LEIÐRÉTTINGIN

kristaltær | 23. mar. '15, kl: 21:24:29 | 626 | Svara | Er.is | 0
Ertu búin að samþykkja leiðréttinguna?
Niðurstöður
 Já, og er sátt við fyrirvarana 32
 Já, vil frekar fá eitthvað heldur en ekki neitt 35
 Já, en er ósátt við fyrirvaran 5
 Nei, er ekki sátt við leiðréttinguna 11
 Nei, átti ekki rétt á leiðréttingu 35
 Annað, og þá nánari útskýring í athugasemd 8
Samtals atkvæði 126
 

Hve margir hér inni eru búnir að samþykkja leiðréttinguna?

Við ákváðum að samþykkja hana ekki á þeim forsendum að við erum ekki sátt við að þurfa að samþykkja það að verðtryggingin hafi verið lögleg og því skuldbindandi fyrir okkur.

Við álítum að með því að samþykkja hana þá séum við að fyrirgera rétti okkar til frekari leiðréttinga verði verðtryggingin dæmd síðar meir ólögmæt.

 

CloverRollover | 23. mar. '15, kl: 21:29:43 | Svara | Er.is | 0

Nei, mitt er í kæruferli.

Chaos | 23. mar. '15, kl: 21:37:03 | Svara | Er.is | 0

Kom ekki einmitt fram að það eina sem gerist ef verðtryggingin er ólögmæt að þá á ríkið endurkröfurétt á þig hvað varðar þeirri upphæð sem hún greiddi þér? Enda mjög undarlegt að þú getir fyrirgert rétti þínum gagnvart lánastofnun með því að samþykkja "gjöf" frá ríkinu. En ég gæti haft á röngu að standa. 

Grjona | 23. mar. '15, kl: 21:37:34 | Svara | Er.is | 0

Hver er fyrirvarinn nákvæmlega?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Chaos | 23. mar. '15, kl: 21:47:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fann hann! 


Leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána samkvæmt lögum nr. 35/2014 er reist á þeirri forsendu að verðtrygging þeirra skuldbindinga, sem
geta verið andlag leiðréttingar samkvæmt 3. gr. laganna, hafi verið skuldbindandi gagnvart umsækjanda og að krafa á hendur honum um
greiðslu verðbóta hafi verið lögmæt. 


Ef sú forsenda fær ekki staðist helst framkvæmd leiðréttingar óbreytt gagnvart umsækjanda en umsækjandi
samþykkir að leiðréttingarfjárhæð lækki og að ríkissjóður eignist endurkröfu hans á lánveitanda sem nemur lækkuninni að því marki sem
leiðréttingarfjárhæð hefur verið ráðstafað samkvæmt 11. og/eða 12. gr. laga nr. 35/2014. 


Umsækjandi samþykkir jafnframt að endurkröfuréttur
hans skerðist sem nemur fjárhæð þeirrar endurkröfu sem ríkissjóður eignast á hendur lánveitanda samanber 2. málslið. Að öðru leyti helst
endurkröfuréttur umsækjanda gagnvart lánveitanda óraskaður. 


Um þann hluta leiðréttingar sem ráðstafað hefur verið samkvæmt 12. gr. laga nr.
35/2014 fer með sama hætti. Sjá nánar 9. gr. reglugerðar nr. 698/2014. 

Chaos | 23. mar. '15, kl: 21:52:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér segir sem sagt að forsenda LEIÐRÉTTINGARINNAR sé sú að verðtryggingin sé lögleg og skuldbindandi gagnvart lántaka. 


Ef sú forsenda er röng - þ.e. ef verðtryggingin er ólögmæt - þá samþykkir umsækjandi að leiðréttingafjárhæðin lækki og að ríkið eignist endurkröfurétt á lántaka sem nemur því sem hann fær frá því.  


Að öðru leyti helst endurkröfuréttur umsækjanda gagnvart lánveitanda óraskaður. 



