Smá spurning.

pinkgirl87 | 7. júl. '16, kl: 22:09:55 | 586 | Svara | Er.is | 0

Hvenæ er komin tími til að gefast upp á foreldri?
Afsakið heimsk spurning, en ég hef þolað ansi mikið mín 20 og eitthvað ár og hefur verið bent á að "hætta og loka hurðinni"!

Móðir mín byrjaði að lemja mig frá 5 ára aldri og henti mér í sturtu í öllum fötunum og sprautaði á mig með ísköldu vatni, ofbeldi byrjar 9 ára og hræðilega ljót orð í minn garð og ég var ekki með neinn til hjálpar. Ofbeldið hélt áfram þangað til ég flutti að heiman því ofbeldið þróaðist út í að taka mig á háls 19 ára en ég hafðu fengið hvatningu til að verja mig og gerði það þarna en eftir þetta atvik flutti ég með þáverandi kærastanum og gekk samt vel í skólanum en ofbeldinu lauk en ekki andlega. Það versnaði og versnaði, hun keypti mig alltaf, lagði inn a mig keypti buxur og guð veit hvað og þa var allt gott...eg var orðin "vön" þessu en þetta hætti aldrei!
Enn þann dag í dag heldur þetta áfram og hún lýgur að ættingjum "fórnarlamb" en maki minn hefur séð þetta og vinkonurnar og þau segja "ef þetta væri ég þá hefði ég ekki samband og hefði ekki talað við þessa manneskju í mörg ár"
Nýjasta ljóta sem hún sagði var:,, ef þú eignast annað barn þá mun ég aldrei taka það að mér og ekkert hjálpa þér, bara lillu (Lillan mín 6 ára) og ég veit að samband ykkar mun aldrei ganga." Hún hatar maka minn, talar svo niður til hans og gerir svo mikið grín af honum og bara öllum sem mér þykir annt um.
Afsakið langlokuna, afsakið.

En er það rétt hjá maka mínum og vinkonum er löngu komin tími til að loka á hana? Hún fær mig svo oft til að gráta, rakkar mig niður og hlær. Ef ég ver mig þá kemur hún með svo ljót orð tilbaka.
Afsakið veikleika minn en mér var kennt "a mother is ones mother" en stenst það í öllum tilfellum?

kveðja,

 

Pappakassi dauðans | 7. júl. '16, kl: 22:18:43 | Svara | Er.is | 2

Ekki spurning. Þú átt þetta alls ekki skilið frá henni, ekki láta þetta yfir þig ganga lengur þetta er orðið nóg.
Gangi þér vel.

pinkgirl87 | 7. júl. '16, kl: 22:21:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þakka þér kærlega fyrir þinn stuðning og vel orðað.
Já ég satt að segja get ekki og vill ekki meir. Dóttir mín má heldur ekki alast upp við að mamma mín tali niður til mín og rakki mig niður svona. Hvað þá alast upp við að pabbi hennar frá 3 ára aldri sé hataður :'(.

Pappakassi dauðans | 7. júl. '16, kl: 23:34:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það var ekkert að þakka. :) Ég skil þig svo vel í þessum sporum, amma mín talaði mömmu mína mikið niður og það var svo erfitt og að horfa upp á það og geta ekkert gert til að verja hana. Ekkert barn á að þurfa að upplifa að foreldrar þeirra séu hataðir, það hefur heldur ekki góð áhrif á þau andlega. Ég segi að þú eigir að slíta sambandi við móður þín eins fljótt og þú getur, þín vegna, mannsins þíns vegna, dóttir ykkar vegna, og fjölskyldu ykkar vegna. Og svona upp á öryggi dóttur þinnar og framtíðar barna, aldrei og þá meina ég aldrei skilja þau ein eftir í hennar umsjá það getur verið hættulegt miðað við "meðferðina" á þér. Ég finn til með þér á þessum erfiðu tímum og sendi góða strauma til þín og fjölskyldu þinnar.

pinkgirl87 | 8. júl. '16, kl: 09:47:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þakka þér kærlega fyrir knús til þín mikið ertu góð. Ég þakka fyrir mig :)

En ég kvaddi hana í gær, þakka þér kærlega fyrir, ég hef með hjálp mína nánustu og núna ykkar hér inni á tekið þá ákvörðun að ég slít samskipti við hana og ég sagði það við hana og hún hló og skellti á mig og skrifaði:,, hahaha gangi þér vel segi ég bara"!

