lús sem fer ekki

baun14 | 29. jan. '15, kl: 09:14:17 | 480 | Svara | Er.is | 0

Ég er í mestu vandræðum. Það kom lús í öll börnin mín fyrir 5 dögum. Gerðum eins og átti að gera. þrifum öll rúmföt, húfur, yfirhafnir og allt. Settum lúsaeyðandi efni í hárið samkvæmt leiðbeiningum, kembdum og pössuðum allt. Svo tveimur dögum síðar er hringt frá leikstkólanum og þá er ennþá nit í harinu á annarri stelpunni en lifandi lús í eldri stelpunni. Við settum aftur lúsaeyðandi efni í hárið skv leiðbeiningum og kembdum. Héldum að nú hlyti allt að vera búið. Vil taka fram að við höfum líka verið að kemba okkur og elsta barninu sem er í skóla. Gott og vel. En í dag fimm dögumsíðar var enn á ný hringt úr leikskólanum og eldri stelpan aftur með lifandi lús. Þetta er virkilega farið að fara með geðheilsuna okkar. Þetta bara virðist ekki fara. Við erum búin að vera í hálfgerðu panikki og búin að þrífa utan af sófunum öllum tvisvar og eruma ð fara að gera það í þriðja sinn á eftir. Við gerum allt rétt. ERum meira að segja búin að kaupa rafmagnskamb sem við notum líka. Ég ætla að nota sléttujárn á hárið á stelpunum á eftir, bara af því að ég er að verða geðveik á þessu. Líf okkar er nánast í gíslingu út af þessu ógeði og ég get ekki fókusað á neitt annað, ekki skólann né neitt og ég er með algjöra paranoju og er stanslaust að ímynda mér kláða í hausnum á mér þrátt fyrir að ég hafi aldrei fundið neitt hjá mér. setti reyndar lúsaeyðandi efni í mig líka því mér fannst ég sjá eitthvað sem líktist nitum, en ég var ekki viss. Það var fyrir þremur dögum. Við frystum alltaf kambana og sjóðum hárbursta og teygjur. Frystum húfur og buff á næturna sem á að duga en þetta virðist vera sérslega þrálátt.
Það er algjör lúsafaraldur á leikskólanum og örugglega helmingurinn af börnunum á deildinni hjá eldri stelpuni hefur greinst með lús og þau eru látin vera með buff.
Einhver sem hefur einhver betri ráð hvernig við eigum endanlega að losna við þennan viðbjóð?

 

Felis | 29. jan. '15, kl: 14:29:20 | Svara | Er.is | 2

nota hedrin, kemba. Það drepur ekki nitin og því þarf að nota það aftur eftir 7-10 daga minnir mig (það stendur á umbúðunum) en það er sá tími sem tekur lúsina að skríða úr nitinu. 


Ef þetta eru fullorðnar lýs (og jafnvel þó að þær séu ungar) sem eru að finnast í börnunum þínum þá eru allar líkur á að um endursmit sé að ræða, sem getur þá komið frá leikfélögum eða ættingjum. Gæti verið að þið, fullorðna fólkið, á heimilinu séuð með lús? Btw. ég myndi giska að krakkarnir á leikskólanum séu bara að smita hvort annað fram og aftur. 


Eins þessa daga á milli þess sem að lúsaeitrið er notað þá er gott að börnin fái að vera með buff. Þá eru þau ekkert að fá endursmit og þá líka eru þau ekkert að smita aðra með ungunum (sem koma óhjákvæmilega úr nitunum á þessum tíma). Eins að kemba, kemba, kemba. 


