Önnur handavinna en prjón, hekl og þessi hefðbundna handavinna

kiddat | 15. feb. '12, kl: 17:11:21 | 2405 | Svara | Er.is | 0

Eru þið að vinna í einhverju öðru handverki en þessu hefðbundna og í hverju þá?

Garnbúðir spretta upp virðist vera, allir að vinna með garn á einhvern hátt en allt annað sem var unnið í höndunum virðist vera á undanhaldi, búðir horfnar og ég man bara eftir Föndru og Litir og föndur. En prjónaæði virðist vera búið að heltaka þjóðina og flestir held ég prjóna úr ísl lopanum.

Ég er ekki undanskilin og búin að vera að prjóna á fullu síðan í nóvember en verð að viðurkenna að ég er að verða leið á að prjóna og hekla. Finn engar ámálaðar myndir í útsaum eða munstur sem heilla fyrir utan að ég er sosum búin með minn skammt í þeim efnum líka.

Það eru ekki einu sinni áhugaverð námskeið fyrir mig, er búin að fara á svo mörg í gegn um tíðina.
Eru einhverjar í sömu sporum og ég?

 

LitlaSkvís | 15. feb. '12, kl: 17:39:35 | Svara | Er.is | 1

Ég sauma út og hef gert í töluvert fleiri ár en ég hef prjónað.

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

kiddat | 15. feb. '12, kl: 17:44:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Áttu þá eitthvað af munstrum sem þú værir til í að selja? Fyrir langa löngu þegar ég saumaði sem mest út þá var ég ein um að vera að sauma út í mínum hópi. Var eins konsar furðufugl ;)

LitlaSkvís | 15. feb. '12, kl: 17:55:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér er ég með albúm yfir það sem að ég er að reyna að losa mig við. Þú getur sent mér skilaboð fyrir nánari upplýsingar :)
http://www.flickr.com/photos/litlaskvis/sets/72157626653374681/  

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

Pandóra | 15. feb. '12, kl: 18:43:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki gera þetta - nú sé ég eitthvað þarna sem ég "verð" að eignast... ;)

LitlaSkvís | 15. feb. '12, kl: 18:55:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég áttaði mig á því að ég hefði átt að senda þetta í skilaboðum :P
En ENDILEGA skoðaðu smá!

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

kiddat | 16. feb. '12, kl: 17:58:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta en þetta er kannski ekki alveg það sem mig langar í. Mig langar í blómamunstur í púða, dúka og klukkustrengi. Sennilega er svona útsaumur dottinn uppfyrir. Ég saumaði svo mikið á árunum 1988-1990 þegar ég var veik og saumaði þá svo mikið upp úr dönsku vikublöðunum.

LitlaSkvís | 16. feb. '12, kl: 20:40:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi prófa að skoða í t.d. Fríðu Frænku. Hún er oft með gamlar bækur og blöð sem að gaman er að skoða og ég á þónokkuð af slíku hérna heima sem að ég hef einmitt verslað þaðan.

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

LitlaSkvís | 16. feb. '12, kl: 20:41:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Annað. Erla á Snorrabraut og handavinnubúðin í Hveragerði eru líka með svona gömul mynstur.

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

gran | 17. feb. '12, kl: 13:20:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu kíkt á krosssaumsmuinstrin frá Kaffe Fassett eða bækurnar frá Ehrmann? Mig minnir að þær hafi verið í Storkinum á Laugarvegi.Þú sérð myndir af því á netinu. Ég myndi kalla þau nútíma "gamalsdags" krosssaum.Afburða hönnun, að mínum dómi.

jenna23 | 22. okt. '14, kl: 09:50:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kiddat, prófaðu að hringja í ALTEX í síma 533 5444 og biddu þá að senda þér Margaretha listann, það eru milljón útsaumsmyndir, púðar, allskonar, alveg hreint dásamlegur listi. Manni langar bara að segja upp vinnunni og fara að sauma út, rýja, eða bara eitthvað. Þessi listi er ókeypis og svo pantar maður upp úr honum, meira að segja hægt að panta fleiri lista.
Getur líka farið á heimasíðuna hjá þeim altex.is þar er eitthvað hægt að skoða og panta líka.

