Matarplan fyrir "áhugalausa" feitabollu

flækjustig | 9. ágú. '16, kl: 20:51:24 | 628 | Svara | Er.is | 0

Getið þið bent mér á hvar ég get nálgast idiot proof matarplan sem hentar einstaklingi sem er nokkrum (lesist allt of mörgum) kílóum of þung, matargikkur, áhugalítil um mat og algerlega með öllu hugmyndasnauð?

Pælingin er sem sagt að byrja að grenna sig.
Málið er að vegna veikinda minna get ég ekki stundað neina hreyfingu að ráði og þar með er öll brennsla úti.
Ég verð því að grenna mig án nokkurra æfinga.
Ég veit af fyrri reynslu að ég þegar ég verð léttari get ég hægt og rólega byrjað að stunda þjálfun og æfingar, en til að geta það verð ég að ná að létta mig svolítið fyrst.

Veit þetta hljómar ekki rökrétt, en svona er þetta bara.

Sem sagt, ég leita til ykkar eftir ráðleggingum um hvar ég finn svona matarplan.
Þetta matarplan verður að vera einfalt og auðvelt að fara eftir, ekkert svona ca dæmi.
Verð bara að fá svart á hvítu nákvæmlega hvað ég á að borða og klukkan hvað. Annars er ég næsta viss um að ég næ ekki að halda þetta út.

Herbalife hentar mér ekki því ég er klígjugjörn og þoli illa að vera sísvöng (sem er mín reynsla á herbanum)

Verið svo væn að láta allar ráðleggingar vera nema það sem ég bið um, því ég þekki víst ástand mitt best sjálf og hvað það er sem ég þarf á að halda. (auk þess sem læknar biðja mig um að láta æfingar að einhverju ráði vera þessa stundina)

Annars bara love all around

 

Kaffinörd | 9. ágú. '16, kl: 21:03:14 | Svara | Er.is | 1

Minnka matarskammta og t.d. fá sér einu sinni á diskinni í kvöldmatnum,henda út einföldum kolvetnum fyrir flókin kolvetni og trefjar. Sleppa nammi og gosi nema hámark smá 1x í viku,auka ávexti og grænmeti og ef þú borðar mikið brauð að skipta því alveg út fyrir hrökkbrauð,flatbrauð og hrískökur. Minnka neyslu á mjólkurvörum og neyta magra mjólkurvara. Drekka nóg vatni og ef þú verður mikið svöng milli aðalmáltíða dagsins að fá sér þá vatnsglas. 


Passa að kvöldmaturinn sé samansettur af 1/3 kjöt eða fiskur,1/3 flókin kolvetni og 1/3 grænmeti.

Kaffinörd | 9. ágú. '16, kl: 21:08:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ert mikill fíkill í einföld kolvetni getur verið gott að fara í algjört fráhald og sleppa sykri,hveiti og sterkju og þá er ekki gert ráð fyrir millimáli og allskonar fæðutegundir teknar út en þá þarf maður meðhöndlun frá samtökum sem aðstoða matarfíkla. 


Annars er nú langbest að hafa bara samband við MFM(Meðferðar og fræðslumiðstöð vegna matarfíknar og átraskana) áður en hafist er handa.

flækjustig | 9. ágú. '16, kl: 21:16:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að borða of lítið yfir daginn og of einhæft.
Borða oftast ekkert fyrr en í kvöldmatnum. En sú máltíð er yfirleitt ekkert mjög óholl. Fiskur, kjöt og bara venjulegur matur.
Nánast aldrei takeaway, en stundum franskar og sjollis með grillinu.

En eins og ég sagði, of sjaldan að borða og sæki í nammi á kvöldin.

Þarf idiot proof plan

Dalía 1979 | 11. ágú. '16, kl: 11:06:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Myndi byrja á því að sleppa namminu það getur tekið allt upp í 3 vikur að afeitra sig af sykrinum eins sleppa öllum sætum drykkjum ...það gæti verið töfralausninn á þinni yfir þyngd  eins ef þú borðar reglulega eins og morgunn mat og góðann hádegismat þá ferðu síður í sælgætið á kvöldinn..Prufaði þetta sjálf fyrir tveimur mánuðum stunda enga hreyfingu nema tengda vinnu og heimilinu enn sleppi öllu hvítu hveiti og sykri og hef misst þó nokkur kíló

flækjustig | 9. ágú. '16, kl: 21:12:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk :) En eins og ég sagði ég þarf að fá nákvæma uppskrift á hvað ég á að borða og hvenær.

