Meðmælabréf fyrir umsókn um íslenskan ríkisborgararétt

evitadogg | 18. sep. '12, kl: 08:53:57 | 1100 | Svara | Er.is | 0

Er einhver hér sem hefur skrifað meðmælabréf fyrir einhvern sem er að sækja um íslenskan ríkisborgararétt?
Ég er alveg týnd hérna, hef aldrei skrifað meðmælabréf en ég hringdi í innanríkisráðuneytið þar sem mér var sagt að þetta væri bara eins og "venjulegt" meðmælabréf - en eftir því sem ég spurði hana meira þá var þetta nú bara ekkert eins.

Er einhver hér sem gæti bent mér á einhverja punkta sem þyrftu að koma fram, hve langt bréfið ætti að vera og hvernig bréfið var uppsett.
Þið sem hafið skrifað meðmælabréf vegna vinnu megið líka endilega gefa mér einhver ráð!

 

Rósaleppar | 18. sep. '12, kl: 11:28:50 | Svara | Er.is | 0

Þú skrifar af hverju þú ert að mæla með viðkomandi, hvaða kosti hann hefur og hvað hann getur lagt til samfélagsins.

Luongo | 18. sep. '12, kl: 11:36:07 | Svara | Er.is | 2

Ég myndi bara skipta þessu upp í nokkrar málsgreinar, með titilinn "Meðmælabréf vegna umsóknar X um íslenskan ríkisborgararétt" (eða eitthvað svipað):

1. Hvernig þú þekkir X, og mögulega eitthvað backstory ef það á við.

2. Hvaða reynslu þú hefur haft af kynnum þínum við X. Hvernig X er, hvað X hefur gert og bara almenn (vonandi jákvæð) lýsing á kostum X. Ef við á geturðu nefnt áhuga X á pólitík, og að X hafi í hyggju að nýta kosningarétt sinn til fullnustu.

3. Ljúka á einhverju statement um að þú teljir X munu vera mikinn kost fyrir íslenskt samfélag, og að X muni verða Íslandi til sóma sem nýtur samfélagsþegn.

Og svo bara stutt kveðja og undirskrift.

Grjona | 18. sep. '12, kl: 11:40:10 | Svara | Er.is | 0

Hef ekki sjálf en ég hef þurft að fá fólk í þetta. Spurning hvort ég á þau bréf enn, get kíkt ef þú vilt.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

evitadogg | 18. sep. '12, kl: 12:01:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það væri vel þegið, ég er amk byrjuð en það er gott að fá amk staðfestingu á að ég sé að fara í rétta átt með þetta

Grjona | 18. sep. '12, kl: 12:15:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og þá finn ég þetta vitaskuld ekki :/ Það er alveg möguleiki að við höfum ekki tekið afrit af þessum bréfum, ég finn allavega bara svarið við umsókninni. Sorrí :/

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 18. sep. '12, kl: 12:16:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En, ég man að bæði voru stutt. Bara að viðkomandi þekkti Ínglissmanninn bara af góðu og mig minnir hvernig meðmælendurnir þekktu hann og búið. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

evitadogg | 18. sep. '12, kl: 17:51:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok takk fyrir þetta

argagarga | 18. sep. '12, kl: 18:27:53 | Svara | Er.is | 0

Í skjalinu "Umsókn um íslenskan ríkisborgararétt – 18 ára og eldri" sem finna má á heimasíðu innanríkisráðuneytisins ( http://www.innanrikisraduneyti.is/raduneyti/starfssvid/rikisborgaramal/) kemur fram hvað þarf að standa í umsögninni:

"Leggja skal fram tvær sjálfstæðar umsagnir. Í umsögn skal m.a. koma fram nafn þess sem gefin er umsögn um, hvernig umsagnaraðili tengist honum, hvaða starfi umsækjandi gegnir og hvernig honum vegni í starfi og íslensku samfélagi, hvernig kynni eru af honum og hvernig íslenskukunnáttu sé háttað. Nafn, kennitala, starf og símanúmer umsagnaraðila komi fram í umsögn."

Óþarfi að skrifa eitthvað annað og meira en verið er að biðja um.

