þið sem hafið verið einstæðar

Trunki | 24. maí '15, kl: 08:35:50 | 1343 | Svara | Er.is | 0

Hvar kynntust þið núverandi mökum? Mér finnst nóg að vera fá pössun þegar ég þarf að vinna og er því ekki að fara á djammið né að sinna einhverjum áhugamálum utan vinnu nema í mjög takmörkuðum tíma. Ég hef eitthvað aðeins kíkt á tinder, veit ekki alveg hvað mér finnst um það... en svo hef ég líka verið að hugsa....hvernig er það að standa í því að vera deita og svoleiðis þegar maður er með börn? Mér finnst þetta hljóma svo illa að ég er farin að hallast að því að vilja vera bara ein alltaf.

 

___________________________________________

Máni | 24. maí '15, kl: 08:56:32 | Svara | Er.is | 1

Ég er á tinder. En er svo sem ekki að leita að maka bara félagsskap. Stórskemmtilegt.

englaros | 24. maí '15, kl: 09:52:30 | Svara | Er.is | 0

Vid vorum 2 vinkonurnar sem vorum einstæðar a sinum tíma og skiptumst a ad passa og hjalpast að, fannst tad algjör snilld :-)

svartasunna | 24. maí '15, kl: 10:06:01 | Svara | Er.is | 19

Ákvað bara að nenna þessu ekki. Hætti með barnsföður 2007 og hef verið ein síðan fyrir utan smá deit tímabil. Aaaaalt of mikið vesen ofaná allt hitt álagið, líka að vita að börnin manns eru "pakki" fyrir öðrum og að viðkomandi mun ekki nema í undantekningartilfellum elska þau eins og sín eigin börn er mjög letjandi.
Plús það þarf svo mikið til að èg hrífist af fólki, plús flestir karlmenn á mínum aldri eru orðnir svo þreyttir eitthvað, plús èg er svo sjálfstæð að èg sè ekki tilgang í major málamiðlunum lengur, s.s. overall þá er betra að fá það sjálfur á 5 mín heldur en að raka á sèr fæturnar og reyna að vera sexy og spennandi og reyna að finna einhvern nógu spennandi sem yfirstígur þessar hindranir.
En sem betur fer eru margir sem sjá þetta ekki svona, annars væri fólk í útrýmingarhættu. :)

______________________________________________________________________

BlerWitch | 24. maí '15, kl: 12:14:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Myndir þú semsagt gera kröfu um að maki elskaði þín börn eins og sín eigin?

svartasunna | 24. maí '15, kl: 13:42:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Neibb...bara leiðinlegur sannleikur að hinn aðilinn mun sjaldnast elska þau eins og þú eða barnsfaðir, kannski ef þau eru mjög ung.

______________________________________________________________________

BlerWitch | 24. maí '15, kl: 14:42:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já skil hvað þú meinar. Það er svo margt sem breytist til frambúðar. Sama hversu nýtt samband er gott þá hefur það aldrei sömi forsendur.

mars | 24. maí '15, kl: 14:57:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvernig þá? Nú á ég maka sem ég kynntist þegar dætur mínar voru 5 ára og 14 ára. Hann fittar í raun betur inn en fyrrverandi eiginmaðurinn og hann og eldri dóttir mín eiga mun betra samband en hún og pabbi hennar.
Yngri dóttirin lítur á pabba sinn og stjúpföður sem tvo feður.
Við erum á engan hátt minni fjölskylda en fjölskyldan semég átti áður.

BlerWitch | 24. maí '15, kl: 15:02:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekkert endilega minni. En dýnamíkin verður aldrei eins. Það þarf ekkert að vera slæmt, og oft er það bara betra.

mars | 24. maí '15, kl: 15:06:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað meinarðu með dýnamík?

BlerWitch | 25. maí '15, kl: 14:59:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samskipti og tilfinningar á milli einstaklinganna í fjölskyldunni.

Felis | 24. maí '15, kl: 15:19:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

geturðu útskýrt þetta aðeins betur?

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

BlerWitch | 25. maí '15, kl: 14:59:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á einfaldlega við að samskiptin og tilfinningarnar verða aldrei eins í sambandi pars sem á börn saman og svo pars sem tekur saman og á börn fyrir. Það þýðir ekki að þau verði eitthvað verri... bara ekki eins.

Felis | 25. maí '15, kl: 15:12:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég held að samskipti og tilfinningar séu aldrei eins á milli fjölskyldna, hvort sem að það eru samsettar fjölskyldur eða heimagerðar. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

mars | 25. maí '15, kl: 15:25:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þar er ég alveg sammála þér. Í mínu tilfelli eru öll samskiptin nánari með núverandi sambýlismanni en fyrrverandi eiginmanni, það gildir um mig og stelpurnar mínar sem ég átti fyrir.
Það sama gildir reyndar um tengdafjölskylduna, ég á talsvert nánara samband við núverandi tengdafjölskyldu en þá fyrrverandi.
Ég átti sjálf foreldra sem voru gift þar til faðir minn dó en þá var ég 13 ára, þeirra samband var hryllingur og ég efast um að hefði mamma náð sér í þokkalegan mann einhverntíman þá hefði ég upplifað það sem neitt verra eða minna náið. Faðir minn var nefnilega maður sem hleypti engum að sér og ég man ekki eftir að hann hafi nokkurn tíman sýnt tilfinningaleg viðbrögð við neinu.
Ég held að samskipti og nánd innan fjölskyldna séu afskaplega misjöfn og að þar skipti ekki meginmáli hvort fólk á börnin saman, hafi átt önnur börn fyrir eða hvað það nú er.

evitadogg | 24. maí '15, kl: 18:11:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Því get eg ekki verið sammála

saedis88 | 24. maí '15, kl: 12:30:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það eru ekki allir karlmenn sem telja það kvöð að kona eigi börn. Áður en ég byrjaði með núverandi þá hitti ég alveg marga og börnin voru aldrei fyrirstaða. Auðvitað heldur ekki hjá núverandi kærasti mínum sem gengur þeim algjörlega í föðurstað. Var algjörlega til staðar fyrir þær þegar pabbi þeirra gat það ekki, svo núna þegar pabbi þeirra er til staðar fyrir þær en kærasti minn enn jafn mikið til staðar fyrir þær. 


