '16, kl: 20:16:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég vil allaveganna ekki vera þessi sem hagar sér svona :/

LaRose | 4. ágú. '16, kl: 08:16:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er óþolandi svona hæðni leynt og ljóst.

Þessi hérna stundar líka að tala  við mig eins og barn þegar við höldum workshops og þegar ég kem með punkta og athugasemdir (sem eru oftast valid en stundum ekki eins og gengur) grípur hann iðulega fram í fyrir mér með orðunum: "(Dæs)....but you have to understand....bla bla bla".

bogi | 4. ágú. '16, kl: 14:01:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vá ég fæ hroll - minnir mig svo á nokkra Dani sem ég kynntist þegar ég bjó úti. Þeir geta verið stundum einum of - ég sé þetta alveg fyrir mér :P

MadKiwi | 3. ágú. '16, kl: 22:45:15 | Svara | Er.is | 2

Ég myndi annað hvort a) konfronta hann, taka afsíðis og spyrja hreint út hvað vandamálið sé og að hegðun hans sé óásættanlegt. b) Bjóða honum í Lunch og reyna að kynnast hvort öðru. Keep your enemies closer dæmi. Gæti verið að fordómar hans mildast við að kynnast þér betur.

Ekki fara niður á hans plan í einhverja stríðni eða valdabaráttu. Mér heyrist þú vera svöl og ekki látið hann ná að brjóta þig niður, haltu þínu striki áfram. Það er hann sem er með vandamál.

Bragðlaukur | 3. ágú. '16, kl: 23:25:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þessu er ég sammála. Tekur hann afsíðis og spyrð hann hreint út; "... hvort einhver sérstök ástæða sé fyrir því að hann láti svona". Bara algerlega cool. Spyrja hann hvort hann sé að láta þig fara í taugarnar á sér? Hvort honum finnist þú ógn við sig? Hvort hann sé að forðast þig og þá af hverju? Gakktu beint hann. Horfðu beint í augunum á honum á meðan þú berð þetta upp við hann.

Það væri gaman að  heyra frá þér hvernig gekk...

orkustöng
LaRose | 4. ágú. '16, kl: 08:13:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er scary ;)

Bragðlaukur | 4. ágú. '16, kl: 09:41:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sérðu virkilega ekkert að því að hún er ítrekað hunsuð, þar sem annars öllum öðrum í kringum hana er boðið að vera hluti af hópnum? Að hann ítrekar meðvitað lætur hana finna að hún er ekki ein af þeim. Þetta er einelti.

Venja | 4. ágú. '16, kl: 10:22:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er tröll ;)

orkustöng | 4. ágú. '16, kl: 15:08:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekkert víst að það sé af því að hann vilji hana útundan , hvað vitum við , kannski skynjar hann einvherja andúð eða eitthvað hjá henni og vill ekki ónáða hana...

LaRose | 4. ágú. '16, kl: 08:11:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég bauð gaurnum í lunch í fyrradag þegar við vorum bara 2 í teaminu að vinna hérna þá.

Sátum og spjölluðum og hann var svona la la...dálítið í því að vera kúl og segja mér hvernig Íslendingar væru og svona (hann lærði með fullt af Íslendinum náttúrlega hérna í Köben).

 

Mér fannst ég large að vera svona nice við hann og forvitnast um hans hagi og svona.....daginn eftir tók hann leiðindin á næsta stig :P

Venja | 4. ágú. '16, kl: 09:30:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú getur líka prófað að vera extra sykursætt næs við hann, þannig að það sé svolítið áberandi. Fólk sem er að reyna að vera leiðinlegt lendir í svakalegri klemmu þegar þeim er mætt með áberandi elskulegheitum ;)

svartasunna | 4. ágú. '16, kl: 10:58:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ætli hann hafi lent í slæmri reynslu með Íslendingunum? Virðist vera einhver rosa pirringur/minnimáttarkennd í þinn garð í gangi.

______________________________________________________________________

ert | 4. ágú. '16, kl: 11:02:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Síðan er það nú þannig að útlendingar eiga stundum erfitt með íslenskar konur. Þær skilja stundum ekki hvernig konur eiga að haga sér og haga sér bara eins og karlmenn og ætlast til þess að það sé litið á þær sem jafningja. Útlendingar verða stundum bara hræddir við svona konur sem skilja ekki stöðu sína og vaða upp með frekju og yfirgangi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

LaRose | 4. ágú. '16, kl: 11:09:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Líka Danir? Nógu frekar eru nú danskar konur :P

ert | 4. ágú. '16, kl: 11:14:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Ég held að íslenskar konur séu frekar á annan hátt - en ég þekki svo sem ekki danskar konur.
Frekja íslenskra kvenna er nefnilega ekki beint frekja, heldur gjörsamleg sannfæring um að þær séu jafnréttháar og karlar og alveg jafn færar (oft halda þær að þær séu færir en margir karlmenn). Þær brjóta ansi oft félagslegur reglur í öðrum samfélögum með þessu.
Heldurðu að það gæti verið málið? Að þú álítir þig klárari og færari en þessi maður og að honum finnst það óþægilegt af því að það standist augljóslega ekki af því að þú ert kona?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

LaRose | 4. ágú. '16, kl: 11:30:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég  hef ekki hugsað það akkúrat svona en kannski svipaðar pælingar (ég er pælari, annars myndi ég eflaust ekki nenna að koma með kenningar).

Hann er búinn að vera í teyminu í 2 ár en ég byrjaði í sumar. Hann er með doktorsgráðu (ekki tengdu þessu starfi samt), ekki ég.

