Silfurskottur

milky way | 18. feb. '15, kl: 13:43:35 | 372 | Svara | Er.is | 0

Er búin að vera að rekast á silfurskottur inn á baði hjá mér, langar aðeins að forvitnast um að láta eitra fyrir þessu.
Hefur eitthver reynslu á því? Virkaði það?
Hvernig fer það fram, hvernig er þetta gert?
Hvað kostar það sirkað? Er í 4 herbergja íbúð

Fyrirfram þökk :)

 

maggideep | 18. feb. '15, kl: 15:38:54 | Svara | Er.is | 0

Ég átti nýlega í vandræðum með silfurskottur, sá bara eina og eina og ekkert dugði til þess að maður hætti að sjá þær svona eina kannski á mánaðar fresti. Var mest þegar að það dropaði smá úr krananum hjá mér í einhvern tíma.

Ég mæli með því að þú athugir fyrst hvort að það dropi einhverstaðar, sé það tilfellið þá er best að byrja á því að gera við kranan.

Að því loknu þá mæli ég með því að þú takir venjulegan klór og hellir niður um öll niðurföll bæði á vöskum, baðkörum og sturtu og líka í efra niðurfallið á baðkerinu ef þú ert með svoleiðis. Láta klórinn sitja í þessu í góðan tíma án þess að nokkur noti baðherbergið, lágmark 8-10 tímar. Skola svo niðurföllin vel með vatni. Endurtaka svo leikinn. Holræsamygla vill oft myndast í þessum niðurföllum og húða þau að innan en klórinn drepur hana og þá hættir hún að loða við lögnina og þá fyrst er hægt að skola henni burt.

Ég gerði þetta og hef ekki séð neinar síðan þá, kannski gæti þetta virkað fyrir þig líka.

1122334455 | 18. feb. '15, kl: 15:50:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þær eiga eftir að koma aftur, vittu til.

maggideep | 18. feb. '15, kl: 17:21:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Say it aint so. EN það er allavegana betra rennsli í efra niðurfallinu á baðkerinu mínu heldur en áður hefur verið. Annars þá var líka eitrað tvisvar hjá okkur og það dugði ekki til en já eftir klórinn þá hafa þær ekki sést í háa herrans tíð.

Annað varðandi klórinn þá getur verið dálítið erfitt að koma honum í þessi efri niðurföll en ég vafði upp pappa af cherrios pakks til þess að útbúa svona trog/rör.

1122334455 | 18. feb. '15, kl: 15:51:00 | Svara | Er.is | 0

Þetta kostaði einhvern 5 þúsund kall þegar ég var að stússast í þessu fyrir um 10 árum. Það þarf að eitra í öllu húsinu, því annars flýja skotturnar eitrið yfir í næstu íbúð, og koma svo aftur þegar eitrið fer/dofnar.

orkustöng | 18. feb. '15, kl: 20:26:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

myndi heldur halda að í næstu í búð gætu lifað skottur sem kæmu svo yfir . í blokk gegnum bil í þröskuldi útihurðar þá eða festast undir skóm, einfaldast að úða sjálfur , kaupa skordýraeitur í úðabrúsa , smá púst út í loftið áður en ferð út , endurtekið eftir þörfum. kítta í sprungur td við ofnrör í vegg. er þetta timburhús , þá stundum milli veggja gólfa

Grjona | 19. feb. '15, kl: 07:15:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta var ekki gert svona þegar þetta var gert hjá mér. Hann eitraði á baðherberginu þar sem þetta var og eitthvað aðeins í kring en ekki alla íbúðina, hvað þá allar íbúðir í blokkinni.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

victorpatrick | 5. des. '23, kl: 04:40:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert kominn svona langt og mér finnst það frábært, haltu áfram að elta drauma þína og einn daginn kemstu á toppinn og þá sérðu hversu frábær þú ert orðinn. https://tunnelrush3d.com

littlemary | 18. feb. '15, kl: 20:39:33 | Svara | Er.is | 0

Var að vesenast þetta um daginn, rakst á nokkrar. Enginn raki í veggjum, nýtt hús. Hreinsaði niðurföllin hjá mér og passaði að lofta vel út inni á baði eftir baðferðir og þurrka upp bleytu. Klóraði svo öll niðurföll og skúraði uppúr klór og eitraði svo meðfram öllum niðurföllum og könntum. Hef ekki séð nokkura pöddu síðan :) Þær eru eflaust í veislu hjá nágrannanum, I don´t care ;)

lorry | 18. feb. '15, kl: 22:44:23 | Svara | Er.is | 0

Ein og ein er ekkert  vandamál. Geta borist inn með skófatnaði í  bleytutíðinni sem hefur herjað á okkur undanfarið. Þær finna sér alltaf leið inn í baðherbergi þar sem rakinn er venjulega mestur

