Ofnæmi

Steina67 | 25. jan. '16, kl: 02:41:07 | 268 | Svara | Er.is | 0

Ég fór í ofnæmispróf 2001 og þar kom fram að ég væri með nikkelofnæmi, ofnæmi fyrir Hydricortison og svo einhverju Ci-Iso eitthvað sem er rotvarnarefni í snyrtivörum og hreinlætisvörum. Nikkelið læt ég vera fyrir utan djúpsteiktar rækjur öðru hverju. Hidrocortisonið læt ég vera því ég verð eitt flakandi sár með tilheyrandi kláða. En hitt hefur ekki háð mér mikið hingað til. Nema núna síðustu vikur þá er ég með kláða í hársverðinum, aftan á hálsinum, andlitinu, bringunni og handleggjunum. Ég fæ upphleypt útbrot og líka bilaðan kláða og fæ þá upphleyp rauð för eftir neglurnar á mér. Hvað er til ráða, ég hreinlega sé ekki hvað stendur á sjampóbrúsunum því stafirnir eru svo litlir. Er ekkert annað að gera en að leggjast í sjampórekkann í Hagkaup (þar er mesta úrvalið), fjárfesta í stækkunargleri og skanna alla brúsa í rekkanum. Eða ger ég séð innihaldsefnin á netinu? Ég er að verða geðveik af kláða.

 

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Ruðrugis | 25. jan. '16, kl: 03:04:10 | Svara | Er.is | 0

Kaupir kona sér ekki bara sjampó og hárnæringu í Aveda búðinni fyrir viðkvæman hársvörð.

Steina67 | 25. jan. '16, kl: 03:13:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit það ekki. Allt sem á að vera fyrir viðkvæma og eitthvað spes fer frekar illa í mig

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Louise Brooks | 25. jan. '16, kl: 08:15:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spurning um að kíkja til húðlæknis. Annars verð ég stundum svona af kláða og fæ sár í hársvörðinn þá dugir yfirleitt ekkert nema dermatínkúr. 

,,That which is ideal does not exist"

Myken | 25. jan. '16, kl: 08:42:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað er það

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Louise Brooks | 25. jan. '16, kl: 21:17:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dermatín er flösusjampó sem virkar vel fyrir þá sem eru með flösu vegna gersveppaóþols.

,,That which is ideal does not exist"

Myken | 26. jan. '16, kl: 13:49:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og fær maður það bara í næsta apoteki eða þarf læknir að skrifa það út..hvernig virkar það

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Louise Brooks | 27. jan. '16, kl: 10:06:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fæst bara yfir borðið í apótekum hér á Íslandi. Ég veit ekki hvort það sé fáanlegt þar sem þú býrð.

,,That which is ideal does not exist"

Steina67 | 25. jan. '16, kl: 14:26:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja þessi ofnæmisgreining kemur frá húðlækni.  Fæ ekki sár í hársvörðinn reyndar.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Louise Brooks | 25. jan. '16, kl: 21:16:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef ekki farið í ofnæmistest en er búin að finna það út sjálf að ég þoli mjög illa SLS og paraben. Eins er ég með gersveppaóþol og það lýsir sér hjá mörgum með svæsnu flösuexemi. Ég fæ viðstöðulausan kláða þegar ég er sem verst og þá fæ ég sár því að ég klóra mér að sjálfsögðu þegar mig klæjar óstjórnlega. 


Prufaðu að þvo á þér hárið með matarsóda og notaðu svo lífrænt eplaedik í staðinn fyrir næringu. Það svínvirkaði fyrir mömmu þegar hún greindist með ofnæmi fyrir nánast öllum efnum sem eru í snyrtivörum. Það sakar a.m.k. ekki að reyna það.

,,That which is ideal does not exist"

DarKhaireDwomAn | 25. jan. '16, kl: 11:51:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ertu búin að ath með Eucerin sjampóin ? þau eiga að vera fyrir ofnæmis og astmasjúklinga fást í flestum apótekum og þar ættirðu líklega að fá næringu líka , en gangi þér vel, ég er einmitt í ferli að fara til ofnæmislæknis vegna mikils ofnæmis og bæði kvíði því og hlakka til og vona að manni fari nú að líða betur.