Þannig að þessu er hérmeð lokið.
Kærar þakkir.

Petrís | 7. júl. '16, kl: 23:23:30 | Svara | Er.is | 0

Hvað vilt þú gera. Þú átt ekki að gera eins og "hún" vill eða maki þinn vill. Þú ert bullandi meðvirk og þarft að taka á því. Hvað varðar mömmu þína skuldarðu henni ekki neitt, jafnvel þó hún hefði verið frábær móðir ertu ekki í neinni skuld og allra síst eftir svona framkomu. 

pinkgirl87 | 8. júl. '16, kl: 09:45:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég sjálf vill kveðja hana því þó svo að ég sé ekki að verða lamin lengur þá er hún samt að veita mér andlegt ofbeldi. En það er alveg rétt að ég er meðvirk og það er erfitt. Hún var aldrei frábær móðir hún bara ól mig upp svo "respect the parents" og hun kallar mig alltaf ljótum nöfnum og við dóttur mína um mig og maka minn og alvöru pabba dóttur minnar og lillan mín tjáði sig við mig í gær þegar hun gat ekki sofnað. Þá varð ég svo sár og reið að ég hringdi og ég sagði það við hana og hún hló og skellti á mig og skrifaði:,, hahaha gangi þér vel segi ég bara"!

En þetta er allt rétt sem þú sagðir en ég ákvað samt að þora og gera þetta.

Þannig að þessu er hérmeð lokið.
Kærar þakkir.

Ziha | 7. júl. '16, kl: 23:39:54 | Svara | Er.is | 2

Ég myndi persónulega bakka út úr öllum nema nauðsynlegustu samvistum við hana.... hef haft reynslu af samskiptum sem gengu ekki upp og ég bakkaði bara og hélt mig eins langt frá og eins lengi og ég gat, án þess þó að slíta algjörlega tengslin.  Það varð allt miklu einfaldara um leið. Mæli með því, hiklaust!  Líka ekkert gott að Lillan þín læri að það sé ok að hafa svona samskipti, svo þú ert líka að gera henni greiða með því að bakka.   Mamma þín eða ekki mamma þín, þótt að hún hafi "alið" þig upp þá áttu ekki að fórna þínu lífi og hamingju í að þóknast henni.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

pinkgirl87 | 8. júl. '16, kl: 09:39:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ok leiðinlegt að heyra en hvernig var það? En eins og ég skrifaði neðst nuna:
Þakka þér kærlega fyrir, ég hef með hjálp mína nánustu og núna ykkar tekið þá ákvörðun að ég slít samskipti við hana og ég sagði það við hana og hún hló og skellti á mig og skrifaði:,, hahaha gangi þér vel segi ég bara"!

Þannig að þessu er hérmeð lokið.
Kærar þakkir.

Central | 8. júl. '16, kl: 08:57:55 | Svara | Er.is | 2

Ömurlegt að lesa þetta :(
Þessi hegðun móður þinnar er engan veginn ásættanleg.  Þú ert orðin fullorðin manneskja og þú getur sett henni stólinn fyrir dyrnar ef svo má að orði komast.
Gerðu það sem þú þarft til að þetta lagist;  draga úr samskiptum, svara henni fullum hálsi (veit það getur verið erfitt ef maður er brotinn sjálfur), leitaðu leiða til að byggja sjálfa þig upp.
Þetta er þitt líf, þú stjórnar því.  Þú þarft og vilt ekki lifa því undir hælnum á henni.  Þú getur breytt ástandinu, það verður vinna en vel þess virði.
Gangi þér vel! :)

pinkgirl87 | 8. júl. '16, kl: 09:37:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þakka þér kærlega fyrir, ég hef með hjálp mína nánustu og núna ykkar tekið þá ákvörðun að ég slít samskipti við hana og ég sagði það við hana og hún hló og skellti á mig og skrifaði:,, hahaha gangi þér vel segi ég bara"!