Þegar ég sótti um íslenskan ríkisborgararétt fannst mér frekar kjánalegt að þurfa að biðja fólk um að skrifa einhverjar ritgerðir um mig. Þannig að ég skrifaði sjálfur stuttann texta (tvær málsgreinar) útfrá þessum leiðbeiningum, og fékk tvo kunningja til að kvitta uppá. Kannski ekki alveg í anda laganna en virkaði.

ssalomon | 31. ágú. '21, kl: 10:22:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski frekar gömul umræða

en er einhver sem á drög með Meðmælabréf fyrir umsókn um íslenskan ríkisborgararétt

hef aldrei skrifað svona og veit ekki hvar skal byrja eða enda

ert | 31. ágú. '21, kl: 10:29:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi telja að það þyrfti að koma fram hvernig þú þekkir viðkomandi og hversu lengi og ég myndi hafa það í upphafi. Þú þarft að telja upp mannkosti viðkomandi og gagnsemi hans fyrir íslenskt samfélag.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ssalomon | 31. ágú. '21, kl: 10:32:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í lagi reglum var breytt á síðasta ári ég þarf ekki að skrifa Meðmælabréf :) skildist mér á https://utl.is/

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Perluprjón í staðinn fyrir stroff í hálsmál ! brussann 7.5.2010 9.12.2023 | 09:22
Perluprjón fram og tilbaka fancy pants 10.11.2012 9.12.2023 | 09:20
Katrín Jakobsdóttir væri frábær formaður Sjálfstæðisflokksins jaðraka 8.12.2023 8.12.2023 | 13:49
fallegt ljóð/texti í fermingarkort... hvellur 27.3.2010 7.12.2023 | 22:20
Er einhver að flosa. Lydía 24.2.2009 7.12.2023 | 22:19
Vöðvakippir Kakóland 27.11.2013 7.12.2023 | 14:32
Vmst dvdrom 21.1.2012 7.12.2023 | 13:36
FEÐRADAGURINN blómsturbarn 12.11.2006 6.12.2023 | 02:50
Silfurskottur milky way 18.2.2015 5.12.2023 | 04:40
Skyldmenni Krystal Carey 20.7.2006 5.12.2023 | 04:39
Augnmígreni FrúFiðrildi 10.9.2009 4.12.2023 | 10:00
"Gosinu" við Grindavík er lokið - gosið fór fram undir yfirborði. jaðraka 12.11.2023 3.12.2023 | 21:23
Galdrabúðin í Reykjavík???????? Coco LaDiva 1.6.2006 2.12.2023 | 07:59
Hraðbanki án korts batomi 1.12.2023 2.12.2023 | 07:39
fituæxli brillerar 3.7.2014 30.11.2023 | 08:27
SCAM ALERT, Verið varkár með furðulegar sölur Auddio 29.11.2023 29.11.2023 | 03:41
Femdom Bland1975 25.11.2023 26.11.2023 | 15:25
Er hann nógu hrifinn? olla2 20.10.2023 24.11.2023 | 21:36
Geymsla á Fellihýsi stellys 18.10.2023 24.11.2023 | 21:32
Já Dagur B Eggertsson er einn froðukjaftur. jaðraka 27.9.2023 24.11.2023 | 21:31
þrif á hansagardínum Metrola 25.7.2005 24.11.2023 | 02:47
kínamatur í köben, comment handa mér lady 11.9.2013 23.11.2023 | 10:57
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 21.11.2023 22.11.2023 | 03:51
Matareitrun fishermansfriend 3.6.2007 21.11.2023 | 11:21
Nýr lýtalæknir skranprinsessan 20.11.2023
Pústviðgerðir Lilith 4.1.2012 20.11.2023 | 07:56
Hyundai stepwgn Kormákur Breki 20.11.2023
Flugvöllur í Hvassahrauni jaðraka 9.11.2023 19.11.2023 | 16:46
Screen Printing Kit set nörd2 18.11.2023
Sorphirða í Reykjavik jaðraka 20.10.2023 17.11.2023 | 09:39
Norskunámskeið??? alm1989 10.5.2012 15.11.2023 | 07:37
Júní 2024 bumbuhópur Herra hvutti 14.11.2023 15.11.2023 | 07:19
Ee sikorwawa 14.11.2023
Ee sikorwawa 14.11.2023
HJÁLP - LEIKRITSGREINING valurhvalur 13.11.2023
Versti Forsætisráðherra Íslands frá upphafi Hauksen 11.11.2023 13.11.2023 | 21:05
Einhver game? juferta 13.8.2007 13.11.2023 | 04:34
Síða 6 af 48709 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien, Kristler, annarut123, Guddie, Bland.is, Paul O'Brien