Kærasti minn á ekki börn sjálfur svo ég veit ekki hvernig hann mundi elska þau einhverneginn öðruvísi en mínar stelpur. En eg hef afar litlar áhyggjur af því

svartasunna | 24. maí '15, kl: 13:44:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það eru til undantekningar....en maður sèr ekki margar EM augl sem óska eftir fólki með börn.

______________________________________________________________________

saedis88 | 24. maí '15, kl: 13:45:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er svosem enginn að auglýsa sérstaklega eftir aðfinna maka með börn, þó svo þeir setji það ekkert fyrir sig ef það eru börn

svartasunna | 24. maí '15, kl: 13:53:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Well...þú veist að það myndu fáir segja beint við þig að þeim þætti betra ef þú ættir ekki 3 börn (hypothetical dæmi)
Ef maður er mjög hrifinn af þèr þá mun hann alveg sætta sig við börnin og kannski með tímanum elska þau en held að enginn sè geggjað ánægður með 3 börn sem taka athygli frá honum, vakna á nóttunni, flækja erfðamál og þýða samskipti við fyrrverandi.

______________________________________________________________________

Alpha❤ | 24. maí '15, kl: 13:57:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég myndi nú halda að það væri eitthvað að honum ef hann væri geggjað ánægður með 3 börn eða er leitandi sérstaklega að konu sem á börn.. 
Skil það samt eins og sædís. Þeir setja það ekki fyrir sig en eru ekkert sérstaklega að leita að því heldur. 

svartasunna | 24. maí '15, kl: 13:58:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nkl, börn eru mínus í besta falli er honum sama.

______________________________________________________________________

staðalfrávik | 24. maí '15, kl: 14:59:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei ekki endilega. Ef maðurinn á sjálfur börn og langar  ekki að eignast í fleiri þá er kona með börn jafnvel betri kostur. Ef fullorðið fólk er að leita er líka frekar líklegt að það fylgi einhver farangur.

.

Alpha❤ | 24. maí '15, kl: 18:24:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er natturulega ekki hægt að tala um öll tilfelli.

Tipzy | 25. maí '15, kl: 17:23:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þekki til þarsem það þótti kostur, og gekk útúr sambandi þarsem sú manneskja átti fá börn og vildi fleiri. Semagt er kostur einmitt ef viðkomandi vill sjálfur ekki fleiri börn og því kostur að konan sé líka hætt að eiga börn.

...................................................................

saedis88 | 24. maí '15, kl: 13:57:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þá er það bara greinilega ekki rétti maðurinn. Ég settii á sínum tímu auglýsingu á einkamál og var þarna undir nafni og mynd, ég sagði bara frá mínum ástæðum. Ég fékk alveg mikið af póstum frá heilsteiptum mönnum sem settu aðstæður mínar ekkert fyrir sig. Bæði menn sem áttu börn og áttu ekki börn. 

strákamamma | 24. maí '15, kl: 17:42:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Við eigum bæði börn úr fyrri samböndum, svo við skiljum vel hvað það er og þýðir að vera foreldri.  Það finnst mér plús.   Eins eru samskiptin við feður drengjanna mina mjög góð, maðurinn minn er með þá á feisbúkk og svoleiðis.




Maðurinn minn vildi helst finna sér konu sem ætti börn, vegna þess að hann á sjálfur barn og þá er skilningurinn til staðar á því hvað það er að vera fráskilið foreldri.  svo fyrir honum var það plús

strákamamman;)

svartasunna | 24. maí '15, kl: 18:00:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já sumir einstæðir foreldrar leita einmitt að öðrum foreldrum til að fá meiri skilning á foreldrahlutverkinu.
Sumir sem eiga ekki börn og vilja ekki eignast sjá það sem plús að hitt foreldrið eigi börn, svo að það verði ekki issue.


Svo eru sumir eins og ég (eða bara ég og engin annar) sem sjá mín eigin börn og annarra sem fyrirstöðu, alla vega í byrjun. Reyndi t..d einu sinni að deita mann sem átti 5 börn með 3 konum og við komumst aldrei á deit. 


Ef maður er nógu hrifin þá líka slípast alls konar hlutir til, ég hef bara eiginlega aldrei orðið það hrifin af neinum og þá verða allir hlutir, pakkar...eða hvað maður skildi kalla það issue, eða maður gerir það að meira issue-i en það er.


T.d. samskipti ykkar við mömmu sonar þíns eru frekar neikvæð m.v. skrifin þín hérna og það er alveg eitthvað sem ekki hver sem er væri tilbúinn í, nema að ætla virkilega að láta hlutina ganga. 