Þannig að þessu er hérmeð lokið.
Kærar þakkir.

T.M.O | 8. júl. '16, kl: 09:41:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þú ert að gera rétt, hún hljómar eins og sjálfhverft fífl. Gangi þér bara vel

pinkgirl87 | 8. júl. '16, kl: 09:48:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þakka þér kærlega fyrir þetta verður erfitt en þetta er rétt.

Central | 8. júl. '16, kl: 10:00:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta svar móður þinnar er týpiskt svar aðila sem beitir andlegu ofbeldi, að reyna brjóta manneskju niður, stjórna henni.
Þetta er ekki í lagi.  Móðir þín er ekki í lagi að haga sér svona, ég er ekki læknir en myndi segja að hún væri veik.
Það er gott að þú gerir þér grein fyrir þessu og ætlir að breyta þessu ástandi á betri veg fyrir þig :)))

pinkgirl87 | 8. júl. '16, kl: 10:09:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kærar þakkir fyrir hvatninginn. Já margir hafa bent mér á að hún sé veik, það er svo óþægilegt að engin trúir mér því hún sýnir engum þessar hliðar nema mér, engum!
Bróðir minn sem ég er mjög náin hann veit að hun er svona en engin annar trúir því :(. Og jú maki minn veit það og trúir auðvitað enda hefur margsinnis séð það. En hún "always plays the innocent card" og ég fæ ásakanir frá systir hennar um hvað ég er svona og svona (en gerði ekkert heldur tók við ljótum orðum) og frænkum og guð veit hvað!! Ég er skilnaðarbarn og hún hatar pabba minn og pabbi minn sagði stundum "er hún að hefna sín á mér"? Við pabbi minn erum mjög lík og oft sagði hún þegar ég var lítil þegar hún lamdi ,,þú ert svo lík pabba þínum"!

zakaria | 8. júl. '16, kl: 12:23:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hún á greinilega við vandamál að stríða. Láttu hana eiga sig. Kannski áttar hún sig (vonandi) og kannski ekki. En þú ert að gera rétt.

Gangi þér vel.

passoa | 8. júl. '16, kl: 10:31:06 | Svara | Er.is | 1

Vá maður, engin móðir á að koma svona fram við barnið sitt! Og eins og þú segir sjálf, þú vilt ekki að dóttir þín upplifi svona hegðun frá foreldr/ömmu, stundum þarf maður bara að slíta á öll samskipti þar sem það getur hreinlega verið mannskemmandi að vera í sambandi við hana.
Þú átt alla mína samúð, held að þú þurfir bara að vera sterk og loka á hana alveg, því miður getur maður ekki valið sér fjölskyldu og stundum er bara fjölskyldan ekki þess virði að umgangast! Einbeittu þér að þinni fjölsyldu og þeim góðu vinum sem þú GETUR valið.


Gangi þér rosalega vel <3

pinkgirl87 | 8. júl. '16, kl: 10:34:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þakka þér kærlega fyrir. Ég bara verð að loka fyrir fullt og allt.
Þakka þér bara kærlega fyrir <3

passoa | 8. júl. '16, kl: 10:37:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú verður allavega að gera það í dágóðan tíma. Virðist sem þú hefur verið að gefa henni sénsa, og ég er ekki að segja að allir eigi ekki skilið annað tækifæri, en bara farðu varlega ef hún lofar bótum og betrun, taktu því með fyrirvara og vertu tilbúin að loka á hana aftur ef þú gefur henni séns aftur seinna meir.
Held það sé líka mikilvægt eins og margir hafa bent á að leita til fagaðila varðandi að geta unnið almennilega úr þessu og passa að þú fallir ekki aftur í meðvirkni með henni.

pinkgirl87 | 8. júl. '16, kl: 11:06:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já kærar þakkir, ég hef sko örugglega án þess að ýkja hátt upp í óteljandi sénsa en hún er bara ótrúlega illgjörn við mig og meira þrauka ég ekki.
Takk kærlega fyrir mig, en ég vill ekki gefa henni meiri sénsa :(. Ég er bara uppgefin.