Þú þarf ekkert að vera fanatísk og frysta húfur og eitthvað. Lús lifir bara í örfáar mínútur ef hún er ekki í hári. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

baun14 | 29. jan. '15, kl: 14:56:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við höfum allavega ekki fundið í okkur foreldrunum, erum að kemba okkur tvisvar á dag líka. Við notuðum meira að segja líka lúsaeyðandi efni á okkur, þrátt fyrir að ég viti að það á bara að nota það ef það finnst lús. Var bara í svo miklu panikki. Konan í apotekinu giskaði á að mjög líklega væri um endursmit að ræða. Ef um það er að ræða þýðir það að einhverjir foreldrar eru ekki að fylgja reglunum um kembingu sem er ekkert smá pirrandi. En mér finnst samt skrítið að á lúsameðalinu, höfum notað bæði Hedrin og Licerin stendur að það eigi að drepa nitin líka. Stendur ekkert um heldur að það eigi að setja það aftur í hárið eftir einhverja daga sem mér finnst líka frekar skrítið.
Við höfum stelpurnar með buff allan daginn. Sú yngri sem ekki hefur fundist neitt í síðan fyrir fimm dögum er þó mjög óþekk að vera með það á hausnum.

Felis | 29. jan. '15, kl: 15:00:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nú - ef það er svoleiðis þá hefur hedrin breyst á seinustu 2-3 árum 


anyway þetta er örugglega endursmit því að lúsin getur ekki myndað þol gegn hedrini 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

baun14 | 29. jan. '15, kl: 15:03:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur verið að það sé búið að breytast eitthvað. Ég man allavega eftir þegar yngri systkini mín fengu lús þá þurfti að setja aftur í eftir viku ca.

muu123 | 30. jan. '15, kl: 17:59:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fjölskyldan min lenti i svona veseni um daginn og þá var sagt að þvo aftur eftir 10 daga til að passa að allt sé dautt 

HollyMolly | 30. jan. '15, kl: 00:22:16 | Svara | Er.is | 0

Prufaðu að nota sléttujárnið og maka allt hárið í majonesi og ekki spara það, setja svo einhverja hettu eða eitthvað yfir hausinn og leyfa því að vera yfir nótt, þvo svo hárið með lúsasjampói daginn eftir. Lýsnar kafna og þetta svínvirkaði hjá einni sem ég þekki. Svo bara þvo allt, þrífa, sótthreinsa og frysta á meðan majonesið er í hárinu á börnunum.

♥ 15.6.11 fríkkaði heimurinn um 100% ♥
♥ Enn meiri fegurð bætist við í júní 2016 - 35v+ ♥

eb84 | 30. jan. '15, kl: 12:52:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

við erum einmitt lika í vandræðm nema við erum bara búnar að setja einu sinni lúsasjampó í stelpurnar ætlum að nota hárþurrku eða sléttujárn í kvöld og setja aftur í allavega 2 stelpur á morgun þo það sé ekki komin vika síðan seinast en sáum eina litla lifandi í hári annarrar og önnur er með mikið af nitum :/ erum orðin vel þreytt á þessu

everything is doable | 31. jan. '15, kl: 12:30:30 | Svara | Er.is | 0

Ég veit ekki hvort þú hafir séð the office þættina en þar notuðu þeir majones, mér fannst þetta fráleitt þar til ég fór að spjalla við konurnar niðri í vinnu og þá er þetta gamallt trikk að setja vel af majones í hárið og býða í 2 tíma áður en það er skolað úr (kembir samt í gegnum hársvörðin fyrst) þetta á líka að virka með vaselíni, þetta á að vera betra en þessi lúsasjampó

holyoke | 1. feb. '15, kl: 00:21:13 | Svara | Er.is | 0

Eru börnin okkar í sama leikskóla? Fóru 6 börn heim útaf lús á deildinni hja minni en sem beeeetur fer er mín alveg laus við þetta. Ég hef reyndar alltaf verið rosalega paranojuð á lúsina eftir að eg fann tvær í hári á barni sem eg sá um og spreyja á morgnanna tee tree olíu blöndu í hárið á minni og greiði alltaf upp.
Öll börnin á leikskólanum með buff líka.

