Sjónvarpsþættir sem ollu ykkur vonbrigðum eða komu skemmtilega á óvart?

Alli Nuke | 3. okt. '15, kl: 11:17:10 | 684 | Svara | Er.is | 1

Mikil vonbrigði:
Mig hafði hlakkað mikið til að horfa á Hannibal þættina, en ég gafst upp áður en þáttur tvö kláraðist, meikaði ekki þetta flashback sem var alltaf í hausnum á gæjanum.

Þetta voru þvílík vonbrigði, sérstaklega af því Mads Mikkelsen er í miklu uppáhaldi hjá mér sem leikari.

Kom skemmtilega á óvart:
The Strain - þættir af FX stöðinni. Rakst á þá fyrir tilviljun og hef gaman af, enda er ég algjört nörd fyrir svona löguðu, zombies og eitthvað sem tekur yfir líkama fólks heillar mig mjög mikið. Elskaði t.d. myndina með Donald Sutherland - The Invasion of the Body Snatchers.

Eitthvað hjá þér sem voru vonbrigði eða kom skemmtilega á óvart?

 

Trolololol :)

Steina67 | 3. okt. '15, kl: 12:01:23 | Svara | Er.is | 1

Ég þoli ekki þætti eins og The Strain og bara get ekki horft á þá.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Degustelpa | 3. okt. '15, kl: 12:04:13 | Svara | Er.is | 1

Sense 8 voru vonbrigði. Alveg góðir þættir og vel gerðir og þannig en voru bara öðruvísi en ég bjóst við og ekki minn tebolli :)

Game of thrones komu á óvart líka. Bjóst við að verða fyrir vonbrigðum þar sem ég hef lesið bækurnar. Finnst þeir vinna ágætlega úr bókunum :)

nefnilega | 3. okt. '15, kl: 12:14:57 | Svara | Er.is | 0

Peep show er besta uppgötvun síðari ára.


Varð fyrir vonbrigðum með bandaríska House of cards, eins og bresku gömlu þættirnir voru góðir.

Alli Nuke | 3. okt. '15, kl: 12:47:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að horfa á House of Cards (US) núna og hef alveg gaman af. Get ég þá látið mér hlakka ennþá meira til að horfa á UK þættina? Júhúú!

Trolololol :)

Kaffinörd | 3. okt. '15, kl: 15:14:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já mér fannst fyrstu 2 þættirnir í seríu 1 góðir en svo gafst ég upp

lalía | 3. okt. '15, kl: 14:39:00 | Svara | Er.is | 0

Bob's Burgers komu skemmtilega á óvart þegar ég komst almennilega inní þá (fannst fyrstu þættirnir ekkert spes). 


Under the Dome ollu miklum vonbrigðum og enn meiri leiðindum, sjitt hvað það var vont. 

lalía | 3. okt. '15, kl: 15:25:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mr.Robot voru líka góðir, þeir voru binge-aðir hérna á einhverjum þremur kvöldum.

Hedwig | 3. okt. '15, kl: 17:34:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við horfðum á fyrstu seríuna af under the dome og okkur fannst hún sleppa en sería tvö drap þættina alveg og held við höfum horft á 1 þátt í henni og gáfumst upp.

lalía | 3. okt. '15, kl: 17:54:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég þrælaði mér í gegnum fyrstu og gafst upp eftir tvo held ég í seríu tvö, þá gat ég hreinlega ekki rúllað augunum lengra aftur! Haven er miklu betri Stephen King þáttur.

skoðanalögreglan | 3. okt. '15, kl: 15:08:54 | Svara | Er.is | 0

Voice var ömurlegt

Last man on earth og humans voru góðir

muu123 | 3. okt. '15, kl: 17:06:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

róleg/ur .. bara búinn einn þáttur af voice 

skoðanalögreglan | 3. okt. '15, kl: 23:21:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já og meika ekki annan á þessari lífstíð

smusmu | 3. okt. '15, kl: 15:18:59 | Svara | Er.is | 0

Elska The Strain. Ég man ekki hvað þættirnir heita sem ollu mér alvarlegum vonbrygðum síðast. Við horfðum bara á pilotinn og bara drápumst næstum úr leiðindum :P Þetta var á einhverri tilraunastöð úti í rassgati og einhver "sjúkdómur" slapp laus hjá þeim :/

smusmu | 3. okt. '15, kl: 15:20:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Alveg bannað að horfa á þetta y þarna!! Þetta er i í dularbúning!!!

lalía | 3. okt. '15, kl: 15:24:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ert að tala um Helix, þá sjitt hvað ég er sammála!

smusmu | 3. okt. '15, kl: 15:31:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, passar. Það var Helix. Sjitt sko, bara það versta sem ég hef séð lengi :/

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 3. okt. '15, kl: 15:25:06 | Svara | Er.is | 1

Gotham komu mér skemmtilega á óvart, ég er ekkert fyrir ofurhetjur þannig lagað, en svo datt ég alveg inn í Gotham, líklega því enginn er orðinn ofurhetja ennþá, og Jim Gordon er ótrúlega aðlaðandi karakter (finnst mér)


Bjóst heldur ekki við miklu af ANTM þegar ég var 16 ára að reyna að vera ekki ''týpísk stelpa'' og var að byggja upp listaspírupersónuleika í MH. En... er búin að vera háð þeim þætti núna í að verða 9 ár!