Gale | 9. júl. '16, kl: 06:32:15 | Svara | Er.is | 1

"er það rétt hjá maka mínum og vinkonum er löngu komin tími til að loka á hana?"

Ég myndi vera sammála þeim, já.

Svo er spurning hvort þú vilt að dóttir þín aist upp við svona framkomu frá ömmu hennar til mömmu hennar.

Degustelpa | 9. júl. '16, kl: 13:14:26 | Svara | Er.is | 1

ég myndi loka á hana strax. Ekkert gott getur komið úr þessu!

pinkgirl87 | 9. júl. '16, kl: 13:30:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já takk kærlega fyrir. Ég tók þá ákvörðun þökk sé ykkur! Kærar þakkir!

Ég bara hata að frænkur mínar láta hana hljóma svo góða og indæla en að ég skilji ekki hvað hún sé þreytt vegna ofvinnu og áhyggjur af heilsu minni og hvað ég skil hana ekki og þær meira að segja AFSAKA að hún lúbar mig sem barn:,, já þú varst stundum erfið og hlustaðir ekki og hún bara var með fullan mælir" ÞETTA hata ég og með því að loka á hana þá þarf ég að loka eða allavega minnka mikil samskipti við þær. Því annars þarf ég alltaf að heyra hvað ég sé köld/dónaleg að loka á mína eigin móður ....ég er orðin svo þreytt á þessu :'(

Degustelpa | 9. júl. '16, kl: 22:06:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég þurfti að minka samskipti mín við systur mína fyrir 2árum. Mér líður mikið betur eftir að ég hætti að tala um ákveðin mál við hana. Þetta bjargaði minni geðheilsu. Oftast er skrefið erfitt og þungt en þegar á það er komið er það það besta sem við geturm gert. 
Og það er ekkert gott heldur að vera í kringum svona meðvirknis hausa.

pinkgirl87 | 9. júl. '16, kl: 23:11:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún hringdi og sagði mér hvað ég væri óþolandi, þreytandi og að hun hafi aldrei verið heiðarleg við mig alltaf bara sagt já og amen til að þurfa ekki að skipta sér af mér!
Ojjjj ég er alveg ónýt sko, að mamma manns og maður hennar hafi alltaf logið að manni!

T.M.O | 9. júl. '16, kl: 23:51:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

mér sýnist ekki betur en hún sé alltaf að skipta sér að þér. Þessi kona er bara klikk og er bara í því að finna leiðir til að láta þér líða illa.

pinkgirl87 | 9. júl. '16, kl: 23:56:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það held ég líka, hún ásakaði mig um geðröskun þegar ég sagði:,, hví berðu enga virðingu fyrir mér heldur bara kærleika (þvingdan) af þvi eg er dóttir þin? Afhverju a eg alltaf skilið svona ljót orð? Og niðurlægingu og lítillækkun?
Ég vill ekki að þú talir svona við mig og gætir þú ekki beðist afsökunar? Hún fór bara að hlæja í símann og sagði NEI ég er viss um að þu sért með maníu þú lýtur svo stórt á þig, ég hef ekkert til að biðjast afsökunar fyrir.

T.M.O | 10. júl. '16, kl: 00:02:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hún er greinilega ófær um að sjá sína eigin hegðun. Þú verður að velja hvort þú vilt þola þessa framkomu áfram eða hætta samskiptum við hana. Ef fjölskyldan er meðvirk með henni og vill ekki sjá þetta þá er hætt við því að þú eigir ekki eftir að eiga mikil samskipti við hana heldur. Það er engin sigurvegari í svona málum, þetta er alltaf ömurlegt.

pinkgirl87 | 10. júl. '16, kl: 00:04:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já því miður lítur það þannig út.
Já fjölskyldan er jafn blind á þetta eins og þegar hún lúrar mig sem barn. Systir hennar kom í dag og lét mig heyra hversu ömurleg ég er sem dóttir! :'(

ingama | 9. júl. '16, kl: 23:36:26 | Svara | Er.is | 1

Sæl, þetta er engin "smá spurning" hjá þér. Þú ert því miður orðin of meðvirk gagnvart hegðun mömmu þinnar gagmvart þér. Ef einstaklingur gerir lítið úr þér, hvor sem það er mamma þín eða annar, þá verður þú að gera henni grein fyrir því: segðu: Ekki tala við mig eins og ég sé hálfviti.