Mitt vandamál er ekki að ég borði óhollan mat eða mikið af honum.
Ég borða sáralítinn mat en nokkuð hollan og venjulegan mat.
En ég er nammigrís en veit ég get alveg hætt því en það er ekki nóg.

Ég þarf idiot proof matarplan.

Þýðir ekkert fyrir mig að pæla í kolvetnum og bla bla bla - hef ekki vit né rænu á því hvað þá áhugann því miður.

Kaffinörd | 9. ágú. '16, kl: 21:20:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þá þarftu bara að leita þér hjálpar fagaðila myndi ég segja. En eitt veit ég og það er að það að borða lítið sem ekkert fyrri hluta dags og mikið seinnihluta dags er ekki gott.

Kaffinörd | 9. ágú. '16, kl: 21:21:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þú þarft  með aðstoð að læra að pæla í þessu og taka meðvitaðar ákvarðanir í mataræðinu annars mun þetta aldrei takast

flækjustig | 9. ágú. '16, kl: 21:24:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er það sem ég veit sjálf, en ég er með eindæmum lystarlaus á daginn.
Borða svo bara venjulegan skammt af kvöldmatnum. Engir ofurskammtar. Meira að segja borða ég oft mun minna en börnin mín sem eru 8 og 9 ára :O Maginn og allt kerfið auðvitað komið í fullkokmið ólag af svona bulli.

Mig vantar einmitt ráðleggingar hvar ég finn þessa fagaðila sem geta hjálpað mér að búa til svona matarplan til að koma mér af stað.

Kaffinörd | 9. ágú. '16, kl: 21:28:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er búinn að benda þér á einn aðila sem er Meðferðar og Fræðslumiðstöð vegna matarfíknar og átraskana

flækjustig | 9. ágú. '16, kl: 21:30:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit nú ekki hvort ég falli inn í þann hóp. Er hvorki með átröskun né matarfíkn.....

Er bara löt og áhugalaus og hugmyndasnauð í mataræðinu.

Kaffinörd | 9. ágú. '16, kl: 21:37:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er það ekki átröskun að getað ekki borðað á "eðlilegum" timum dags ?

flækjustig | 9. ágú. '16, kl: 21:41:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tjahh kannski er ég með brenglaða mynd af hvað átröskun er.

En alla vega, finn ekki þessa miðstöð á netinu. Ertu með link?

stjaki | 9. ágú. '16, kl: 21:43:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað með danska kúrinn? Er það ekki í gangi lengur?

Ég prófaði það einu sinni og það er mjög imba proof. En maður þarf að vigta allt og það getur verið soldið tímafrekt. En í því prógrammi eru alveg upplýsingar uppá gramm hvað þú átt að borða og svona. Og svo er vigtun reglulega svo þú getir fylgst með árangrinum.

flækjustig | 9. ágú. '16, kl: 21:49:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það gæti vel virkað fyrir mig ef einhver annar myndi vikta og taka saman það sem ég á að borða.

Eins og ég sagði - ógeðslega hugmyndasnauð og áhugalítil :/

stjaki | 9. ágú. '16, kl: 21:51:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já... Eða spurning um að gera matarplan fyrir nokkra daga í einu og þá allar máltíðar dagsins. Og svo bara harka af sér að fara eftir því. Það er víst enginn að fara lifa lífinu fyrir mann...

LaRose | 10. ágú. '16, kl: 07:43:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hvernig væri að reyna að koma sér upp örlitlum áhuga svo maður amk geti vigtað eigin mat?

alboa | 10. ágú. '16, kl: 15:58:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Sorry en heldurðu að þetta sé að fara gerast að sjálfu sér?

Þú gefur í skyn að þú borðir í raun ekkert en ert samt of þung. Annað hvort gerirðu þér ekki grein fyrir því sem þú borðar, með brenglaða líkamsímynd eða líkamsstarfssemin í klessu og þú brennir engu. Þú minnir mig samt á fólkið í þáttunum Secret Eaters sem er í bullandi afneitun á hvað það borðar í raun.

Ef þú nennir engu, gerist ekkert.

kv. alboa

flækjustig | 10. ágú. '16, kl: 16:45:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur reyndar fitnað á að borða of lítið. Þá fer líkamsstarfssemin í fokk og þú fitnar.
Og JÁ líkamsstarfssemin mín er í klessu og ég brenni litlu sem engu enda eru möguleikar
mínir á að stunda æfingar minni en engir akkurat núna.