Orange is the new black ollu mér vonbrigðum, ég get bara ekki horft uppá fólk sem líður ömurlega í fangelsum og ákvað því að vera ekkert að pína mig til að horfa á þátt 2

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

labbi86 | 3. okt. '15, kl: 15:47:11 | Svara | Er.is | 14

Ég verð örugglega jörðuð. En mér finnst Breaking Bad leiðinlegustu þættir sem ég hef reynt að horfa á. Og ég gaf þeim GÓÐAN séns, í tvær heilar seríur.

smusmu | 3. okt. '15, kl: 18:13:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nenni ekki einu sinni að reyna að horfa á þá, virðast einstaklega óspennandi :Þ

Alli Nuke | 3. okt. '15, kl: 18:17:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er frekar lame ef einhver ætlar að jarða fólk fyrir að hafa skoðanir á einhverju.

Trolololol :)

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 3. okt. '15, kl: 22:43:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sagði það alltaf, en síðan ætlaði betri helmingurinn að horfa á þá í 5. sinn, og þá ákvað ég að vera með honum. Og vá, varð alveg hooked eftir fyrsta þátt

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

smusmu | 4. okt. '15, kl: 07:25:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe, við höfum hvorugt áhuga þannig að þetta er ekkert að fara að gerast :P Og hvort eð er ekkert pláss fyrir þá í okkar dagskrá :)

icegirl73 | 3. okt. '15, kl: 16:35:03 | Svara | Er.is | 0

Æ oh er rétt að byrja á fyrstu seriu af Hannibal og hún lofar svo góðu. Á ég þá að láta staðar numið eftir hana? Á alveg eftir að horfa á The Strain og Under the Dome. 

Strákamamma á Norðurlandi

Arel | 3. okt. '15, kl: 18:03:19 | Svara | Er.is | 1

Varð fyrir vonbrigðum með The Wire, ekki minn tebolli.

Alli Nuke | 3. okt. '15, kl: 20:22:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hafði la la gaman af fyrstu seríu, en jú, varð fyrir smá vonbrigðum eftir að Gnarr og co. byggðu upp miklar væntingar hjá mér. Er ennþá að hugsa um að prófa season 2.

Trolololol :)

LaRose | 3. okt. '15, kl: 20:13:53 | Svara | Er.is | 0

Elskaði Hannibal, bíð spennt eftir 3.seríu. Southpark er mögulega leiðinlegasta efni í heimi

Raw1 | 3. okt. '15, kl: 20:24:05 | Svara | Er.is | 2

Dexter kom mér bæði skemmtilega á óvart og olli mér miklum vonbrigðum!
Fyrstu 4 seríurnar voru æði, var límd við alla þættina og slökkti varla á sjónvarpinu á milli þátta, síðasta serían var svo slæm að mér finnst að framleiðendurnir ættu að biðjast afsökunar!


Doctor who kom mér mjög mikið á óvart, var búin að heyra mikið um þá en fannst þetta alltaf svo mikil sýra! En horfði svo á 1 seríu og varð húkkd!


Avengers, the last airbender, hélt að ég yrði aldrei jafn húkkd á teiknimyndaþáttum.


Lokaserían af How I Met Your mother var ööööömurleg, gæti gubbað á hana.

Hedwig | 3. okt. '15, kl: 20:42:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá já Avatar the last airbender kom svakalega á óvart. Vorum alveg límd yfir þeim.

karamellusósa | 3. okt. '15, kl: 20:35:55 | Svara | Er.is | 1

Friends, Sá aldrei þessa þætti, og allir alltaf að tala, vitna í þá og allir vissu alltaf allt um þá, eins og þeir kynnu þá utanað, svo eg sótti þá, horfði á fyrstu seríuna og ca 4 í seríu 2, gafst þá upp og nennti ekki meir, horfði samt á síðasta þáttinn og hætti svo. Fannst þeir svona bara la la og algerlega overrated þættir.

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

*vonin* | 3. okt. '15, kl: 21:52:47 | Svara | Er.is | 3

Shameless kom mér þvílíkt á óvart, alveg elska þessa þætti. 

Kveðja, *vonin*

helgagests | 3. okt. '15, kl: 22:33:59 | Svara | Er.is | 0

Sense8 komu mér á óvart. Ekki enn búin að ákveða hvort það hafi verið á góðan eða slæman máta. Bíð eftir næstu seríu.
Varð fyrir vonbrigðum með Game of thrones.

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

helgagests | 3. okt. '15, kl: 22:34:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mr. Robot eru frábærir.