Það er oft í lífinu að við verðum að setja fólki sem umgengst okkur mörk: þú átt ekki skilið að það sér gert lítið úr þér, og þá skiptir ekki máli hvort mamma þí á í hlut eða ekki. Þú ert fulloirðin og sjálfráða. Núna hefur þú fullan rátt á að umgangast ekki fólk sem þér líkar ekki við. Ekki lofa fólki í krinum þig komast upp með að tala við þig eins og þú sért aumingi eða hálfviti. Byrjaðu á mömmu þinni: Segðu: "Ekki tala við mig eins og ég sé einhver hálfviti." Athugaðu hvernig viðbrögðin verða. Ef ekkert breytist, þá skaltu hætta að umgangast hana. Og sjá svo hvað hún gerir í framhaldinu. Bestu kveðjur, Inga.

P.S. Ég hef prófað að nota þessa aðferð og hún getur virkar fíntt!

pinkgirl87 | 10. júl. '16, kl: 00:01:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þakka kærlega fyrir svör ykkar tveggja síðustu og allra ykkar sem hafa skrifað og hjálpað mér, en þegar ég spurði hvort að við gætum ekki samið frið og að ég vilji ekki láta tala svona við mig, ég eigi það ekki skilið. Þá ásakar hún mig um geðröskun Maníu og byrjar að telja upp einkenni fólks sem henni finnst ég hafa og að ég muni ekki ráða við Háskólann og að ég verði aldrei neitt án hennar!
Hún segir við mig að ég ÉG sé svo dónaleg vegna þess að útaf öllu þessu sagði ég:,, æ please þegiðu". Ég meina einhvern tímann gefst maður bara upp er það ekki?
Ég sagði reið við hana að ég vilji ekki hafa meiri samskipti við hana EN hún sagðist ekki samþykkja það en hún mundi sætta sig við að heyrast einu sinni í viku! :'(

T.M.O | 10. júl. '16, kl: 00:16:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú stjórnar, ekki hún. Finndu hvað þú vilt, ef þú vilt fá frið þá taktu þér þann frið. Hún gerir sig að aðalatriði í öllu, hvort sem þú getur ekkert án hennar eða hún sé að sjúkdómsgreina þig útfrá einhverju sem einhver sagði. Hefur þú lesið þér til um Narcissistic personality disorder? Þetta hljómar dáldið eins og það. Málið er líka að það er allt í lagi ef þú ert með einhver vandamál, það gefur henni ekkert leyfi til að koma svona fram við þig. Hún ætti þá að vera að styðja þig en ekki rífa þig niður.

pinkgirl87 | 10. júl. '16, kl: 00:23:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já einmitt, en bara til að hafa það á hreinu er ég ekki með Mania. Hún þarf bara alltaf að lítillækka mann með stórum orðum í reiðisköstum sínum. Í fyrra sagði hun að ég væri ekkert nema aumingi með kvíðaröskun...hvað er næst maður bara spyr....?
Ég finn að ég vill frið, finna frið og finna að ég get vel verið án hennar.
Nei, ég hef aldrei lesið um það, takk fyrir ábendinguna ég skal gera það.
Hún lauk símtalinu með því að segja:,, ég hefði átt að fara i fóstureyðingu" þarna fór ég að gráta og fraus (sagði ekkert) og hún skellti á.
Senti svo SMS "góða besta eigðu þig".

