Meltingalæknir

Iceclimber | 23. feb. '15, kl: 12:00:42 | 313 | Svara | Er.is | 0

Er einhver sem er ódýrastur eða eru þeir allir jafndýrir ?
Hvaða lækni mæli þið mest með ?

 

mandaros | 23. feb. '15, kl: 12:31:20 | Svara | Er.is | 1

Mæli með Sigurjóni Vilbergssyni. Hef verið að fara á milli til að finna góðan og hann er klárlega á öðru leveli en aðrir meltingarlæknar.

presto | 23. feb. '15, kl: 13:00:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig þá?

mandaros | 23. feb. '15, kl: 13:03:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hann var sá fyrsti sem vildi vita hvað ég borðaði og hann leggur mikla áherslu á það til þess að lækna vandamálið. Sá sem ég var mest hjá varð alltaf pirraður þegar ég byrjaði að tala um mat og sagði "það þýðir ekkert að tala um mat við mig, ég er ekki næringarfræðingur" ?

presto | 23. feb. '15, kl: 13:10:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er jákvætt. Við hjónin vorum algjörlega orðlaus þegar við hittum meltingarlækni barna í fyrsta sinn, hann vildi setja ngt barn í aðgerð þ.a. Það gæti borðað sykur og óhollustu en fannst breytt mataræði (hollt og hreint mataræði) til að láta honum líða vel (sem komin var góð reynsla á) alveg ga ga. Þegar talið barst að linum hægðum stakk hann upp á að tempra mataræði.
Held að minn meltingarlæknir sé fínn, hann benti alveg á fæðutegundir sem gerðu vandamálið verra og fannst möguleg aðgerð ekki ákjósanlegur kostur fyrir mig.

Iceclimber | 23. feb. '15, kl: 18:37:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ok, takk fyrir upplýsingarnar :)

1122334455 | 25. feb. '15, kl: 16:49:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sigurjón er fínn læknir en alveg hræðilega upptekinn og tímabundinn. Þú mátt alveg gera ráð fyrir bið þegar þú mætir á staðinn í viðtal til hans, ég beið í klukkutíma. En honum er annt um starfið sitt og mér persónulega finnst að hann ætti að vera meira í fyrirlestrum fyrir stærri hópa svo hann þurfi ekki að segja sömu ræðuna við hvern og einn sjúkling sem kemur inn til hans.

Kammó | 23. feb. '15, kl: 18:42:47 | Svara | Er.is | 2

Ég er mjög ánægð með Óttar Bergmann.

Fixxxer | 23. feb. '15, kl: 22:47:43 | Svara | Er.is | 2

Mæli einnig með Sigurjón Vilbergssyni, hann er mjög góður, hann ráðlagði mér að hætta að drekka og borða allar mjólkurvörur. þær fara illa í magann og eru bakflæðivaldandi.

hangikjöt | 23. feb. '15, kl: 22:55:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hann ráðlagði mér það einmitt líka en því miður voru þá 30 ár síðan ég hætti að nota mjólkurvörur og hann stóð á gati og gat ekkert gert fyrir mig.

Fixxxer | 23. feb. '15, kl: 22:58:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nú? fékkstu ekki magaspeglun eða neitt? En gott hjá þér að borða engar mjólkurvörur!! Eitt það versta sem maður getur borðar fyrir líkamann.

hangikjöt | 23. feb. '15, kl: 23:01:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jú ég fékk maga og ristilspeglun.
En hann gat ekki fundið hvað væri best fyrir mitt vandamál.
Sem betur fer fékk ég lyf hjá öðrum lækni sem hefur hjálpað mér þvílíkt mikið allavega þannig að ég get hugsað mér að fara aftur út á vinnumarkaðinn.

Fixxxer | 23. feb. '15, kl: 23:07:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég skil þig. Allavega gott að þú fannst góðann lækni fyrir þig og fékkst lyf og líði betur, það er fyrir öllu! :) Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum.

Iceclimber | 24. feb. '15, kl: 01:12:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en AB mjólk, er það mjólkurvara sem er í lagi ?

Fixxxer | 24. feb. '15, kl: 16:49:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei. Best að forðast allar belju mjólkurvörur. Frekar að drekka soja, hrís, hafra, möndlu eða kókosmjólk :)

mileys | 24. feb. '15, kl: 17:46:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En laktósafríar mjólkurvörur?

Fixxxer | 24. feb. '15, kl: 22:39:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

í laktósafríum mjólkurvörum er eingöngu búið að taka út mjólkursykurinn (lactose) - En það er enþá 80 virkir hormónar í mjólkinni, gröftur sem er í öllum mjólkurvörum, sem og sýklalyf og síðast en ekki síst mjólkurpróteinið Casein.
Casein er eitt mest krabbameinsvaldandi (Carcinogen) efni sem fyrirfinnst í matvælum og er að sjálfsögðu miklu verra en nokkurntímann laktósi. Það er sérstaklega blöðruhálskyrtills krabbameinsvaldandi fyrir karlmenn og hefur verið sýnt fram á að það séu meiri líkur að fá blöðruhálskyrtills krabbamein vegna neyslu mjólkurafurða heldur en lungna krabbamein vegna reykinga.
Þannig að best er að forðast allar mjólkurvörur, þær eru eitur fyrir mannslíkamann, sérstaklega ostur...til þess að búa til 1 pund af osti þarf 10 pund af mjólk.
Persónulega finnst mér hrísmjólk mjög góð, hún er mjög sæt. Einnig hrísmjólk blönduð með kókósmjólk er rosa góð og margir eru hrifnir af möndlu og soja mjólk.

Fixxxer | 24. feb. '15, kl: 23:44:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einnig valda mjólkurvörur beinþynningu. Til þess að getað unnið úr og brotið niður Casein þá þarf líkaminn að taka kalsíum úr beinunum. Þannig að ólíkt því sem að mjólkuriðnaðurinn lýgur að fólki, þá gerir mjólk ekki beinin sterkari heldur veikari.
Betra er að fá kalsíum úr grænu grænmeti, einnig er gott magn kalsíum í baunum og möndlum sem og sumum berjum, appelsínum, döðlum og mjólkurvörum sem eru ekki frá beljum. :)

Moogy | 25. feb. '15, kl: 01:03:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

AB mjólk getur nú varla verið eitt af því sem er skaðlegt ?
Fyrir utan hvað möndlu etc mjólk eru svakalega dýrar, 600 kall eða eitthvað álíka.
Ég kaupi venjulegar soja mjólk en AB mjólk er eina mjólkurvara sem ég borða mikið af.

Ég held þetta sé mismunandi eftir fólki en ef þú verður t.d aldrei nokkurntímann veikur og borðar mikla AB mjólk, hvað segir það ?
Bara pæling, skil alveg hvað þú ert að segja en stundum finnst mér fólk fara svakalega djúpt í pælingarnar, segjandi að eitthvað sé mjög slæmt fyrir þig þegar þetta er mjög persónubundið og sumt sem talið er krabbameinsvaldandi eru svo litlar líkur að það er svipað og að labba úti í kringum bíla, eitthvað sem aldrei gerist.

Moogy | 25. feb. '15, kl: 10:26:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er ekki alveg að trúa því að mjólkurarfurðir séu hættulegri en reykingar, bara að því einhver sagðist vera viss..

Fixxxer | 25. feb. '15, kl: 16:45:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil vel hvað þú meinar. Þessi rannsókn sem ég vitna í var eingöngu verið að bera saman blöðruhálskrabbamein í karlmönnum og lungna krabbamein af reykingum. Kom í ljós að það voru meiri líkur að fá blöðruhálskrabbamein af mjólkurvörum en lungna krabbamein af reykingum. Þetta er auðvitað bara rannsókn og ekkert sem á við um alla endilega. Bæði er mjög slæmt fyrir heilsuna sem og unnar matvörur og allar aðrar dýraafurðir.
Ég get ekki sagt þér að Ab mjólk sé holl eða öruggur matur þegar óháðar vísindalega sannaðar rannsóknir benda augljóslega til þess að mjólkurvörur eru mjög skaðlega heilsunni og mjólkurpróteinið casein er krabbameinsvaldandi. Veit ekki hvort er meira krabbameinsvaldandi, Casein eða labba í kringum bíla, en ég veit að casein fer hægt úr líkamanum.
mjólkurvörur valda mikilli slímmyndum í líkamanum og þegar fólk hættir að neita mjólkurvara þá getur líkaminn losað sig við allt að 4kg af slími...einnig eru þessir hormónar, sýklalyf, gröftur og einnig blóð í mjólk sem ekki er hægt að hreinsa úr.
Ég myndi prufa að hætta á AB mjólkinni og sjá hvernig þér líður, athugað hvort hún hafi einhver áhrif á þig. :)

Moogy | 25. feb. '15, kl: 17:09:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ja málið er að ég verð aldrei nokkurn tímann veikur og líður bara mjög vel, þannig þess vegna velti ég fyrir mér hvað ætti eiginlega að vera skaðlegt við AB mjólk.
En takk samt fyrir uppl :)

Fixxxer | 25. feb. '15, kl: 22:05:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eina sem er skaðlegt er Casein og allir þessir hormónar og síklalyf í mjólkinni, hormónar í mjólk eru til þess að gera 30kg kálf af 150-200kg belju þannig að fólk fitnar af mjólk vegna þessara hormóna. Eins og hormónar í brjóstamjólk eru til þess að gera smábarn stærra.
Þér kannski líður mjög vel núna en ef þú prufar að sleppa henni þá er mjög líklegt að þér muni líða mun betur.
En það sem við mannfólkið gleymum oft eru aðrar lífverur, við erum mjög sjálfselsk, hugsum bara hvað er best fyrir okkur.
Þegar við kaupum mjólkurvörur þá erum við að styrkja mjög slæman iðnað sem fer mjög illa með beljurnar, peningarnir okkar eru atkvæði.
Beljum í mjólkuriðnaði er nauðgað til þess að hún verði ólétt og byrji að mjólka, svo er kálfurinn sem hún eignast rifinn frá henni eftir 2 daga. Hann er drepinn eftir 4 mánuði. Beljan grætur í margar vikur eftir þetta og deyja margar beljur langt fyrir sinn tíma vegna meðferðar í þessum iðnaði og vegna sorgar. Það er tekið af þeim öll börnin, því mjólkin sem á að vera handa kálfinum er notuð til að framleiða mjólkurvörur í mannfólk.
Svo ekki sé talað um hversu vitlaust það er að drekka vökva af öðru spendýri, ekkert annað dýr í náttúrunni gerir það og reyndar þá drekkur ekkert annað spendýr mjólk eftir "spenatímabilið"...nema maðurinn.
En annars minnsta málið, vona bara að þetta hjálpi eitthvað :)

https://www.youtube.com/watch?v=7eoF6w7R9oI

mandaros | 25. feb. '15, kl: 23:35:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður getur borðað mjólkurvörur allt sitt líf án þess að veikjast. Maður getur líka reykt allt sitt líf án þess að hljóta skaða, en það þýðir ekki að reykingar séu skaðlausar :)

Fixxxer | 25. feb. '15, kl: 23:44:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já það er alveg satt. Þetta er mjög einstaklingsbundið en auðvitað best að bjóða ekki hættunni heim :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Síða 8 af 47994 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123