Pælingin var að finna gott idiot proof matarplan til að koma mér af stað í mataræðinu, venja mig
á að borða reglulega og velja rétt og sleppa sælgætinu.

alboa | 10. ágú. '16, kl: 17:41:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Ef maður fitnaði af því að borða of lítið þá liti fólk með anorexíu töluvert öðruvísi út. Eftir að hafa svelt þig í einhvern tíma og svo byrjað að borða aftur þá geturðu fitnað. Þess vegna er fólki ráðlagt frá "jójó" kúrum og mataræði.

Ef líkamsstarfsemin þín er raunverulega í klessu þá þarftu að tala við lækni.

Það er ekkert svo "idiot proof" að þú þurfir ekki að gera neitt og hugsa neitt sjálf.

Það er alveg hægt að vera með líkamsstarfsemi í klessu (litla sem enga brennslu) en samt hafa stjórn á þyngdinni og hvað maður borðar. Það gerir það samt enginn nema þú. Það verður ekkert það idiot proof að þetta gerist að sjálfu sér.

kv. alboa

alboa | 10. ágú. '16, kl: 17:41:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef maður fitnaði af því að borða of lítið þá liti fólk með anorexíu töluvert öðruvísi út. Eftir að hafa svelt þig í einhvern tíma og svo byrjað að borða aftur þá geturðu fitnað. Þess vegna er fólki ráðlagt frá "jójó" kúrum og mataræði.

Ef líkamsstarfsemin þín er raunverulega í klessu þá þarftu að tala við lækni.

Það er ekkert svo "idiot proof" að þú þurfir ekki að gera neitt og hugsa neitt sjálf.

Það er alveg hægt að vera með líkamsstarfsemi í klessu (litla sem enga brennslu) en samt hafa stjórn á þyngdinni og hvað maður borðar. Það gerir það samt enginn nema þú. Það verður ekkert það idiot proof að þetta gerist að sjálfu sér.

kv. alboa

alboa | 10. ágú. '16, kl: 17:41:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef maður fitnaði af því að borða of lítið þá liti fólk með anorexíu töluvert öðruvísi út. Eftir að hafa svelt þig í einhvern tíma og svo byrjað að borða aftur þá geturðu fitnað. Þess vegna er fólki ráðlagt frá "jójó" kúrum og mataræði.

Ef líkamsstarfsemin þín er raunverulega í klessu þá þarftu að tala við lækni.

Það er ekkert svo "idiot proof" að þú þurfir ekki að gera neitt og hugsa neitt sjálf.

Það er alveg hægt að vera með líkamsstarfsemi í klessu (litla sem enga brennslu) en samt hafa stjórn á þyngdinni og hvað maður borðar. Það gerir það samt enginn nema þú. Það verður ekkert það idiot proof að þetta gerist að sjálfu sér.

kv. alboa

sigmabeta | 10. ágú. '16, kl: 19:50:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi byrja á að hætta, eða a.m.k minnka stórlega nammið og fá svo skothelt matarplan hjá næringarfræðingi

Mukarukaka | 9. ágú. '16, kl: 21:53:51 | Svara | Er.is | 1

GSA gæti verið eitthvað fyrir þig? Það er mjög nákvæmt hvað má borða og hvað ekki og mikill stuðningur. Ég þekki 3 sem hafa náð miklum árangri með þeim.

_________________________________________

hangikjöt | 9. ágú. '16, kl: 22:58:48 | Svara | Er.is | 0

hefðir þú tök á að fara á Reykjalund ef læknir myndi sækja um það fyrir þig.

flækjustig | 10. ágú. '16, kl: 09:16:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei er ekki á landinu enn sem komið er

hangikjöt | 10. ágú. '16, kl: 09:28:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru ábyggilega til einhverjir staðir eins og Reykjalundur þar sem þú býrð, en auðvitað getur verið að það kosti fullt af peningum.

En eitthvað er til að matarráðgjöfum á netinu, sem senda þér dagbók sem þú átt að skrifa í það sem þú borðar.

Ég hef séð fullt af fólki ná flottum árangri með hjálp GSA þar er maður í daglegum samskiptum við sponsera.

Ég sjálf hef ekki prófað neitt af þessu, en langar að fá kjarkinn til að prófa þetta.