En aftur...bara mín skoðun, vildi að ég gæti verið svona líbó eins og allir hérna og trúað að viðkomandi myndi bara smellpassa inní að elska börnin mín jafn mikið og ég og bjarga þeim úr eldsvoða án þess að hugsa sig tvisvar um. T.d. hugsa ég oft ef ég eignaðist maka og svo myndum við eignast barn saman, myndi hann bjarga sínu barni fyrr úr voða, frekar en stjúpbörnum sínum. En....sem betur fer held ég að fáir hugsi svona :)

______________________________________________________________________

strákamamma | 24. maí '15, kl: 18:02:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

sem betur fer er mamma stráksins okkar ekki hann, svo að okkar heimilislíf með barninu, og okkar tilhugalíf þegar við vorum í þeim pakka er og var ekki undir neinum áhrifum frá henni. 


Ég held að þú kannski sért að ofhugsa þetta soldið, eða yfirfæra þína eigin skoðun, að þín eigin börn og ananrra séu fyrirstaða, yfir á aðra, ss möguleg deit.

strákamamman;)

svartasunna | 24. maí '15, kl: 19:26:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já I know, algjör í sjálfu sèr óþörf ofhugsun. Hef reyndar talað við 2 fyrrverandi stjúpabba sem voru í nokkurra ára sambandi og tengdust aldrei börnunum og veit um 1 dæmi persónulega þar sem það var farið mjög illa með stjúpbarn útaf afbrýðisemi....en sem betur fer eru þau dæmi færri.

______________________________________________________________________

strákamamma | 25. maí '15, kl: 09:33:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég held að þannig dæmi sé algerar undantekningar.  


Einn bræðra minna er hálfbróðir minn, ég fattaði það ekki fyrr en ég var í kringum 8 ára og hann þá 19.....   því þetta var bara aldrei issjú, pabbi okkkar var bara pabbi okkar og er enn.   Okkur var aldrei mismunað af pabba þó hann væri líffræðilega bara pabbi minn

strákamamman;)

svartasunna | 24. maí '15, kl: 13:53:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Well...þú veist að það myndu fáir segja beint við þig að þeim þætti betra ef þú ættir ekki 3 börn (hypothetical dæmi)
Ef maður er mjög hrifinn af þèr þá mun hann alveg sætta sig við börnin og kannski með tímanum elska þau en held að enginn sè geggjað ánægður með 3 börn sem taka athygli frá honum, vakna á nóttunni, flækja erfðamál og þýða samskipti við fyrrverandi.

______________________________________________________________________

Tipzy | 25. maí '15, kl: 17:21:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef maður myndi auglýsa sérstaklega eftir maka með börn þá myndi það setja upp ekki bara flagg, heldur risastórann eldrauðan fána hjá mér.

...................................................................

saedis88 | 25. maí '15, kl: 17:22:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nákvæmlega

Felis | 24. maí '15, kl: 13:52:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

ég veit ekki hvað eru undantekningarnar og hvað er reglan en mér finnst fólk almennt elska stjúpbörnin sín einsog sín eigin, amk í kringum mig. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 24. maí '15, kl: 13:53:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

en það svosem gerist náttúrulega ekki alltaf alveg 1-2 og 10

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

svartasunna | 24. maí '15, kl: 13:55:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sjá svar að ofan, fólk lærir að lifa með þeim og svo kannski elska þau....en í meirihluta tilfella eru þau pakki til að byrja með og minus frekar en plús.

______________________________________________________________________

Alpha❤ | 24. maí '15, kl: 13:59:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er það ekki bara allt í lagi til að byrja með? 

svartasunna | 24. maí '15, kl: 14:03:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef fólk vill fara í gegnum deitlíf þar sem börn eru hluti af neikvæðum pakka þá er það bara æði...enda eina leiðin og èg hef gert það einu sinni. Mèr finnst það bara leiðinlegt að þurfa að bæði kynnast nýjum aðila og reyna að vona að hann geti þolað börnin þangað til honum er sama eða þróar tilfinningar á meðan èg elska þau. Finnst það svo vont eitthvað.

______________________________________________________________________

Mammzzl | 24. maí '15, kl: 15:44:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar ég og minn núverandi vorum að byrja saman voru börnin mín aldrei neitt sem hann reyndi að þola eða vera sama um. Hann var hrifinn af mér, vildi vera með mér og vildi kynnast og eignast góð sambönd við börnin mín. Og NB hann var 24 ára þegar við fórum að vera saman.

Felis | 24. maí '15, kl: 15:54:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

minn einmitt talaði um að honum langaði til að fá að kynnast syni mínum (þegar ég og hann værum tilbúin til þess) því að honum langaði til að kynnast þessum stóra hluta af mínu lífi. 
Strákurinn minn var aldrei fyrir eða issue eða vandamál. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Catalyst | 24. maí '15, kl: 16:07:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég held að það sért bara þú sem ert að gera þetta að vandamáli og einhverju neikvæðu.
Þær sem ég þekki og hafa veirð einstæðar og deitað og eiga núverandi maka eru bara ánægðar með stöðuna og stjúpinn fittar vel inn. Engin talað um að þetta hafi veirð vesen eða bið eftir að kallinn fari að þola börnin... eða eru börnin þín extra erfið eða af hverju ertu svona svakalega neikvæð?

Ekkert að því samt að vilja bara vera ein og makalaus.. if it works for you þá fínt.

svartasunna | 24. maí '15, kl: 16:37:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já algjörlega mitt sjónarhorn, meðtek alveg að þetta sè ekki reynsla annarra. Væri alveg til í að halda að börn væru engin fyrirstaða, mín reynsla, samtöl við karlmenn sem hafa verið stjúpfeður og allra mest mótþrói minn við að opna heimilið fyrir karlmönnum og kynna fyrir börnunum hefur mótað þessar skoðanir.