Cheese addict | 18. apr. '13, kl: 09:24:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefur allt þetta saumadót fengið nýtt heimili?

LitlaSkvís | 18. apr. '13, kl: 10:12:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sumt, ekki allt. Hvað langar þig í? 

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

Moombari | 9. okt. '14, kl: 14:48:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sæl LitlaSkvís :) Ertu ennþá með þetta saumadót sem þú vildir losna við ??

Kv. Moombari

LitlaSkvís | 26. okt. '14, kl: 12:01:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afsakaðu sein svör en já, ég er með helling hér.

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

Moombari | 28. okt. '14, kl: 19:59:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur þú sent mér einhvern link eða eitthvað ??

disa5222 | 21. apr. '13, kl: 20:08:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hæ Kiddat. ég sauma mikið út og á alveg helling af munstrum,get sent þér ljósrit. láttu mig vita.

miss Alvia | 15. feb. '12, kl: 17:58:17 | Svara | Er.is | 0

ég prjóna, ég sauma út líka þósvo að það sé mun minna, ég skrappaði en hef lítið gert af því síðustu mánuði, nema kaupa efni í það öðruhvoru. ég hef gaman að því að sauma en geri of lítið af því. 

kv. Alvia

---

Saumaskapur | 15. feb. '12, kl: 18:00:52 | Svara | Er.is | 0

En hvað með að hanna sjálf þinn útsaum?
Ég snerti ekki prjóna en sinni öðru, eins og nikkið gefur til kynna

kiddat | 16. feb. '12, kl: 17:54:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig langar svo að sauma út fleiri púða með blómamunstri og klukkustrengi með blómamynstri og ég treysti mér engann veginn að útbbúa sjálf svoleiðis munstur. En það gæti verið gaman að sauma út í stóra púða til að hafa hjá sjónvarpinu.

hugmyndalaus | 15. feb. '12, kl: 18:04:06 | Svara | Er.is | 0

föndurstofan er með hellings úrval af ýmsu öðru en prjóni ( og smá prjón reyndar líka)   ég hef ekki farið þar í háa herrans tíð en kom við þar áðan og var frekar ánægð emð úrvalið þar. hellingur til af "allskonar"  

kiddat | 16. feb. '12, kl: 17:51:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar er Föndurstofan?

hugmyndalaus | 17. feb. '12, kl: 14:31:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún er í mörkinni. í næsta húsi við virku og vogue.  

Pandóra | 15. feb. '12, kl: 18:38:14 | Svara | Er.is | 0

Ég hef saumað út öðru hvoru, og ég hef farið á námskeið í leirmótun og glerbrennslu ofl - hef samt verið löt að halda því við.

Núna prjóna ég helling, og langar mjög mikið í saumavél (alveg ný löngun!)

kiddat | 16. feb. '12, kl: 17:51:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég kenndi í mörg ár alla glervinnu, steinaslípun og verið sjálf að vinna í tré og smíðað 2 skápa, kommóðu og stórann kassa. Silfursmíði, ísl víravirkið, silfurleirinn, leirnámskeið og ég veit ekki hvað. Var farin að þrá að komast í prjón, hekl og útsaum. Núna langar mig í að gera allt hitt en hef ekki aðstöðu.

Cien | 15. feb. '12, kl: 19:11:09 | Svara | Er.is | 0

orkering er svaka spennandi finnst mér, aðeins öðruvísi.

kiddat | 16. feb. '12, kl: 17:45:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ömmu tókst að kenna mér að orkera þegar ég var 13-15 ára. Á þeim árum var bara orkerað í blúndur en er búin að sjá flottar bækur með blómum, fiðrildum og gott ef ekki snjókornum. Ætlaði að gera jólagjafirnar um næstu jól mep orkeringu eða að minnsta kostai pakkaskrautið. Kannski ég ætti að byrja á þessu núna.