milky way | 19. feb. '15, kl: 01:00:54 | Svara | Er.is | 0

Takk fyir öll svörin! Það dropar hvergi hjá mér, er í töluvert nýrri íbúð en er samt að díla við silfurskottur, myglusvepp og raka í veggjum. :(
Ég prufa þetta með klórið, er samt með niðurfall í gólfinu inn á baði á ég að hella þar líka niður? Reyndar þá er gat á sturtubotninum mínum á hliðinni, var að pæla hvort þær voru nokkuð að tjilla þar, gæti það verið? Er svo fáfróð um allt svona haha :P
Á ég að skúra alla íbúðina upp úr klór eða bara baðherbergið? Fara þær ekki bara eitthver annað ef ég geri bara baðhergið?

nefnilega | 19. feb. '15, kl: 08:52:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Silfutskottur lifa í raka, svo ef það er gat undir sturtubotninum og raki þar þá geta þær verið þar. Talaðu við meindýraeyði, það þarf að eitra og hann getur ráðlagt þér. Ég mæli með radtak.is ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu, þurftum að fá meindýraeyði útaf öðru (ekki silfurskottum) og fengum góða þjónustu.

maggideep | 19. feb. '15, kl: 11:18:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú ráðtak eru góðir en það er samt spurning hvort að það þurfi í alvöru talað að eitra alla íbúðina. Og svo er spurning hvort að það myndi duga en það dugði ekki í mínu tilfelli þó svo að þeir tækju íbúðina alla fyrir tvisvar sinnum. En eftir klórinn er núna samt orðið svo langt síðan að ég sá þessi kvikindi síðast að ég held að þau séu farin fyrir fullt og allt. Vona að ég komi ekki með tilkynningar hingað þess efnis að þær séu komnar aftur eftir einhverja mánuði.

Skotturnar þrífast bara í raka, þær eru ekki að setjast að á þurrum stöðum. Það að setja klór í nokkur niðurföll gæti mögulega leyst vandamálið þó svo það sé ekkert hægt að fullyrða það.

maggideep | 19. feb. '15, kl: 11:13:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Myglusveppinn er best að eiga við með dótinu þarna frá Mosey Myglu og Sveppaeyðir. En upptök hans gætu allt eins verið úr niðurföllum hússins og því er um að gera að setja klór í þau.

Niðurfallið á gólfinu á baðinu gæti líka verið að spila sitt hlutverk. Byrja að taka lokið af. Ef þetta er úr plasti þá geturðu kannski líka tekið botninn upp og já svo er að hreinsa það allt saman, botninn, lokið og niðurfallið og svo að leyfa klór að liggja í því.

Þær gætu verið að tjilla í sturtubotninum, um að gera að setja klór í hann.

Ég mæli reyndar bara með klórnum í niðurföll. Ef þér langar til þess að eitra fyrir kvikindunum inni á baði hjá þér þá voru þeir að selja eitthvað gott dót þarna í Fjarðarkaup um daginn.

hlynur2565 | 19. feb. '15, kl: 05:40:16 | Svara | Er.is | 0

Það er til alveg urmull að skordýrum ef þú bara gáir betur.
Skoðaðu gólfið betur !

Óska eftir JVC DD-9 Segulbandi !
http://www.hugi.is/media/contentimages/157573.jpg

Hvað hefur enginn átt segulbandstæki !

Grjona | 19. feb. '15, kl: 07:13:42 | Svara | Er.is | 0

Kom meindýraeyðir til mín þegar þetta var og já það virkaði. Leigusalinn borgaði þannig að ég veit ekki hvað það kostaði (og þar að auki er langt síðan þetta var).

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

gomma19 | 19. feb. '15, kl: 18:30:24 | Svara | Er.is | 0

það er ekkert að því að sjá nokkrar silfurskottur. Þær lifa einatt í híbýlum okkar.. Þær lifa meira að segja á lífverum sem þér þykja líklega mun ógeðslegri.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
vantar alit (trigger warning) johnsg 13.1.2024
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Barnateppi - hjálp firstbaby 4.7.2009 10.1.2024 | 03:59
barnateppi rúmsí 19.8.2005 10.1.2024 | 03:55
Barnateppi 2169 18.9.2012 10.1.2024 | 03:53
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.1.2024 | 03:49
saltkeramik ups3 9.12.2008 10.1.2024 | 03:49
skyldmenni Jackie O 28.4.2004 10.1.2024 | 03:48
Hvar er hægt að kaupa hákarl? cartman 29.6.2011 9.1.2024 | 08:54
Nýr forseti Íslands verður auðvitað Katrín Jakobsdóttir jaðraka 2.1.2024 8.1.2024 | 19:50
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Síða 5 af 48047 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, paulobrien, annarut123, Guddie, tinnzy123, Bland.is, Paul O'Brien, Kristler