T.M.O | 10. júl. '16, kl: 00:33:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

æi vá. Hún á í einhverjum stórum geðrænum vandamálum og hefur ekki rænu á því að leita sér aðstoðar. Ég veit að þetta er sárt en stundum líður manni betur að tala ekki við fólk. Það getur alveg komið yfir þig að þú verðir aum yfir því að eiga ekki almennilega mömmu en það er alltaf auðveldara að eiga við en tilfinningin þegar hún er nýbúin að tæta þig niður til þess eins að hefja sig upp.

pinkgirl87 | 10. júl. '16, kl: 00:41:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já algjörlega, þakka þér kærlega fyrir þetta er alveg hárrétt.
Vá það sem þú hjálpar mér. Mikið ertu góðhjörtuð og bara þið öllsömul hér í samræðunni hér.
Ég verð að gefa skít í hana þetta veldur mér svo svakalega miklum vanlíða og lítið sjálfstraust því hún talar svo niður til mín.
Ég finn fyrir svo mikilli reiði og sorg og aum í mér.
En ég held að èg yrði "better off without her".
Ég sjálf á 6 ára gamla dóttur og hún elskar samt þessa ömmu-ég skil ekki hví...
En ég vill ekki að þær hafi mikil samskipti því lillan mín er algjör "mini me" ef hún gat komið svona fram við mig þegar ég var lítil þá hvað ætti að stoppa hana með dóttur mína...
Ég ræð bara ekki við meiri samskipti við hana, hún gæti á endanum gengið frá mér andlega fyrir fullt og allt.

T.M.O | 10. júl. '16, kl: 00:51:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gangi þér bara vel, dóttir þín er miklu betur sett að sjá að mamma hennar er sterk og lætur ekki vaða yfir sig.

pinkgirl87 | 10. júl. '16, kl: 00:53:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enn og aftur kærar þakkir fyrir mig það sem þú hefur styrkt mig og hjálpað mér.
Þú hjálpaðir mér svo. Góða nótt og hafðu það sem allra best! :)

Toothwipes | 10. júl. '16, kl: 12:31:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Heyrðu heyrðu. Þegar hún hringir þá svararu ekki. Ef þú vilt ekki það áreiti þá skiptiru um símanúmer. Þú svarar eða hringir í hana þegar og ef þú vilt.


Þetta er erfitt skref og hún á eftir að reyna allskonar til að testa þig. Stattu fast á þínu, þér mun líða margfalt betur á eftir. Knús!

pinkgirl87 | 10. júl. '16, kl: 12:34:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þakka þér kærlega fyrir, en hvernig mun hún eiginlega testa mig?
Já ég verð að losa mig við hana áður en ég verð bara ónýt.

Toothwipes | 10. júl. '16, kl: 12:37:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er erfitt að segja. En allt sem hún gerir og segir næstu daga, vikur og mánuði er hennar leið til að fá þig til að skipta um skoðun. Hún mun ekki átta sig strax á því að þér sé alvara, þess vegna mun hún reyna ýmislegt áður en hún áttar sig á því að þér sé alvara. 

pinkgirl87 | 10. júl. '16, kl: 12:41:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok ég skil, hún sagði í gær:,, ef þú vilt gera það s.s. Slíta sambandið þá bara gerir þú það ég get ekki þvingt mig á þig sko" og svo hló hún bara.
Ég veit sjálf og finn að ég get ekki meira, hun kannski heldur að hún "elski" mig en þetta er ekki ást né kærleikur frá móður til dóttur.
Þetta er að mínu mati hroki og illgirni og meira af þessu þrauka ég ekki.

Toothwipes | 10. júl. '16, kl: 12:43:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er alveg rétt hjá þér. Það verður líka verulegt sjokk fyrir hana þegar/ef hún áttar sig á sinni hegðun. Áfram þú og gangi þér vel, þú ert að gera rétt!

pinkgirl87 | 10. júl. '16, kl: 12:44:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þakka þér kærlega fyrir gott ráð og styrkjandi ráð :)
Eigðu góðan dag.

T.M.O | 10. júl. '16, kl: 12:47:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún á eftir að reyna að láta þig guggna á þessari ákvörðun að tala ekki við hana og stjórna samskiptunum eins og þetta að segja að það hentaði henni einusinni í viku. Hún á sjálfsagt líka eftir að tala illa um þig við fjölskylduna, það er ekkert sem þú getur gert í því annað en að segja sannleikann og gera það að vandamáli þess sem þú talar við ef þeir trúa þér ekki.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Síða 8 af 48019 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Guddie, Kristler, Bland.is, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien