Ódýrt upphald úti

Unicornthis | 1. júl. '16, kl: 14:14:25 | 591 | Svara | Er.is | 0

Ef þú finndir ódýra gistingu en það er ekki með fæði, mögulega er hægt að elda í íbúðinni.
Hversu ódýrt er hægt að lifa úti fyrir 4 manna fjölskyldu? Ferðin væri hugsuð til að upplifa eitthvað nýtt, fara á ströndina, moka í sandinum, synda í sjónum, leika í sundlauginni og slappa af í sólinni. Engin verslunarferð eða neitt þannig.

 

sire | 1. júl. '16, kl: 14:27:45 | Svara | Er.is | 0

Úti í hvaða landi? 

Unicornthis | 1. júl. '16, kl: 18:04:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mallorca

alboa | 1. júl. '16, kl: 16:29:11 | Svara | Er.is | 3

Færi algjörlega eftir í hvaða landi. Annars hef ég beðið með að fara í ferðir, þrátt fyrir boð um frítt uppihald, þar til ég get leyft mér að slaka á, fara í garða og annað slíkt en ekki telja hverja krónu. Það er engin nauðsyn að fara til útlanda og það er alveg hægt að bíða í eitt ár og safna aðeins lengur.


kv. alboa

Unicornthis | 1. júl. '16, kl: 18:07:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, það er ekkert vitlaust að gera það en aðstæður verða mögulega aðrar á næsta ári hjá okkur. Hugsunin var sú að gera eitthvað skemmtilegt með strákunum okkar, fara í svona ferð þar sem hugsunin væri að fara í sundlaugagarð, hanga á ströndinni og svoleiðis og elda bara ódýrt og fljótlegt á hótelherberginu á kvöldin. Krakkarnir fengju samt ís og þannig yfir daginn En annars bara nestuð á ströndina og svona.

En svona þess utan var ég ekki að spyrja hvort þetta væri sniðugt eða hvort væri sniðugra að bíða þar til síðar :) veit maður fær allskonar svör en samt.

Unicornthis | 1. júl. '16, kl: 18:08:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Með öðrum aðstæðum á ég við að það verði ekki hægt að fara til útlanda og þá er ég ekki að tala um peninga.

ts | 1. júl. '16, kl: 18:45:52 | Svara | Er.is | 0

Ég kaupi aldrei fæði með í þeim ferðum sem við höfum farið, finnst það tæplega borga sig (fyrir okkur allavega) og svo er fæðið mjög misjafnt, sumir hafa lent í nánast óætum mat... Það er alveg hægt að lifa ódýrt á Mallorca með því að elda sjálfur, fara bara í ódýran súpermarkað og versla... var á Mallorca í fyrra og við versluðum alltaf í súpermarkaðunum til að eiga í íbuðinni til að fá sér morgunmat og eitthvað í hádeginu, fórum svo yfirleitt út að borða á kvöldin.. eyddum ekki miklu, þó planið væri ekki að spara sérstaklega...

Unicornthis | 2. júl. '16, kl: 19:09:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef farið í hálft fæði og allt innifalið með barn/börn og finnst það rosalega góður kostur miðað við mín börn, út að borða yrði stress því þeir una sér ekki sitjandi við borð í lengri tíma og eru misjafnlega duglegir að borða. Stundum er bara miklu meira spennandi að labba um og skoða en að sitja og borða matinn og þar sem ég stressast þá bara upp yfir hvar þeir eru og hvort þeir séu að trufla aðra gesti þá finnst mér elda heima eða allt innifalið vera besti kosturinn. Ferðir með öllu inniföldu eru bara svo dýrar, en gætum mögulega farið í hinsvegin ferð. En etta er enn bara vangaveltur, ólíklegt að af þessu verði.

Ziha | 3. júl. '16, kl: 14:58:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég prófaði núna í síðasta ferðalagi að vera í hálfu fæði og við ákváðum að gera það líklegast ekki aftur.... Ekki nema að við værum bara á einum stað .... sem við getum ekki, við þurfum alltaf að vera að gera eitthvað.... :oP   Við vorum að vísu bara í þrjá daga í hálfu fæði.... og þótt það væri fínt að vera í morgunmat þá var pirrandi að þurfa að bíða eftir kvöldmatnum eða að ráða engu um hann.. (þetta var á sveitahóteli og ekkert val um matinn).... :o)  Svo morgunmatur er fínn að mínu mati, en allt framyfir það er svolítið off... gætum aldrei verið í öllu inniföldu með þvi hugarfari að binda okkur við það... en við erum heldur ekki mikið fyrir að vera mikið á sama stað og ekki heldur fyrir að liggja og sóla á ströndinni... allt í lagi að kíkja í 1-2 klukkutíma en ekki meira.   Auðvitað var viss kostur við að vera í fæði, en þar sem við vorum að flækjast á daginn og strákarnir oftast svangir um 1-2 leytið og fengu þá heitan mat (og við líka) var svolítið of mikið að borða líka á kvöldin... :oP

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

bogi | 4. júl. '16, kl: 08:54:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var einmitt það sama hjá okkur - við sofum út í fríum og börnin okkar geta vel sofið lengur. Þannig að tímasetningar á málsverðum (eiginlega öllum) hentuðu okkur afskaplega illa. Eins þolum við illa við á sama stað of lengi og finnst gaman að rölta um, vera bara frjáls og gera það sem okkur dettur í hug þá stundina. Þá er pirrandi að þurfa að mæta upp á hótel í einhvern mat -

Unicornthis | 5. júl. '16, kl: 11:52:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við eigum börn sem vakna snemma :) haha svo það verðr ekki vandamál. OG þeir eru ekkert agalega duglegir að labba mjög mikið og finnst voða lítið gaman að vera bara að þvælast.
Við ætlum ekki að vera að fara í búðarráp svo að þvælingur er ekkert markmiði. Meira að slaka á og busla í sundlaug og sóla sig, fara á strönd og moka í sandi og synda í sjónum og kannski skreppa í vatnsleikjagarð.

bogi | 4. júl. '16, kl: 08:51:46 | Svara | Er.is | 0

Ég hef einu sinni keypt fæði með hóteli í eina viku - það var samt ekki alla dagana, 5 af 7 ef ég man rétt, en morgunverður alla dagana. Vá hvað ég var komin með mikið ógeð af matnum og það fyrsta sem ég gerði þegar við komum á næsta áfangastað var að kaupa í matinn og elda :)

Á Mallorca eru mjög ódýrar matvörubúðir, það er hins vegar mjög misjafnt hvað það er langt í þær frá hótelinu sem maður er á. Líklega myndi ég næst bara leigja mér íbúð / hús og hafa bílaleigubíl allan tíman. Rútuferð af flugvellinum kostar alltaf dágóðan slatta fyrir fimm hvort sem er - og gaman að keyra aðeins um þarna.

cada | 4. júl. '16, kl: 09:18:04 | Svara | Er.is | 0

Hversu löng ferð?

PrumpandiStrumpur | 4. júl. '16, kl: 10:08:54 | Svara | Er.is | 0

Nauthólsvík býður upp à að moka sand,synda og stundum sól.
Getur pakkad ofan í nestiskörfu og tjaldad einhverstadar út à granda t.d.

flal | 4. júl. '16, kl: 11:06:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekkert hægt að tjalda á Granda.

PrumpandiStrumpur | 4. júl. '16, kl: 11:21:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg hægt.
Mà kannski ekki en alveg hægt samt.
Risa vaxið grasa engi þarna.
Sèst ekkert í ykkur.

Unicornthis | 5. júl. '16, kl: 11:53:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Erum ekki í Rvk.

PrumpandiStrumpur | 5. júl. '16, kl: 17:28:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enn betra komið til rvk og upplifið eitthvað nýtt.
Getið tjaldað í laugardalnum og kannski heiðmörk(hef tjaldad þar og ekkert gerðist)

Unicornthis | 6. júl. '16, kl: 23:41:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

útlönd vs Rvk? því miður myndi Rvk tapa.
En ég bjó reyndar í 9 ár í Rvk, svo ég þekki sæmilega til. Hef lítinn áhuga á að tjalda í Laugardalnum.

PrumpandiStrumpur | 4. júl. '16, kl: 10:10:20 | Svara | Er.is | 0

Svo er vaðlaug þarna :)

Fuzknes | 4. júl. '16, kl: 12:50:17 | Svara | Er.is | 0

það er sagt að það sé mögulagt að borða bara kartöflur og smjör, myndi nú samt taka eitthvert multivitavín með til öryggis, ef þú vilt vera fansí geturðu verið líka með harðsoðin egg og banana, á spáni ættirðu að komast vel undir 4 evrur á mann per dag í þessu fæði ef þú finnur ódýra verslun. Það er mögulegt að elda þetta allt í hraðsuðukatli....

Rúrý | 4. júl. '16, kl: 23:56:40 | Svara | Er.is | 0

það er að minnsta kosti ódýrara en að kaupa í matinn hér á landi, þannig að ef þú átt fyrir flugi og gistingu þá skaltu bara skella þér. En ég myndi ekki fara í svona ferð nema eiga fyrir flugi og gistingu. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Síða 8 af 48024 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, tinnzy123, Kristler, annarut123, paulobrien, Guddie