Chaos | 23. mar. '15, kl: 21:55:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tek það fram að ég er mjög þreytt og þarf að einbeita mér til þess að sjá skjáinn ekki tvöfalt! Er að klára vinnudaginn. :)


En í stuttu máli þá er það eina sem umsækjandi sýnist mér staðfesta með þessu er að ríkið geti rukkað lántakann um þá fjárhæð sem það greiddi, og því minnkar endurkröfuréttur umsækjanda sem því nemur. 

Chaos | 23. mar. '15, kl: 21:59:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég mæli því með því að þið samþykkið leiðréttinguna fyrir miðnætti í kvöld! Ef þið eruð ekki búin að virkja skilríkin mæli ég með því að þið sækið um undanþágu, ef það er enn hægt...

AyoTech | 24. mar. '15, kl: 10:32:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að ef verðtryggingin verður dæmd ólögleg þá fá þeir sem ekki samþykktu leiðréttingu leiðréttingu en hinir hafa kastað rétti sínum frá? Er það rétt?

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

Hula | 24. mar. '15, kl: 11:13:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég skil þetta rétt þá er eingöngu fyrirvari um það að ef verðtryggingin verður dæmd ólögleg og þú átt þá kröfu á bankann á leiðréttingu vegna þess þá á ríkið réttinn vegna þess hluta lánsins sem ríkið greiðir.

Hula | 24. mar. '15, kl: 11:24:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil ekki einusinni sjálfa mig.  Ætla að reyna að umorða þetta. 


Ef þú samþykktir leiðréttinguna núna þá er láninu skipt upp í tvö hluta og ríkið greiðir leiðréttingarhluta lánsins.  Ef verðtryggng verður seinna dæmd ólögleg þá átt þú kröfu á bankann vegna þíns hluta lánsins en ríkið vegna síns hluta.

AyoTech | 24. mar. '15, kl: 13:20:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, en ef ég er með lán frá íbúðalánasjóði á ég þá kröfu á þá?

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

Hula | 24. mar. '15, kl: 18:37:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef verðtryggingin yrði dæmd ólögleg þá væntanlega já.  Þá væri íbúðalánasjóður búin að láta þig borga ólöglega verðtryggingu og þú ættir kröfu á þá.  Ef verðtryggigin yrði dæmd ólögmæt þá færu örugglega ótal mál fyrir dóm og allskonar endurútreikningar af stað.

AyoTech | 25. mar. '15, kl: 12:01:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir svarið. Hver er munurinn á ólögleg og ólögmæt?

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

Hula | 26. mar. '15, kl: 13:05:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

enginn munur

Grjona | 23. mar. '15, kl: 21:55:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Yxna belja | 23. mar. '15, kl: 21:52:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0





"Leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána samkvæmt lögum nr. 35/2014 er reist á þeirri forsendu að verðtrygging þeirra skuldbindinga, sem geta verið andlag leiðréttingar samkvæmt 3. gr. laganna, hafi verið skuldbindandi gagnvart umsækjanda og að krafa á hendur honum um greiðslu verðbóta hafi verið lögmæt. Ef sú forsenda fær ekki staðist helst framkvæmd leiðréttingar óbreytt gagnvart umsækjanda en umsækjandi samþykkir að leiðréttingarfjárhæð lækki og að ríkissjóður eignist endurkröfu hans á lánveitanda sem nemur lækkuninni að því marki sem leiðréttingarfjárhæð hefur verið ráðstafað samkvæmt 11. og/eða 12. gr. laga nr. 35/2014. Umsækjandi samþykkir jafnframt að endurkröfuréttur hans skerðist sem nemur fjárhæð þeirrar endurkröfu sem ríkissjóður eignast á hendur lánveitanda samanber 2. málslið. Að öðru leyti helst endurkröfuréttur umsækjanda gagnvart lánveitanda óraskaður. Um þann hluta leiðréttingar sem ráðstafað hefur verið samkvæmt 12. gr. laga nr. 35/2014 fer með sama hætti. Sjá nánar 9. gr. reglugerðar nr. 698/2014. "


_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

AyoTech | 24. mar. '15, kl: 14:59:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það rétt skilið hjá mér úr þessu að ef verðtryggingin verði dæmd ólögleg að þá fer sá hluti sem er bættur til ríkisins í stað lántakanda ef hann hefur samþykkt leiðréttinguna? Er það rétt?