Hann er sjúklega vel þjálfaður og leggur mikið upp úr hollustu og útliti meðan ég geng um með 15 aukakíló.

Hann er Dani, ég tala með hreim.

 

Datt í hug að allt þetta kombó færi í hann...hann sé hræddur um ég komist hærra en hann og ég sé hreinlega ósvífin að koma hingað minna menntuð (þó hæf, með master), útlensk fitubolla ;) sem hef lifað lífinu allt öðruvísi en hann og ríkmannsvinirnir hans (hann kemur frá mjög ríku svæði í Kaupmannahöfn...en ég er að giska samt á ríku vinina).

Ætli honum finnist nokkuð að manneskja eins og ég eigi að eiga séns í hann?

ert | 4. ágú. '16, kl: 11:34:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Halló - þú ert feit ómenntuð fátæk útlensk kona og þú heldur að þú sért jafningi hans. Ef það er ekki frekja og dónaskapur þá veit ég ekki hvað.
Þessum verður ekki bjargað.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

orkustöng | 4. ágú. '16, kl: 15:11:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig í ósköpunum er hún jafningi doktors

ert | 4. ágú. '16, kl: 16:11:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Fyrirgefðu, auðvitað hefur doktor í dönsku meira vit á umferðaverkfræði en hún. Hvernig læt ég.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Salvelinus | 4. ágú. '16, kl: 18:28:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég held þú sért með svarið þarna! Mundi ekki beygja mig millimetra fyrir þennan gaur... haltu bara áfram að vera awesome ;) and kill him with kindness!

bogi | 4. ágú. '16, kl: 14:03:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér fannst svolítið að Danir væru komnir mun styttra í jafnréttinu, amk. svona mentalítetinu. En auðvitað kynntist ég þessu bara takmarkað, fór ekki út á vinnumarkaðinn. En ég var ansi oft gapandi yfir konunum í mömmu-grúppunni og það sem þær leyfðu köllunum að komast upp með.

blue | 7. ágú. '16, kl: 07:59:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er nýlega flutt til dk og það hefur komið mér svakalega á óvart hversu langt á eftir íslendingum Danir eru þegar kemur að jafnrétti, ég átti satt að segja als ekki von á þessu. Ég er ótrúlega stolt af íslenskum kynsystrum mínum.

blue | 7. ágú. '16, kl: 07:59:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er nýlega flutt til dk og það hefur komið mér svakalega á óvart hversu langt á eftir íslendingum Danir eru þegar kemur að jafnrétti, ég átti satt að segja als ekki von á þessu. Ég er ótrúlega stolt af íslenskum kynsystrum mínum.

LaRose | 7. ágú. '16, kl: 09:36:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tengi þetta mál ekki við kvennajafnrétti og sé (fyrir utan klámbransann) ekki þetta misrétti í DK...dæmi?

bogi | 7. ágú. '16, kl: 11:52:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrir mér voru það viðhorfin, td. til barnauppeldis (auðvitað bara mamman) - en svo er þetta líka spurning um hverja maður umgengst, líka hér heima.

LaRose | 7. ágú. '16, kl: 12:34:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst mikið jsfnrétti hvað það varðar hjá þeim sem ég umgengst en þetta fer bókað eftir hvaða hópa maður sér.

svartasunna | 4. ágú. '16, kl: 11:16:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og svo ganga þessar íslensku konur oft um í stuttum pilsum líka :(

______________________________________________________________________

LaRose | 4. ágú. '16, kl: 11:31:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég ætti kannski að mæta í stuttu pilsi með ber læri....flassa appelsínuhúðinni aðeins meðan hann þambar prótíndrykkinn sinn.

svartasunna | 4. ágú. '16, kl: 12:07:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha....já og borðaðu kleinuhring í leiðinni. Berðu svo fram fyrir hann hvernig kleinuhringur hljómar á íslensku, alveg k-l-e-i-n-uhrrrrringurrrr. Myndi svo búa til brandara fyrir hann á hverjum degi um kleinuhringi og hlægja óstjórnlega hátt! :)

______________________________________________________________________

MadKiwi | 7. ágú. '16, kl: 03:43:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ógeðslega flott hjá þér. Hann á rosarlega bágt og það versta sem þú getur gert honum er að hlæja að leiðindum hans eins og þau komi þér ekki við. Haltu höfðinu hátt og brosandi. Mér finst þú vera að "vinna" og það espir hann upp.

Dreifbýlistúttan | 4. ágú. '16, kl: 09:08:49 | Svara | Er.is | 2

Mér sýnist þú vera að tækla þetta eins og hægt er, og fullt af flottum ráðum hérna.




Þetta virðist vera óöruggur einstaklingur sem er skíthræddur við þig. 


:)

Varanseld | 7. ágú. '16, kl: 14:54:51 | Svara | Er.is | 0

Ég fór einu sinni á þetta námskeið http://www.thekkingarmidlun.is/stutt-namskeid/einstaklingurinn/ad-eiga-vid-erfida-einstaklinga/

Hér er svo smá upprifjun úr því námskeiði http://www.atvinnumalkvenna.is/fraedsla/pistlar-fra-thekkingarmidlun/nr/443/leyniskyttur,-fylupukar,-vitringar-og-noldrarar/

Sama hvað þú gerir þá gangi þér vel :)

iceloop | 7. ágú. '16, kl: 22:55:22 | Svara | Er.is | 0

Sumt fólk er bara fífl.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Síða 8 af 48039 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, Kristler, tinnzy123, paulobrien, annarut123, Guddie