Hins vegar er líka mikil tregða hjá mörgum að viðurkenna að börnin hafi verið fyrirstaða og að kannski...jafnvel kannski hefði stjúpforeldrið frekar vera án þeirra í upphafi, svona eins og það sè bara ómögulegt og passi ekki inní Disney ævintýrið.

______________________________________________________________________

Felis | 24. maí '15, kl: 15:12:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það eru allir með pakka, allskonar pakka, og fyrir sumum eru börn verri pakkar en aðrir, en ekki fyrir öðrum. 


Mér þótti td. ágætis tilhugsun að deita mann með börn, langar í mörg börn en hef enga löngun til að ganga með mörg börn. Eins er ágætt að sá hvernig feður menn eru, það er oft ágætis mælikvarði á það hvernig menn þeir eru. Menn sem sinna börnunum sínum ekki vel eru óspennandi kostur. 
Kærastinn minn er samt barnlaus (well einsog er - það er í vinnslu) en sonur minn hefur aldrei verið neitt neikvæður pakki fyrir honum. Fólki í kringum hann fannst líka jákvætt að hann hefði náð sér í konu með barn. Hann náði sér í konu sem var með allan pakkann; skuldir, eignir, barn, menntun, vinnu; maðurinn sem ég náði í var mun meira wild card. 

Ég veit alveg um sambönd þar sem stjúpunni (reyndar allt konur) fannst barneign makans vera neikvæður pakki, það hefur haft misslæm áhrif en samt heilt yfir hefur það verið mikill skaði. Maður á að hafa vit á því að fara ekki í sambönd með fólki með börn ef maður vill ekki eignast stjúpbörn. Simple as that. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

svartasunna | 24. maí '15, kl: 16:48:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Fólk hefur því miður ekki alltaf vit á hvað stjúpbörn þýða. Kannski eru konur neikvæðari fyrir stjúpbörnum en karlmenn, don't know.
Samt svolítið skrýtið ef að stjúpbörn eru bara sjaldnast fyrirstaða og stjúpforeldrar elska þau nákvæmlega eins og blóðforeldrar nánast frá fyrstu mínútu eins og margir vilja meina hèr, hvers vegna pör með stjúpbörn eignast oft fljótt saman barn, svona fyrst þau eiga þá fyrir svona mörg börn. Hvers vegna vilja þá pör "sitt eigið" til að e-n veginn fullkomna sambandið?

Ef èg myndi búa til eins EM augl og hafa hana alveg eins nema setja í aðra að èg ætti 5 börn undir tvítugu, eruð þið þá að segja að èg myndi fá jafn marga pósta og hin?

______________________________________________________________________

Felis | 24. maí '15, kl: 17:01:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

er fjöldi pósta á em eitthvað merki um að þú hafir rétt fyrir þér?


Sumir hafa engan áhuga á því að vera stjúpforeldri, þeir sleppa því (oftast amk miðað við mína reynslu og það sem ég sé í kringum mig) að deita fólk sem á börn. 


Ég veit ekkert hvort pör með stjúpbörn eignast fljótt börn saman, er það eitthvað fljótara en hjá pörum almennt? Stundum gæti það verið td. vegna þess að pör með stjúpbörn eru kannski eldri og því styttir frjósemistími eftir. Annars þekki ég það ekki, ég og minn maður erum reyndar að koma með barn saman og það hefur bara ekkert að gera með að við viljm fullkomna sambandið. Samband okkar er gott, og var gott áður en ég varð ólétt, og það að eignast barn saman er ekki eitthvað sem við urðum að gera til að rækta sambandið. Við hefðum alveg getað verið hamingjusöm saman án þess að eignast börn saman. 

Ég reyndar hef heyrt konu tala um að hún gæti ekki hugsað sér að eiga framtíðarmaka án þess að eignast barn með honum en það var ein kona. 


Eins hef ég amk ekki talað um að elska börnin einsog blóðforeldrar frá fyrstu mínútu. Ég meina blóðforeldrar elska ekkert endilega börnin sín frá fyrstu mínútu og þeir hafa samt fengið allt að 9 mánaða undirbúningstíma. En þetta er misjafnt. Ég þekki foreldra sem ættleiddu börnin sín og elskuðu þau frá því áður en þau hittu börnin - og þar er töluvert minni blóðtengsl en almennt milli stjúpforeldra og -barna á Íslandi. Blóð skiptir nefnilega ekkert öllu máli. 


En já sumir eru eflaust að koma sér í sambönd með stjúptengslum án þess að vita hvað það felur í sér, það eru örugglega einhverjir sem höndla það ekki (eða illa). Mín tilfinning, út frá eigin reynslu og því sem ég hef séð í kringum mig, er að almenn gengur þetta vel og almennt eru góð tengsl á milli stjúpbarna og -foreldra þeirra en kannski þekki ég bara eitthvað skrítið fólk sem er ekki representative fyrir raunveruleikann. 


Þegar ég var að deita þá útilokaði ég alveg suma menn vegna þess að þeir áttu börn, samt var það minnst börnin heldur frekar tengsl þeirra við börnin sem angraði mig. Menn sem eru ekki góðir feður barnanna sinna, eru ekki líklegir kandidatar til að vera góðir feður stjúpbarna. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

svartasunna | 24. maí '15, kl: 17:08:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Stjúptengsl virka bara oftast vel, algjörlega. Öfunda t.d. mjög nokkrar vinkonur mínar af stjúpum barnanna þeirra.