Anímóna | 25. jan. '16, kl: 08:12:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hársvörðurinn minn varð nú eitt flakandi sár eftir notkun á Scalp benefits frá Aveda!

ullarmold | 25. jan. '16, kl: 07:44:33 | Svara | Er.is | 0

googlaði framm og tilbaka og fann það eru til Allergy öpp, en mest fyrir mat. En svo Tékka ég á ingredient app og fann think dirty :) þú scannar barcode á t.d sjampóiniu og sérð innihald :)

nefnilega | 25. jan. '16, kl: 12:26:32 | Svara | Er.is | 0

Þú færð þér stækkunargler og lest á brúsann.


Eða lætur vini þína lesa utan á sína brúsa og saman reynum við að finna sjampó ;) Heitir þetta efni Ci-Iso? Ég skal lesa á mína brúsa.

Steina67 | 25. jan. '16, kl: 14:29:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

CI+ME-isothiazolinone heitir það nákvæmlega og svo voru einhver undirefni líka sem stendur á blaðinu nema það er heima og ég í skólanum.


Fór í bókabúðina í gærkvöldi, sérstaklega til að kaupa stækkunargler og verslaði fyrir 30 þús en gleymdi að kaupa stækkunarglerið :/

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Steina67 | 25. jan. '16, kl: 15:07:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó mæ goooodddd þetta er mun víðtækara en bara sjampoooo.  Þetta getur verið í öllum snyrtivörum, hreinlætisefnum, þvottaefnum, og ég veit ekki hverju og hverju.




Ég er lögst undir sæng

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

isbjarnamamma | 25. jan. '16, kl: 15:33:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef keypt sjampo og fleira í barnalínunni frá veleda það er það eina sem ég trillist ekki úr kláða af, þettað á að veranáttúrulegt og gæðavottað í bak og fyrir

nefnilega | 25. jan. '16, kl: 15:57:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég lenti í exemis-ofnæmis vítahring í fyrra. Henti út öllu. Hætti að nota sjampó í 6 vikur, engin krem og engar snyrtivörur. Hef svo hægt og rólega tekið inn eina og eina tegund og er sjúklega meðvituð um allt sem kemur á húðina.

Splæs | 25. jan. '16, kl: 15:37:00 | Svara | Er.is | 0

Fá þér lítið stækkurgler og hafa í veskinu. Eða taka ljósmynd ef þú ert með síma með myndavél og stækka hana í skjánum svo þú getir lesið innihaldsefnin.

Steina67 | 25. jan. '16, kl: 15:40:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fer ekkert að kaupa lítið stækkunargler kona, ég verð að sjá stafina og þá er eins gott að hafa þetta almennilegt.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Splæs | 25. jan. '16, kl: 17:16:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rétt athugað. Fáðu þér stjörnusjónauka, þá geturðu skoðað miðana úti á bílaplani. :-)

Þetta er líka vandamál hjá mér, smáa letrið.

Steina67 | 25. jan. '16, kl: 15:43:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ég fór að gúggla þetta og þetta er hrikalegur listi, fann ýmislegt og hvað er laust við þetta og hvað ekki.  


Ég sé að ég þarf að upgreida snyrtibudduna mína.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

júbb | 25. jan. '16, kl: 18:02:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En svo er líka alveg möguleiki að þú sért búin að þróa með þér nýtt ofnæmi. Svona til að koma með leiðinlega svarið. Það er ansi langt síðan þetta próf var tekið

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Steina67 | 25. jan. '16, kl: 18:03:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hefur allavega þróast til hins verra svo mikið er víst.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Catperson | 26. jan. '16, kl: 02:10:22 | Svara | Er.is | 0

Ég lagðist í lestrarvinnu á öllum mögulegum og ómögulegum sjámpóum/hárnæringum á sínum tíma (þmt svokölluð "organic" sjampó í heilsubúðunum) og það eina sem ég fann sem var ekki yfirfullt af drasli var sjampóið frá Sóley. Þannig að ég hef notað eingöngu það síðan, bæði sem sjámpó og sturtusápu. Hárnæringu kem ég ekki nálægt lengur.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Síða 8 af 48010 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, Guddie, tinnzy123, paulobrien, Paul O'Brien, Hr Tölva, annarut123