En einhvers staðar heyrði eg um svona rafmagnskamb sem drepur bæði lýs og nitina, er eitthvað til í því?

baun14 | 1. feb. '15, kl: 00:43:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég treysti rafmagnskambinum ekki alveg. Við eigum svoleiðis. Allir krakkarnir mínir greindust með lús fyrir viku síðan og fengu þá lúsameðferð með Hedrin. Tveimur dögum síðar greinist miðstelpan aftur með lús og fær aftur lúsameðferð. Tveimur dögum síðar enn og aftur. Notuðum þá Licerin í hana og panikkuðum og notuðum sjálf Licerin líka. Ég keypti rafmagnskamb og er búin að nota hann á yngstu stelpuna og strákinn minn (sem er í 2 bekk). Kamburinn gaf í skyn að hann væri lúsalaus og er búinn að gera það alla vikuna. Nema hvað í morgun nota ég venjulegan lúsakamb á hann og finn nokkrar lifandi lýs. Rafmagnskamburinn var því greinilega ekki að sinna hlutverki sínu. Við panikkuðum aftur í morgun og bárum aðra tegund af lúsasjampói í okkur öll. Þá meðferð á að endurtaka eftir viku. Sjitt hvað ég er orðinn geðveik á þessu. Við erum búin að þvo rúmföt, sængur og kodda milljón sinnum. Auk þess eru allar yfirhafnir, húfur og úlpur í frystikistunni frá því að krakkarnir koma heim úr skóla og leikskóla og þangað til morgunin eftir. Þetta er endalaust vesen.
Ég er að vona að þetta fari að taka enda því ég er orðin alveg desperate. Ég er búin að kaupa sjampó sem á að hafa fráhrindandi áhrif á lýs. Virkar sem fyrirbyggjandi vörn og ég er að spá í að byrja að setja það í okkur öll sömul meðan þessi ógnarlegi lúsafaraldur er í gangi. Það sem ég var bara að spá haldið þið að það sé í lagi að setja það í næstu daga, þrátt fyrir að seinni meðferðinni (sem á að vera eftir viku) með Paranix lúsasjampoi se ekki lokið eða á maður að bíða þangað til þeirri meðferð er lokið líka?
Ps. krakkarnir mínireru á leikskóla í Efra Breiðholti ef þú ert eitthvað að velta fyrir þér hvort það sé sami leikskóli :)

Ziha | 1. feb. '15, kl: 11:01:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vá... held að þú sért að panika aðeins of mikið... ef þú ert að kemba reglulega áttu ekki að finna neinar fullvaxta lýs, bara litlar og það tekur þær alveg viku eða meira að verða fullvaxta og verpa sjálfar...  bara um að gera að kemba aftur og aftur, það er aðallykillinn.  Aðalmálið er að ná þeim áður en þær verða fullvaxta.....   


Ég kembdi mínum bara annan hvern dag og það var feykinóg.... ég fann alveg lifandi lýs en þær voru bara pínupons, engar fullvaxta eftir að ég  setti sjampóið í hann.  Svo tók ég bara aðra umferð með sjampóinu þegar það átti að gera það og fann að mig minnir engar eftir það.... en kembdi samt áfram annan hvern dag í hálfan mánuð eða svo.   


Í guðanna bænum ekki vera að ausa eitursjampói í ykkur non stop.. það er alveg nóg að halda sig við eina tegund........ bara kemba áfram svo þið getið tekið lýsnar þegar þær koma úr nitunum!  


Að vísu var minn með stutt hár svo þetta var ekki mjög flókið, örugglega erfiðara með stelpur með þykkt hár....... en það er það langt síðan að enginn krakki var með buff svo það var ekki að hjálpa.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

holyoke | 2. feb. '15, kl: 21:21:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já okei, gott að vita með rafmagnskambinn!
En nei erum ekki á sama leikskóla, mín er í hlíðunum. En hef heyrt að þetta sé að ganga í fleiri leikskólum og man nuna þegar eg vann á leikskóla sjálf þá var einmitt jan/feb mánuðirnir skelfilegir hvað þetta varðar. Ég hef 1X séð lús og þa var ég að vinna og ætlaði að flétta barni sem kom alltaf ógreitt í leikskólann. Lyfti bara einum lokki upp og það var allt morandi í lúsum! En sem betur fer eftir að hafa kempt öll börnin á deildinni sjálf þá var þetta eina barnið, foreldrarnir voru í alveg góðar 3 vikur að losna alveg við þetta.

musamamma | 1. feb. '15, kl: 10:48:56 | Svara | Er.is | 0

Lúsin skríður úr nitunum á hverjum degi svo það er eðlilegt að finna litlar lifandi lýs í rúmlega viku eftir að þú notar lúsasjampó. Þarft að kemba á hverjum degi og jafnvel handtýna nitin úr.


musamamma

HonkyTonk Woman | 4. feb. '15, kl: 16:28:33 | Svara | Er.is | 0

Þegar þú ert búin að setja lúsasjamóið og kemba og þurrka hárið prufaðu þá að nudda svolotlu ediki í hárið og  hafa fléttu og buff í hárinu alltaf þegar þær eru í skólanum. Lúsin þolir ekki lyktina af edikinu

spotta | 24. feb. '15, kl: 17:36:31 | Svara | Er.is | 0

Það kom lús hjá okkur í sumar, notaði hedrin once, stendur reyndar á því að 15 mínútur eigi að nægja en ég var ekki alveg að treysta því þar sem ég las það einhverstaðar að lúsin geti "haldið niðri í sér andanum" og því er nær ómögulegt að drekkja henni t.d. Ég amk panikkaði pínu og lét alla vera með þetta yfir nóttu. Varð ekki vör við lúsina aftur eftir það og margkemdi næstu tvær vikur á eftir :)

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

The definition of insanity is doing the same thing over and over and expecting different results. - Albert Einstein

api11 | 6. mar. '15, kl: 09:11:08 | Svara | Er.is | 0

Mæli með að halda áfram að kemba í alveg 2 vikur og gera eins og hinar segja. Nota svo krakkasjampó á börnin frá Volare það fælir lýs í burtu og þá vonandi smitast þau ekki aftur. Sjampóið er dýrt en svo þess virði en dugar líka lengi ;)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vantar odyrann hjólastól Prinsessan93 11.5.2024
Afmælisgjafir 13 og 15 ára BRAUT39 10.5.2024
Besta naglaþjölin og hvar fæst hún? Gunna stöng 10.5.2024
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 10.5.2024 | 10:05
Halla Hrund Sætúnið 3.5.2024 9.5.2024 | 16:50
Mjög hættulegur frambjóðandi ! Zjonni71 9.5.2024 9.5.2024 | 16:49
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.5.2024 | 09:16
Ökuskírteini Burgerman 8.5.2024
New York Ròs 18.4.2024 8.5.2024 | 07:17
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 8.5.2024 | 07:15
Halla Hrund??? Sætúnið 3.5.2024 7.5.2024 | 22:53
matvandur/matvondur villemo 6.3.2014 7.5.2024 | 14:09
Rjómasprautur tennisolnbogi 26.12.2015 7.5.2024 | 02:39
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 7.5.2024 | 02:34
Veisla-party-game Catalyst 23.10.2010 7.5.2024 | 00:12
Fríhöfnin nonnih 6.5.2024
Fun supermarket Laurakuhlman 6.5.2024
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 6.5.2024 | 07:11
Af hverju er ég svona mikill meistari? R2 D2 3.5.2024
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 3.5.2024 | 09:08
Nuddskóli Íslands í FÁ Superliving 30.4.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 30.4.2024 | 20:54
Alvarleg ógn sem engin vill ræða. Zjonni71 30.4.2024
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 30.4.2024 | 18:49
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 30.4.2024 | 18:35
Sjónin komaso 28.10.2008 28.4.2024 | 07:19
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
Síða 1 af 48838 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, annarut123, tinnzy123, Bland.is, paulobrien, Guddie, Paul O'Brien