Engjaros | 16. feb. '12, kl: 23:05:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já orkering er æði, búin að gera 12 snjókorn úr þessari bók plús fullt af skartgripum, blúndum og skírnarhúfu

Lizzz | 18. feb. '12, kl: 01:25:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Orkering hljómar rosalega spennandi! Vitið þið um einhverjar kennslubækur? Handiðnaðarsambandið er með slatta af spennandi námskeiðum sem mig langar að fara á. Það væri gaman að læra gamalt handverk og geta svo leikið sér með það, nútímafært það.

Engjaros | 18. feb. '12, kl: 14:57:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

námskeiðin hjá handiðnaðarsambandinu eru rosalega dýr, alla vega miðað við að orkering er tiltölulega einföld. Ég ætlaði að fara en hætti við og lærði þetta bara á youtube, mér fannst ekki gott að fara eftir skriflegum útskýringum eða ljósmyndum. Svo hef ég keypt uppskriftarblöð á netinu og í A4

Grimmhildur5 | 17. feb. '12, kl: 11:28:10 | Svara | Er.is | 0

http://altex.is/main.php?category=1

Felis | 17. feb. '12, kl: 11:34:49 | Svara | Er.is | 0

ég er með myndvefnað í gangi, samt langt síðan ég tók hann fram seinast og það er byggt á garni, svo er ég með bútasaumsteppi sem þarfnast klárunar (er langt komin en líka langt síðan ég tók það fram seinast), og svo sauma ég búninga þegar eru búningadagar.
Seinasta klárið er randaflugukjóll á mig. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

gran | 17. feb. '12, kl: 13:24:59 | Svara | Er.is | 0

Hvernig líst þér á að prjófa spjaldvefnað? Þjóðlegt og þar að auki ódýrt því þú getur auðveldlega búið spjöldin til sjálf og þarft bara smá garnafganga í vefnaðinn.

DagmarA | 17. feb. '12, kl: 17:53:03 | Svara | Er.is | 0

ég er í kertagerð, pappírsgerð og origami
ásamt prjóni og hekli
Dagmar

---------------------------------------------------------------------------------------
Að búa við sálarfrið er mesta hamingjan. - Austræn speki.

Assan | 18. feb. '12, kl: 07:15:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég væri þú myndi ég athuga á hvaða tímum handavinnan er í félagsmiðstöðum aldraðra, þangað mega allir fara, í hvaða hverfum sem er og spyrja eldri konurnar hvort þær eigi ekki gömlu fallegu munstrin af púðum, klukkustrengjum og þessu öllu sem maður gerði hérna í denn, ég trúi ekki annað en þú fáir eitthvað af þessu hjá þeim, sjálf átti ég eitthvað en finn það ekki ekki hef sjálsagt lánað en ekki fengið til baka, því þá var ekki til ljósritun.

kiddat | 18. feb. '12, kl: 17:08:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta líst mér vel á, takk fyrir þessa hugmynd :)

MUX | 18. feb. '12, kl: 11:17:53 | Svara | Er.is | 0

úfffff ég geri svo hrikalega margt, sauma út, var í trémálun hérna í denn, skrappa, postulínsmálun, mála og teikna, geri upp gömul húsgögn o.s.frv.

because I'm worth it

LadyKisa | 22. feb. '12, kl: 22:17:39 | Svara | Er.is | 0

Þú finnur útsaumsmyndir í Fjarðakaup í Hafnarfirði. Kosta hellingspening samt.

Pluto1012 | 22. feb. '12, kl: 23:38:43 | Svara | Er.is | 0

Mamma sendi mér William Morris saumapakka frá Englandi. Vá hvað það er flott, dauðlangar að kaupa mér William Morris munstursbókina, en er að plana að sauma út með munstri úr Sjónabókinni sem er btw geðveik bók! Langar svo að gera upp ruggustólinn minn með útsaumi og gera kannski líka á borðstofustólanna.

40SÆSA | 25. feb. '12, kl: 19:44:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

https://www.facebook.com/?ref=tn_tnmn#!/pages/Hannyr%C3%B0ahorni%C3%B0/225946487484487

þessi er líka með ýmislegt munstur og pakkningar og ekki dýr.