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

disarfan | 3. okt. '15, kl: 22:41:01 | Svara | Er.is | 0

Ég þoldi einmitt ekki þetta flashback í Hannibal - en eftir nokkra þætti lagaðist þetta - eða vandist og áherslan var meiri á Hannibal. sería 2 er svo með því besta sem ég hef séð í sjónvarpi, svo ekki gefast upp. Sería 3 byrjar vel en dalar aðeins svo þegar Hannibal hættir að vera aðal. En samt... Hann er svakalegur!

LaRose | 4. okt. '15, kl: 04:56:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er sería 3 komin?

disarfan | 4. okt. '15, kl: 12:49:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er amk búin að horfa á hana. Hún byrjaði í júní og kláraðist í lok ágúst. 

Klingon | 3. okt. '15, kl: 22:50:15 | Svara | Er.is | 1

Another Period kom skemmtilega á óvart.
Bjóst ekki við miklu en ferlega fyndnir þættir.

Blond | 3. okt. '15, kl: 23:48:58 | Svara | Er.is | 2

The blacklist kom mér mjög skemmtilega á óvart. Yfirleitt meika ég ekki ameríska FBI þætti þar sem að þjóðerniskenndin er allveg í hámarki. En það fer ekkert fyrir því í þessum þáttum. Var ótrúlega treg til að horfa á þetta en mèr finnst þeir rosalega góðir.
Og svo er James Spade allveg svakalega góður leikari!

ullarmold | 4. okt. '15, kl: 01:22:48 | Svara | Er.is | 0

Sherlock bresku þættirnir eru alveg æði, koma vel á óvart, shameless us er líka æði og og brickleberry ef maður hefur sick twisted húmor fyrir teiknimyndaþáttum

Bakasana | 4. okt. '15, kl: 13:08:16 | Svara | Er.is | 2

scandal. Það er eiginlega afrek út af fyrir sig hversu illa leikin þessi prime-time-sjöunda rhimes-megasería er. Og hversu ósympatískir og óþolandi allir aðalkarakterarnir eru. 

KilgoreTrout | 4. okt. '15, kl: 13:47:49 | Svara | Er.is | 0

*Ég hafði

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Alli Nuke | 4. okt. '15, kl: 15:12:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig læra seint :)

Trolololol :)

mugg | 4. okt. '15, kl: 14:31:31 | Svara | Er.is | 0

Fastir liðir eins og venjulega og Réttur voru æði
Ég bíð spennt eftir þessari
 

Fyrsta stiklan úr Ófærð
 

Kaffinörd | 4. okt. '15, kl: 15:04:52 | Svara | Er.is | 0

Broen III kemur mér verulega á óvart. Hélt að þetta yrði ekki neitt án Kim Bodnia en söguþráðurinn er sá mest spennandi hingað til og Sofia Helin fer algjörlega á kostum. 

Kentár | 4. okt. '15, kl: 16:26:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bron*

Kaffinörd | 4. okt. '15, kl: 22:34:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bron á sænsku Broen á dönsku

noneofyourbusiness | 4. okt. '15, kl: 23:09:50 | Svara | Er.is | 0

Ég varð fyrir vonbrigðum með Hannibal, finnst þeir svakalega óspennandi. 


Game of Thrones komu mér skemmtilega á óvart. Ég hafði gaman af House of Cards í fyrstu, en eftir að hann varð forseti urðu þeir þreytandi. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
boðskort - þvers og krus Harðfiskur 13.8.2015 30.10.2023 | 12:24
Voruð þið ekki svakalega Reva Lewis 10.10.2005 30.10.2023 | 05:59
Bakkabræður í ríkisstórn Íslands ? jaðraka 16.10.2023 27.10.2023 | 20:34
Stefnumótasíður. Frigg 9.1.2012 26.10.2023 | 12:39
Verðbólga - vextir - afborganir jaðraka 25.10.2023 25.10.2023 | 17:11
Egg fitandi? þaþað 13.9.2023 23.10.2023 | 17:40
margskipt gleraugu stubban 22.10.2023
Að vera bráðkvödd/kvaddur perla82 21.7.2014 21.10.2023 | 02:09
Krullurnar og úfið hár eru að gera mig.......... Teralee 21.10.2023
Fermingakjólar sveitastelpa 15.2.2016 19.10.2023 | 07:13
Að mótmæla sektarboði?? ís í boxi 25.4.2005 18.10.2023 | 20:45
Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum jaðraka 13.10.2023 16.10.2023 | 13:19
Hjálp vanjtar pípara núna prompto! Butcer 14.10.2023
Hvað heita vinsæl vikublöð um land allt... EstHer 7.2.2008 13.10.2023 | 21:23
Svart gegnsætt plast Inngangur 13.10.2023
barnateppi hvað stórt? fragola 14.11.2011 13.10.2023 | 07:15
Föstudaginn 13 boðar hamas alþjóðlegan jihad dag Eagleson 12.10.2023
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Síða 7 af 48006 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, paulobrien, tinnzy123, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, Guddie