Gangi þér vel og vonandi finnur þú leið sem hentar þér

noneofyourbusiness | 10. ágú. '16, kl: 00:25:31 | Svara | Er.is | 0

Ég fékk fínt matarplan á Nýtt líf námskeiði hjá Reebok á sínum tíma, hefur reynst mér vel. Þar er uppgefið magn og svoleiðis.

Mae West | 10. ágú. '16, kl: 06:09:16 | Svara | Er.is | 1

Ein sem ég er að vinna með er áskrifandi að þessu. Hún talar rosalega vel um þetta og er stundum að segja frá skemmtilegum hugmyndum sem fylgja þessum uppskritum sem hún er að fara eftir tengt þessu. 

https://eldumrett.is/

Kaffinörd | 10. ágú. '16, kl: 08:59:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er fyrir a.m.k. 3-4 í heimili

Mae West | 10. ágú. '16, kl: 19:36:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hún er einstæðingur þessi sem ég er að tala um. Minnir að hún hafi sagt að hún kaupi 3 máltíðir fyrir tvo fyrir vikuna,  það dugi henni svo einn skammtur fyrir tvo í tvær máltíðir.  

Man þetta ekki alveg nkl, man einmitt að hún var að tala um þessa skammta líka og hvernig þetta er alveg hægt fyrir bara hana eina. Aukreitis við matarpakkana er reyndar frír heitur matur í vinnunni hjá okkur (vaktavinna). 

ræma | 11. ágú. '16, kl: 14:09:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei það er ekki rétt það er hægt að fá fyrir 2 og ég bý ein og hef keypt svona og þetta er ótrúlega hagstætt fyrir eina manneskju að þurfa ekki að kaupa fullt af hráefnum í eina uppskrift sem svo nýtast ekki í meira. Mjög hollt og gott og endist mér í ca 5 daga.

Brindisi | 10. ágú. '16, kl: 09:15:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þetta er svo dýrt

Snobbhænan | 10. ágú. '16, kl: 15:36:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Finnst þér það?  Ég kaupi e-n pakka á 9 þús á viku sem nægir sem kvöldmatur í 3 kvöld  f mig og 3 börn (þar af 2 unglingar).  Mér finnst það ekkert sérlega dýrt. 

ræma | 11. ágú. '16, kl: 14:11:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er alls ekki dýrt miðað við hvað kostar að kaupa öll hráefni í eina uppskrift td en þarna ertu að fá 3 ólíkar máltíðir fyrir 2 eða fleiri.

Brindisi | 11. ágú. '16, kl: 14:13:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mér finnst þetta bara víst dýrt

sjomadurinn | 10. ágú. '16, kl: 08:12:07 | Svara | Er.is | 0

Haltu bara áfram að éta eins og svín,  það er það eina sem þú hefur "áhuga" á.

Brindisi | 10. ágú. '16, kl: 08:39:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún talar reyndar um að borða lítið

sjomadurinn | 10. ágú. '16, kl: 08:54:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Klassísk afneitun og sjálfsblekking feitabollunnar.

flækjustig | 10. ágú. '16, kl: 09:17:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vá takk fyrir stuðninginn.

sjomadurinn
flækjustig | 10. ágú. '16, kl: 16:47:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dísös þú átt bágt.
Ef þetta fer svona í taugarnar á þér skaltu bara gleyma mér ;)

adaptor
flækjustig | 10. ágú. '16, kl: 09:17:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Engin græðgi hér nema þá kannski í smá gotterí

Snobbhænan | 10. ágú. '16, kl: 15:36:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Annað fólk borðar iðulega of mikið...

sf175 | 10. ágú. '16, kl: 10:05:27 | Svara | Er.is | 1

Ert þú ég?? 
Ég er nákvæmlega svona. Ég er auk þess með mígreni og má ekki verða of svöng því þá fæ ég mígrenikast - ég á það því til að vera síétandi óhollustu :/ 

kv. SF

isora | 10. ágú. '16, kl: 10:41:46 | Svara | Er.is | 0

Danski kúrinn? Þá viktar maður matinn og ætti því ekki að borða of mikið.

sjomadurinn | 10. ágú. '16, kl: 10:56:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hún "nennir" því ekki

flækjustig | 10. ágú. '16, kl: 16:48:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekki að ég nenni því ekki - ég hef ekki agann sem þarf í það.
Og já má ekki bara gefa mér smá kreditt fyrir að viðurkenna þó letina í mér ;)

alboa | 10. ágú. '16, kl: 17:43:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef þú værir til í að vinna eitthvað í henni þá jú.