Hef mína skoðun og segi það sem mér býr í brjósti hvað sem aðrir segja.

tog | 18. apr. '13, kl: 09:48:00 | Svara | Er.is | 0

Hvað hefurðu í huga. Ég hef sótt námskeið í málun og málaði nokkrar myndir :) það var rosalega gaman. Sérstaklega á námskeiðinu. Það var beinlínis eins og að fara í hugleiðslutíma. Við vorum frekar fá, kennarinn góður og andrúmsloftið ydislega afslappað. Þegar námskeiðinu lauk þá var ég ekki eins dugleg að nýta mér það enda allt annað að vera heima innan um annað heimilsfólk. Hafði sem sagt enga vinnustofu :).
Ég fór líka á námskeið í leirmótun, það var ekki síðra. Hins vegar eftir það þá átti ég því miður í mesta basli að fá hlutina brennda. En þetta var ógeðslega gaman.

katarina123 | 18. apr. '13, kl: 16:34:16 | Svara | Er.is | 0

ég er að dúna mér við brúðugerð

 
katarina123 | 18. apr. '13, kl: 16:34:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

 
DagmarA | 18. apr. '13, kl: 20:11:12 | Svara | Er.is | 0

Sæl
Ég steypi kerti og bý til pappír í kortagerð
kveðja
Dagmar

---------------------------------------------------------------------------------------
Að búa við sálarfrið er mesta hamingjan. - Austræn speki.

LadyGaGa | 21. apr. '13, kl: 22:53:13 | Svara | Er.is | 0

Ég ætla á smíðanámskeið næsta haust  :)  Hlakka rosa til.   Er kennt í Kársnesskóla á kvöldin.

LadyGaGa | 21. apr. '13, kl: 22:54:43 | Svara | Er.is | 0

úbs, sá ekki að þetta er gömul umræða

Barracuda | 20. okt. '14, kl: 12:33:10 | Svara | Er.is | 0

ég föndra allt og ekkert. er í digiskrappi, perlusaum. fatasaum, leira, mála....

en já það virðist vera að minka til dæmis fyrir grænlenskan perlusaum. ég nota mikið perlur í stærð 0/11 THOHO perlur þá..
Þurfti að panta frá Danmörku því fan hvergi lit sem mig vantaði hér á landi

_____________________________________________
Var mig að dreyma þetta?

lofthæna | 23. okt. '14, kl: 14:13:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar ertu að kaupa perlurnar hér heima og hvaðan í Dk?

Barracuda | 23. okt. '14, kl: 14:19:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

litur og föndur hér heima og http://www.jm-perlen.dk/ í danmörk

_____________________________________________
Var mig að dreyma þetta?

lofthæna | 23. okt. '14, kl: 14:27:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað ertu að búa til? Mig langar svo að prófa þetta, er með dúk sem mig langar að gera en er ekki búin að kaupa í hann.

Barracuda | 23. okt. '14, kl: 14:31:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég geri jólaskraut skartgripi, kertastjaka bara allan andskotan eiginlega

_____________________________________________
Var mig að dreyma þetta?

lofthæna | 23. okt. '14, kl: 14:32:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úlalla - ertu með myndir?

Barracuda | 23. okt. '14, kl: 14:42:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

skal senda þér

_____________________________________________
Var mig að dreyma þetta?

lofthæna | 23. okt. '14, kl: 21:05:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir - gaman að sjá og ótrúlega fjölbreytt :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Barnateppi - hjálp firstbaby 4.7.2009 10.1.2024 | 03:59
barnateppi rúmsí 19.8.2005 10.1.2024 | 03:55
Barnateppi 2169 18.9.2012 10.1.2024 | 03:53
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.1.2024 | 03:49
saltkeramik ups3 9.12.2008 10.1.2024 | 03:49
skyldmenni Jackie O 28.4.2004 10.1.2024 | 03:48
Hvar er hægt að kaupa hákarl? cartman 29.6.2011 9.1.2024 | 08:54
Nýr forseti Íslands verður auðvitað Katrín Jakobsdóttir jaðraka 2.1.2024 8.1.2024 | 19:50
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Síða 5 af 48041 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Paul O'Brien, Guddie, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, Bland.is