Með EM svörum á èg bara við áhuga. Ef þú tekur 10000 menn, þverskurð og sínir þeim auglýsingar eða þeir fara á blind date með tvíburasystrum eða hvað sem er best að gera í samanburðarrannsóknum nema önnur konan á þessi 5 börn, á hún s.s. sama sèns og hin?

______________________________________________________________________

Felis | 24. maí '15, kl: 17:03:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

anyway mín reynsla og þín reynsla eru greinilega ólíkar


og jú stjúpbörn eru oft fyrirstaða, en þegar þau eru ekki fyrirstaða þá eru þau ekki fyrirstaða. 
Ég á vinkonu sem hefur ekki áhuga á stjúpbarni, hún deitar ekki menn sem eiga börn. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

svartasunna | 24. maí '15, kl: 17:13:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Èg held nú að það sè meira að marka ykkar reynslur, èg hef bara gefið einum sèns.
Það er þetta sem böggar mig, tilfinningin að e-n sè bara að umbera börnin mín meðan èg set þau í fyrsta sæti.
En....þetta er nú ekki aðal fókusinn minn varðandi sambandsleysi, bara hluti af því hvers vegna èg nenni þessu ekki. :)

______________________________________________________________________

Felis | 24. maí '15, kl: 17:23:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég skil þig vel :-) 


það er dásamlegt að vera einstæður - og ég var sko ekki tilbúin að fórna því fyrir hvern sem er. Sé ennþá ekki eftir því að hafa gefið mínum manni séns en ég skil þig samt mjög vel. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

svartasunna | 24. maí '15, kl: 17:30:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

M.v. hvernig þú skrifar þá sýnist mèr þú vera mjög happý. Èg virkilega samgleðst fólki sem finnur aftur einhvern sem það er tilbúið að berjast fyrir, enjoy it all the way. ;)

______________________________________________________________________

strákamamma | 24. maí '15, kl: 17:45:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég og minn maður eigum von á okkar fyrsta sameiginelga barni inann skamms...það er ekki gert til þess að "fullkomna sambandið"  heldur vegna þess að okkur langar báðum í annað barn. 

strákamamman;)

strákamamma | 24. maí '15, kl: 17:43:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

sonur mannsins míns var plús á honum frá byrjun fyrir mér. 

strákamamman;)

Tipzy | 25. maí '15, kl: 17:25:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er líka mín reynsla.

...................................................................

Alveg að meikaða | 24. maí '15, kl: 15:44:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, hvað þú bjargaðir deginum mínum með þessu frábæra svari. Takk :-)

svartasunna | 24. maí '15, kl: 17:52:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha...any time :) 

______________________________________________________________________

svarta kisa | 24. maí '15, kl: 19:45:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá hvað ég er sammála þér...

Silaqui | 24. maí '15, kl: 10:42:24 | Svara | Er.is | 0

Þetta tók nú ein 7 ár hjá mér, frá þvi ég hætti með barnföðurnum og þangað til ég hitti hr. S. Með reyndar nokkrum misalvarlegum skotum á milli.
En ég hitti hr S. á þorrablóti og við deituðum eigilega ekkert, bara byrjuðum saman nánast strax.
Á þessum tíma hafði ég verið í skóla fyrir sunnan, með takmarkaða (en samt einhverja) pössun. Á sumrin var syninum parkerað hjá foreldrum mínum. Eftir á að hyggja (og staðfest af sálfræðingi) hefði verið mikið hollara fyrir mig að fá meiri pössun og sinna sjálfri mér á veturnar. Ekkert til að finna maka endilega, heldur til að halda sönsum.

links | 24. maí '15, kl: 10:48:23 | Svara | Er.is | 0

kynntist mínum á compare hotness :p

kexpakki | 24. maí '15, kl: 11:05:28 | Svara | Er.is | 8

Ég kynntist mínum á netinu, var ein með 3 ung börn undir 3ja ára aldri.
Við kynntumst rólega í hálft ár þar sem við bjuggum ekki á sama stað. 
Hann tók börnunum strax mjög vel og gekk þeim alveg í föðurstað, krakkarnir elska hann. 
Það hefur verið eitthvað við mig sem hann sá því á fyrsta árinu sem við kynntumst fékk ég taugaáfall og stuttu síðar veiktist ég illa og var lögð inná geðdeild. En þessi elska stóð með mér í gegnum allt og efaðist aldrei um þá ákvörðum að vera að deita veika 3ja barna móður.
Svo að það eru alveg til menn þarna úti með láta ekki börn stoppa sig ;)

saedis88 | 24. maí '15, kl: 12:04:43 | Svara | Er.is | 1

fann minn á einkamál, hafði sent mér póst löngu áður svo ég ákvað að leita af honum á facebook þar sem hann var með fyrsta nafnið sitt í notendanafninu og mynd og staðsetningu svo það reyndist auðvelt að leita af honum :)

músalingur | 24. maí '15, kl: 12:05:29 | Svara | Er.is | 0

Sé fram á að vera bara ein hahaha nenni ekki að fara á djammið til að finna mér maka 
Ég er búin að vera ein síðan 2009, einhver smá saklaus date inná milli 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Söluráðgjafi Volare www.volare.is

BlerWitch | 24. maí '15, kl: 12:16:27 | Svara | Er.is | 2

Mér finnst aðal vandamálið nú vera að finna einhvern álitlegan sem er á lausu! Og þó er ég í allkyns félagsskap og hitti fullt af fólki.

Felis | 24. maí '15, kl: 12:19:06 | Svara | Er.is | 7

ég fór á djammið og varð viðbjóðslega full

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Trunki | 24. maí '15, kl: 13:07:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha þannig hef ég gert þetta hingað til en mig langar það svo minnst að fara á djammið þessa dagana/vikurnar/mánuðina. Er jafnvel að hugsa um að hætta bara alfarið að drekka.

___________________________________________

Felis | 24. maí '15, kl: 13:32:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

well þetta virkaði fyrir mig


við reyndar byrjuðum ekkert beint saman, deituðum aðeins og svona. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 24. maí '15, kl: 13:42:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en ég reyndar var alls ekki að leita mér að manni, ætlaði mér bara að vera einstæð og mér leið mjög vel þanng. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

fálkaorðan | 24. maí '15, kl: 16:56:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Getur alltaf bera fengið þér eina rúfí í staðinn fyrr að drekka.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 24. maí '15, kl: 20:02:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarf ekki að blanda það við bús til að það virki?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

musamamma | 24. maí '15, kl: 12:54:57 | Svara | Er.is | 0

Ég var single í ca 6 ár, átti bólfélaga við og við. Minn flutti svo í stigaganginn við hliðina.


musamamma

daggz | 24. maí '15, kl: 13:29:22 | Svara | Er.is | 0

Ég tók rosalegt fdjammtímabil. Ég reyndar kynntist mínum í gegnum vinkonur mínar. Við vorum vinir í einhverja mámnuði enda var ég að hálf deita (lesist ríða) vini hans. Það endaði svo og nokkrum mánuðum seinna þá byrjaði ég að vinna í sundlauginn og hann varð daglegur gestur þegar ég var á vakt :P

Það sem mér fannst svo æðislegt var að hann sýndi stráknum mínum svo mikinn áhuga, var að leika við hann og spjalla (lítill bær, hittumst hér og þar) og ég sá það strax að þetta yrði ekkert vandamál. Tek það fram að þarna vorum við ekkert par þannig hann var bara vinur minn fyrir guttanum.

En ég skil þig mjög vel. Ég einmitt sæi engan veginn fyrir mér hvernig ég færi að þessu í dag. Ég hef ekkert þol eða heilsu í endalaust djamm (eða áhuga) og sæi mig ekki ganga vel á þessum síðum/öppum. Þannig ég vona bara að ég þurfi ekkert að vera í þessari stöðu aftur. Þetta er nefnilega ekkert einfalt mál.

--------------------------------

daggz | 24. maí '15, kl: 13:29:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

haha... úps VIN hans, ekki vini. :)

--------------------------------

T.M.O | 24. maí '15, kl: 13:41:14 | Svara | Er.is | 5


Fer ekki á djammið, vinn bara með konum, kann ekki að daðra...

https://s-media-cache-ak0.pinimg.com/736x/26/59/03/265903f9659be3bbc245a0a3af95d055.jpg

Helgenberg | 24. maí '15, kl: 14:32:23 | Svara | Er.is | 0

kynntist honum á bar

BlerWitch | 24. maí '15, kl: 14:45:44 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst alveg merkilegt hversu margir tala um djammið þegar verið er að ræða makaleit. Ég myndi líta á djammið sem einhvern síðasta vettvanginn til að kynnast framtíðarmaka (þó ég viti að margir hafi gert það). En líkurnar á því að eitthvað vitrænt komi út úr samskiptum á skemmtistað í hávaða og jafnvel undir áhrifum... tel ég hverfandi.

Felis | 24. maí '15, kl: 15:14:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég var ekkert að leita að framtíðarmaka (var ekkert að leita að neinskonar maka), ég samt fann minn á djamminu. 


Það voru líka ekkert vitræn samskipti sem við áttum fyrst, voru blindfull og fórum saman heim. Ekkert vitrænt þarna - en mjög skemmtilegt samt. Vitrænu samskiptin komu seinna. 


btw. ég er ekkert að segja að djammið sé betri staður en hver annar, er bara að benda á að maður getur fundið góða maka hvar sem er (og því miður vonda líka)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

BlerWitch | 25. maí '15, kl: 14:57:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er akkúrat það sem ég var að segja. Þessvegna finnst mér skrýtið hvað djammið ber oft á góma í þessum umræðum. Jafn miklar líkur á að kynnast maka með því að labba á Esjuna eða fara á fyrirlestur :)

Þjóðarblómið | 24. maí '15, kl: 17:02:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég drekk ekki og hef ekki gert í mörg ár. Það var eitthvað verið að ræða það í vinnunni og einn samstarfsfélaginn segir: "Ef þú drekkur ekki, hvernig ætlaru þá að finna þér mann?"

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Felis | 24. maí '15, kl: 17:05:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahaha það sem fólk segir


Þegar ég var single þá var einn frændi minn sem spurði mig hvernig lífið væri svona á meðan ég væri á milli fyrirvinna - ég varð pínu orðlaus en ropaði upp úr mér einhverju um að ég hefði nú menntað mig þannig að ég hefði litla þörf á fyrirvinnu. Enda er ég fyrirvinnan á mínu heimili, þó að ég hafi náð mér í mann. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Þjóðarblómið | 24. maí '15, kl: 17:24:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Fólk virðist halda að ég geti ekki lifað ágætis lífi á meðan ég er einhleyp. Ég geri allt sem mig langar ein. Fer ein í leikhús, ferðalög, á hótel og það böggar mig ekki hið minnsta.