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

Yxna belja | 24. mar. '15, kl: 21:46:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, en bara sú upphæð sem leiðréttingin hljóðar uppá.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

AyoTech | 25. mar. '15, kl: 12:03:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, það er gott að maður sé ekki búin að fyrirgera rétti sínum ef leiðréttingin yrði dæmd ólögleg.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

tjúa | 23. mar. '15, kl: 21:43:04 | Svara | Er.is | 0

ég þótti of flókin og er ekki komin með niðurstöðu. 

Yxna belja | 23. mar. '15, kl: 21:55:12 | Svara | Er.is | 2

Hvernig komust þið að þeirri niðurstöðu?

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Gunnýkr | 23. mar. '15, kl: 22:09:47 | Svara | Er.is | 0

nei atti ekki rétt á þessu. 
Kallinn var með lögheimili úti og er skrifaður fyrir öllum lánum :/

12stock | 24. mar. '15, kl: 08:47:50 | Svara | Er.is | 4

Afhverju haldið þið að verðtryggingin sé ólögleg?

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

icegirl73 | 24. mar. '15, kl: 08:49:15 | Svara | Er.is | 0

Neibb erum á leigumarkaðinum svo engin leiðrétting fyrir okkur.

Strákamamma á Norðurlandi

12stock | 24. mar. '15, kl: 09:03:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þið eruð bara ekki „heimilin í landinu“.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

icegirl73 | 24. mar. '15, kl: 09:11:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú jú við erum bara "óhreinu börnin hennar Evu" :) og getum bara étið það sem úti frýs.

Strákamamma á Norðurlandi

12stock | 24. mar. '15, kl: 09:29:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Akkúrat.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Krabbadís | 24. mar. '15, kl: 10:12:39 | Svara | Er.is | 0

Nei, er ekki búin að fá svar.

gudgg | 24. mar. '15, kl: 13:08:38 | Svara | Er.is | 0

Það er ekki búið að reikna mig út enþá

Bakasana | 24. mar. '15, kl: 15:37:10 | Svara | Er.is | 0

Samþykkti með semingi. Mig munar um þessa miljón sem vil fengum, en þetta er eftir sem áður ósanngjörn aðgerð. En mér dettur ekki eitt augnablik í hug að samþykkja eða hafna á þeim forsendum að ég geti grætt meira með því að bíða eftir að kannski verði verðtryggin einhvern tíman dæmd ólögleg afturvirkt og farið verði í annars konar almenna "leiðréttingu". 

Glosbe | 24. mar. '15, kl: 18:49:13 | Svara | Er.is | 0

Ég gat ekki samþykkt, ég bara gat það ekki. Það hefði munað um lækkunina á láninu en ég gat ekki samþykkt. Þetta er svo rangt.
Ömurlegt að stjórnvöld setji mann í svona fáránlega stöðu.

AyoTech | 25. mar. '15, kl: 12:04:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er einmitt mjög fáránleg staða, virkilega óhugnanlegt hvernig stjórnvöld notuðu þetta sem eitthvað vinsældartæki.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

Kammó | 24. mar. '15, kl: 18:57:06 | Svara | Er.is | 0

Þið ættuð samt ekki að tapa er það? Ríkið tæki aldrei meira til sín en það sem leiðréttingunni nemur er það?
Ég myndi samþykkja.

ansapansa | 24. mar. '15, kl: 21:46:34 | Svara | Er.is | 0

Nei, er mjög ósátt við útkomuna.

----------------------------------------------------
Ég á skilið Thule
....verst að ég drekk hann ekki :/

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Síða 8 af 48018 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Guddie, Kristler, Bland.is, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien