Matareitrun

fishermansfriend | 3. jún. '07, kl: 20:25:36 | 1989 | Svara | Er.is | 0

Þið sem hafið fengið matareitrun í hvaða röð hafa einkennin komið hjá ykkur? Ég er búin að vera að skoða á netinu og finna fullt af upplýsingum, en ekki alveg svarið við spurningunni minni.

Ég fór á útimarkað í dag og fékk mér að borða þar. Svo c.a. 2 tímum eftir að ég kom heim byrjaði rosalegt garnagaul sem að er að aukast og ég er búin að sitja á klósettinu með alveg pípandi síðan. Ég hélt fyrst að þetta væri vegna þess að ég er að taka pensilín, en þetta er ekkert að stoppa.

Getur verið að matareitrun byrji sem brjálaður niðurgangur áður en það koma verkir?

 

________________________________________________________________

Komin á klakann!

fishermansfriend | 3. jún. '07, kl: 21:03:27 | Svara | Er.is | 0

Veit enginn :( ?

________________________________________________________________

Komin á klakann!

Mae West | 3. jún. '07, kl: 21:05:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar er möguleiki að það tengist pensillíninnu og enn meiri ef þú getur séð fyrir þér að þú hafi innbyrt einhverjar mjólkurvörur.

Annars mæli ég með lækni, veit ekkert.

Dama | 3. jún. '07, kl: 21:07:08 | Svara | Er.is | 0

Ég byrjaði með gubbuna, svo kom niðurgangur með magaverkjum sem bara ágerðust. En það var mikið lengri tími en 2 tímar áður en einkennin komu, alveg 13-14 tímar...

bouanba | 3. jún. '07, kl: 21:10:16 | Svara | Er.is | 1

ég fékk mjög slæma matareitrun einu sinni og það byrjaði sem slappleiki síðan ælandi og loks niðurgangur og ég hélt engu í maganum í 7-8 daga. Ekki einu sinni vatni.

Ég líka léttist um 10 kíló á þessari viku.

En drífðu þig til læknis áður en þetta versnar

-----------------------------------
Vantar bókina Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur

molinnn | 3. jún. '07, kl: 21:17:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég væri samt ekkert á móti því að missi 10kg!!

Steel Magnolia | 3. jún. '07, kl: 21:20:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Matareitrun sem slík er þannig að þú ælir heiftarlega upp matnum.
En þá erum við líka að tala um fljótlega eftir að þú borðaðir matinn.

Önnur "einkenni" matareitrunar eða óþols eru niðurgangur en þá er lengra en 2 klst frá þeirri máltíð sem olli niðurgangnum.

Það tekur jú magann 3-4 klst að melta matinn og svo fer hann niður pípurnar.
Svo ég tek undir það að þetta snýr að pensilíninu sem þú ert að taka, enda fer það hryllilega með allt meltingarkerfið (candida og fleirra vesen.)

SM

"There are times when to be reasonable is to be cowardly." -- Marie von
Ebner-Eschenbach

fishermansfriend | 3. jún. '07, kl: 21:27:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, takk fyrir svarið, já og hinir líka.

Ég er ekkert búin að æla, svo að þetta er líklega bara pensilínið. En læt kíkja á þetta ef þetta skánar ekki.

En má ég spurja hvað candida er?

________________________________________________________________

Komin á klakann!

bouanba | 3. jún. '07, kl: 22:41:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en trúðu mér þau komu liggur við hraðar til baka en þau fóru

-----------------------------------
Vantar bókina Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur

fishermansfriend | 3. jún. '07, kl: 21:19:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úfff... vona að þetta verði ekki það slæmt hjá mér. Ég er nú aðallega bara að stressa mig yfir þessu þar sem að ég er að fara að verja lokaverkefnið mitt munnlega á þriðjudaginn :s

Mig langaði bara svona að forvitnast um hvort að það væri séns að þetta væri matareitrun, eða ég væri bara að stressa mig. Ég kíki til læknis á morgun ef að þetta heldur svona áfram. Ég er núna búin að sitja á klósettinu í 5 klukkutíma, og það líða varla 2 mínútur á milli þess sem ég fer.

Góði punkturinn væri hins vegar sá að ég er með nokku aukakíló sem mættu alveg hverfa :)

________________________________________________________________

Komin á klakann!

Steel Magnolia | 3. jún. '07, kl: 21:34:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Candida er sveppasýking, oft talað um varðandi leggöngin.
Staðbundin.

En getur líka verið um allan líkaman, t.d sveppasýking í nöglum, hvít skán á tungu ofl.

SM

"There are times when to be reasonable is to be cowardly." -- Marie von
Ebner-Eschenbach

KitchenGuardian | 3. jún. '07, kl: 21:37:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er náttúrulega ömurlegt að fá sér að borða og verða síðan veikur af gumsinu.

Lýsingin m.v. þessi einkenni (kemur snöggt, kviðverkir og síðan niðurgangur) bendir til matareitrunar vegna saurkólígerla eða jafnvel salmonellu, en í guðanna bænum hafðu samband við lækni og láttu kíkja á þig strax

fishermansfriend | 3. jún. '07, kl: 21:41:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þetta var djúsí og góður hamborgari, en kannski ekki alveg þess virði ef að þetta er eitrun.

Ég kemst ekki til læknis fyrr en í fyrramálið án þess að panta sjúkrabíl, því miður. En áhyggjurnar hjá mér eru að aukast þar sem að það kemur bara vatn og slím núna, enginn litur :s

________________________________________________________________

Komin á klakann!

sero | 3. jún. '07, kl: 21:42:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Saurkólí og Salmonella er matarsýking ekki eitrun og það tekur lengri tíma að einkenni slíkra sýkinga komi fram.

kv. Sero

KitchenGuardian | 3. jún. '07, kl: 21:55:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://www.doktor.is/Article.aspx?greinid=3389

# Hvað ber að gera ef einkenni koma fram sem benda til matarsýkingar eða matareitrunar

Ef um alvarleg einkenni er að ræða ber að leita læknis. Afar brýnt er að saursýni sé sent til ræktunar svo hægt sé að greina orsök sýkingarinnar. Yfirleitt er ekki talið nauðsynlegt gefa sýklalyf ef sýking veldur ekki svæsnum einkennum. Ef einkenni eru alvarleg og talin er hætta á að sýklarnir hafi komist út í blóðrásina er hins vegar mikilvægt að bregðast skjótt við og gefa sýklalyf. Almennrar stuðningsmeðferðar kann að vera þörf,svo sem að bæta vökvatap, en það er sérstaklega mikilvægt þegar um ung börn og aldraða er að ræða. Einkennalausir smitberar geta borið salmonellasýkla í hægðum vikum, mánuðum eða jafnvel árum saman. Smitberar mega ekki vinna við matvælaframleiðslu vegna hættu á að sýklarnir berist í matvæli. Smitberarnir eru að öðru leyti ekki hættulegir umhverfi sínu. Eftir salmonellasýkingu er mikilvægt að fylgjast vel með smitberaástandi.

Sjúkdómsgreiningin er staðfest með saurræktun og eru slíkar ræktanir gerðar á Sýklafræðideild Landspítalans. Engin bólusetning er til sem að gagni má koma gegn matarsýkingum annarri en taugaveiki (8), en hennar hefur ekki orðið vart hér á landi síðustu áratugina. Rétt er að hafa taugaveiki í huga varðandi ferðalög til hitabeltislanda og er þá oft ástæða til bólusetningar.

Meðferð vegna alvarlegra matareitrana er að jafnaði almenn stuðningsmeðferð og í sumum tilvikum sérhæfð meðferð vegna t.d. bótúlisma.

Hafi sá sem hefur veikst,grun um hvar hann hafi sýkst eða hvaða matur eða drykkur hafi valdið sýkingunni er brýnt að tilkynna viðkomandi heilbrigðiseftirliti um sýkinguna og geyma matarleifar ef þær eru tiltækar svo rannsaka megi uppruna hennar.

sero | 3. jún. '07, kl: 21:41:17 | Svara | Er.is | 0

Þetta gæti verið veirusýking, hún getur komið fram mjög brátt og þarf lítið til að sýkjast. Það tekur mun lengri tíma fyrir einkenni bakteríusýkinga að koma fram.
Óþarfi að fara til læknis nema þú sért farin að finna fyrir vökvatapi, því miður er ekkert hægt að gera við veirusýkingum. Passaðu þig bara á að drekka nógan vökva.

kv. sero

KitchenGuardian | 3. jún. '07, kl: 22:29:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

einkenni koma mishratt fram eftir tegundum matarsýkingar-/eitrunarörvera; heimildum ber ekki alveg saman um tímalengd, en punkurinn hjá mér er sá að nauðsynlegt er að hafa varann á - matareitranir/sýkingar ERU ALVARLEGT MÁL

Sally Ann Thunder Ann Whirlwind | 3. jún. '07, kl: 22:37:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er sjálf með matareitrun as we speak. Veiktist úti á Spáni. Ég fékk einkenni eins og ógleði og óþægindi í maga sem síðan jukust og fékk svo hita, hausverk og hrikalega beinverki og endaði með óráði og upp og niðurgangi.
Það hættulegasta er að þetta sé salmónella, ég fékk sem betur fer bráðamatareitrun þar sem það versta gengur yfir á 1-2 sólarhringum.


________________________________
Ég stenst allt nema freistingar...

*Já, ég geri fljótfærnisvillur...big deal!*

KitchenGuardian | 3. jún. '07, kl: 22:42:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú getur verið það sem kallað er "heilbrigður smitberi", þ.e. verið með gerilinn í iðrum, en einkennalaus. Ættir að láta fylgjast með þér, eins og ráðlagt er af heilbrigiðisyfirvöldum hér.

ErlingurBLEr | 3. jún. '07, kl: 23:00:38 | Svara | Er.is | 0

Ég fékk einu sinni matareitrun. Keypti pitsutilboð af ónefndum pitsustað hérna í Reykjavík.
Byrjaði með magaverkjum, síðan kom bara vökvi þegar ég fór á klósettið. Svo gubbaði ég lifrum og lungum. Hélt engu niðri í c.a 2-3 daga. Grenntist líka um 10-12 kíló. Hey, þegar mér batnaði fór ég með restina af pitsunni í greiningu niðrí heilbrigðiseftirliti. Ég var búinn að fara á staðinn áður og lýsa reynslu minni en fékk bara skítkast og skammir. Ég fékk síðan staðfest hjá heilbrigðiseftirlitinu að um matareitrun hefði verið að ræða. Einhver baktería hefði fundist. Líkleg skýring að sá sem var að búa til matinn hefði ekki sprittað á sér hendurnar og þvegið þær heldur farið beint í matinn frá því að afgreiða eða verið á klósettinu eða eitthvað.

Man líka eftir matareitrun frá öðrum stað. 2 veiktust í einu með nákvæmlega sömu einkenni. Fengum bætur frá staðnum og ekkert meira vesen þar.

Ég nafngreini ekki fyrri staðinn. Þýðir ekki einu sinni að reyna að biðja mig um það.

Kv.
Tryggvi

P.S ábending! þegar þú ert að kaupa skyndibita á hvaða skyndibitastað sem er haltu þig við viðurkennda staði sem vinna eftir ákveðnum staðli með hreinlæti og þjónustu að gera.
T.d american style, rugby, dominos, mc donalds o.sfrv. EKKI kaupa skyndibita úr sjoppum nema vera viss um að sá sem afgreiði þig spritti sig og noti hanska. Sorry, ég veit að ég hljóma móðursýkislega en þetta er bara staðreynd. Matareitranir á Íslandi og víðar í heiminum má oftast rekja til lélegs hreinlætis og ófaglegra vinnubragða við undirbúning matarins.

KitchenGuardian | 3. jún. '07, kl: 23:09:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

léttist um 10-12 kíló, þetta hljómar eins og úr hryllingsmynd eftir Stephen King - þú hefur verið orðinn ansi tekinn.

já sjálfur fer ég svona út í skyndibita á svona "þekktari" staði - borða ekki hvar sem er

fishermansfriend | 3. jún. '07, kl: 23:20:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, maður hefur heyrt ýmsar sögur.

Ég hélt að ég yrði ekki eldri þegar ég fór með kunningja mínum út um daginn og við fórum á klósettið. Þegar hún var búin kallaði hún yfir að klósettið til mín að hún nennti ekki að þrífa á sér hendurnar eftir klósettferðina, þar sem það væru hvort sem er fleiri sýklar í munninum á þér heldur en í klofinu á þér. Viðbjóður. Maður veit aldrei hvað fólk hugsar!

Það eru líka ótrúlega margir sem taka við peningum og fara svo beint í matargerð. Eins og það er mikið af sýklum á peningum.

Ég er ekki á Íslandi. Við vorum rosalega svangar vinkonurnar og ákváðum að fá okkur að borða í söluvagni á útimarkaðinum sem við vorum á. Þær fengu sér pulsu og franskar, en ég hamborgara. Þær eru ekki veikar núna. Það voru lang flestir að kaupa sér hammara þarna, svo að ég held að það séu frekar margir veikir núna ef að þetta er eitrun. Það voru mörg þúsund manns á staðnum.

En ég er því miður ekkert að skána núna :(

________________________________________________________________

Komin á klakann!

susicome | 21. nóv. '23, kl: 00:42:27 | Svara | Er.is | 0

Af ömurlegri reynslu minni af alvarlegri salmonellueitrun þarftu að fara strax með saursýni á heilsugæslu.
Gangi þér vel, vonandi er þetta ekki alvarleg sýking.

tlaicegutti | 21. nóv. '23, kl: 11:21:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

2007 vs 2023

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Síða 7 af 56794 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Paul O'Brien, Duplex21, tinnzy123, annarut123, paulobrien, Bland.is, Guddie