Enn sem komið er lifi ég ágætis lífi á kennaralaununum og á í mig og á. Það dugar mér.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Felis | 24. maí '15, kl: 17:31:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

það mætti halda að það eigi að vera helsta markmið allra kvenna að finna sér maka, einsog það sé bara ekkert annað í lífinu þess virði að gera en að eiga (vera) viðhengi. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Edalmedal | 24. maí '15, kl: 21:17:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ætli einhleypir karlmenn fái oft þessa spurningu? Nú er ég spurð nánast í hverju einasta fjölskylduboði hvort ég sé komin með kall, en frændi minn (sem er reyndar 6 árum yngri) er aldrei spurður hvort hann sé komin með konu. 

Felis | 24. maí '15, kl: 23:14:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þeir fá pottþétt aldrei þessa spurningu og ef þeir eru í sambandi þá eiga þeir örugglega að eiga fleiri framtíðardrauma en barneignir. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Edalmedal | 24. maí '15, kl: 23:22:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einmitt. 

svartasunna | 24. maí '15, kl: 17:35:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert bara í afneitun. Èg er t.d. að leita að 10 mökum svo èg verði 10falt hamingjusamari.

______________________________________________________________________

Þjóðarblómið | 25. maí '15, kl: 00:24:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég veit, botnlaus afneitun!! 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

svartasunna | 25. maí '15, kl: 00:29:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ábyggilega fenínisti líka...og með ketti, fullt af þeim. Myndi byrja að stunda Spot, hlusta á Bylgjuna og hlægja að sem karlmenn segja og biðja þá að opna krukkur fyrir þig. Èg er með fullt af krukkum í veskinu.

______________________________________________________________________

Þjóðarblómið | 25. maí '15, kl: 00:37:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er reyndar alveg laus við feminismann og kettina. Allt hitt get ég gert/geri nú þegar.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

svartasunna | 25. maí '15, kl: 00:43:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ert samt einhleyp...hmmmm....þú ert þá kannski með svona skoðanir á málum? Það er ekki sexý.

En að öllu gríni slepptu þá missti èg mig aðeins í sumarblómaræktun, er komin yfir 1000 stykki, er sko með ofnæmi fyrir köttum, so I'm the crazy flower lady!

______________________________________________________________________

Þjóðarblómið | 25. maí '15, kl: 09:17:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég prjóna og hekla... og það er ekkert langt í að ég drukkni úr garni hérna heima hjá mér!

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

svartasunna | 25. maí '15, kl: 09:25:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha...æj damn, kannski þurfum við í alvörunni krukkur til að geyma ofstækið okkar í? :)

______________________________________________________________________

Þjóðarblómið | 25. maí '15, kl: 09:29:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahah já kannski!

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

mars | 24. maí '15, kl: 14:55:29 | Svara | Er.is | 2

Ég kynntist mínum maka á einkamál. Ætlaði samt ekkert að ná mér í maka var ákveðin í að einbeita mér að náminu mínu og stelpunum og hafði skráð mig þarna til að stríða vini sem hafði hrekkt mig.
Var að fara að útskrá mig endanlega eftir að hafa náð fram hefndum;) þegar ég sá kynningu á forsíðunni sem vakti athygli mína og ég ákvað í einhverju flippi að senda viðkomandi skilaboð.
Síðan þá eru komin tæp 11 ár og 2 börn;)

helgagests | 24. maí '15, kl: 15:15:55 | Svara | Er.is | 3

Ég kynntist mínum á sambýli. 
Það var lítið mál að púsla tilhugalífinu saman við barnauppeldið. Strákurinn var á þeim tíma viku hjá mér og viku hjá pabba sínum. 
Ég var ekki í neinum deithugleiðingum þegar ég féll fyrir honum. Vorum búin að þekkjast í um ár áður en eitthvað small.
Erum búin að vera gift í 2 ár núna í júní :)

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

fálkaorðan | 24. maí '15, kl: 16:54:40 | Svara | Er.is | 1

Ég þarf vonandi aldrei að komast að því.


Ætli ég notaði ekki pabba/mömmua helgarnar eftir því hvernig umgengniværi háttað.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Ágúst prins | 24. maí '15, kl: 17:19:55 | Svara | Er.is | 0

Ég er búin að vera meira og minna single siðan 2007, eitt stutt samband og svo smá deit .

En æji veit ekki ég hugsa betra er autt rúm en ílla skipað.

En eftir að guttinn fór að fara í pabbahelgar hefur þetta orðið auðveldara, að komast út og kynnast fólki, en fyrir það var ég ekkert að spá i þesssu :)

strákamamma | 24. maí '15, kl: 17:40:10 | Svara | Er.is | 0

kyntist mínum í háskólanum. 

strákamamman;)

Alveg að meikaða | 24. maí '15, kl: 19:04:29 | Svara | Er.is | 0

Ég er búin að vera meira og minna ein síðan 2008 en hef verið í stuttum samböndum. Ákvað síðan að gefa einum séns núna nýlega og fara að búa með honum. Þegar á hólminn reyndi vorum við ekki sammála um uppeldisaðferðir, þetta voru mín börn og hans börn og í raun og veru hans og mitt.

Hef sjaldan séð eftir neinu meira en að flytja inn til hans til þess að flytja út. Við vorum búin að vera töluvert lengi saman þegar þetta var ákveðið.
Sambandið hefði örugglega gengið upp ef við hefðum ekki flutt saman.
Veit ekki hvort ég sé nokkurn tímann tilbúin að endurtaka þetta aftur.



Alpha❤ | 25. maí '15, kl: 00:51:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig voru uppeldisaðferðirnar öðruvísi?