Þú minnir svolítið á alka sem viðurkennir að hann sé alki á meðan hann heldur á bjórglasinu.

kv. alboa

Brindisi | 10. ágú. '16, kl: 17:47:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahahahaha

ræma | 11. ágú. '16, kl: 14:12:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvaða fífl ert þú eiginlega, farðu bara eitthvað annað ef þetta fer svona í taugarnar á þér. Hún er að biðja um hjálp en ekki niðurrif!

icegirl73 | 10. ágú. '16, kl: 11:58:57 | Svara | Er.is | 4

Ég persónulega myndi ekki byrja á einhverju matarplani. Eftir því sem þú skrifar þá ertu aðallega að borða seinni partinn og á kvöldin. 
Gætir þú hugsanlega byrjað á að minnka nammiátið á kvöldin, borðað t.d. grænmeti og ávexti í staðinn. Skipta út óhollu fyrir hollt og sjá hvernig það gengur? Þumalputtareglan í svona breytingum er hænuskref. Ekki setja þér markmið sem þú getur ekki fylgt. 
Gangi þér vel. 

Strákamamma á Norðurlandi

K2tog | 10. ágú. '16, kl: 19:18:38 | Svara | Er.is | 0

Grenningarráðgjafinn á Facebook?

Rabbabarahnaus | 10. ágú. '16, kl: 22:52:59 | Svara | Er.is | 3

http://www.reykjalundur.is/library/Skr%C3%A1r/Sj%C3%BAklingar-og-A%C3%B0standendur/Offitu--og-n%C3%A6ringarsvi%C3%B0/matardagb%C3%B3k%20-%20Copy%20(1).pdf

Þetta er ein besta matardagbók sem ég hef notað. Átti við sama vandamál að stríða, borðaði allof lítið, alltof sjaldan, engin lyst og 0 áhugi á eldamennsku.
Hermdi eftir henni og bjó til excel skjal í tölvuna mína.
(Núna er ég með þetta í símanum)
Setti reminder í gang 4 sinnum á dag, svo að ég muni að fá mér að borða og þetta er magnaður ansk....
Núna nenni ég að græja mér mat og meira segja búa til ýmsar kræsingar eins og múslí ofl.

Það var eins og ég þurfti að "vekja" líkamann í að borða reglulega.

Rabbabarahnaus | 10. ágú. '16, kl: 22:55:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og það er ekkert bannað. Bara fjölbreytt mataræði eins og maður var alinn upp við og engar öfgar.

barnabætur | 11. ágú. '16, kl: 13:45:00 | Svara | Er.is | 1

Skiptir engu máli þó að þú getir ekki stundað hreyfingu, mataræðið er 80-90% af árangrinum. Þó að þú borðir lítið getur verið að þú sért að drekka hitaeiningar, áfengi er lúmskt og líka gos. Annars hljómar þetta eins og þú sért í smá afneitun, þú ert örugglega að tína meira upp í þig yfir daginn en bara einhvern smá kvöldmat og nokkra nammibita á kvöldin.

barnabætur | 11. ágú. '16, kl: 14:28:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég gleymdi að minnast á ávaxtasafana, þeir eru algjört eitur. Sykursjokk fyrir lifrina og enda beint í fituforðanum.

flækjustig | 11. ágú. '16, kl: 16:35:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Örugglega suma daga.
Í dag til dæmis fékk ég mér þrjár litlar kexkökur kl ca 14 og svo tvær taco burritos hér heima í kvöldmat. (með hakki, salati, papriku, sýrðum rjóma og rifnum osti)
Ég er að stelast í gos á kvöldin og nammi sé það til.
Grunar að ég fái mér tvö til þrjú glös af gosi í kvöld og örugglega smá súkkulaði úr því ég fann það endilega í skápnum áðan.

Þetta er svona ca dæmi um mataræði mitt almennt, bara misjafnt hvað það er sem er í kvöldmatinn.

yogo | 11. ágú. '16, kl: 15:13:27 | Svara | Er.is | 0

Ég var að skrá mig í þetta. Kannski eitthvað fyrir þig.
http://lifdutilfulls.is/14-daga-sykurlaus/

flækjustig | 11. ágú. '16, kl: 16:35:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heyrðu JÁ! Ég skráði mig í þetta um daginn og er spennt að sjá hvort ég hafi agann sem þarf til :D

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Síða 8 af 48038 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, Kristler, tinnzy123, paulobrien, annarut123, Guddie