Alveg að meikaða | 25. maí '15, kl: 17:30:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann greip aldrei inn í aðstæður sem hann átti að gera, heldur horfði á aðstæður verða að báli, þar til ég greip inn í. Hann kom mjög vel fram við mín börn en það mátti ekkert segja við hans barn. Ég var ekki ósanngjörn eða leiðinleg eða neitt slíkt.

Ef aðstæður voru kannski ekki góðar og eitthvað sem við hefðum getað leyst úr, var barninu hans kippt úr aðstæðum með því að senda það í gistingu eða til mömmu sinnar, þannig að aldrei var hægt að ræða málin og ávallt þegar börnin komu til okkar, fórum við að rífast af því að við vorum ekki sammála.

Þetta þoldi ég ekki. 
Ég var líka allt í einu komin í hlutverk sem ég sinnti þegar ég var einhleyp (s.s. að gera allt) og vera komin með tvo einstaklinga á könnuna til viðbótar og ég bara brann út á stuttum tíma.

En hey, hann er kominn a deitsíðurnar aftur eftir mjög stutt hlé hjá okkur og 3ja ára samband :-(

nibba | 24. maí '15, kl: 20:10:32 | Svara | Er.is | 0

Ég var ein frá 2010-2013 en var þá með barnsföður mínum í ca ár, óboj hvað það er gott að vera einn og ráða sínu sjálfur. Ég nenni ekki djammi lengur og ekki heldur tinder eða einkamálum. Ég veit svo sem ekki hvenær ég ætti að stunda leit þar sem minn 8 ára er hjá mér nema aðra hverja helgi auk þess sem það eru 50 KM á milli okkar. Ég er líka fjárhagslega komin á góðan stað og vil sjá um mitt sjálf.

svarta kisa | 24. maí '15, kl: 20:19:12 | Svara | Er.is | 0

Við erum með viku og viku svo ég hef svo sem nægan tíma. Ég er hins vegar bara svo hrikalega brennd að ég hreinlega treysti mér ekki í þetta. Ég lofaði sjálfri mér að tapa aldrei aftur áttum vegna karlmanns og ég kann ekki að deita öðruvísi. Mamma er hins vegar alltaf að benda mér á einhverja lekkera menn hér og þar og finnst að ég eigi að skrifa þeim öllum og kynna mig. Mér þykir afskaplega vænt um það því hún sér greinilega eitthvað við mig sem er ekki til staðar, hahahaha. Ég er t.d. ekkert sérstaklega falleg, hef verið lýst sem "myndarleg" sem ég túlka sem "ekki fallegt, en ekki kannski alveg forljót", ég er minnst 10 kg. of þung, ég er með ógeðslega mikið Tourette sem karlmönnum finnst almennt ekki kynæsandi eða sætt, ég er kaldhæðin og ég nenni engan vegin að dást að karlmönnum til að þeim líði betur. Þannig að líkurnar á því að ég finni mér mann (sem mig langar alveg pínu að gera því mig langar að eignast fleiri börn og eiga félaga í gegnum lífið) eru afskaplega takmarkaðar, þó ég sé ótrúlega fyndin og skemmtileg ;)

nóvemberpons | 24. maí '15, kl: 20:28:21 | Svara | Er.is | 3

Ég fann minn nú bara á einkamál á sínum tíma. Þá einstæð með 3 mánaða gamalt barn svo að fá pössun var ekki issue hann gat alveg komið í mat þó barnið væri enn vakandi.

Núna rúmum 5 àrum seinna eigum við tvö börn saman og erum gift. Hann elskar elsta alveg eins mikið og hin börnin og hann er óskaplega mikill pabbakall. Enda eini pabbinn eiginlega sem hann þekkir

4 gullmola mamma :)

KilgoreTrout | 25. maí '15, kl: 09:23:02 | Svara | Er.is | 0

Ironically tha kynntist eg honum thegar vinur hans baud mer a deit. 

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Tipzy | 25. maí '15, kl: 17:18:51 | Svara | Er.is | 0

Á ættarmóti með barnið með mér. :)

...................................................................

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Afmælisgjafir 13 og 15 ára BRAUT39 10.5.2024
Besta naglaþjölin og hvar fæst hún? Gunna stöng 10.5.2024
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 10.5.2024 | 10:05
Halla Hrund Sætúnið 3.5.2024 9.5.2024 | 16:50
Mjög hættulegur frambjóðandi ! Zjonni71 9.5.2024 9.5.2024 | 16:49
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.5.2024 | 09:16
Ökuskírteini Burgerman 8.5.2024
New York Ròs 18.4.2024 8.5.2024 | 07:17
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 8.5.2024 | 07:15
Halla Hrund??? Sætúnið 3.5.2024 7.5.2024 | 22:53
matvandur/matvondur villemo 6.3.2014 7.5.2024 | 14:09
Rjómasprautur tennisolnbogi 26.12.2015 7.5.2024 | 02:39
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 7.5.2024 | 02:34
Veisla-party-game Catalyst 23.10.2010 7.5.2024 | 00:12
Fríhöfnin nonnih 6.5.2024
Fun supermarket Laurakuhlman 6.5.2024
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 6.5.2024 | 07:11
Af hverju er ég svona mikill meistari? R2 D2 3.5.2024
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 3.5.2024 | 09:08
Nuddskóli Íslands í FÁ Superliving 30.4.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 30.4.2024 | 20:54
Alvarleg ógn sem engin vill ræða. Zjonni71 30.4.2024
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 30.4.2024 | 18:49
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 30.4.2024 | 18:35
Sjónin komaso 28.10.2008 28.4.2024 | 07:19
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Síða 1 af 48828 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, Kristler, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123